Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir,
dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Benidorm í
júlí. Njóttu lífsins á þessum vinsæla áfangastað. Þú bókar og
tryggir þér síðustu sætin og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita
hvar þú gistir.
Stökktu til
Benidorm
12. júlí
frá aðeins kr. 34.990
Allra síðustu sætin
Verð kr. 34.990
Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11
ára, í íbúð í viku. Aukavika kr. 10.000.
Verð kr. 44.990
Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í
viku. Aukavika kr. 10.000.
Munið Mastercard
ferðaávísunina
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur
sýknaði í gær pilt á tvítugsaldri af
ákæru um kynferðisbrot gegn stúlku
á svipuðum aldri. Mikill munur var á
framburði piltsins og stúlkunnar um
hvað átti sér stað og þrátt fyrir að
framburður stúlkunnar hefði verið
metinn trúverðugur var ekki hægt
að fallast á að pilturinn hefði beitt of-
beldi til að koma fram vilja sínum.
Atvikið átti sér stað á kvennasal-
erni í kjallara Hótel Sögu aðfaranótt
17. mars sl. og bar stúlkan fyrir dómi
að pilturinn hefði elt hana inn á sal-
ernið. Hefði maðurinn neytt hana til
þess að fara inn á annan salernisbás-
inn með því að ýta henni þangað.
Hann hefði í kjölfarið tekið niður um
hana sokkabuxur og nærbuxur og
neytt hana til samræðis.
Bar stúlkan að hafa verið skelf-
ingu lostin, hún hefði því ekki veitt
mótspyrnu fyrr en hún fann til níst-
andi sársauka. Sálfræðingur sem
kom fyrir dóminn staðfesti að við-
brögð stúlkunnar væru þekkt.
Pilturinn bar hins vegar að sam-
farirnar hefðu verið með vilja stúlk-
unnar og hann hefði hætt þeim þeg-
ar hún bað um það.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að gögn málsins styðji við framburð
stúlkunnar um að hún hafi ekki viljað
eiga samræði við piltinn. Hins vegar
er litið til þess að stúlkan reyndi ekki
að kalla á hjálp og veitti athæfi pilts-
ins ekki viðnám eða mótmælti því.
Dómurinn sagði athæfi piltsins
ekki geta talist til ofbeldis í skilningi
194. gr. almennra hegningarlaga og
ennfremur segir að „piltinum hafi
ekki hlotið að vera það ljóst að sam-
ræðið og kynferðismökin væru að
óvilja [stúlkunnar]“.
Veitti athæfi piltsins ekki
viðnám eða kallaði á hjálp
Morgunblaðið/ÞÖK
Vettvangur Meint brot átti sér stað á salerni í kjallara Hótel Sögu.
Í HNOTSKURN
»Dómurinn sagði athæfipiltsins ekki teljast til of-
beldis eins og það hugtak hefði
verið skýrt í refsirétti og í
langri dómaframkvæmd.
»104. gr. almennra hegning-arlaga hljómar svo: „Hver
sem með ofbeldi eða hótun um
ofbeldi þröngvar manni til
holdlegs samræðis eða annarra
kynferðismaka skal sæta fang-
elsi ekki skemur en 1 ár og allt
að 16 árum. Til ofbeldis telst
svipting sjálfræðis með innilok-
un, lyfjum eða öðrum sambæri-
legum hætti.“
Piltur á tvítugsaldri var í héraðsdómi sýknaður af ákæru um nauðgun á salerni í kjallara Hótel Sögu
„DRENGURINN
er búinn að ganga
í gegnum algjöra
martröð og hefur
átt við mikla sál-
ræna erfiðleika
að stríða. Hann
hefur m.a. verið í
sjálfsmorðs-
hugleiðingum og
orðið fyrir að-
kasti í fangelsinu,“ segir Sveinn
Andri Sveinsson, lögmaður piltsins
sem sýknaður var í gær af ákæru
um nauðgun. Honum var sleppt í
gær eftir að hafa setið í gæslu-
varðhaldi frá 19. mars sl. – lengst af
á grundvelli almannahagsmuna.
Sveinn Andri telur það umhugs-
unarefni að hægt sé að dæma menn
aftur og aftur í gæsluvarðhald á
grundvelli einhverra „ímyndaðra“
almannahagsmuna og segir borð-
leggjandi að grundvöllur sé fyrir
skaðabótamáli gegn ríkinu – ef
þetta verður endanleg niðurstaða í
málinu.
„En það breytir því ekki að pen-
ingar bæta ekki þessa martröð sem
drengurinn er búinn að ganga í
gegnum.“
Sat inni frá
19. mars sl.
Sveinn Andri
Sveinsson
Eftir Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Moskva | Júrí Lúzhkov, borgarstjóri
Moskvu, og starfsbróðir hans, Vil-
hjálmur Þ. Vilhjálmsson, skrifuðu í
gær undir samkomulag um aukið
samstarf borganna við hátíðlega at-
höfn í ráðhúsi Moskvu. Við sama
tækifæri tók Lúzhkov vel í þá hug-
mynd Vilhjálms að gerður yrði opinn
loftferðasamningur á milli Íslands
og Moskvu og að hann yrði sem fyrst
að veruleika og opnaði fyrir mögu-
leikann á beinu áætlunarflugi í fram-
tíðinni, báðum borgunum til hags-
bóta.
Meðal þess sem samkomulagið
nær til er aukin samvinna í mennta-,
umhverfis- og menningarmálum.
Auk þess var fjallað um þátttöku
Moskvuborgar í forvarnarverk-
efninu Ungmenni í Evrópu, eða
„Youth in Europe“, sem 15 borgir
taka nú þátt í og Reykjavíkurborg
leiðir.
Borgarstjórarnir ræddust við á
léttum og persónulegum nótum og
skýrði Vilhjálmur kollega sínum frá
því að honum yrðu á laugardaginn
kemur afhentir tveir íslenskir gæð-
ingar, en Lúzhkov er sagður einkar
áhugasamur um íslenska hestinn.
Gífurleg uppbygging
Dagskrá Vilhjálms í gær var þétt.
Dagurinn hófst á skoðunarferð um
borgina, þar sem komið var við í
stóru vörusýningarrými skammt frá
Bolshoj-óperuhúsinu fræga og á sýn-
ingu um uppbygginguna hér eystra
sem óhætt er að segja að sé gríð-
arleg, fimm milljónir fermetra verða
byggðar af íbúðarhúsnæði á árinu.
Að loknum fundinum með Lúzh-
kov hélt Vilhjálmur síðan á Orku- og
umhverfisþing þar sem íslenskir og
rússneskir aðilar kynntu sóknarfæri
í orkumálum, ekki síst á sviði jarð-
hita og endurnýjanlegra orkugjafa.
Vilhjálmur var á meðal ræðumanna
og við lok þingsins las hann upp yf-
irlýsingu þar sem mikilvægi sam-
vinnunnar í orkumálum var undir-
strikað.
Rætt um opinn
loftferðasamning
Ofangreindur loftferðasamningur
yrði framhald á viðaukasamningi Ís-
lands og Moskvu frá 2003 og sagðist
Vilhjálmur í samtali við Morgunblað-
ið vera bjartsýnn á að hann gæti orð-
ið til að efla samvinnu borganna og
jafnframt greitt fyrir auknum ferða-
mannastraumi til Íslands. Mikill
áhugi á fjölsóttu þinginu væri til
vitnis um að Rússar hefðu áhuga á
landinu og að í Moskvu væru marg-
vísleg sóknarfæri sem íslenskir að-
ilar gætu fært sér í nyt í náinni fram-
tíð.
Morgunblaðið/Baldur Arnarson
Samstarf Fundur íslensku sendinefndarinnar með fulltrúum Moskvuborgar reyndist árangursríkur og gengið
var frá samkomulagi um aukið samstarf á fjölmörgum sviðum auk þess sem nýr loftferðasamningur var ræddur.
Samstarf Reykjavík-
ur og Moskvu aukið
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri
Hafrannsóknastofnunarinnar, vill
að Grænlandsgöngur verði rann-
sakaðar vegna þess að með breytt-
um skilyrðum í hafinu, bæði við Ís-
land og Grænland, geti svo farið að
beitarlönd þorsksins stækki.
Að undanförnu hafa sjómenn
vakið athygli á miklum þorski út af
Vestfjörðum og velt því fyrir sér
hvaðan hann komi. Jóhann segir
ástæðu til að rannsaka málið og
fylgjast með á komandi árum hvað
sé að gerast þarna og úti í djúp-
kantinum. „Við erum í samvinnu
við fiskifræðinga, sem vinna við
Grænland og fylgjast með uppvax-
andi árgöngum þar. 2003-
árgangurinn gæti gengið til Íslands
en þetta er lítill árgangur. Hins
vegar gæti þetta
gerst í vaxandi
mæli og því er
mikilvægt að við
fylgjumst með
þessu, eins og
skipstjórar á
Vestfjarða-
miðum hafa bent
á, og skiljum þær
breytingar sem
eiga sér stað. Við
höfum lagt til við sjávarútvegs-
ráðherra að okkur verði gert kleift
að fara ofan í þessa hluti strax á
þessu ári með sérstöku átaki við
merkingar og leiðöngrum að
ströndum Grænlands í samvinnu
við heimamenn og innlendar út-
gerðir þar sem við skoðum sam-
setningu aflans og reynum að átta
okkur á því hvers konar fiskur
þetta er.“ | Miðopna
Hafró vill rannsaka
Grænlandsgöngur
Jóhann
Sigurjónsson