Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
GUNNLAUG Júlíusson, hagfræðing hjá Sam-
bandi íslenskra sveitarfélaga, er svo sannarlega
hægt að kalla ofurhlaupara með meiru. Hann á
fjölda maraþonhlaupa að baki en stærsta mark-
miði sínu til þessa mun hann vonandi ná dagana
28.-29. september þegar hann heldur til Grikk-
lands til að taka þátt í Spartaþoni. Þá er hlaupið
milli Spörtu og Aþenu, leið sem er 240 km, og er
á leiðinni farið yfir fjall sem er rúmlega Esjan á
hæð. Lagt verður af stað klukkan sjö á laugar-
dagsmorgni og verða menn að vera komnir í
mark klukkan sjö á sunnudagskvöldi. Gunn-
laugur telur að 250-300 manns ætli að hlaupa og
miðað við tölfræði síðustu ára megi gera ráð fyr-
ir að 40% hlauparanna komi í mark innan tilskil-
ins tíma.
Í viðtali við Morgunblaðið fyrir um ári sagði
Gunnlaugur Spartaþonið vera framtíðarmark-
mið sitt. Spurður nú hvað taki við þegar því
markmiði er náð segir hann: „Það veit maður
aldrei. Það eru óendanlegir möguleikar ef maður
vill sækja lengra og lengra sem er spurning
hvort er skynsamlegt. Ég hef velt því fyrir mér
en ég tek bara eitt í einu.“ Gunnlaugur segir
ekki neitt eitt vera erfiðara í hlaupunum en ann-
að. „Ef maður er vel undirbúinn og finnur sinn
rytma og reynir ekki meira á sig en hóflegt er þá
rúllar þetta.“
Með fiðring fyrir Ironman
Eins og fyrr segir á Gunnlaugur ófáa kíló-
metra að baki í hlaupum. Í maí tók hann þátt í
sólarhringshlaupi á Borgundarhólmi í Dan-
mörku þar sem hann varð í 3. sæti með rúmlega
197 km. Fyrir tveimur árum tók hann þátt í 100
mílna hlaupi, sem er tæpur 161 km, í Bandaríkj-
unum og kláraði hlaupið á 26 tímum.
Gunnlaugur ætlar að sjálfsögðu að hlaupa í
Reykjavíkurmaraþoninu og Laugavegshlaupinu
í sumar. Hann heldur svo fljótlega til Grænlands
en hann segist hafa verið gabbaður í fimm daga
fjallamaraþon sem samanstendur af hjólreiðum,
kanóróðri, fjallgöngum o.fl. en keppt er í liðum.
Spurður hvort hann hafi hugsað um að taka þátt
í Ironman-keppni segist Gunnlaugur vera kom-
inn með smáfiðring. „Maður þyrfti að æfa sund-
ið,“ en í keppninni felst að synda 3,8 km, hjóla
180 km og hlaupa maraþon.
Þegar hann er ekki að æfa sig fyrir ákveðið
hlaup heldur hann sér í formi með því að hlaupa
stuttar og langar vegalengdir og taka álagsæf-
ingar og brekkuhlaup. Undirbúningur Gunn-
laugs fyrir Spartaþonið felst í að hlaupa, ganga
á Esjuna, hjóla og passa mataræðið. Þó verði að
gæta þess að hvílast. „Maður getur lent í vand-
ræðum ef maður ofþjálfar, þá getur fjandinn
verið laus; beinhimnubólga, tognun og þvíum-
líkt. Þetta er spurning um að þekkja inn á sjálf-
an sig, vita hvað má bjóða sér og hvað ekki.“
Hljóp fyrst fyrir tilviljun
Gunnlaugur hljóp fyrst árið 1994 í skemmti-
skokki Reykjavíkurmaraþonsins en hann mætti
upphaflega sem áhorfandi. „Þetta hafa allt verið
tilviljanir. Ég var bara staddur þarna í striga-
skóm og var löngu hættur að hugsa um íþróttir,
þær kæmu mér ekki við nema ég horfði á þær í
sjónvarpinu. Svo skokkaði ég skemmtiskokkið
og hugsaði að það væri gaman að vera með næst
af alvöru. Það gekk vel og þannig þróaðist þetta
stig af stigi.“ Gunnlaugur segir engan fæddan
inn í þetta heldur sé þetta einfaldlega spurning
um að byrja rólega og setja sér reglulega ný
markmið. Mikilvægt sé að finna sinn takt og
vera þolinmóður.
Hefur hlaupið nær 30 maraþon og 8 ofurmaraþon og stefnir á 240 km hlaup í haust
Óendanlegir möguleikar framundan
Stoltur Gunnlaugur að loknu sólarhrings-
hlaupinu á Borgundarhólmi í maí.
GREININGARDEILD embættis
ríkislögreglustjóra hefur kannað
hvort indverskur maður, Kafeel
Ahmed, sé hér á landi. Niðurstaða
deildarinnar er sú að ekkert bendi til
þess að hann sé hér. Ahmed er talinn
vinur tveggja indverskra lækna sem
nú eru í haldi lögreglu í Englandi og
Ástralíu í tengslum við misheppnuðu
hryðjuverkin í Lundúnum og Glas-
gow um síðustu helgi. Sagt var frá
því í indverska dagblaðinu The
Hindu að lögregla í Bretlandi hefði
fengið upplýsingar um veru manns-
ins á Íslandi þegar hún vildi færa
hann til yfirheyrslu. Þá hefur blaðið
The India Times eftir móður
Ahmeds að hann hafi hringt frá Ís-
landi og sagt að ekki yrði hægt að ná
í sig á næstunni. Í The Hindu kom
fram að enska lögreglan leitaði
Ahmeds, en fyndist hann ekki væri
mögulegt að skaðbrenndur maður
sem ók logandi bíl á flugstöð í Glas-
gow væri Kafeel Ahmed.
Ekki líkur
á að Ahmed
sé á ÍslandiSILFURSKÝ, eða lýsandi nætur-
ský, sjást nú oftar og á stærra
svæði, en hingað til hafa þau verið
bundin við pólsvæðin. Þau eru líka
bjartari en áður hefur sést.
Silfurský eru langhæst allra
skýja á himninum í 75 til 90 kíló-
metra hæð. „Þau eru svo hátt á lofti
að sólin skín á þau þótt hún sé undir
sjóndeildarhring. Þetta verða gríð-
arlegar andstæður, birtan í skýj-
unum og myrkrið á jörðu,“ segir
Páll Bergþórsson veðurfræðingur.
„Hér á landi sjáum við þau ekki
fyrr en í ágúst vegna þess að nætur-
himinninn er svo bjartur.“ Annars
staðar á norðurhveli jarðar sjást
þau frá miðjum maí þangað til í lok
ágúst og því oftar sem líður á sum-
arið. Við suðurpólinn byrja menn
að greina þau um miðjan nóv-
ember. Geimvísindastofnun Banda-
ríkjanna rannsakar nú feril
skýjanna á báðum pólum með hjálp
gervihnatta.
Vísindamenn sem vinna að rann-
sókninni telja að þessar breytingar
á skýjafari geti verið vísbending um
loftslagsbreytingar af mannavöld-
um. Lítið er vitað um hvernig þau
myndast og eins af hverju þau sjást
nú oftar og víðar en áður.
„Menn vissu lengi ekki hvað var í
þeim, en nú hallast menn að því að
þau séu vatnsgufa sem þéttist á
geimryki og verður að agnarlitlum
ískristöllum,“ segir Páll. „Þau eru
efst í svokölluðu miðhvolfi þar sem
er mjög kalt.“
Engar heimildir finnast um silf-
urský fyrr en um 1885 í kjölfar mik-
ils eldgoss í Kyrrahafi. „Það virðist
vera að þau komi með vissu árabili.
Það hefur borið lítið á þeim lengi
vel, en nú eru þau farin að sjást aft-
ur.“
Ljósmynd/NASA
Norðurpóll Silfurský mynduð úr gervihnetti yfir norðurpól í júní.
Ljósadýrð Ein fyrstu silfurskýin sem sáust í ár náðust á mynd þar sem þau lýstu upp himininn yfir Búdapest.
Silfurský á
næturhimni
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
JÓHANN Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsókna-
stofnunar, vill fjölga úthaldsdögum rannsókna-
skipa stofnunarinnar. Hann segir að allt of litlir
fjármunir hafi verið settir í rannsóknir Hafrann-
sóknastofnunar á undanförnum árum, ekki síst í
ljósi þess að þörfin fyrir góðar rannsóknir hafi
aldrei verið meiri.
„Afleiðing fullnýtingar fiskistofna færir okkur
nær bjargbrúninni og ég tel að við séum komin
alltof langt varðandi þorskinn,“ segir Jóhann.
„Það að fullnýta svona fiskistofnana krefst betri
og nákvæmari þekkingar til að ekki fari illa. Sam-
fara þessari miklu nýtingu hefur því þörfin fyrir
nákvæmari rannsóknir aukist og þess vegna hefur
okkur þótt eðlilegt að fjármunir til rannsókna
hefðu aukist meira en raun ber vitni.“
Jóhann bendir á að um margra ára bil hafi
Hafró verið með þrjú rannsóknaskip í rekstri en
ákveðið að selja Dröfnina fyrir nokkrum árum því
hún hafi verið óhagkvæm rekstrareining og út-
haldið of lítið.
Tvö skip
„Bjarni Sæmundsson og Árni Friðriksson eru
nú í rekstri innan við 200 daga á ári hvort skip en
töluvert mikil hagkvæmni fylgdi því að bæta við 50
til 70 dögum á hvort skip. Þannig fengist lægra
einingarverð og betri nýting á mannskap og við
viljum sjá rannsóknaskipin meira á hafi úti við
rannsóknir því verkefnin eru ærin.“
Vill nýta rannsóknaskipin betur
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, segir að allt of
litlir fjármunir hafi verið settir í rannsóknir stofnunarinnar á nýliðnum árum
♦♦♦
ÍRSKIR dagar hefjast á morgun á
Akranesi og undirbýr lögreglan sig í
samstarfi við Hjálparsveitir undir
mikla aðsókn. „Við erum með mikinn
viðbúnað og fáum liðsstyrk úr
Reykjavík því við teljum að sms-
helgin svokallaða sem átti að vera
um síðustu helgi hafi misfarist. Við
höfum haft njósnir af því að nú stefni
unglingarnir hingað á laugardag-
inn,“ sagði Sigurður Halldórsson,
varðstjóri á Akranesi.
„Það kom okkur á óvart hvað við
fengum marga unglinga á hátíðina í
fyrra og því verður viðbúnaðurinn
mikill í ár,“ sagði Sigurður.
Straumurinn
til Akraness
LÖGREGLAN á Akureyri stöðvaði
ökumann fyrir of hraðan akstur í
Öxnadal um hádegisbilið í gær.
Mældist hann á 171 kílómetra hraða
á klukkustund og var því sviptur
ökuréttindum á staðnum. Hlaut
maðurinn, sem var ítalskur ferða-
maður, 150.000 króna sekt og kaus
að staðgreiða hana. Með því sparaði
hann sér 37.500 krónur og greiddi
því 112.500 krónur á staðnum. Bif-
reiðina hafði hann tekið á leigu.
Ítali á 171 km
í Öxnadalnum
♦♦♦