Morgunblaðið - 14.05.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ SigríðurTryggvadóttir
fæddist í Gröf í
Eyjafjarðarsveit
20. júní 1923. Hún
lést á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri þriðjudag-
inn 24. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Tryggvi Stefánsson
frá Eyrarlandi í
Öngulsstaðahreppi,
f. 1887, d. 1968.
Móðir Sigríðar var
Guðrún Sigurrós
Jónsdóttir, f. í Laugalandi á Þela-
mörk 1889, d. 1966. Systur Sig-
ríðar eru þrjár, Ingibjörg, f.
1916, d. 1992, Hrefna, f. 1918, d.
1996, og Anna Sigurbjörg, f.
1927.
9) Börkur, f. 16.1. 1957, 10)
Björk, f. 5.10. 1958, d. 25.7. 1996,
maður hennar Jóhannes Stef-
ánsson, 11) Anna, f. 12.8. 1960, og
12) Þröstur, f. 24.12. 1961. Barna-
börn Sigríðar eru 18 og barna-
barnabörnin eru 26.
Sigríður sleit barnsskónum í
Gröf, þar sem hún ólst upp við
þeirra tíma aðstæður, í torfbæn-
um á Gröf, og naut þar leiðsagnar
og kennslu sem þá bauðst. En á
unglingsárum hennar flutti fjöl-
skyldan til Akureyrar og þar bjó
Sigríður alla ævi síðan. Fyrstu
árin á Akureyri starfaði Sigríður
hjá skóverksmiðjunni Iðunni. Eft-
ir að hún stofnaði heimili með
manni sínum og eignaðist sitt
fyrsta barn var hún heimavinn-
andi húsmóðir þar til yfir lauk.
Útför Sigríðar var gerð í kyrr-
þey frá Höfðakapellu 2. maí.
Hinn 30. janúar
1955 giftist Sigríður
Ragnari Pálssyni, f. í
Hvammi í Laxárdal í
Skagafirði 20. júlí
1923. Þau skildu
1990. Þau eignuðust
tólf börn, þau eru: 1)
Regína, f. 24.5. 1945,
gift Júníusi Guðna-
syni, d. 2006, 2) Æv-
ar, f. 4.8. 1946, fórst
af slysförum 25.3.
1982, 3) Tryggvi, f.
22.8. 1947, 4) Erling,
f. 25.10. 1948, kona
hans Dagbjört Sig-
rún Torfadóttir, 5) Örn, f. 13.5.
1950, kona hans Svanhvít Ingj-
aldsdóttir, 6) Úlfar, f. 15.11. 1951,
7) Stefán, f. 15.9. 1953, 8) Fríður,
f. 30.12. 1954, maður hennar
Svanberg Reynir Gunnlaugsson,
Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér.
Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér.
Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf.
Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér
helgaði sitt líf.
Þessar línur úr kvæðinu „Íslenska
konan“ eftir Ómar Ragnarsson
koma upp í hugann þegar ég minnist
móður minnar því þær eru eins og
ortar um hana. Mamma, þessi æðru-
lausa, nægjusama og jákvæða kona
sem alltaf sá betri hliðarnar hjá öll-
um. Hún með sitt jafnaðargeð og
góða skap, alveg sama hvað á dundi.
Hún var sívinnandi á heimilinu frá
morgni til kvölds öll mín æskuár,
enda við systkinin mörg, engin nú-
tíma heimilistæki, né heitt vatn, fyrr
en mörgum árum síðar. Mömmu-
maturinn alltaf jafngóður, sama úr
hvaða hráefni hann var.
Hún var ein af þessum harðdug-
legu alþýðukonum sem aldrei kvart-
aði þótt vinnudagurinn væri bæði
langur og strangur. Hún hafði mikið
dálæti á allskyns bókum og las eins
mikið og tími gafst til. Eins þótti
henni gaman að spila á spil og fór oft
á spilavist, ég man þegar ég var lítill
þegar hún kom af spilakvöldunum
oft með aðalverðlaunin en ef ekki
þau, þá fannst mér betra að hún
fengi háðungarverðlaunin frekar en
að koma tómhent heim. Einnig hafði
hún unun af að hlusta á fallega tón-
list, bæði íslenska og ekki síst óp-
erusöng með mönnum eins og Mario
Lanza, Benjamin Gigli, Caruso og
fleiri snillingum. Hún fylgdist vel
með öllum fréttum og hafði gaman af
flestum íþróttum alla tíð. Ung í anda
og alltaf jafn gaman að ræða málin
við hana. Elsku mamma mín, það
verður mikill söknuður að geta ekki
hitt þig né talað við þig í síma fram-
ar. Ég er þakklátur fyrir að hafa átt
svona góða mömmu eins og þig og
trúi því að þú sért á góðum stað og
vel hafi verið tekið á móti þér á nýj-
um vettvangi. Hafðu þökk fyrir allt
og blessuð sé minning þín. Það er við
hæfi að enda á þessum línum úr
kvæðinu Íslenska konan.
Og loks þegar móðirin lögð er í mold
þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold.
Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og
hlíf.
Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér
sitt líf.
Þinn elskandi sonur,
Erling.
Elsku mamma mín.
Þær stundir hafa komið að ég
þurft á því að halda að geta sagt ein-
hverjum frá því, hvað ég hræddist,
þarfnast einhvers til að eiga með
mér leyndarmál, eða til að samfagna
mér yfir unnu afreki. Á slíkum
stundum getur enginn komið í stað
góðrar móður.
Mikið var mér brugðið, þegar ég
frétti um skyndileg veikindi þín og
viku seinna varstu dáin. Söknuður
minn er mikill og ég mun ætíð minn-
ast þín sem þeirrar yndislegustu og
vammlausustu manneskju sem ég
hef umgengist. Aldrei aftur munu
ég, þú og Tryggvi bróðir sitja
klukkutímum saman yfir spilum í
tíma og ótíma. Því sjaldan fengum
við nóg af spilamennsku, einkum
fyrr á árum þegar þú varst vel frísk.
Það er mikið skarð höggvið í til-
veru okkar systkina, ættingja og
vina við fráfall þitt, en þín mun ætíð
verða minnst fyrir alla þína hlýju,
hjálpsemi og nærgætni. Þú máttir
aldrei neitt aumt sjá. Vonandi líður
þér vel, þar sem þú ert nú. Hafðu
þökk fyrir allt.
Hvíl í friði.
Örn og fjölskylda.
Sigríður Tryggvadóttir
✝ Guðmunda Lára Guðmunds-dóttir fæddist í Reykjavík 12.
janúar 1913. Hún lést á dval-
arheimilinu Hornbrekku laug-
ardaginn 5. maí síðastliðinn. Hún
ólst upp á Strönd á Eyrarbakka,
hjá fósturforeldrum sínum Gunn-
ari Halldórssyni og Þorbjörgu
Jónsdóttur, sem þar bjuggu. For-
eldrar Guðmundu voru hjónin
Guðmundur Þorsteinsson, f. í V-
Skaftafellssýslu 2. september
1873, d. 10. júní 1912, og Gróa
Hannesdóttir, f. á Stéttum á
Stokkseyri 23. maí 1878, en alin
upp í Hvammi í Landsveit, d.
1969. Systkini Guðmundu, sem
öll eru látin, voru þrjú, Kristinn,
f. 25. ágúst 1907, d. 1990, maki
Dýrleif Árnadóttir, börn þeirra
Guðmundur, Guðrún Lóa og
Stella. Guðrún, f. 3. september
1908, d. 1. febrúar 1966, maki
Auðunn Magnússon, dóttir
þeirra Sigríður, maki Hafsteinn
Júlíusson. Þau eru búsett í Kan-
ada. Óskar Guðmundsson, f.
1910, d. 1956.
Útför Guðmundu verður gerð
frá Höfðakapellu á Akureyri í
dag og hefst athöfnin klukkan
13.30.
Mig langar að minnast Mundu
minnar. Ég man ekki eftir mér
öðru vísi en Munda mín væri hjá
mér. Hún kom til foreldra minna
árið 1935, þegar ég fæddist. Ég á
þrjá eldri bræður og áttum við
heima í Tjarnargötu 36 ásamt for-
eldrum okkar. Einnig var hjá okk-
ur móðursystir okkar. Fjölskyldan
átti sumarbústað við Elliðavatn og
vorum við þar mikinn part af
sumrinu.
Þar voru nú engin þægindi,
neysluvatn var sótt í Elliðavatnið,
olíulampar og aladinlampar voru
notaðir til ljósa. Kolavél var í eld-
húsinu og kolaofn í stofunni.
Munda átti forláta grammófón,
sem hún spilaði mikið á fyrir mig
og sátum við oft saman úti í garði
á Sveinsstöðum, en það hét sum-
arbústaðurinn. Ég á mjög góða
mynd af okkur, þar sem ég sit í
fangi Mundu. Hún fór frá okkur til
Danmerkur rétt áður en stríðið
byrjaði og lokaðist hún inn í stríð-
inu. Er út kom, þá fór hún að gæta
barna, sem henni var einkar lagið,
enda í mesta máta barngóð og hlý-
leg manneskja.
Þegar stríðinu lauk varð hún
eftir í Danmörku. Og síðar meir,
er ég fór til Danmerkur, þá heim-
sótti ég Mundu mína og þekkti ég
hana strax, en hún var nokkra
stund að þekkja Beggu litlu, sem
þá var orðin stór. Ég heimsótti
vinkonurnar Ransí og Mundu í
hvert skipti, sem ég kom til Kaup-
mannahafnar. Þær bjuggu lengst
af í Finlandsgade 5 á Amager og
alltaf var þar tekið vel á móti
manni.
Svo var það, að aðstæður mínar
voru þannig, að ég átti von á
þriðja barni mínu og var að flytja í
gamla húsið að Tjarnargötu 36
með bróðurdóttur mína og manni,
sem var í guðfræðideild í Háskól-
anum. Það var mikið að gera og
datt mér þá í huga að skrifa
Mundu og spyrja hana hvort hún
gæti hugsað sér að koma og að-
stoða mig. Það voru nú ekki marg-
ir, sem trúðu því, að hún mundi
koma. En þegar Begga litla þurfti
á aðstoð að halda, þá héldu henni
engin bönd og hún kom til mín
sumarið 1963 og var hjá mér í ár.
Soffíu dóttur mína kallaði hún allt-
af Beggu litlu.
Ransí og Munda fluttu svo á efri
árum til Íslands og bjuggu á Ak-
ureyri. Þar var gott að koma í
heimsókn. Ransí dó fyrir nokkrum
árum og var þá ákveðið að Munda
færi á dvalarheimilið Hornbrekku
á Ólafsfirði þar sem hún gat ekki
búið lengur ein.
Vil ég að lokum þakka fyrir
fóstrið á mér og börnunum mínum.
Blessuð sé minning góðu og
grandvöru konunnar, sem aldrei
brást, þegar mest á reið. Guð
blessi hana í eilífðinni.
Bergljót Sveinsdóttir.
Guðmunda Lára
Guðmundsdóttir
✝ Einar Péturssonfæddist í
Reykjavík 28. sept-
ember 1944. Hann
lést á gjörgæslu-
deild Landspítala –
háskólasjúkrahúss
18. apríl síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Pétur Óli Lár-
usson, f. í Reykja-
vík 21.6. 1911, d.
17.10. 1994, og Sig-
ríður Einarsdóttir,
f. í Hömrum í
Grímsneshreppi í
Árnessýslu 1.5. 1912, d. 14.4.
1977. Systkini Einars eru fjögur,
Valgerður, f. 1939, Guðmar, f.
1941, Guðríður, f. 1949 og Jó-
hanna f. 1953, d. 1991.
hverfinu í Reykjavík þar sem
hann lauk gagnfræðaskólaprófi.
Strax að gagnfræðanámi loknu
hóf Einar að stunda sjómennsku
sem hann gerði eins lengi og
heilsa hans leyfði. Einar stundaði
nám við Stýrimannaskólann í
Reykjavík á árunum 1967-1968
þaðan sem hann öðlaðist skip-
stjórnarréttindi. Á sjómannsferli
sem spannaði rúm 30 ár kom Ein-
ar víða við og þá ýmist sem há-
seti, stýrimaður eða skipstjóri.
Sjómennska átti hug Einars allan
sem sást best á því að listrænir
hæfileikar hans fundu sér farveg
í ótöldum málverkum hans þar
sem hafið og sjómennska voru
meginstef.
Útför Einars var gerð í kyrrþey
að ósk hins látna.
Einar kvæntist ár-
ið 1973 Eddu R. Há-
konardóttur hjúkr-
unarkonu. Þau
eignuðust tvö börn:
Jón Birgi f. 10.6.
1975, og Sigríði f.
17.11. 1976. Edda
átti dóttur frá fyrra
hjónabandi, Helgu
Skúladóttir, f. 22.12.
1962, sem Einar í
gekk í föðurstað.
Einar og Edda
skildu.
Seinni konan í lífi
Einars var Margrét Geirsdóttir, f.
13.09. 1943. Þau kynntust 1990 og
myndaðist með þeim traust og
djúp vinátta.
Einar ólst upp í Smáíbúða-
Þegar sumarið heilsaði kvaddir
þú, elsku vinur. Lífið er ekki alltaf
sanngjarnt og það fékkst þú svo
sannarlega að reyna. Það er aðdáun-
arvert hvað þú varst sterkur í öllum
þínum veikindum og það var líka
einstakt hvað þú gast séð björtu
hliðarnar á lífinu sem lék þig svo
grátt.
Frá því að þú veiktist fyrst, innan
við tvítugt, og greindist í kjölfarið
með þennan ólæknandi æðasjúk-
dóm, hefur hvert áfallið rekið annað.
Síðustu árin reyndust þér þung-
bær, enda líkaminn brostinn eftir
áratuga baráttu. Þrátt fyrir miklar
framfarir læknavísindanna hefur
ekki enn tekist að vinna bug á þess-
um erfiða sjúkdómi sem bæði móðir
þín og systir dóu úr.
Þú varst stór partur af mínu lífi
síðastliðin 18 ár og þó ég vissi að
hverju stefndi gengur mér illa að
sætta mig við að þú ert ekki lengur
til staðar. Þegar við ræddum sam-
an um enn eina aðgerðina sem
stóð fyrir dyrum hjá þér sagðir þú
allt í einu: Þú þakkar nú fyrir
karlinn, Magga mín, ef þetta fer á
verri veginn. Við skulum nú bara
vera bjartsýn, Einar minn, sagði
ég og bjóst ekki við að illa færi.
Elsku stelpur mínar á deild
11G, sem var orðin annað heimili
Einars, innilegar þakkir fyrir
hönd Einars.
Elsku Sigga mín, það var erfið
lífsreynsla fyrir þig að horfa upp á
baráttu pabba þíns síðustu dag-
ana. Þú stóðst þig eins og hetja og
haltu því áfram elskan, ég fylgist
með þér úr fjarlægð.
Kæri Teddy okkar í Austur-
brún, þú sem reyndist Einari svo
vel og varst honum sannur vinur,
innilegar þakkir.
Elsku Nonni minn, þið Sigga
eigið alla mína samúð.
Þá skilja leiðir í bili, hjartans vin-
urinn minn. Ég þakka alla þína um-
hyggju og ástúð, allt sem þú varst
mér og allt sem þú vildir fyrir mig
gera en gast oft ekki vegna þinna
veikinda.
Allar okkar stundir í blíðu og
stríðu þakka ég af öllu hjarta. Mig
langar til að kveðja þig með þessum
fallegu ljóðlínum eftir Sigurbjörn
Einarsson.
Blómin falla, fölskva slær á flestan ljóma.
Aldrei hverfur angan sumra blóma.
Þannig varstu, vinur, mér sem vorið
bjarta,
það sem gafstu geymist mér í hjarta.
Ilma sprotar, anga lauf, sem aldrei falla
Drottinn launi elskuna þínu alla.
Guð geymi þig elsku vinur.
Þín
Margrét Geirsdóttir
(Magga)
.
Einar Pétursson
Elsku amma
Helga,
við eigum ótal góðar minningar
um þig sem okkur langar til að
rifja upp nú þegar við kveðjum þig.
Það er alltaf glatt á hjalla þegar
fjölskyldan hittist og margar sög-
urnar sem lifa eftir slíka fundi.
Eitt sinn vorum við í sumarbú-
staðnum og þú ætlaðir að laga á
þér hárið með hárfroðu, en endaðir
með að sprauta raksápunni hans
pabba í hárið á þér. Svo komstu
fram með hvítan raksápuhjálm yfir
höfðinu og var mikið hlegið.
Kaldbaksvík hefur alltaf verið
uppáhaldsstaður fjölskyldunnar og
þú fórst með hvert sumar. Í Kald-
baksvík lagðir þú oftar en ekki
veðurkapal til að segja til um veðr-
ið næsta dag við mikla eftirvænt-
ingu viðstaddra, því við viljum auð-
vitað alltaf fá gott veður í
Kaldbaksvík. Í síðustu ferðunum,
þegar fæturnir voru orðnir slæmir,
léstu ekkert stoppa þig og þú tókst
Helga Kristín Stefáns-
dóttir Mogensen
✝ Helga KristínStefánsdóttir
Mogensen fæddist á
Akureyri 14. nóv-
ember 1923. Hún
lést á Landspít-
alanum í Fossvogi 7.
apríl síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Bústaða-
kirkju 13. apríl síð-
astliðinn.
bara göngugrindina
með, fín og flott í
gönguferð út við vatn
með bómull í eyrun-
um. Það er akkúrat
sem þú varst amma,
alltaf fín og flott og
við munum minnast
þín fyrir þinn ein-
staka „elegans“.
Jólaboðin voru sér-
stök og á yngri árum
var okkur gerð grein
fyrir því að orðin lifr-
arkæfa og kakó voru
bannorð, en lever-
postej og súkkulaði það eina rétta.
Um jól og gamlárskvöld var alltaf
svaka stuð í Básendanum og mikl-
ar veislur haldnar að hætti ömmu.
Kræsingarnar létu ekki á sér
standa og besta laufabrauðið í
bænum var á boðstólum sem fjöl-
skyldan var búin að hjálpast við að
búa til.
Það er stiklað á stóru, en minn-
ingarnar eru margar og góðar. Við
kveðjum þig með söknuði elsku
amma en við vitum að það fer vel
um þig þar sem þú ert núna.
Nú heilsar vorsins blíði blær
og brosir himinn, land og sær,
allt lofar ljósið bjarta.
Ó, syng af gleði, sála mín,
lát sumar Drottins ná til þín
og lífga hug og hjarta.
(Sigurbjörn Einarsson)
Ingigerður, Ágúst og
Helga Ragnhildur.