Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Opnir kynningarfundir verða haldnir þriðjudaginn 12. júní nk. Kynnt verður mat á umhverfisáhrifum vegna fyrirhugaðs álvers Norðuráls í Helguvík og jafnframt breytingar á aðalskipulagi í Reykjanesbæ og Garði. Kynningarfundir í Reykjanesbæ og Garði Dagskrá 1. Kynning á breytingum á aðalskipulagi Garðs og Reykjanesbæjar 2. Mögulegar lagnaleiðir og jarðstrengur frá Fitjum 3. Kynning á fyrirhuguðu álveri í Helguvík 4. Kynning á mati á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík 5. Ábendingar, athugasemdir, fyrirspurnir og svör. Til máls taka m.a. fulltrúar atvinnulífsins á Suðurnesjum og Sólar á Suðurnesjum 6. Samantekt fundarstjóra Reykjanesbær: Flughótel, Hafnargötu 57. kl. 17:30 – 19:15 Garður: Byggðasafn Garðskaga, Skagabraut 100. kl. 20:00 – 21:45 Mat á umhverfisáhrifum vegna álvers í Helguvík og breytingar á aðalskipulagi Í tengslum við fundina munu sérfræðingar frá verkfræðistofunni HRV vera á staðnum 12. júní frá kl. 17:00-22:00 og svara fyrirspurnum. Sýning tengd fundunum mun verða opin á fundarstöðum til 28. júní. Í STAKSTEINUM Morg- unblaðsins 6. júní sl. er höfundi tíð- rætt um það sem hann kallar barnaskap hins nýbakaða utanrík- isráðherra í málefnum Mið- Austurlanda og þá sérstaklega Pal- estínu. Staksteinahöfundur telur að það sé fáránlegt að láta sér detta það í hug Ísland geti haft einhver áhrif til góðs í þessum heimshluta og er hann þeirrar skoðunar að við eig- um ekki að þvælast fyrir. Ég er þeirrar skoðunar að þessi Morg- unblaðsklausa beri vott um barna- skap höfundar og minnimátt- arkennd hans fyrir hönd Íslands á alþjóðavettvangi. Ég fagna áhuga Ingibjargar Sól- rúnar á málefnum Mið-Austur- landa og tel að Ísland eigi mikla möguleika á að láta gott af sér leiða á þessu svæði. Með brotthvarfi Bandaríkjahers frá landinu hafa skapast ný tækifæri fyrir Ísland á alþjóðavettvangi. Tækifæri til þess að skapa sér sérstöðu í samfélagi þjóðanna sem friðelskandi þjóð án hers og vopnaframleiðslu. Tæki- færi til að verða fremstir þjóða í að miðla málum milli stríðandi fylk- inga. Friðarumleitanir snúast öðru fremur um traust og hlutleysi. Þeir sem taka að sér að miðla málum verða að vera traustsins verðugir. Þeir verða að geta sannfært deilu- aðila um að þeir komi að málum af fullum heilindum og hafi ekkert í fari sínu sem gæti valdið van- trausti. Þar liggur styrkleiki Ís- lands. Það getur dregið verulega úr trúverðugleika ef ríki sem leggur sig fram um að miðla málum fram- leiðir vopn sem eru síðan notuð til að viðhalda átökum, eða veitir fjár- hagslegan stuðning sem síðan er nýttur til vopnakaupa. Það á ekki síst við um Bandaríkin. Ég fullyrði hér að vopnaframleiðsla Noregs hefur reynst þeim þrándur í götu í annars ágætu starfi við frið- arumleitanir. Það grefur undan trúverðugleika friðargæslu Noregs á Sri Lanka þegar skæruliðar Tamíl Tígra hafa notað vopn í bar- áttu sinni sem framleidd eru í Nor- egi. Ég hef góðar heimildir fyrir því að íslensk friðargæsla njóti meira trausts á Sri Lanka en norsk ekki síst fyrir þá sök að Ísland er herlaus þjóð án vopnaframleiðslu. Ég hvet nýjan utanríkisráðherra til að nýta tækifærin sem Ísland hefur á alþjóðavettvangi. Ísland hefur allt til að bera til að verða fremst þjóða í friðarumleitunum í heiminum. Við eigum að hasla okk- ur völl á þessu sviði á okkar eigin forsendum, óháð öðrum ríkjum, með einlægan vilja og góðan orðs- tír að vopni. Fyrirhuguð för utanrík- isráðherra til Mið-Austurlanda er fyrsta skrefið í rétta átt. Birgir Þórarinsson Staksteinar og ferð Ingibjargar Sólrúnar til Mið-Austurlanda Höfundur er MA í alþjóða- samskiptum og utanríkisþjónustu frá Washington D.C. ÁLYKTUN bæjarstjórnar Vest- urbyggðar frá 10. maí sl. þar sem hún lýsir yfir vilja til samstarfs við Íslenskan hátækniiðnað um að kanna kosti þess að reisa olíuhreins- unarstöð á Vestfjörðum er sérstakt ánægjuefni, en kannski ekki vonum fyrr að einhver sveitarstjórn á Vest- fjörðum tjái sig jákvætt um hug- myndina. Furðu vekur að sumar sveitarstjórnir virðast telja að þær hafi ekki sjálfsákvörðunarvald um hvaða atvinnustarfsemi fer fram í sveitarfélögunum og að það sé hlut- verk einhverra annarra, t.d. „þjóð- arinnar“, að ákveða það. Ég sé afar mörg sóknarfæri felast í hugmyndinni um olíuhreins- unarstöð fyrir Vestfirðinga – og hugsanlega er í augsýn langþráð tækifæri fyrir vestfirskar byggðir að snúa áralangri vörn í sókn. Vestfirð- ingar, og raunar Íslendingar allir, þurfa af yfirvegun að taka skyn- samlegar ákvarðarnir í þessu máli og forðast að nálgast það með fyr- irframgefinni afstöðu með eða á móti. For- dómar á annan hvorn veginn vita ekki á gott. Ég hef kynnt mér málið eftir föngum og komist að þeirri nið- urstöðu að jákvæðar hliðar þess fyrir vest- firskt samfélag yf- irgnæfa þær neikvæðu. Jákvæðir þættir  500 ný störf á Vestfjörðum, þar af 15-20% fyrir háskólamenntað starfs- fólk.  Mun styrkja uppbyggingu fram- haldsskóla og háskóla á Vestfjörðum.  Mun styrkja starfsemi margs konar þjónustufyrirtækja sem fyrir eru.  Mun gefa brottfluttum Vestfirð- ingum tækifæri til að flytja aftur heim.  Mun gefa öðrum Vestfirðingum tækifæri til að búa áfram á Vest- fjörðum.  Mun hækka mark- aðsvirði fasteigna á Vestfjörðum.  Íbúðarhús á Vest- fjörðum verða aftur einhvers virði og tæk veðandlög.  Teymi mjög öflugra dráttarbáta verður til staðar á Vestfjörðum.  Öryggi siglinga um Grænlands- sund batnar.  Öryggi siglinga skemmti- ferðaskipa við Vestfirði batnar.  Eitt öflugasta slökkvilið á Íslandi verður á Vestfjörðum.  Fullkominn búnaður til að bregð- ast við olíumengun í sjó verður á Vestfjörðum.  Afhendingaröryggi raforku á Vestfjörðum stóreykst.  Smávirkjanir Orkubúsins og bænda á Vestfjörðum framleiða alla orku sem þarf  Margs konar ný iðnfyrirtæki munu verða til, t.d. í plastiðnaði og snyrtivöru.  Innstreymi fjárfestinga allt að 210 milljarðar króna.  Þeir fiska sem róa Sjálfsagðir þættir  Olíuhreinsunarstöð af fullkomn- ustu gerð  Framkvæmdin verður að sjálf- sögðu að fara í mat á umhverfisáhrif- um  Vestfirðingum og öllum lands- mönnum til hagsbóta að brenna hreinna eldsneyti  Brennsla bíla og fiskiskipa á hreinna eldsneyti getur meira en vegið upp þá losun sem verður frá hreinsunarstöðinni sem þýðir minni heildarmengun.  Lægra bensínverð. Bensín og dís- ilolía framleidd innanlands en ekki innflutt.  Hægt verður að ljúka með hraði allri vegagerð á Vestfjörðum og leggja vegi bundnu slitlagi með as- falti framleiddu á Vestfjörðum.  Jarðgöng verða sjálfsagður kost- ur í vegagerð í stað langra og hárra fjallvega.  Þéttbýlisstaðirnir á sunn- anverðum og norðanverðum Vest- fjörðum fá loksins varanlega inn- byrðis láglendisvegtengingu, sem þjappar íbúunum saman. Undarlegir þættir  Margt er undarlegt í kýrhausn- um.  Fálæti stjórnmálamanna.  Þögn fjölmiðla.  Í fréttatilkynningu Capacent Gallup 26. apríl sl. kom fram að 62% þeirra landsmanna sem afstöðu tóku til spurningar um hvort þeir væru hlynntir eða andvígir að olíu- hreinsunarstöð verði komið á fót á Vestfjörðum voru því hlynntir – ég endurtek 62% hlynntir.  Hvers vegna hafa fjölmiðlar á Ís- landi að heita þagað þunnu hljóði um þetta? Olíuhreinsunarstöð í Vesturbyggð? Þórólfur Halldórsson skrifar um möguleika olíuhreins- unarstöðvar í Vesturbyggð » Jákvæð áhrif olíu-hreinsunarstöðvar fyrir vestfirskt samfélag yfirgnæfa neikvæð áhrif. Þórólfur Halldórsson Höfundur er sýslumaður á Patreksfirði. FRUMVARP sem heilbrigðisráðherra hefur lagt fram á sum- arþingi 2007 er í anda þess skrípaleiks sem viðgengst í leikhúsi fá- ránleikans. Breyting sú sem boðuð er með þessu frumvarpi, þingskjal nr. 11, bætir ekki stöðu þeirra sem haft hefur verið af fé með ólögum sem samþykkt voru 1993. Ef einhver vottur af iðrun væri hjá ráðherranum, fyrir hönd Al- þingis, vegna þeirra ólaga sem starfað hefur verið eftir síðustu 14 ár hefði átt að vera ákvæði í frum- varpinu um leiðréttingu á þeirri svívirðingu sem farið hefur verið eftir af ríkisvaldinu frá árinu 1993 og bak- reikna vangreiddar greiðslur til þeirra sem hafa orðið fyrir skerð- ingu af hálfu ríkisvalds- ins og greiða með vöxt- um. Þetta frumvarp sem lagt er fram er aðeins tilraun til að hilma yfir þá lögleysu (stjórnarskrárbrot) sem al- þingismenn samþykktu á sínum tíma. Verði þetta frumvarp samþykkt án þess að leiðrétt verði það sem haft hefur verið af fólki á sama tíma og æðstu embættismenn ríkisins, sem komnir eru á eftirlaun, hafa fleytt rjómann ofan af hjá ríkisvald- inu, er aðeins um sýndarmennsku að ræða hjá Alþingi. Hinn svarti blettur sem fallið hef- ur á Alþingi með setningu skerðing- arlaga 1993 verður ekki lýstur upp nema breyting verði gerð og bætt fyrir ósómann sem farið hefur verið eftir frá 1993-2007. Fullar bætur fyrir það sem haft hefur verið af fólki á árunum 1993 til þess tíma er skerðingarlögin verða afnumin er eina leiðin til að bæta fyrir lögbrotið frá 1993. Heilbrigðisráðherra og leikaraskapur Kristján Guð- mundsson skrifar um skerðingarlögin Kristján Guðmundsson » Þetta frumvarp semlagt er fram er að- eins tilraun til að hilma yfir þá lögleysu (stjórn- arskrárbrot) sem al- þingismenn samþykktu á sínum tíma. Höfundur er f.v. skipstjóri. Fréttir á SMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.