Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 27

Morgunblaðið - 14.05.2007, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 27 MINNINGAR ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MAGNEA VILBORG ÞÓRÐARDÓTTIR, Heiðnabergi 12, Reykjavík, lést á Landspítala við Hringbraut miðvikudaginn 2. maí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát hennar og útför. Ottó Gíslason, Anna Karolína Konráðsdóttir, Þórður Gísli Ottósson, Ingibjörg Ottósdóttir, Guðjón Hreiðar Árnason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elín SigdóraGuðmundsdóttir fæddist á Brimnesi í Fáskrúðsfirði 29. janúar 1930. Hún lést í Víðinesi fimmtudaginn 5. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guð- mundur Þor- grímsson bóndi á Brimnesi, f. 24. des- ember 1892, d. 14. mars 1970, og Sól- veig Eiríksdóttir húsfreyja á Brimnesi, f. 12. nóv- ember 1892, d. 25. apríl 1972. Systkini Elínar eru Guðrún Sigríð- ur, f. 13.11. 1926, Þorgeir Ragnar, f. 5.6. 1928, d. 18.1. 1994, Sig- urlaug, f. 5.1. 1932, og Eiríkur Ár- mann, f. 2.1. 1936. Á heimilinu ól- ust einnig upp fóstursystkini Elínar, Albert Stefánsson, f. 14.3. 1910, d. 28.8. 1996, og Birna Krist- borg Björnsdóttir, f. 11.9. 1924, d. 27.1. 1991. Elín giftist Þorleifi Kristni Ágústi Vagnssyni árið 1952. Þau Guðrúnu Gretu Baldvinsdóttur. Maður 3: Hrafn B. Hauksson, f. 9.10. 1946. 2) Erla, f. 19.8. 1952, eiginmaður hennar er Sævar R. Arngrímsson, f. 13.6. 1950, þau eiga tvær dætur: a) Arndísi Úlf- hildi, f. 13.2. 1972, í sambúð með Páli Valdimarssyni og eiga þau tvö börn, Sævar og Eydísi Maríu. b) Bryndísi Mjöll, f. 6.12. 1977, í sambúð með Baldvini Jóni Hall- grímssyni og eiga þau einn son, Birki Örn. Elín bjó á Brimnesi í Fáskrúðs- firði fyrstu árin en veturinn 1947– 1948 var hún í Húsmæðraskól- anum á Blönduósi en fluttist síðan til Reykjavíkur og bjó þar æ síðan. Hún vann ýmis störf, lengst hjá Mjólkursamsölunni og Reykjavík- urborg við aðhlynningu. 1952– 1964 bjó Elín í Laugarneshverfi, fluttist á Háaleitisbraut 1964– 1978. Árið 1978 fluttist Elín til Sól- veigar en síðar sama ár flutti hún til Erlu og Sævars og bjó hjá þeim til ársins 2006. Síðasta misserið var Elín í Víðinesi. Útför Elínar hefur farið fram í kyrrþey að ósk hennar. skildu. Elín eignaðist tvær dætur með Þor- leifi. 1) Sólveig, f. 20.3. 1951. Maður 1: Ólafur Bjarnason, f. 16.5. 1948. Þau skildu. Börn: a) Bjarni Þór, f. 28.7. 1969, giftur Vigdísi Elínu Vignisdóttur og eiga þau þrjú börn, Söndru Dís, Vigni Hans og Anton Örn. b) Þorgeir Guð- mundur, f. 7.8. 1971, kvæntur Helenu Halldórsdóttur og eiga þau einn son, Viktor Axel. c) Elín, f. 18.2. 1976 , í sambúð með Elís Þór Sig- urðssyni. Sonur Elínar Friðfinnur Bjarni. Maður 2: Bjarni Hans Gunnarsson, f. 26.11. 1946, d. 24.4. 2004. Þau skildu. Börn: a) Gunnar, f. 12.6. 1978, í sambúð með Helenu Dagmar Steinarsdóttur og eiga þau eina dóttur, Victoríu Elínu. b) Örn, f. 12.3. 1985, í sambúð með Jennu Kristínu Jensdóttur og eiga þau einn son, Jens Bjarna. c) Ósk- ar, f. 12.3. 1985, í sambúð með Mig langar að skrifa nokkur kveðjuorð til þín, elsku mamma. Nú er komið að leiðarlokum, þótt ég hefði vitað af því fyrr en síðar að það kæmi að þessu var ég óviðbúin. Þú varst frábær mamma, amma og langamma. Alveg frábær við alla, varst alltaf tilbúin að aðstoða mig og alla aðra. Mamma var húsmóðir þar sem alltaf var bakað, eldað og saum- að. Hún gerði mikið úr litlu. Þú varst fróð um alla hluti, fylgdist vel með. Oft var þröngt á heimilinu þínu, þangað komu margir ættingjar okk- ar utan af landsbyggðinni, þáðu mat og gistingu er þeir komu í borgina. Ekki þótti þér leiðinlegt að taka nokkra spilaslagi. Þú og Silla systir þín spiluðuð bara dragvist eða rússa ef svo bar við að þið voruð tvær. Margar lopapeysurnar prjónaðir þú, allt þitt handbragð var fallegt, þú hefðir ekki látið neitt illa gert frá þér. Fyrir fjöldamörgum árum bauð ég þér í kjúkling og þáðir þú það en ekki varstu nú spennt, vildir gera mér til hæfis þótt þú borðaðir ekki kjúkling, en eftir langa steikingu komst þú að því að þetta var ólseig hæna og urðum við að sjóða hana. Elsku mamma, nú fara tárin að streyma hjá mér við allar minning- arnar. Aldrei sagðir þú neitt misjafnt um nokkra manneskju, allir voru jafn góðir. Gaman þótti þér að fara í berjamó og fljót varstu að fylla dós- irnar þínar. Mamma, ekki hvarflaði að mér og öðrum að þú værir glingurkona en þú lést okkur vita að þig langaði í skartgripi í afmælisgjöf. Svo að þú fékkst eintómt skart í jólagjöf sem þú naust vel og dáðist að, sérlega þótti þér úrið fallegt, en svolítið ves- en var með það en þú varst ánægð og það fór vel við fallega snyrtu hend- urnar þínar. Takk fyrir allt saman. Sólveig Þorleifsdóttir. Elsku amma. Þegar ég fékk þær fréttir að morgni skírdags að þú værir dáin þá fylltist ég reiði eitt augnablik því mér fannst ekki að þinn tími væri kominn þrátt fyrir veikindi þín. En svo létti mér og ég brast í grát því að ég veit að nú líður þér betur. Minningarnar sem ég á um þig og okkur, elsku amma eða mamma eins og ég kallaði þig oft þegar ég var yngri, eru ótal margar og þá meina ég tonn af minningum. Þú fluttir til okkar systranna, mömmu og pabba í Kópavoginn þeg- ar ég var nokkra mánaða gömul og svo fluttirðu með okkur upp á Kjal- arnes. Þú sást til þess að koma okkur systrum í skólann á hverjum degi, þú smurðir handa mér nesti á hverjum degi, franskbrauð með fitusnauðu hangikjöti og appelsínu Hi-C og þú vissir að það þýddi ekkert að prófa eitthvað nýtt því að ég kom þá bara með það heim aftur. Þú hugsaðir um okkur frá A – Ö meðan mamma og pabbi voru í vinnunni og oft voru þau að vinna frá 8 á morgnana til 10 á kvöldin. Þú gerðir allt fyrir okkur, sama hvað það var. Svo þegar við fluttum af Kjalarnesinu þá fluttir þú með okkur í Mosfellsbæinn og ann- aðist okkur þar. Við systurnar skipt- um um skóla en nestið mitt breyttist ekki. Ekki fyrr en ég fór í framhalds- skóla en þá bað ég þig stundum um hundrað kall fyrir rúnstykki og kannski annan til þess að kaupa mér kók. Þegar ég flutti að heiman þá bjóst þú ennþá hjá mömmu og pabba en við hittumst nánast á hverjum degi, því ég var alltaf með annan fót- inn hjá ykkur. Elsku amma, ég þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig í gegnum árin og fyrir Baldvin unnusta minn og son okkar Birki Örn. Minningin um þig lifir í hjörtum okkar um alla tíð. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. (Bubbi Morthens.) Kveðja Bryndís Mjöll. Elsku mamma, nokkur kveðjuorð til þín. Ég þakka þér fyrir öll árin sem ég og fjölskylda mín hafði með þér, það var ómetanlegt hvað þú varst okkur hjálpleg. Sást jafnvel um heimilið og dætur okkar meðan við Sævar unnum myrkranna á milli ár eftir ár. Þú varst mér mikill styrkur meðan Sævar var að læra mjólkur- fræðina í Danmörku. Ég get ekki lýst því með orðum en í huganum get ég það. Þökk sé þér, mamma mín. Að vera í sannleik hjartahrein þá hljót þú gjöf af lífsins grein. Ó, ver í Guði, Guð í þér hann gefi sýnir, hvar sem er. Guð sonur faðmi og frelsi þig hann faðmi þig í líkn og náð Guð leiði þig um lífsins stig Guð lýsi þér og gefi dáð. (Halldór Kolbeins) Erla Þorleifsdóttir. Elsku amma mín, mikið rosalega sakna ég þín. Frá því að ég man eftir mér hefur þú alltaf búið hjá okkur og verið mér og okkur svo góð. Þú hefur verið mér sem önnur mamma. Það er svo erfitt að kveðja þig með orðum á blaði en eitt er víst að ég mun alltaf hugsa til þín og vera þakklát fyrir að hafa kynnst þér svona vel og búið með þér öll uppvaxtarárin mín. Þú vildir allt fyrir mig gera – takk fyrir það elsku amma. Þennan afdrifaríka morgun hrökk ég upp um hálfníu- leytið, settist upp í rúminu og horfði út um gluggann, það var sól úti og ég hugsaði „fallegur dagur“, lagðist svo niður aftur og fór að sofa. Stuttu síð- ar hringdi mamma og sagði mér að þú værir dáin. Ég gat ekki sagt neitt, ég bara sat og hugsaði svo mikið til þín og spurði mig í sífellu „af hverju?“ Ég hugsa mjög mikið um þetta, þ.e. þegar ég hrökk upp þenn- an morgun, og spyr mig aftur og aft- ur, fann ég þetta á mér? Varstu hjá mér að kveðja mig, getur það verið? Þú varst alveg yndisleg amma, þegar börnin mín fæddust gastu stjanað við þau daginn út og daginn inn. Ég veit að þau sakna þín mjög mikið eins og við öll gerum. Ég og Bryndís komum í heimsókn til þín í Víðines tveimur dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Ég held að þú hafir vitað af okkur hjá þér, þú reyndir allavega að svara okkur þrátt fyrir að þú hefðir litla orku. Við klipptum á þér neglurnar og lökk- uðum þær (þú hugsaðir alltaf svo vel um neglurnar þínar) og bárum svo á þig hand- og fótaáburð og reyndum að láta þér líða vel. Þegar við svo fór- um þá tók ég utan um þig og sagði við þig „amma, ég er að fara, viltu halda utan um mig“ og þrátt fyrir litla sem enga orku lyftir þú upp hendinni þinni og ég lét hana yfir mig. Mér þótti virkilega vænt um það. Þú ólst upp á Brimnesi á Fá- skrúðsfirði. Ég man bara eftir því hvað þér fannst gaman að fara aust- ur á æskuslóðirnar eftir að þú fluttir suður, heimsækja systkini þín og önnur skyldmenni. Þú hafðir líka rosalega gaman af því að spila og voru þær ófáar stundirnar sem þið systkinin tókuð í spil og þá aðallega vist eða manna. Einhvern tíma bað ég þig að spila við mig og þú játaðir því en svo sagði ég þér að spilið héti skítakall og þá vildir þú alls ekki spila, þetta væri ekki spil fyrir þig og varst alveg gallhörð á því. Ég man bara hvað mér fannst það sniðugt og ég er viss um að ef þetta spil hefði ekki haft þetta nafn hefðir þú alveg verið til í að spila við mig. Þú vildir öllum allt svo vel og studdir alltaf við bakið á öðrum sem þurftu á því að halda, enda varstu svo lífsglöð og góðhjörtuð að þægilegt var að tala við þig. Mér þykir svo sárt að kveðja þig og vita til þess að ég á ekki eftir að hitta þig aftur, faðma þig né ræða við þig. Vonandi að þér líði betur hjá Guði og ég veit að þú fylgist með okkur. Mig langar að kveðja þig svo með þessum orðum sem stóðu á platta sem ég og Bryndís gáfum þér í afmælisgjöf og lýsti þér í raun og veru: „Amma mín er með eyru sem hlusta af alvöru, faðm sem heldur fast, ást sem er endalaus og hjarta gert úr gulli.“ Hvíldu í friði elsku amma mín, þín Arndís Elskuleg föðursystir okkar, Elín S. Guðmundsdóttir, er fallin frá, en skilur eftir sig margar góðar minn- ingar í huga okkar. Ella frænka eins og við kölluðum hana var smágerð og fínleg kona, skapgóð og glettin. Hún var einstaklega barngóð og fengum við systkinabörn hennar að njóta þess í ríkum mæli. Sem dæmi rifjum við upp þegar Ella kom austur til að rétta bróður sínum hjálparhönd, sjá um heimilið fyrir hann og fjögur ung börn meðan mágkonan var að eignast það fimmta á sjúkrahúsi í Reykjavík. Nú fóru í hönd spennandi og skemmtilegir dagar fyrir okkur börn- in með öðruvísi venjum og háttum því Ella frænka, sem í minningunni var ævinlega í hælaskóm og með túperað hár, hafði sinn hátt á heimilishaldinu. Okkur þótti t.d. ekki leiðinlegt að fá að baða hundana í bala en það hafði bara ekki tíðkast í sveitinni okkar fyrr né síðar. Þessi athöfn varð til þess að við urðum ekki síður blaut en hundarnir en frænkan tók öllu með sínu rólega jafnaðargeði sem alla tíð var svo einkennandi fyrir hana. Ófáar ferðirnar voru farnar hvort sem var til fjalla í berjamó eða í fjöru að tína steina. Ella var höfðingi heim að sækja og í gegnum árin hefur verið mikill gestagangur á heimili hennar, enda óskráð regla að kíkja til Ellu frænku þegar verið var á ferðinni. Þar var ríkulega veitt af ást og umhyggju sem og ótrúlegustu kræsingum sem töfraðar voru fram án mikillar fyr- irhafnar. Um leið og við vottum Sólveigu og Erlu og fjölskyldum þeirra samúð finnst okkur vel við hæfi að láta fylgja með ljóðið Vinarminning eftir Eirík Sigurðsson frænda okkar: Þú varst öðrum trúr og tryggur, treystir sönnum drengskap best. Æðri völdum ávallt dyggur, unnir göfgri þjónslund mest. Skýrleikssál! Þér skyggni góða skapadísir fengu að gjöf. Dvaldir oft í lundum ljóða og leiðst í draumi um fjarlæg höf. Oft þú kynjakvisti skildir, og kvaddir þar til vaxtar líf. Æsku hjálpa ætíð vildir og öllum gróðri vera hlíf. Horfinn ertu heims úr þrautum, heyr þó vina þakkarmál: Heil á björtum himnabrautum hjálparfúsa, dygga sál! Blessuð sé minning hennar. Vilborg og Halldóra Eiríksdætur. Föðursystir mín Elín Sigdóra bar nafn þriggja kvenna sem stóðu for- eldrum hennar nærri. Elín Andrés- dóttir handavinnukennari var góð vinkona móður hennar. Sigdóru nafn- ið er samansett úr nöfnum föður- systra Elínar, þeirra Sigurrósar og Halldóru. Sú síðarnefnda flutti ung til Ameríku. Elín ólst upp í faðmi fagurra fjalla á Fáskrúðsfirði. Farskóli í sveitinni lagði grunninn fyrir lífið. Elín fermd- ist lýðveldisárið 1944 og hleypti ung heimdraganum. Sextán ára réð hún sig sem vinnukonu til frænda síns sr. Emils Björnssonar í Reykjavík og ár- ið eftir fór hún á Húsmæðraskólann á Blönduósi. Upp frá því flutti Elín suður. Ung kynntist hún Þorleifi Vagnssyni og saman eignuðust þau dæturnar Sól- veigu og Erlu. Þau slitu samvistum. Elín stundaði ýmis störf sem hún sinnti af alúð. Lengi starfaði hún í brauðgerð Mjólkursamsölunnar og síðar á sambýli fyrir þroskahefta í Akurgerði. Þeim sem þekktu Ellu kemur ekki á óvart að heimilisfólk þar dáði hana og dýrkaði og þótti mikið til um að vera boðið heim í af- mæli hennar ár hvert. Í afmælið mætti einnig öll stórfjölskylda Elín- ar, það var rík hefð fyrir því, alveg ómissandi. Á bernskuárum dætranna hafði hún þann sið að baka fyrir vikuna á fimmtudögum. Þeim sið gleymdu skólasystkini Sólveigar og Erlu ekki og oft var fjölmennt á Laugateignum þegar ilmurinn af bakkelsinu barst úr eldhúsinu. Sólveig og Erla unnu sér það til „frægðar“ í bernsku að klippa hár móður sinnar er hún var í fasta svefni. Sítt þykkt hár hennar hékk út fyrir rúmstokkinn og þær fundu hjá sér þörf til að snyrta það, sem endað þannig að þegar Elín vaknaði var hún með knallstutt hár öðru megin og sítt niður á bak hinu megin. Mér er til efs að hún hafi skammað þær fyrir þetta, enda var það ekki hennar siður. Hún setti upp ákveðinn svip sem allir vissu hvað táknaði. Oftar en ekki voru þær systur, Elín og Sigurlaug, nefndar í sömu setn- ingunni enda afar samrýndar. Til fjölda ára bjuggu þær saman á Háa- leitisbraut 49 ásamt góðri vinkonu þeirra Elfu Thorarensen. Það er ekki ofsögum sagt að mikill gestagangur var alla tíð, bæði á Laugateignum og á Háaleitisbrautinni – alltaf nægt pláss. Í fyrstu ferð minni til borgarinnar var að sjálfsögðu gist hjá Ellu og Sillu. Það var eftirminnilegt ellefu ára pilti að sjá Elínu prjóna lopa- peysu af miklum krafti og horfa á sjónvarpið á sama tíma, milli þess sem hún drakk sykrað kaffi, reykti og spjallaði við gestina. Handavinna lék í höndum hennar og auk þess að prjóna mikið, heklaði hún og saumaði út. Eftir að þær seldu íbúðina á Háa- leitisbrautinni hélt Elín heimili hjá Erlu dóttur sinni, gekk þar í öll heim- ilisstörf af atorku auk þess sem hún sinnti barnabörnunum. Elín hélt alla tíð mikilli tryggð við Fáskrúðsfjörð, fór austur á hverju sumri og fylgdist með frændfólki sínu og öðrum af áhuga. Elín Guðmundsdóttir var greiðvik- in og bóngóð, talaði hreint út, stóð á sínu, var hörkudugleg kona sem ekki mátti vamm sitt vita. Blessuð sé minning Elínar. Albert Eiríksson. Elín Sigdóra Guðmundsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.