Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is
Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragn-
arsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
VIÐSKIPTA- OG
HAGFRÆÐIDEILD
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
74
76
0
5/
07
METNAÐARFULLT, FRAMSÆKIÐ OG HAGNÝTT NÁM
6 námsleiðir
■ BA í hagfræði
■ BS í hagfræði
■ BS í fjármálum
Umsóknarfestur er til 5. júní.
Árleg skráningargjöld eru 45.000 kr.
Styrktu stöðu þína og sæktu um.
Rafræn skráning og upplýsingar
um námið eru á vef viðskipta- og
hagfræðideildar, www.vidskipti.hi.is.
■ BS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum
■ BS í reikningshaldi
■ BS í stjórnun og forystu
FIMM fyrrverandi for-
menn Sambands ungra
sjálfstæðismanna skipa
sæti á nýju Alþingi og
gegna reyndar þing-
mennsku fyrir þrjá
flokka.
Þrír þeirra eru þing-
menn Sjálfstæðisflokks.
Geir H. Haarde, for-
sætisráðherra og for-
maður Sjálfstæð-
isflokksins, var formaður SUS á
árunum 1981 til 1985.
Sigurður Kári Kristjánsson var
formaður á árunum 1999 til 2001 og
er nú að hefja sitt annað kjörtímabil
á þingi. Guðlaugur Þór Þórðarson
var formaður SUS 1993 til 1997 og
sest nú fyrsta sinni á þing.
Ellert B. Schram sest nú á þing
fyrir Samfylkinguna, en hann var
formaður SUS 1969 til 1973 og
þingmaður Sjálfstæðisflokks þrjú
kjörtímabil. Jón Magnússon verður
þingmaður Frjálslynda flokksins,
en hann var formaður SUS 1979 til
1981 og hefur setið á þingi fyrir
Sjálfstæðisflokkinn sem varaþing-
maður.
Fimm fyrrverandi formenn
SUS á þing fyrir þrjá flokka
Geir H.
Haarde
Sigurður Kári
Kristjánsson
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Ellert B.
Schram
Jón
Magnússon
ELLERT B. Schram var í 12. sæti í
prófkjöri Samfylkingarinnar í
Reykjavík sem fram fór í nóvember
sl., en þrátt fyrir það náði hann inn á
þing í alþingiskosningunum. Mörður
Árnason náði 7. sæti í prófkjörinu en
missti samt af þingsæti.
Átta efstu sætin í prófkjörinu voru
bindandi. Mörður varð í 7. sæti og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir varð í
8. sæti. Þar á eftir komu Kristrún
Heimisdóttir, Valgerður Bjarnadótt-
ir, Guðrún Ögmundsdóttir og Ellert.
Guðrún dró sig út af listanum og
kjörnefnd Samfylkingarinnar ákvað
að færa Ellert upp fyrir Valgerði.
Hann skipaði því 5. sæti framboðs-
lista flokksins í Reykjavík norður,
næst á eftir Steinunni Valdísi. Mörð-
ur skipaði 4. sæti listans í Reykjavík
suður og Kristrún 5. sætið.
Ótrúlegar tilviljanir
Ellert sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það væri tilviljun í hvoru
kjördæminu menn lentu og síðan
væri það afleiðing kosningakerfisins
að hann sjálfur hefði komist inn á
þing en ekki Mörður eða Kristrún,
sem bæði náðu betri árangri í próf-
kjörinu.
„Þetta er svona í lífinu. Það eru
stundum ótrúlegar tilviljanir. Ég
hafði aldrei látið mig dreyma um að
ég kæmist á þing, “ sagði Ellert.
Ellert sagðist geta tekið undir það
að þetta kosningakerfi væri skrítið.
„Ég skil t.d. ekki að Samfylkingin er
með fleiri þingmenn en Sjálfstæðis-
flokkurinn í Reykjavík norður þrátt
fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi
fengið 7% meira af atkvæðum. Ég
veit ekki ennþá hvernig þeir hafa
reiknað mig inn.“
Lenti í 12. sæti í prófkjöri
og komst á þing
Mörður Árnason Ellert B. Schram
LÖGREGLAN á Suðurnesjum
kærði í gær ökumann fyrir akstur
utan vega við Reykjanesvita. Mað-
urinn ætlaði að stytta sér leið yfir
opið svæði en ekki vildi betur til en
svo að bifreiðin festist í blautum
jarðveginum og þurfti að kalla út
björgunarsveitina Þorbjörn frá
Grindavík til að losa bifreiðina.
Þá stöðvaði lögregla akstur
beltagröfu á malbikuðum vegum í
Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanes-
bæjar. Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglu voru töluverð ummerki á
yfirborði vegarins eftir gröfuna en
ökumaður hennar hafði ætlað að
nota hana í garðinum hjá sér. Hann
má reikna með kæru vegna ólög-
legs aksturs vinnuvélar á opinber-
um vegum og vegna skemmda á yf-
irborði akbrautanna.
Sökk í blautan
jarðveginn
KARLMAÐUR á fertugsaldri sem
slasaðist alvarlega í vinnuslysi á
föstudag liggur þungt haldinn á
gjörgæsludeild Landspítala – há-
skólasjúkrahúss. Maðurinn var við
vinnu í miðbæ Reykjavíkur, við
rústir húsanna í Lækjargötu 2 og
Austurstræti 22, þegar hann féll af
vinnupalli í um þriggja metra hæð.
Fljótlega eftir að komið var með
manninn á slysadeild var ljóst að
meiðsli hans væru alvarleg. Kom í
ljós að rifbein höfðu stungist bæði í
hjarta og annað lunga mannsins.
Hann gekkst undir umfangsmikla
aðgerð sem gekk vel og er honum
nú haldið sofandi í öndunarvél.
Rifbein stung-
ust í hjarta
og lunga
LÍÐAN fimmtán ára pilts sem slas-
aðist í Sundlaug Kópavogs þann 26.
apríl sl. er óbreytt. Honum er hald-
ið sofandi á gjörgæsludeild Land-
spítala – háskólasjúkrahúss í Foss-
vogi.
Að sögn vakthafandi sérfræðings
á deildinni er sömu sögu að segja af
karlmanni á þrítugsaldri sem slas-
aðist lífshættulega í umferðarslysi
6. maí sl. þegar hann reyndi að af-
stýra árekstri bifhjóls og bifreiðar.
Óbreytt líðan
eftir slys
FYRSTU fundir þingflokka Sam-
fylkingar og Vinstri hreyfing-
arinnar græns framboðs voru
haldnir í gær, eftir kosningarnar á
laugardag. Á fundunum komu
saman gamlir og nýir þingmenn
og ræddu um stöðu mála og það
sem framundan er í starfi þing-
flokkanna. Þá var vel tekið á móti
nýjum þingmönnum, en þeim var
fagnað með blómum þegar þeir
komu til fundanna.
Nokkuð er um nýliðun í þing-
flokkum Samfylkingar og Vinstri
grænna. Sex nýir þingmenn setj-
ast á þing fyrir Samfylkinguna af
átján þingmönnum alls. Níu eru í
þingflokki Vinstri grænna og þar
af eru fjórir nýir. Sex konur eru í
þingliði Samfylkingarinnar og
átján karlar en í hópi Vinstri
grænna eru fjórar konur og fimm
karlar.
Reikna má með því að þing-
flokkar Sjálfstæðisflokks, Fram-
sóknarflokks og Frjálslynda
flokksins, komi saman á næstu
dögum til skrafs og ráðagerða.
Nýir
þing-
flokkar
funda
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nýliðun Fjórir nýir þingmenn eru í þingliði Vinstri grænna en alls eru þingmenn flokksins níu talsins.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Ræddu málin Ellert B. Schram er í hópi nýrra þingmanna Samfylkingar og hér ræðir hann við félaga sína.
SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæð-
isins fór í tvö útköll í gærmorgun.
Um klukkan tíu kviknaði eldur í
grennd við gaskúta sem stóðu úti
undir húsvegg á einbýlishúsi við
Þingvað í Norðlingaholti. Eldur-
inn breiddist út og læstist í
klæðningu og þakskegg. Rúður
sprungu og húsið fylltist af reyk.
Eldsupptök eru ókunn. Miklar
skemmdir urðu á húsinu en engan
íbúa sakaði.
Eldur kom einnig upp í húsbíl
uppi við Rauðhóla en eigandanum
tókst að mestu að slökkva hann
með slökkvitæki. Talið er að eld-
urinn hafi kviknað út frá rafkerfi
bílsins.
Hús fyllt-
ist af reyk
MEÐALALDUR þess hóps þing-
manna sem kjörnir voru á þing í
alþingiskosingunum á laugardag
er 49,2 ár. Þetta er eilítið hærri
meðalaldur en eftir kosningarnar
árið 2003, en þá var meðalaldur
þingmanna 48,9 ár. Séu kjör-
dæmin skoðuð hvert fyrir sig
kemur í ljós að meðalaldur þing-
manna er lægstur í Suðvest-
urkjördæmi, eða 43,8 ár.
Í Norðvesturkjördæmi er með-
alaldur þingmanna hins vegar
hæstur, 56,6 ár. Munar rúmum
sex árum á meðalaldri þing-
manna þar og í því kjördæmi sem
hefur næsthæstan meðalaldur,
sem er Suðurkjördæmi, en þar er
meðalaldurinn 50,9 ár.
Þingmennirnir sem kjörnir
voru á laugardag eru á mis-
jöfnum aldri. Sá yngsti sem kjör-
inn var á þing er framsókn-
armaðurinn Birkir Jón Jónsson,
sem fæddist árið 1979 og verður
28 ára gamall á árinu. Elsti þing-
maðurinn er Ellert B. Schram
sem kosinn var á þing fyrir Sam-
fylkinguna. Ellert fæddist árið
1939 og verður því 68 ára á þessu
ári.
Meðalaldur
þingmanna
49,2 ár