Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 9

Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 9 TRYGGINGAFÉLAGIÐ Elísabet býður nú þeim ökumönnum sem tryggja hjá félaginu og ekki hafa fengið punkt hjá lögreglu vegna um- ferðarlagabrota að fá ökutæki sitt tryggt frítt í mánuð. Rekstrarstjóri Elísabetar segir mikilvægt að öku- menn fái jákvæða hvatningu til að aka varlega. Jón Páll Leifsson, rekstrarstjóri Elísabetar, segir að viðbrögð við til- boðinu hafi verið góð. Viðskiptavinir Elísabetar skila yfirliti yfir punkta- stöðu sína til félagsins en yfirlitið fá þeir hjá lögreglunni. Elísabet geym- ir síðan punktastöðuna í tólf mánuði þar til tryggingataki kemur með uppfært yfirlit. Hafi punktum ekki fjölgað undangengna tólf mánuði tekur við frímánuður hjá trygginga- takanum. „Með þessu erum við að koma með jákvæða hvatningu til öku- manna að keyra vel en ekki bara nei- kvæða hvatningu í formi hækkaðra iðgjalda,“ segir Jón Páll. Segir vafasamt að hegna ungum ökumönnum Elísabet býður lág iðgjöld og eins og stendur einungis ökutækjatrygg- ingar. Þess vegna er markhópur fyrirtækisins heldur yngra fólk en hjá öðrum tryggingafélögum en það er einmitt sá hópur sem helst fær punkta hjá lögreglu. „Síðastliðin þrjú ár hefur punktasöfnunin verið mest meðal 18-25 ára fólks. Þarna erum við að fara beint í þann mark- hóp sem er að safna punktum og bjóða þeim afslátt ef þeir snúa við blaðinu og hætta að safna punkt- um.“ Jón Páll bendir jafnframt á að varasamt getur verið að miða iðgjöld við breytur sem ökumaðurinn sjálf- ur ræður engu um og tekur dæmi um aldur. „Þótt það sé einkum ungt fólk sem safnar punktum þá er sér- kennilegt að láta aldur stýra iðgjöld- um. Það er sjálfsagt að góðir og ung- ir ökumenn greiði iðgjöld í samræmi við það hvernig þeir aka en ekki við það hvað þeir eru gamlir.“ Elísabet býður góðum öku- mönnum afslátt af tryggingum Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is „VIÐ höfum áætlað að heildaráhrif þessarar skerðingar, verði farið að tillögum Hafró, geti numið allt að einum milljarði í minni tekjum inn á svæðið,“ segir Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, bæjarstjóri á Grund- arfirði. „Hérna eru fyrirtæki sem byggjast talsvert á þorski og reiða sig á það að þorskurinn er meðafli að talsverðu leyti. Það er erfitt að stunda veiðar ef þorskkvóti verður skorinn þannig niður að það útiloki veiðar á öðrum fiski.“ Höfnin í Grundarfirði er lífæð byggðarinnar enda ein af tíu stærstu kvótahöfnum landsins og stærsta löndunarhöfn Vesturlands í bolfiski. 960 manns búa á svæðinu og telur Guðmundur ekki óvarlegt að álykta að um 350 starfi við útgerð, vinnslu og sem hafnarverkamenn. Nauðsynlegt að grípa til sértækra ráðstafana „Það hefur lengi legið fyrir að at- vinnuuppbygging á svæðinu er of einhæf, en hvorki stjórnvöld né sveitarstjórnarenn hafa nein tök á því að búa til atvinnutækifæri. Það eru ekki stjórnvöld sem búa til verk- smiðjur eða hugbúnaðarfyrirtæki – það gerir fólkið sjálft,“ segir Guð- mundur. Hann kveður þó hægt að skapa ákveðnum atvinnuvegum hag- stæð starfsskilyrði en slík verkefni krefjist tíma, þolinmæði og fjár- magns. „Núna er nauðsynlegt að grípa til algjörlega sértækra ráð- stafana, þeim byggðarlögum sem hvað verst hafa orðið úti til hags- bóta.“ Guðmundur telur að í þeim efnum komi bætur einna helst til greina til þess að unnt verði að halda tekjustigi svæðisins uppi. „Ég get ekki séð að það muni skipta nokkru máli að ríkisstofnun með tíu starfs- mönnum muni flytja á Snæfellsnes. Vandamálið er miklu stærra en það.“ Sveitarstjóri Langanesbyggðar, Björn Ingimarsson, segir augljóst að verði farið að tillögum Hafrann- sóknastofnunar verði stórt skarð höggvið í byggðarlagið. Á Þórshöfn hefur mikið verið lagt í uppbyggingu bolfiskvinnslu og útgerðar og minni aðilar verið hvattir til þess að fjár- festa í greininni. Óttast Björn að stórtæk kvótaskerðing geti riðið þessum aðilum að fullu. „Menn hafa verið að fjárfesta talsvert í veiði- heimildum á undanförnum árum. Ef farið yrði að ráðgjöf að fullu, er sú fjárfesting horfin, einn, tveir og þrír. Skuldirnar hverfa hins vegar ekki og vextirnir af þeim eru ekkert sérlega lágir,“ segir Björn. Björn er mjög gagnrýninn á ráð- gjöf Hafrannsóknastofnunar og seg- ir hana byggða á allt of veikum grunni. „Það á að gefa út jafnstöðu- afla til að minnsta kosti tveggja ára og það þarf að vinna þessar rann- sóknir á ábyrgari hátt. Ekkert tillit er tekið til netaralls eða afladag- bóka, menn eru eingöngu að byggja þetta á svokölluðu togararalli, sem er meingallað,“ segir Björn. Hann telur jafnframt fullkomlega eðlilegt að auka hvalveiðar hressilega, þar sem nú berist fréttir af því að hann er yfirfullur af þorski og öðrum fiski. Engin byggð getur dafnað ef undirstöðurnar skortir Á Tálknafirði búa tæplega 300 manns og stærsti vinnuveitandinn í bænum er fiskverkunar- og útgerð- arfyrirtækið Þórsberg. Þar á eftir kemur sveitarfélagið. „Það er algjör einhæfni hér að því leytinu til,“ segir Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, odd- viti hreppsnefndar Tálknafjarðar- hrepps. Hún segist bíða eftir því með mikilli óþreyju að sjávarútvegs- ráðherra kunngeri aflamark í þorski, enda reiði Tálknafjörður sig mjög á bolfiskveiðarnar. „Það liggur ljóst fyrir að það verður einhver nið- urskurður en þetta stendur allt og fellur með því hversu mikill hann verður og til hvaða mótvægisað- gerða verður gripið samhliða skerð- ingunni,“ segir Eyrún. Henni líst vel á þær hugmyndir stjórnvalda að flýta vegaframkvæmdum, fjar- skiptauppbyggingu og efla mennta- mál á landsbyggðinni. „Það hefur svo sem legið fyrir í nokkurn tíma að sjávarútvegurinn er ekki sú undir- stöðugrein sem hann var, nú þarf færri hendur til þess að veiða og vinna aflann.“ Eyrún segir landfræðilega legu Tálknafjarðar mjög góða og bjóða upp á mikla möguleika. „Það eru ýmsir vaxtarbroddar hérna en þeir dafna ekki ef undirstöðurnar skort- ir. Það þarf fólk til þess að byggja hvert samfélag,“ segir Eyrún og heldur áfram. „Það er samt enginn uppgjafartónn í okkur. Við þurfum bara að spýta í lófana og snúa bökum saman eins og við höfum alltaf gert.“ Fjárfestingin hverfur en skuldirnar standa Morgunblaðið/Golli Sjósókn Á Grundarfirði eru hafnarskilyrði mjög góð og þar er stærsta löndunarhöfn Vesturlands í bolfiski. Sveitarstjórnarmenn í litlum sjávarplássum brúnaþungir Í HNOTSKURN »Sveitarstjórnarmenn ílitlum sjávarplássum ótt- ast að einstaklingar, fyrirtæki og að lokum sveitarfélögin sjálf verði af miklum tekjum í kjölfar þorskkvótaskerðingar. »Þá verði fjárfesting mannaí útveginum gengisfelld, þótt skuldirnar standi eftir. »Allir eru þeir sammála umað atvinnuvegir séu of ein- hæfir í byggðarlögunum. Stórútsala Mikið úrval af kjólum, pilsum og jökkum Opið virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Útsala Útsala Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. opið í Bæjarlind kl. 10-15 en lokað í Eddufelli. Bæjarlind 6, sími 554 7030 Nýtt Nýtt Opið mán.-fös. kl. 10-18, laugard. í Bæjarlind kl. 10-15. Nýjar skyrtur Bjóðum nú frábært sértilboð í viku á Sun Beach Resort með hálfu fæði. Frábær valkostur sem býður góðan aðbúnað fyrir hótelgesti. Njóttu lífsins í fríinu á eyju sólarinnar. Ath. Mjög takmarkaður fjöldi herbergja í boði á þessu frábæra verði. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Rhodos 14. júlí Sértilboð á Sun Beach Resort m/hálfu fæði frá kr. 49.990 Gott hótel m/hálfu fæði - örfá herb. í boði Verð kr. 49.990 - hálft fæði Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði í hótelherbergi á Sun Beach Resort í viku. Munið Mastercard ferðaávísunina ALLIANCE française víða um heim, þar á meðal hér á Íslandi, stóð í vor fyrir samkeppni um það hvaða augum ungt fólk lítur Evrópu, „Visions d’Europe“. Þar gafst um 3.000 þátttakendum frá 26 löndum á aldrinum 16-20 ára tæki- færi til að tjá sig um þetta efni. Alliance française í Reykjavík efndi til áðurnefndrar samkeppni hérlendis og varð Valborg Sturlu- dóttir, nemandi í Menntaskólanum í Reykjavík, hlutskörpust. Verkefni hennar er frumleg og skemmtileg stuttmynd þar sem hún setur fram hugmyndir sínar um það hvernig Evrópa verður árið 2010. Verðlaun- in eru vikulöng ferð til Parísar dag- ana 7.-14. júlí þar sem borgin verð- ur skoðuð í krók og kring, farið í Versalahöllina og fleira, segir í fréttatilkynningu. Boðið til vikudvalar í París

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.