Morgunblaðið - 11.06.2007, Side 26
26 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
✝ Brynja Þórð-ardóttir fæddist
á Eskifirði 10. mars
1921. Hún andaðist á
Landspítalanum við
Hringbraut 27. maí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Þórður Eiríksson
bátasmiður frá Vatt-
arnesi við Reyð-
arfjörð, f. 14. júní
1884, d. 20. júlí 1965
og Guðrún Jón-
asdóttir frá Svína-
skála við Eskifjörð,
f. 28. september 1887, d. 13. des-
ember 1928. Systkini Brynju eru
Guðbjörg, f. 30. september 1912, d.
18. janúar 1995, Eiríkur Kristinn,
f. 13. október 1914, d. 15. ágúst
1987, Þuríður, f. 8. júlí 1916, d. 24.
október 1985, eftirlifandi alsystk-
ini eru Jónína, f. 8. júlí 1916 og
Jónas, f. 24. september 1923. Hálf-
systkini samfeðra eru Halldór, f. 9.
febrúar 1934, d. 20. september
1997, Gunnar, f. 6. mars 1935, d. 3.
nóvember 1999 og Erna, f. 29.
október 1936, búsett á Staten Isl-
and í New York. Brynja var alin
upp hjá ömmu sinni og afa, þeim
Brynju og Skúla.
Brynja giftist árið 1940 Skúla
Einarssyni frá Hafranesi við Reyð-
arfjörð, f. 26. nóvember 1914, d.
15. október 2003. Foreldrar hans
voru Einar Friðriksson bóndi á
Hafranesi við Reyðarfjörð og Guð-
rún Hálfdánardóttir. Börn Brynju
og Skúla eru: 1) Edvard, f. 25. júlí
1941, maki Þuríður Gunnarsdóttir,
f. 3. desember 1946. Börn þeirra
eru: a) Skúli, maki Hanna Dóra Jó-
hannsdóttir. Dætur þeirra eru Sig-
rún Gróa og Auður
Harpa. b) Edvard
Börkur, maki Berg-
hildur Erla Bern-
harðsdóttir, synir
þeirra eru Sig-
urbjörn B. og Edv-
ard Dagur. c) Ótt-
har, maki Sigríður
Arndís Jóhann-
esdóttir, börn þeirra
eru Edvard Börkur,
Andrea Ósk og Arn-
ór Gauti. 2) Börkur,
f. 8. nóvember 1942,
maki Katrín Þor-
kelsdóttir, f. 23. ágúst 1950. Dætur
þeirra eru a) Katrín Þóra, sam-
býlismaður Haukur Guðmundsson,
börn þeirra eru Katla Björt og
Arnór Ari. b) Arna, búsett í for-
eldrahúsum. 3) Ólöf Guðrún, f. 3.
september 1947, maki Sigurður
Ingi Guðmundsson, f. 6. desember
1949. Börn þeirra eru a) Skúli Örn,
í sambúð með Berglindi H. Edw-
ardsdóttur. b) Lára Gró, sambýlis-
maður Viðar Kárason. Börn þeirra
eru Elín Ólöf og Nökkvi Viðar.
Fyrir átti Ólöf Brynju Viðars-
dóttur, f. 29. október 1964, maki
Björn Rúnar Magnússon, f. 9. febr-
úar 1960. Börn þeirra eru: Andri
og Erna Guðrún. Brynja var alin
upp hjá ömmu sinni og afa, þeim
Brynju og Skúla.
Brynja starfaði lengi við þjón-
ustustörf, meðal annars á hótelum
og veitingastöðum, en síðustu
starfsár sín vann hún sem aðstoð-
armanneskja skólatannlækna
Reykjavíkurborgar.
Útför Brynju verður gerð frá
Fossvogskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Elsku tengdamamma.
Minningarnar um þig eru mér of-
arlega í huga nú þegar við kveðjum
þig.
Þú varst kraftmikil, ákveðin og
viljasterk. Það sést þegar litið er yfir
æviskeið þitt. Ofarlega í huga þínum
voru æskuár þín á Eskifirði. Þar
fæddist þú í Zauthens-húsinu ásamt
fimm alsystkinum þínum. En ekki
voruð þið lengi í föðurhúsum þar sem
móðir ykkar lést þegar þú varst 7 ára
að aldri og ykkur var öllum komið fyr-
ir í fóstur. Móðurmissirinn var þér
þungbær og barst þú þess merki alla
ævi og talaðir alla tíð mikið um það.
Einnig að systkinahópurinn tvístrað-
ist.
Alla tíð barst þú hlýhug til fóstur-
móður þinnar Ólafar Baldvinsdóttur
og dóttur hennar Elínar Jónsdóttur
sem voru þér sem besta móðir og syst-
ir. Á elliárum þeirra hlúðir þú að þeim
eftir bestu getu.
Heimili ykkar Skúla bar vott um
fagurkera og umhyggju. Það var mik-
ið lagt upp úr matargerð og voruð þið
þar mjög samstiga eins og á öðrum
sviðum. Oft var það þannig að ekki var
lokið við eina stórmáltíðina þegar
byrjað var að leggja grunn að þeirri
næstu og þá gjarnan sagt „hvað eigum
við að hafa á morgun“. Þú hafðir mjög
gaman af að ferðast, ekki síst til út-
landa og lágu leiðir ykkar Skúla oft til
suðlægra slóða. Ferðirnar ykkar
Skúla til Ernu og Hadda í Ameríku
voru ófáar. Ég veit að þar áttuð þið
góðar og skemmtilegar stundir með
fjölskyldu þeirra. Í fyrrahaust fórst þú
með Ernu til Ameríku og dvaldir hjá
henni um tíma. Ég veit að sú ferð var
þér mjög mikils virði og talaðir þú oft
við mig um hana.
Ekki verður hjá því komist að minn-
ast á listhneigð þína. Á efri árum fórst
þú að læra að myndlist. Þegar þú
varst orðin 81 árs hafðir þú málverka-
sýningu í Gerðubergi sem góður róm-
ur var gerður að og seldust margar
mynda þinna. Myndlistin stytti þér
stundir eftir að hann Skúli þinn dó og
jafnframt kom félagslyndi þitt vel í
ljós. Þú dróst ekki af þér að keyra á
bílnum þínum á hina ýmsu staði til að
spila félagsvist og sækja fleiri
skemmtanir eldri borgara. Ekki má
gleyma Félagi austfirskra kvenna sem
þér þótti vænt um og ræktir mjög vel.
Í nóvember í fyrra, þegar þú veikt-
ist skyndilega, varst þú ákveðin í að ná
þér að fullu aftur
Þá kom annað áfall þegar þú lær-
brotnaðir. Enn og aftur sýndir þú
mikinn dugnað og ákveðni.
Þú varst búin að ná þér það vel að
þú gast farið þinna ferða án hjálpar-
tækja og varst farin að keyra bílinn
þinn.
Elsku Billa mín, þú fórst þína hinstu
för með reisn. Ég þakka þér og Skúla
fyrir allar okkar góðu stundir öll þau
ár sem ég fékk að njóta samvistar við
ykkur.
Hvíl þú í friði.
Katrín Þorkelsdóttir.
Brynja Þórðardóttir
Fleiri minningargreinar
um Brynju Þórðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Guðrún RósaSigurðardóttir
fæddist í Hælavík 9.
september 1930. Hún
lést í hjúkrunarheim-
ilinu Sunnuhlíð 31.
maí síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Stefanía
Halldóra Guðnadótt-
ir, fædd í Hælavík í
Sléttuhreppi 22.6.
1897, d. 17.11. 1973
og Sigurður Sigurðs-
son, fæddur á Læk í
Aðalvík 28.3. 1892, d.
6.5. 1968. Systkini
Guðrúnar Rósu voru: Jakobína, f.
1918, d. 1994, Sigurborg Rakel, f.
1919, d. 2005, Ólafía Ásdís, f. 1920,
d. 1998, Sigríður Stefanía, f. 1922, d.
2001, Sigurður Kristinn, f. 1923, d.
1934, Kristján Stefán, f. 1924, d.
1997, Ingólfur Marteinn, f. 1926, d.
1971, Baldvin Lúðvík, f. 1928, d.
1990, Guðmundur Jóhann, f. 1929, d.
1979, Guðni Kjartan, f. 1931, d.
1936, Fríða Áslaug, f. 1940, Guðný
Sigrún, f. 1945.
Guðrún Rósa giftist 20.9. 1953
Hirti Magnúsi Guðmundssyni, f. í
Reykjavík 6.2. 1924. Áður eignaðist
Guðrún Rósa Kjartan Baldursson, f.
jónsson. Fósturdóttir þeirra er Katr-
ín Birna Viðarsdóttir. 5) Ingibjörg, f.
1962 synir hennar eru Stefán Þór
Bjarnason, f. 1986 og Ingólfur Kol-
beinn, f. 1998.
6) Skarphéðinn Þór tón-
menntakennari, f. 1963, kona hans
er Guðrún Sigríður Loftsdóttir, f.
1966, þeirra börn eru Anna Sigríð-
ur, f. 1988 og Hjörtur Ingi, f. 1996.
Fyrir átti Guðrún Sigríður Valdi-
mar Þór, f. 1982.
Sonur Hjartar Magnúsar Guð-
mundssonar er Karl lögregluþjónn,
f. 1948, kona hans er Ragnheiður
Hrefna Gunnarsdóttir, f. 1950, börn
þeirra eru a) Jón Þór, f. 1969, maki
María Gunnarsdóttir, dætur þeirra
eru Þorbjörg Birta, f. 2001 og Ragn-
heiður Anna, f. 2006. b) Gunnar
Kristófer, f. 1973. c) Bryndís, f. 1980
og d) Hjördís María, f. 1994.
Guðrún Rósa bjó í Hælavík til 6
ára aldurs og flutti þá á Hesteyri. 15
ára gömul flutti hún með foreldrum
sínum til Reykjavíkur. Hún fór í
Kvöldskóla KFUM og K. Stundaði
tónlistar- og myndlistarnám. Var
kaupakona, starfaði á vöggustofu,
húsmóðir, fiskverkakona, auk ým-
issa annarra starfa. Hún starfaði
síðast á Kópavogshæli. Guðrún Rósa
bjó í Kópavogi frá 1954 til dauða-
dags. Síðustu fimm árin dvaldi hún í
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar
sem hún naut frábærrar umönn-
unar. Útför hennar verður gerð frá
Kópavogskirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 11.
1951, d. 1999. Faðir:
Baldur Maríusson.
Kona Kjartans var Ás-
dís Emilía Björgvins-
dóttir, f. 1960, dóttir
þeirra er Guðrún
Edda, f. 1999.
Börn Guðrúnar og
Hjartar eru: 1.) Lilja,
f. 1953 félagsliði, fyrr-
verandi maki Magnús
Aðalsteinsson, börn: a)
Helga, f. 1975, unnusti
Bjarki Þórðarson, b)
Hjörtur, f. 1980. 2)
Sigrún sérkennari, f.
1954, börn: a) Magnús
Þór Hallgrímsson, f. 1971 og b) Jó-
hann Gunnar Jónsson, f. 1981, maki
Unnur Stella Guðmundsdóttir, f.
1980, þeirra sonur er Gunnar Máni,
f. 2004. 3) Guðmundur skipasmiður,
f. 1955 kona hans er Þórhalla Jóns-
dóttir, f. 1958, sonur þeirra er Kjart-
an Arnar, f. 2001. 4) Stefanía hjúkr-
unarfræðingur, f. 1956, maki Helgi
Hrafnsson, f. 1961. Dóttir Stefaníu
er Guðrún Rósa Björnsdóttir, f.
1976, synir Helga og Stefaníu eru
Hrafn, Sigmundur og Hans, fóst-
urdóttir þeirra er Anna Vilborg Óm-
arsdóttir. 4) Gunnhildur, f. 1957
fyrrverandi maki Gunnar Frið-
Á þessari stundu er mér efst í huga
þakklæti til móður minnar, þakklæti
fyrir það sem hún gerði og kenndi, mér
og öðrum, það sem hún var, heil og
sönn í öllu sem hún gerði, hún kom eins
fram við alla og ætlaðist til þess sama
af öðrum. Samheldni frændgarðsins
var mikil, þau vildu vita hvert af öðru
og koma til hjálpar ef þurfti og vera til
staðar ef þörf var á. Þetta var það sem
ég kynntist í barnæsku og taldi að
svona væri lífið.
Að alast upp í Kópavoginum á þess-
um tíma var frábært fyrir börn, bær-
inn sambland af sveit og borg. For-
eldrar mínir kynntust í kór
verkamanna og höfðu þau bæði mikla
ánægju af tónlist. Ef óróleiki var í
stóra barnahópnum settist hún niður
og söng fyrir hópinn og þagnaði hann
þá og róaðist. Keppni var að þekkja
söngvara síðasta lags fyrir fréttir áður
en þulur sagði nafn hans. Þetta varð
skemmtileg keppni og þjálfaði hlustun.
Heimilið var alltaf fullt af börnum og
svo komu kettirnir, þeir sóttu til henn-
ar eins og litlu börnin. Foreldrar mínir
gerðu flest saman, enda er erfitt að
minnast annars án þess að minnast
hins. Einnig var það þannig að það sem
þau gerðu, gerðu þau með okkur börn-
unum. Mamma hafði mjög gaman af
rækta garðinn sinn, sótti gjarnan fjöl-
ærar plöntur út í náttúruna og gróð-
ursetti þar. Þau áttu hvert einasta
handtak í húsinu og lóðinni, þau áttu
líka hvert einasta handtak í barna-
hópnum. Hún mamma kenndi okkur
að vera trú samfæringu okkar, verja
lítilmagnann og vera réttlát. Hún var
afar eftirsótt til vinnu, sérstaklega
fiskvinnslu. Ég man eftir fiskverkanda
sem sótti fast að fá hana í handflökun
og var tilbúinn að borga henni karl-
mannskaup ef hún kæmi til hans í
vinnu. Þau foreldrar mínir stofnuðu
verslunina Hjartarkjör sem þau ráku í
10 ár. Það var skemmtilegur tími og
þau eignuðust þar vini sem fylgdu
þeim eftir það. Þau höfðu bæði mjög
gaman af að ferðast, sérstaklega um
landið okkar og var afskaplega gaman
að fara með þeim. Síðasta stórferðalag
sem fjölskyldan fór í var á Horn-
strandir, hún var léttfætt þegar hún
steig á land í Hælavík og gekk með
okkur börnum, tengdabörnum og
barnabörnum um víkina og sagði okk-
ur frá.
Eftir að við börnin þeirra fluttum
vítt og breitt um landið voru þau dug-
leg að heimsækja okkur og þurfti ekki
mikið tilefni til. Hún fór t.d. ævintýra-
ferð um miðjan vetur í mikilli ófærð til
Ólafsfjarðar til að vera við fæðingu
barnabarns, og tókst að komast á leið-
arenda áður en barnið fæddist. Þegar
sonur pabba, sem alist hafði upp hjá
mömmu sinni og hafði lítið samband
haft við okkur, kom til þeirra fullorðinn
og með sína eigin fjölskyldu, þá var
eins og fjölskyldan væri orðin fullkom-
in,
Síðastliðin fimm ár dvaldi mamma í
hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þar
sem henni leið frábærlega og viljum
við fjölskylda hennar þakka því frá-
bæra starfsfólki fyrir þá alúð og vænt-
umþykju sem þau sýndu henni og okk-
ur öllum.
Einnig langar okkur að þakka af öllu
hjarta séra Írisi Kristjánsdóttir fyrir
stundina sem hún átti með okkur í
Sunnuhlíð hinn 31. maí.
Lilja Hjartardóttir.
Guðrún Rósa
Sigurðardóttir
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Rósu Sigurðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
✝ Marinó E. Árnasonfæddist á Ísafirði 5.
nóvember 1912. Hann
lést á Dvalarheimilinu
Höfða 2. júní síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru hjónin Árni Guð-
brandsson bakari á Ísa-
firði, f. 11 júlí 1880, d.
11. júlí 1944, og Sigríð-
ur Einarsdóttir, f. 7.
september 1872, d. 7
júlí 1958. Marinó átti
þrjár systur, Sigríði,
Jóhönnu og Þórunni.
Þær eru allar látnar.
Marinó kvæntist 8. júní 1935
Hansínu Guðmundsdóttur, f. 26. júní
1913, d. 27. janúar 2001. Foreldrar
hennar voru hjónin Guðmundur
Hansson, Akurgerði og Marsibil
Þorbjörg Gísladóttir. Börn Hansínu
og Marinós eru: 1) Þór-
ir, f. 10. september
1935, kvæntur Erlu
Ingólfsdóttur, f. 28.
september 1935. Þau
eiga tvö börn, fimm
barnabörn og eitt
barnabarnabarn. 2)
Drengur, f. 2. janúar
1941, d. 9. janúar 1941.
3) Atli, f. 20. febrúar
1942. 4) Árni, f. 30. júlí
1945, kvæntur Höllu V.
Friðbertsdóttur, f. 29.
júní 1949. Þau eiga
þrjú börn og tvö barnabörn. 5) Val-
gerður, f. 1. júní 1951, gift Guðmundi
Sigurðssyni, f. 20. septembar 1946.
Þau eiga eina dóttur.
Úför Marinós fer fram frá Akra-
neskirkju í dag og hefst athöfnin
klukkan 14.
Með fáum fátæklegum orðum ætla
ég að minnast Marinós Árnasonar,
tengdaföður míns. Hann var orðinn
roskinn maður þegar ég kynntist hon-
um og tengdamóður minni, Hansínu
Guðmundsdóttur, sem lést fyrir rúm-
lega sex árum. Fremur stutt viðkynn-
ing kemur þó ekki í veg fyrir að ég tel
mig hafa fengið sæmilega glögga sýn
á líf þeirra og háttu. Sú mynd sem við
mér blasti í upphafi vakti strax hjá
mér virðingu. Þau voru bæði í mínum
augum fulltrúar þess besta sem bjó í
íslensku alþýðufólki á liðinni öld. Því
fólki sem með eljusemi lagði grunninn
að þeirri lífssæld sem við nú teljum
sjálfsagða.
Marinó fór ungur að róa til fiskjar
enda ólst hann upp í sjávarplássi.
Hann reri m.a. á opnum bátum frá
Bolungarvík og fannst mér, land-
krabbanum, mikið til um lýsingar
hans og frásagnir af vosbúðinni sem
fylgdi starfinu. Um tvítugt flutti Mar-
inó suður og settist að á Akranesi,
eignaðist fjölskyldu og sinnti þar ýms-
um störfum. Flest tengdust þau sjón-
um og um skeið gerði hann út trillu.
Marinó var vinnusamur og átti því
láni að fagna að vera heilsuhraustur
fram á elliárin. Hann gat því stundað
erfiðisvinnu fram undir áttrætt.
Ég er ekki í vafa um að lunderni og
jákvætt lífsviðhorf áttu þátt í því jafn-
vægi sem einkenndi allt fas Marinós.
Hann var enda nægjusamur og reglu-
samur og lifði regluföstu lífi. Hann var
grannur og kvikur í hreyfingum og
gjarna með glettnisglampa í augum.
Þau ár sem ég þekkti hann og meðan
heilsan leyfði stundaði hann reglu-
bundið gönguferðir á Akranesi. Áður
munu hann og Hansína hafa gengið á
fjöll og nutu þau þess að ferðast inn-
anlands og erlendis bæði í smærri og
stærri hópum. Heyrt hef ég að Mar-
inó hafi gengið á Skarðsheiðina á átt-
ræðisaldri.
Marinó átti gott með að lynda við
fólk enda gerði hann ekki miklar kröf-
ur fyrir eigin hönd. Var eftir því tekið
að jafnt yngri sem eldri samferða-
menn hans sóttust eftir félagsskap
hans. Þó var Marinó ekki sérlega fé-
lagslyndur. Það stafaði hins vegar frá
honum innri friður sem gerði nærveru
hans þægilega. Þegar leið á ævikvöld-
ið og Marinó bjó á Dvalarheimilinu
Höfða veitti ég því athygli hvað starfs-
fólk og sambýlingar auðsýndu honum
mikla hlýju. Hann var þeirrar gerðar.
Guðmundur Sigurðsson.
Marinó E. Árnason
Fleiri minningargreinar um Mar-
inó E. Árnason bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.