Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 35 kl. 6 Ísl. tal - 450 kr. eeee SV, MBL eee LIB Topp5.is Sýnd kl. 10 B.i. 16 ára www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Hostel 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára The Invisible kl. 6 - 8 - 10 B.i. 14 ára 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Lives of Others kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á 450 k r.Sýnd kl. 8 og 10 B.i. 10 ára SPRENGHLÆGILEG GRÍNMYND MEÐ LARRY THE CABLE GUY OG DJ QUALLS ÚR ROAD TRIP ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eeee L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee H.J. - MBL NÝ LEYNDARMÁL NÝR MÁTTUR ENGAR REGLUR Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna www.laugarasbio.is Sýnd kl. 6 og 8 Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.i. 18 ára -bara lúxus Sími 553 2075 OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA eeeee  S.V., MBL eeee  K. H. H., FBL eeee  KVIKMYNDIR.COM DAS LEBEN DER ANDERN / LÍF ANNARRA ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST SANNLEIKURINN er oft lyginni líkastur og maður verður að trúa því að hann sé grundvöllur stóru- ndarlegrar myndar um samsafn furðufugla, þar sem hún er byggð á minningum og metsölubók aðal- persónunnar, Augusten. Hann er frábærlega leikinn af nýliðanum Jo- seph Cross og skínandi leikhóp- urinn er helsti kostur myndar sem er hvað helst við hæfi alætna á kvikmyndir. Augusten er aðeins 14 ára þegar foreldrar hans skilja og honum er komið fyrir hjá sálfræðing (Cox), sem er manna ruglaðastur. Þegar mæðginin fara að reyna að standa á eigin fótum úti í lífinu og leita að skáldinu í brjósti sínu, uppgötva bæði hvað helst samkynhneigð. Murphy er greinilega hæfi- leikamaður og óbanginn við að ráð- ast á garðinn þar sem hann er ill- viðráðanlegur. Hvorki atburðarásin né persónurnar ná tökum á áhorf- andanum, Augusten er sá eini sem má kalla geðþekkan, annars er mannskapurinn upp til hópa roggin, fötluð sníkjudýr. Bening er ynd- isleg sem konan sem enginn skilur og er öldungis hissa á því að heim- urinn hafi ekki uppgötvað hennar stórkostlegu ljóðlist. Túlkun Bening á tættri, vanheilli og forfallinni pil- luætu, er með því besta sem hún hefur gert. Aðrir leikarar eru litlu síðri. Sótsvartur húmor er yfirleitt skammt undan, þetta furðuverk á fína spretti en Murphy teflir á tæp- asta vað og er oft við það að missa jafnvægið á flughálum botni. Skrýtnir fuglar MYNDDISKAR Gamandrama Bandaríkin 2006. Sena 2007. 116 mín. Öllum leyfð. Leikstjóri: Ryan Murphy. Að- alleikarar: Annette Bening, Alec Baldw- in, Brian Cox. Með skærin á lofti (Running With Scis- sors)  Furðuverk Cross og Evan Rachel Wood í hlutverkum sínum Sæbjörn Valdimarsson ALKÓHÓLISMI var lengi vel óskilgreindur, í mesta lagi litið á hann sem „óhreinan“ sjúkdóm, sem stafaði af einberum aum- ingjaskap. Hollywood var sama sinnis, ekki vantaði að áfengi var eilíflega haft um hönd í bíómynd- um, en jafnan á ofur kúltíveraðan hátt. Einu umtalsverðu undantekn- ingarnar, allt fram á ofanverða síð- ustu öld, eru The Lost Weekend og Days of Wine and Roses, sem segir á áhrifaríkan hátt sígilda hörmungarsögu um hvernig fólk verður Bakkusi að bráð. Joe Clay (Lemmon) er viðfelld- inn og lífsglaður náungi á uppleið í starfi. Honum þykir að vísu full gott í staupinu fyrir smekk Kirs- ten (Remick), glæsilegrar stúlku sem hann kynnist á nýjum vinnu- stað. Þau verða ástfangin og Joe er snöggur að koma Kirsten á bragð- ið. Hún er veik fyrir súkkulaði og hann brýtur auðveldlega niður varnarmúrana með ljúffengum hanastélum. Það reynist dýrkeypt, Kirsten verður á nokkrum árum forfallinn drykkjusjúklingur líkt og bóndi hennar sem sökum óreglu missir hverja vinnuna af annarri og íbúðina, uns botninum er náð. Lærdómsrík mynd og vel gerð, sem Wilder er von og vísa. Hefur fengið eftirlætið Lemmon til liðs við sig, sem er einkar sannfærandi sem alkinn sem tekur sig á og nær að rífa sig upp úr ræsinu með hjálp AA-samtakanna. Remick er í senn hrífandi og þjáð í túlkun sinni á rósinni sem féll. Dagar víns og rósa á ekki síður erindi við samtímann en áhorf- endur fyrir hartnær hálfri öld, en hún er einnig gleðilegur vitn- isburður um framfarirnar sem orð- ið hafa í meðferðinni á sjúkdómn- um. Hér blasa við tímar spennitreyja og skilningsleysis sem hafa vikið fyrir mannúðinni og vísindunum sem samtök á borð við SÁÁ standa fyrir. Undarlegur galli á að flestu leyti stórfenglegri mynd, er dóttirin, sem nánast gleymist. Flæðir vín, fölna rósir MYNDDISKAR KLASSÍKIN Bandaríkin 1962. Sam myndir. 117 mín. Leikstjóri: Blake Edwards. Aðalleikarar: Jack Lemmon, Lee Remick, Charles Bickford. Dagar víns og rósa (Days of Vine and Roses) Vestri  Fimm stjörnur Lemmon og Remick í hlutverkum sínum. Sæbjörn Valdimarsson ÞEGAR svikahrappurinn Ray (Ja- red Leto) hittir Mörthu Beck (Ha- yek) verður fjandinn laus. Hún er „skemmd vara“, eins og lög- reglumaðurinn Hildebrandt (Gan- dolfini) lýsir henni. Geðklofi sem var misnotuð í æsku og finnur sálu- félaga í Ray, sem hún nær tökum á er hann ætlar að gera hana að fórn- arlambi sínu. Hann lifir á „einmana hjörtum“, gjarnan einstæðum mæðrum sem eiga einhverja banka- innstæðu sem hann hirðir og heldur á brott. Þegar Martha kemur til sögunnar kárnar gamanið og þau fara að skilja eftir sig morðslóð. Lonely Hearts Killers segir frá rannsókn málsins. Tveir lög- reglumenn á Long Island, Hilde- brandt og Robinson (Travolta), komast á sporið og lýsir myndin mæta vel óhugnanlegu andrúmsloft- inu sem umlykur sálarlaus af- styrmin og tíðarandanum á sögu- tímanum, um 1950. Útlitið er óaðfinnanlegt og leikurinn er safa- ríkur hjá aðalleikurunum fjórum. Það kemur ekki á óvart hvað snertir Gandolfini og Travolta kann að lifa sig inn í hlutverk, þá sjaldan hann fær eitthvað bitastætt. Hayek er yf- irþyrmandi sem svellandi, snaróður kvendjöfull sem vefur Ray um fing- ur sér. Hann er óaðfinnanlega túlk- aður af Leto (Requiem for a Dream ‘00), sem til þessa hefur að mestu farið framhjá manni í tugum mynda. Hann smjattar á auvirðilegri per- sónunni og kemur virkilega á óvart. Myndir um raðmorðingja eru oft- ar ofan en upp, Lonely Hearts Kill- ers, sem byggð er á sönnum atburð- um (gerð af barnabarni Robinsons), er í hópi þeirra betri. Vönduð, fanta- vel leikin, trúverðug en jafnframt hrollvekjandi sýn inn í sjúkan heim manndrápara. Illþýði upprætt MYNDDISKAR Spennumynd Bandaríkin 2006. Myndform. 103 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Todd Robinson. Aðalleikarar: John Travolta, James Galdofini, Selma Hayek. Lonely Hearts Killers  Gandolfini Leikurinn er safaríkur. Sæbjörn Valdimarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.