Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 27
Atvinnuauglýsingar Starfsmaður óskast Handlaginn starfsmaður óskast í 2 mánuði á hjóhýsasölu og –leigu. Áhugasamir vinsamlega hafið samband í síma 587-2200. Vagnasmiðjan ehf. vagnar@simnet.is - www.vagnasmidjan.is Raðauglýsingar Tilkynningar Fjölbrautaskólinn í Garðabæ Innritun lýkur 11. júní www.fg.is Skoðið heimasíðuna! Félagsfræðabraut Náttúrufræðibraut Málabraut Viðskipta- og hagfræðibraut Fata- og textílhönnun Myndlist Tískubraut Viðskiptabraut Íþróttabraut Almenn námsbraut Starfsbraut 2 HG-hópur: Hópur – hraði – gæði. Hægt er að ljúka stúdentsprófi á þremur árum. Nemendur í HG-hóp eru undanþegnir skólagjöldum fyrsta skólaárið. Afreksíþróttasvið: Góð leið fyrir þá sem vilja leggja mikið á sig í námi og íþróttaþjálfun. Fjarnám: Ódýr og góð þjónusta. Góð aðstaða til náms! Fullkominn kennslubúnaður, s.s. öflugar tölvur, góð lesaðstaða, netkaffi o.fl. Skrifstofa skólans er opin virka daga kl. 8–15 Aðstoð við innritun. www.fg.is Skólameistari. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 27 ✝ Haukur Ein-arsson fæddist á Akureyri 17. mars 1937. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut þann 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Einar S. Sig- urðsson, f. 1897, d. 1972, og Helga Guð- björg Jónsdóttir, f. 1910, d. 1980. Systk- ini hans eru Inga, f. 1940, d. 1941, og Ingvi Jón, f. 1942. Hálfsystkini hans samfeðra eru: Áslaug f. 1920, d. 1994, Sigurður Oddur, f. 1922, d. 1989, Guðrún Helga, f. 1925, d. 1952, Einar, f. 1929, og Þorgrímur, f. 1933. Þann 25. maí 1960 kvæntist Egill, f. 1991, b) Ilmur Björg, f. 1995, og c) Haukur Breki, f. 2001. 4) Edda Kristín, f. 1964, sonur hennar og Arnstein Sunde er Stein- þór Helgi, f. 1984. 5) Anna Karen, f. 1966, synir hennar og Þorfinns Ómarssonar eru: a) Hinrik Örn, f. 1989, og b) Rúrik Andri, f. 1992. Haukur ólst upp á Akureyri. Að loknu námi við Gagnfræðaskóla Akureyrar og Iðnskólann á Ak- ureyri fór hann í Vélskólann í Reykjavík þaðan sem hann útskrif- aðist sem vélfræðingur árið 1960. Hann starfaði hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur í tengslum við nám sitt en hóf svo störf hjá Landsvirkjun við Vararafstöðina við Elliðaár þar sem hann starfaði mestalla starfs- ævi sína. Í Reykjavík kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guð- rúnu og bjuggu þau alla sína tíð í Reykjavík, nú síðast í Jöklafold 4. Útför Hauks fer fram frá Graf- arvogskirkju í dag og hefst athöfn- in kl. 13.00. Haukur Guðrúnu Kristjánsdóttur, f. 1933. Foreldrar henn- ar voru Kristján Ön- undarson, f. 1901, d. 1945, og Jóna Jóns- dóttir, f. 1909, d. 1991. Haukur og Guð- rún eiga 5 börn: 1) Jóna Helga, f. 1954. 2) Inga Guðný, f. 1960, maki Bernharð Ant- oniussen. Synir henn- ar og Magnúsar Karls Björgvinssonar eru: a) Haukur Valgeir, f. 1980, unnusta hans er Ósk Stef- ánsdóttir, f. 1985, b) Heimir Orri, f. 1984, c) Hlynur Atli, f. 1990, og d) Hörður Björgvin, f. 1993. 3) Einar Birgir, f. 1963, maki Krístín Ósk- arsdóttir. Börn þeirra eru: a) Birgir Það eru tregafull spor að stíga að kveðja föður í hinsta sinn sem þó bíð- ur okkar velflestra á lífsleiðinni. Það gerum við systkinin nú af auðmýkt og þakklæti. Að okkar mati var pabbi okkar besti pabbi í heimi og það voru orð að sönnu því að öll átt- um við náið og kærleiksríkt samband við hann alla tíð. Pabbi átti því láni að fagna að kynnast móður okkar ungur að aldri og lifði ást þeirra í gegnum súrt og sætt. Pabbi gat ver- ið ákveðinn og fastur fyrir, samt var hann „mjúkur“ maður því í minning- um okkar var pabbi ólíkur öðrum feðrum. Hann var fyrirvinnan eins og tíðkaðist í þá daga og að loknum vinnudegi skellti hann sér beint í að aðstoða við heimilisstörfin og sinnti föðurhlutverki sínu af alúð. Hann ákvað ungur maður að ef hann eign- aðist dætur myndi hann ala þær upp á sama hátt og syni því honum fannst heimurinn of erfiður konum. Þannig fengum við systkinin öll sama upp- eldið. Pabbi var þúsundþjalasmiður, nákvæmur og ótrúlega skipulagður. Hann var góður leiðbeinandi, ef við báðum hann um að gera eitthvað fyr- ir okkur var viðkvæðið ávallt: „Nei, en ég skal frekar hjálpa þér að gera það!“ Þannig lærðum við að bjarga okkur sjálf hvort heldur var í námi, við flísalagnir eða íbúðarkaup. Ef pabbi var með í framkvæmdinni þá gekk allt eins og í sögu. Ef eitthvað kom uppá hjá okkur sagði hann gjarnan: „Ef þetta er það versta sem fyrir þig á eftir að koma – þá er alla- vega pabbi þinn glaður“. Á hverju sumri fórum við keyrandi til Akur- eyrar að heimsækja afa og ömmu í Laxagötunni sem tóku á móti okkur með sínu stóra hjarta og breiða faðmi. Þaðan fórum við að veiða í Mývatnssveitinni, heimsóttum frændfólk á Húsavík og síðast en ekki síst fórum við í heimsókn á Hól- sel á Hóls-fjöllum þar sem pabbi var í sveit í tíu sumur. Í þessum ferðum var hann í essinu sínu, þekkti hvern hól og þúfu og sagði okkur sögur frá æsku sinni. Frá unga aldri hafði hann óbilandi áhuga á stangveiði og fuglum enda byrjaði hann ungur að safna eggjum. Hann þekkti hvern væng og hvert tíst. Í þá daga er eins og alltaf hafi verið sól. Við með for- eldrum okkar í ferðalögum, í sundi eða útilegum og alltaf í veiði sem var þeirra sameiginlega áhugamál alla tíð. En pabbi átti ekki alltaf dagana sæla. Á miðjum aldri fór andlegri heilsu hans að hraka. Sjúkdómur pabba sem fylgdi honum uppfrá því gerði reglulega vart við sig og tók sinn toll. En alltaf stóð mamma eins og klettur við hans hlið. Slík veikindi geta valdið fjölskyldum miklum áhyggjum og sorg. Sá sjúkdómur sem samfélagið fordæmir og splundrar mörgum fjölskyldum olli pabba og okkur erfiðleikum en á sama tíma sameinaði þessi reynsla okkur og þroskaði. Á síðustu miss- erum hrakaði líkamlegri heilsu pabba mikið enda kom á daginn að illvígur sjúkdómur hafði hreiðrað um sig í líkama hans þannig að ekkert var við ráðið. Honum auðnaðist sá hæfileiki að takast á við lífið með miklu æðruleysi, húmor og þakklæti fyrir allt sem gott var. Hann var af- burðagreindur, fordómalaus, vel upplýstur, tilfinningaríkur og elsk- andi faðir sem síðar reyndist börn- um okkar enn betri afi. Í dag kveðj- um við pabba, með það loforð í hjarta að fylgja leiðbeiningum hans og viskumolum og reyna að miðla því áfram til barna okkar. Hafðu þökk fyrir allt og allt, elsku pabbi. Helga, Inga, Einar, Edda og Anna. Haukur Einarsson  Fleiri minningargreinar um Hauk Einarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku afi. Þú varst mikið fyrir að segja sögur. Ég elskaði að bóna bílinn með þér elsku afi. Þín, Birta. ✝ Þórður Stef-ánsson fæddist í Vestmannaeyjum, 17. júní 1924. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Vest- mannaeyja 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Stefán Er- lendsson, f. á Norð- firði 24.6. 1888, og Sigríður Þórð- ardóttir, f. á Stokkseyri 3.11. 1899. Þórður eign- aðist sjö systkini: Inga Gunnar, f. 7.8. 1918, d. 4.3. 1950; Gunnar Er- lend, f. 20.2. 1920; Lilju, f. 17.9. 1922, d. 22.9. 1922; Magnús, f. 9.12. 1925, d. 25.8. 2001; Fjólu, f. 31.7. 1930, d. 11.7. 1932; Ernu, f. 29.8. 1931, d. 4.7. 1944 og Fjólu, f. 5.1. 1933, d. 23.8. 1935. 2) Hanna, föndurleiðbeinandi, f. 18.8. 1947. Eiginmaður hennar er Gísli Valtýsson framkvæmda- stjóri, f. 27.2. 1946. Börn þeirra eru: a) óskírð, f. 12.1. 1966, d. 13.1. 1966. b) Erla, f. 2.8. 1969, börn hennar og Óskars Arnar Ólafssonar eru Gígja og Birta. c) Hrund, f. 13.6. 1974, gift Guð- mundi Óla Sveinssyni, börn þeirra eru Gísli Snær og Nökkvi. d) Þóra f. 17.6. 1979, gift Júlíusi Ingasyni, börn þeirra eru Arnar og Andri. Þórður lauk vélstjórnarnámi 1. stigs og síðar stýrimannsnámi og stundaði sjómennsku framan af ævinni hjá ýmsum útgerðum og einnig sinni eigin. Síðar meir, eft- ir að hafa orðið fyrir heilsubresti, setti hann á stofn lítið fyrirtæki sem framleiddi fangalínur fyrir bátaflotann. Síðustu starfsár sín vann hann við kertagerð á vernd- uðum vinnustað í Vestmanna- eyjum. Útför Þórðar fer fram frá Að- ventkirkjunni í Eyjum, mánudag- inn 11. júní kl. 13. Þórður kvæntist 17.11. 1945, Ingu Haraldsdóttur, f. 2.7. 1925. Foreldrar hennar voru Har- aldur Ólafsson úr Reykjavík og Jóna Gísladóttir úr Ölfus- inu. Þau skildu. Ann- ar eiginmaður Jónu, Halldór Magnússon frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum, gekk Ingu síðar í föður stað. Börn Þórðar og Ingu eru: 1) Hrönn hjúkr- unarfræðingur, f. 29.4. 1946. Eig- inmaður hennar er Óli Þór Al- freðsson, f. 10.3. 1944. Börn þeirra eru: a) Ylfa, f. 6.9. 1969. b) Njörður, f. 27.5. 1972, kvæntur Ericu Do Carmo, barn þeirra eru Daniel. Hvernig bíl áttu? Þannig var ég spurður af verðandi tengdaföður mínum, þegar ég í fyrsta skipti kom feiminn ungur maður í heim- sókn á heimili kærustu minnar, Hönnu Þórðardóttur. Þórður Stefánsson, eða Doddi eins og hann var alltaf kallaður, var þá orðinn blindur og lamaður. En þrátt fyrir blindu voru bílar alla tíð eitt af hans áhugamálum og þá bíla, sem hann átti um æv- ina, sá hann um að stífbóna frá hjólkoppum upp á topp. Trúi því hver sem vill, blindur maðurinn. Doddi ólst upp í Eyjum, stund- aði sjóinn frá unga aldri líkt og títt var um unga menn þess tíma. Á þeim vettvangi vildi hann eiga sitt ævistarf, keypti sér 40 tonna bát í kompaníi við vin sinn Arnmund Þorbjörnsson, sem þeir nefndu Björgvin VE 72. Útgerðin gekk þokkalega og hann sá framtíðina fyrir sér á sjónum, sem skipstjóri hjá eigin útgerð. En örlögin gripu óvænt í taumana, þegar Doddi var 32 ára gamall. Það hófst allt með því að sjónin hætti að vera í fókus. Æxli greindist í höfði hans og hann gekkst undir aðgerð í Kaup- mannahöfn. Eitthvað fór úrskeiðis, taugar skárust í sundur sem olli því að hann lamaðist og sjónin hvarf. Þannig á sig kominn var hann sendur aftur til síns heima, gjörsamlega ósjálfbjarga. Eftir að ég kynntist þessari fjöl- skyldu lærði ég eitt tímatal til við- bótar því, sem okkur Eyjamönnum er svo tamt; fyrir og eftir Þjóðhá- tíð. Þessi fjölskylda talaði um tím- ann; fyrir og eftir að Doddi veikt- ist. Veikindi Dodda bókstaflega rústuðu öllu venjulegu fjölskyldu- lífi og framtíðaráformum fjölskyld- unnar. Draumurinn um að vera skipstjóri á eigin bát varð að engu og var útgerðin fljótlega seld. Fjárhagurinn var bágur og heilsa fjölskylduföðurins engin. En þegar neyðin er stærst er hjálpin næst. Erlendur, bróðir Dodda er mikill hugmyndasmiður og hann fór fljót- lega að velta fyrir sér hvað bróðir hans gæti tekið sér fyrir hendur. Ekki dygði annað en reyna að koma honum á fæturna aftur og finna honum eitthvað að starfa. Fangalínuvél skyldi það vera og hráefnið; ónýt þorskanet. Var smíðuð sérstök vél, sem útbjó fangalínur úr netunum. Og þessari vél lærði Doddi að stjórna, án þess að hafa sjón né fullan líkamsstyrk. Var hreint ótrúlegt að fylgjast með honum; vélin á fullri ferð og hann við stjórnvölinn. Við þessa framleiðslu á fangalínum fyrir bátaflotann starfaði Doddi síðan til fjölda ára. Doddi var trúaður maður. Hann var Sjöunda dags aðventisti og lagði sig fram um að rækta sína trú og lifa samkvæmt boðskap Biblíunnar. Aldrei reyndi hann að hafa áhrif á trúarskoðanir annarra manna og virti fólk með aðra trú og aðrar skoðanir, þrátt fyrir að vera þverari en allt sem þvert er. Trúin var mjög mótandi í öllu hans lífi og að virða hvíldardaginn var órjúfanleg regla. Í gegnum alla sína erfiðleika í lífinu var trúin hans styrkur, ásamt Ingu eigin- konu sinni sem var hans stoð og stytta í gegnum lífið. Þeirra hjóna- band stóð í rúmt 61 ár áður en yfir lauk. Doddi kvaddi þetta líf sáttur við Guð og menn. Ég sakna hans sárt. Hann kenndi mér svo margt, kannski það helst að kunna að meta heilsuna og lífið. Og hann gaf mér eiginkonu sem ég veit að mun halda minningu hans hátt á lofti og vísa mér veginn, líkt og Doddi gerði. Gísli Valtýsson. Þórður Stefánsson HINSTA KVEÐJA  Fleiri minningargreinar um Þórð Stefánsson bíða birting- ar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.