Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 37
MERKIÐ fyrir Ólympíuleikana í
London árið 2012 hefur verið harð-
lega gagnrýnt undanfarið. En hvað
finnst fagmönnum? Guðmundur
Oddur Magnússon (betur þekktur
sem Goddur) er prófessor í graf-
ískri hönnun í Listaháskólanum og
það er fátt í merkinu sem minnir
hann á Ólympíuleikana.
Eins og minnismerki um
hryðjuverk
„Góð merki þurfa helst að segja
á svipstundu fyrir hvað þau
standa. Og ef um er ræða upp-
hafna atburði eins og Ólympíuleika
þarf glæsileika og tign. Þetta
merki hefur hvorugt til að bera.
Við fyrstu sýn er eins og þetta sé
minnismerki um hryðjuverk,
grunnurinn sem á að mynda 2012
er eins konar sprengjubrot.
Ef ég reyni að vera jákvæður og
sjá eitthvað hátíðlegt við þetta má
sjá einhvers konar „confetti“-
skraut í þessu – og þá fæ ég um
leið eitthvert „eighties“ óbragð í
munninn. Ótrúlegir stælar og laust
við allt sem prýða má gott merki.“
Frá rómantík til endaloka
póstmódernismans
Fram til 1924 létu menn vegg-
spjald duga til að kynna leikana en
frá árinu 1924, þegar vetrarleik-
arnir hefjast, hafa hverjir leikar
fengið sitt sérstaka merki í viðbót
við ólympíuhringina sjálfa.
„Merkjagerðin fylgir greinilega
tíðaranda og í raun hugmyndasögu
– nítjándu aldar rómantíkin er ráð-
andi fram yfir seinni heimsstyrjöld
þegar módernisminn tekur við með
merkinu frá Helsinki 1952 og nær
hámarki 1964 í Tókýó. Op-Art tek-
ur svo við í Mexíkó og München,
Kóreu-merkið er svo fyrsta eig-
inlega „pó-mó“ merkið, í anda
póstmódernismans, sem endar svo
í handverks-rómantík frá Aþenu
og tómu rugli í London 2012.
Merki fyrir Ólympíuleika þarf að
segja eitthvað um staðsetningu
leikanna í hvert skipti. Yfirleitt
hefur það tekist ágætlega en aldrei
eins illa og núna. Það þarf líka að
hafa yfirbragð festu og hátíðlegrar
stundar – það er fokið í flest skjól
þegar því er heldur ekki að
heilsa.“
Bestu og verstu Ólympíu-
merkin til þessa
„Þau sem bera af er Tókýó 1964
og Mexíkó 1968 – enda bæði dæmi
um afrek í hönnunarsögu. Annars
vegar það japanska fyrir glæsi-
legan módernískan einfaldleika og
það mexíkóska fyrir optíska grafík.
Þessi ná því að segja á hvaða stað
leikarnir eru haldnir á glæsilegan
hátt. Það versta er Montréal 1976,
það er ekki endilega slæmt – bara
ekki sérstaklega vel heppnað.
Merki vetrarleikanna eru mörg
ágæt enda ískristallar heppilegt
fóður í merkjagerð – líklega finnst
mér merkið frá Tórínó 2006 bara
best. Merkið frá Lake Placid 1980
er sýnu verst.“
„Merki Ólympíuleikanna
aldrei tekist jafnilla og núna“
Illa heppnað Montréal-leikarnir.Fagurt Merki leikanna í Tókýó.Gott Vetrarólympíuleikarnir 2006.
Sýnu verst Lake Placid 1980.
ÓL Mexíkó Merki leikanna í Mexíkó 1968 erdæmi um afrek í hönnunarsögu, að mati Godds.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Goddur Guðmundur Oddur Magnússon, prófessor í grafískri hönnun.
Tómt rugl Merki ÓL í London 2012.
Fréttir á SMS
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:15 B.i. 7 ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK
OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:20 B.i. 12 ára
PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 8 B.i. 10 ára
eee
S.V. - MBLA.F.B - Blaðið
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
WWW.SAMBIO.IS
NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Mesta ævintýri fyrr og síðar...
...byrjar
við
hjara
veraldar
„Besta Pirates
myndin í röðinni!“
tv - kvikmyndir.is
„SANNUR SUMAR-
SMELLUR... FINASTA
AFÞREYINGARMYND“
Trausti S. - BLAÐIÐ
MYND OG HLJÓÐ
Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
eee
LIB, Topp5.is
48.000
GESTIR