Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 11.06.2007, Blaðsíða 34
34 MÁNUDAGUR 11. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ - Kauptu bíómiðann á netinu Sími - 462 3500 Sími - 551 9000Sími - 564 0000 Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Hostel 2 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 18 ára 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Hostel 2 kl. 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 18 ára Hostel 2 LÚXUS kl. 5:50 - 8 - 10:10 The Last Mimzy kl. 3:40 Pirates of the Carribean 3 kl. 5 - 9 B.i. 10 ára * Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * The Hoax kl. 5:30 - 8 - 10.30 B.i. 12 ára 28 Weeks Later kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Unknown kl. 8 - 10:10 B.i. 16 ára Painted Veil kl. 5:30 It’s a Boy Girl Thing kl. 8 - 10:10 Spider Man 3 kl. 5:20 B.i. 10 ára Fracture kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára It’s a Boy Girl Thing kl. 3:45 - 5:50 Spider Man 3 kl. 5 - 8 B.i. 10 ára ROBERT CARLYLE ER VIÐURSTYGGILEGA GÓÐUR! STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA eeee L.I.B. - Topp5.is eee V.I.J. - Blaðið eeee Empire eeee H.J. - MBL Frábær ævintýramynd fyrir alla fjölskylduna NÝ LEYNDARMÁL - NÝR MÁTTUR - ENGAR REGLUR eee L.I.B, Topp5.is eee FGG - FBL eee T.V. - kvikmyndir.is SÍÐUS TU SÝNIN GAR OG ALLS EKKI, UNDIR NEINUM KRINGUMSTÆÐUM, FYRIR VIÐKVÆMA QUENTIN TARANTINO KYNNIR STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 18 ÁRA ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST R I C H A R D G E R E GABBIÐ tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is Mesta ævintýri fyrr og síðar... ...byrjar við hjara veraldar ÞEIR ERU LOKAÐIR INN OG MUNA EKKI HVAÐ GERÐIST. ÞEIR TREYSTA ENGUM OG ÓTTAST ALLA. FRÁBÆR SPENNUMYND MEÐ FLOTTUM LEIKURUM. eeee S.V. - MBL Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is MIKE MCCARTNEY er virtur ljósmyndari og tónlistarmaður. Hann er fæddur í Liverpool undir lok heimsstyrjaldarinnar síðari og hefur unnið töluvert við undirbún- ing þess þegar borgin verður menn- ingarborg Evrópu á næsta ári. Í lok nóvember hefst svo íslenska menn- ingarhátíðin ICE2007 þar sem hann mun einnig koma töluvert við sögu, en hátíðin er gjöf Íslendinga til Liv- erpool í tilefni 800 ára afmælis borg- arinnar og fjöldi íslenskra lista- manna úr ýmsum áttum mun taka þátt. Og jú, hann er bróðir Pauls. Fullorðnir karlmenn að gráta Hann byrjar viðtalið á að tala um veðrið sem sannfærði mig um að þessi tengsl á milli Reykjavíkur og Liverpool eru ekki alveg úr lausu lofti gripin. Hann er staddur á heim- ili sínu í Wirral, skammt frá Liver- pool. Wirral eiga sína Þingvelli, Thingwall, þar sem áður fór fram víkingaþing. Mike er menningar- sendiherra svæðisins og er skemmtilega grobbinn af því en seg- ir mér að helsta hlutverk embættis- ins hafi verið til að hjálpa Liverpool að verða menningarborg. „Ég sá hvernig það gjörbreytti Glasgow að vera menningarborg Evrópu. En þegar Liverpool sótti um hafði eng- inn trú á að við ynnum. Svo biðum við úrslitanna og þegar þau voru kynnt varð einnar sekúndu þögn. En svo varð allt vitlaust, ég hef aldr- ei séð jafnmarga fullorðna karlmenn gráta eins og börn, þar á meðal ég.“ Bjarkaræði og Bítlaæði Mike hefur heyrt að Íslendingar séu líkir íbúum Liverpool. „Íslend- ingar eru þekktastir fyrir Bjark- aræðið og Liverpool fyrir Bítlaæðið en það er meira undir niðri. Út á við virðast íbúarnir vera villtir og árás- argjarnir en það er bara til þess að reyna á aðkomumenn. En ég er að koma til Íslands, þá get ég athugað hvort þeir eru raunverulega eins og Liverpool-búar og séð hvort landið er galdrastaður eins og Liverpool.“ Mike kemur í dag ásamt yngsta syni sínum til landsins og verður í þrjá daga. Hann hefur ekki planað neitt, það fá aðrir að sjá um það. „Ég er í höndum ykkar Íslendinga. Hvað þið gerið við mig og son minn er á ykkar ábyrgð. Rétt eins og ef þú kæmir til Liverpool. Þá segi ég fólki að hafa ekki áhyggjur, koma bara og njóta lífsins. Vandamálið verður að fá þig til að yfirgefa staðinn.“ Hann hefur heyrt mikið um birtuna á Íslandi, sumarnæturnar. Landið gæti því verið kjörið til þess að sinna hans helstu hugðarefnum, ljósmyndun. Það er sú listgrein sem hann hefur stundað hvað mest en listin hefur átt hug hans lengi. Andalúsíuhundurinn og Brjóstmynd af Voltaire „Fyrst þarftu að uppfylla grunn- þarfirnar, vinna fyrir brauðinu. Svo spyr maður sig hvort það sé ekki eitthvað meira.“ Þetta meira vitr- aðist honum þegar hann var þrettán ára. Það var þáttur í sjónvarpinu, heimildarmynd frá BBC um súr- realisma. Salvador Dali, Luis Bunu- el og Andalúsíuhundinn. Öll þessi einkennilegu erlendu nöfn og hvern- ig fólk leit á lífið, trúna, listina, hugsunina og staðsetti þetta allt í þessum súrrealíska draumaheimi. „Svo fór ég upp í svefnherbergið mitt og yfir ljósrofanum teiknaði ég auga. Svo teiknaði ég annað auga við hliðina og loks mannshöfuð og upp úr höfðinu óx sveppur. Full- komlega rökrétt, ekki satt? Þannig kemur listin inn í mann. Svo ferðu í bækurnar, Eyjan eftir Aldous Hux- ley, bækur sem breyta hvernig þú lítur á lífið. Þú sérð myndir, Brjóst- mynd Voltaires eftir Dali. Við pabbi horfðum á verkið og ég spurði hann: Sérðu einhverja brjóstmynd? Hvor- ugur okkar sá hana en svo fórum við í hinn enda herbergisins og þá blasti brjóstmyndin við okkur. Það eru svona hlutir sem breyta sýn þinni á lífið, það skiptir máli hvar þú stend- ur.“ Mike hefur líka verið í hljómsveit. Hún hét Scaffold og náði ágætis vin- sældum og lög á borð við „Lily the Pink“, „Liverpool Lou“ og „Thank U Very Much“ náðu efstu sætum breska vinsældalistans. „Ég átti bróður sem var í rokkhljómsveit, þú kannast máski við hann. Að fara í hans tegund tónlistar hefði verið sannkallað feigðarflan. Þannig að við fórum í grínið.“ Ég spyr hann hvernig hafi verið að alast upp með Paul. Hann spyr mig hvort ég eigi bróður og þegar ég játa því þá segir hann það ná- kvæmlega eins. „Hann er bara bróð- ir þinn og þú elst upp með honum. Sú staðreynd að hann breytti heim- inum er eini munurinn. En nýja platan hans er fjandi góð.“ Barnabækur um náttúruvernd Mike er ásamt Andra Snæ Magnasyni í dómnefnd fyrir smá- sagnasamkeppni sem haldin verður fyrir skólabörn í Liverpool en merkilegt nokk eiga þeir ekki ólíkan bakgrunn í barnabókmenntum. Andri Snær er þekktur fyrir Söguna af bláa hnettinum en McCartney hefur einnig skrifað barnabók með umhverfisboðskap, Sonny Joe and the Ringdom Rhymes, um ungan borgarstrák úr Liverpool sem fer í sveitina en þarf að hafa mikið fyrir því að komast aftur til manna- byggða. Aftur til Liverpool. „Liverpool er eins og eldfjall“ Segir Mike – sem áður hafði líkt borginni við sérstaka eyju á eyjunni og heldur áfram: „Borgin bíður lengi óvirk en svo gýs hún alltaf reglulega. Upphaflega var hún lítil hafnarborg en varð svo ein helsta hafnarborg veraldar og spúði út úr sér skipum um allan heim. Svo kom heimsstyrjöldin síðari, Liverpool fékk gríðarlegt vægi sem hafn- arborg og var sprengd hálfa leið til heljar. Svo komu Bítlarnir og fleiri tónlistarmenn, fótboltaliðið gýs allt- af reglulega og svona má lengi telja. Nú erum við bara að bíða eftir næsta gosi, það er alveg að koma.“ Spurður um athyglisverðar hljóm- sveitir í Liverpool núna þá vísar hann spurningunni til næstu kyn- slóðar. Hann kallar á son sinn Sonny sem nefnir að The Corals og The Zutons séu að gera góða hluti og margar fleiri gætu fylgt í kjölfar- ið. Með það þakka ég fyrir mig og kveð, hann kveður með margföldum þökkum beint úr sínu þekktasta tón- verki. „Thank U Very Much.“ Eldfjallaeyjurnar Liverpool og Ísland McCartney Ætlar að athuga hvort Ísland sé galdrastaður. Spjall við Mike McCartney um Liverpool, Ísland og listina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.