Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Sorrí, gamli rauður, ég gat bara ekki hugsað mér að láta Geir þurfa að fara enn einu sinni
heim af balli með eitthvað bara sem gerir sama gagn.
VEÐUR
Í viðtali við Morgunblaðið í gær í til-efni af grein Agnesar Bragadótt-
ur, blaðamanns Morgunblaðsins, um
aðferðir við kvótasvindl, sem birtist
hér í blaðinu í fyrradag, segir Þórð-
ur Áskell Magnússon, eigandi
Djúpakletts ehf. í Grundarfirði m.a.:
Þið eruð að kalla fyrirtæki mitt ogalla viðskiptavini mína ótínda
glæpamenn. Þetta er atvinnurógur af
verstu sort og það sem verra er, þið
dæmið allt þorpið því það er ekki
nokkur einasti maður hér, sem gæti
komizt hjá því að vera bendlaður við
þetta. Ég segi bara – skammist ykkar!“
Þessi ummæli lýsa grundvall-armisskilningi á umræddri
grein.
Þar í fyrsta lagi ekkert fyrirtækinefnt og í öðru lagi enginn stað-
ur nefndur.
Í grein Agnesar segir:„Hér skalekkert fullyrt um það hversu al-
mennt svindlið er. Heldur einungis
að það á sér stað kvótasvindl og það
er að sjálfsögðu á vitorði þeirra sem
það stunda, sjómanna, útgerð-
armanna, vigtarmanna, bílstjóra og
uppboðshaldara á erlendum fisk-
mörkuðum, svo einhverjir séu
nefndir.“
Síðan er aðferðum við að komastfram hjá réttum reglum lýst og
byggist sú lýsing á samtölum blaða-
mannsins við fólk í flestum lands-
hlutum á undanförnum vikum.
Það er því engin ástæða til fyrirforsvarsmann eins fyrirtækis
eða sjávarútvegsmenn á einum stað
að taka þessar athugasemdir til sín.
STAKSTEINAR
Grundarfjarðarhöfn.
Allir skúrkar?
SIGMUND
!
"
#$
%&'
(
)
*(!
+ ,-
.
&
/
0
+
-
12
1
3
42-2
*
-
5
1
%
6!(78
9 4
$
(
!
!
"
:
*$;<
!"#
*!
$$; *!
# $% "
$
" &'" ('
=2
=! =2
=! =2
# &"%
) * +,'-
>2?
;
.,' /
,0 ,
'
,"'
'$
!
1
&
$ '!
*
.,' % ,
"
( '"/ 2,
' ,
$
,'0
, ''(
!
3" ' 0, $ !
/
.,' 4 "* ,
'" ''"/ 5
,' '0
$ ! 6
/
'$ !
75 '88
'" 9 ',' )
3'45 @4
@*=5A BC
*D./C=5A BC
,5E0D ).C
! /
/
/
!
! ! !
! !
!
!
!
!
!
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
/
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
Rögnvaldur Hreiðarsson | 5. júlí 2007
Æpandi tennisfólk
Og nú er sýnt frá
Wimbledon-mótinu í
tennis alla daga. Byrj-
aði á því að konurnar
fóru að æpa og stynja í
hvert skipti sem þær
sveifluðu spaðanum.
Gott ef þetta þótti ekki ósæmilegt
um tíma. Og nú eru þetta orðin hrein
öskur. Og það sem er gaman auðvit-
að er að strákarnir eru engir eft-
irbátar orðnir. Fílefldir drengir á
skjánum núna og þeir æpa allt hvað
af tekur. Hvað hefur breyst, spyr ég.
Meira: bullarinn.blog.is
Gerður Rósa Gunnarsdóttir | 4. júlí 2007
Góður gestgjafi
Ég hef staðið mig vel
sem gestgjafi og leið-
sögumaður, hef meðal
annars sýnt göfugum
gestum mínum sögu-
fræga staði eins og
flutningafyrirtækið
sem flutti asnana mína (verðið látið
fylgja með; 50 evrur), landspilduna
þar sem asnarnir voru síðast, öll hús
sem ég hef búið í; síðast en ekki síst
Rottukastalann. Þar höguðu gestir
mínir sér eins og kúltíveraðir safn-
gestir, gengu um í andakt…
Meira: zoa.blog.is
Benedikt Halldórsson | 4. júlí 2007
Dýrasti uppvösk-
unartaxti
Íslandssögunnar?
Ég vona að talan
07.07.07 verði happa-
tala fyrir hjónin sem
hafa ákveðið að láta
pússa sig saman á
þessum merkisdegi, að
þau þurfi svo sannarlega ekki að
skipta öðrum tölum í tvo parta og
verði sem næst sjöunda himni í
hjónabandinu, að ekki komi til skiln-
aðar 08.08.08 eða…
Meira: bene.blog.is
Eva Þorsteinsdóttir | 5. júlí 2007
Af músum og mönnum
Ég og kallinn vorum
eitt sinn með smá
veislu heima hjá okkur,
sem ekki væri í frásög-
ur færandi nema fyrir
það að við fengum
óboðna gesti í þetta til-
tekna gilli. Nágranni okkar á neðstu
hæðinni (erum á 3. hæð) hafði tekið
upp á því nokkru áður að grafa skurð
í kringum allt húsið (man/veit ekki af
hverju) og ekki látið verða af því að
ganga frá honum eftir að tilgangi
hans var lokið (efast um að hann hafi
verið einhver).
Allavega, þar sem alltaf var verið
að labba inn og út og dyrnar fram á
gang voru mikið opnar, fengum við
þessa skemmtilegu gesti … já í fleir-
tölu! Mýs! Fólk var náttúrlega aðeins
við skál í teitinu, en um leið og gest-
irnir komu í ljós upphófst mikil múg-
æsing þar sem konur stukku upp á
borð … hmm, reyndar menn líka,
meðan ég hélt auðvitað minni al-
kunnu stóísku ró og … öskraði á kall-
inn að ná helvítis kvikindunum …
strax!
Kallinn fór á veiðar og manndóm-
urinn með, og viti menn … náði nag-
dýrunum (þau voru 2). Reyndar sá
enginn þegar hann veiddi mús nr. 2,
bara eltingarleikinn við hana, en
hann sór fyrir það að hafa náð henni
og sleppt henni út … ekki rengir
maður eiginmann sinn?
Þangað til daginn eftir … Ég
vaknaði á undan kallinum með skelfi-
legan hausverk, stóð upp úr rúminu
og sá … rauða bletti úti um allt lak?
Hvað er í gangi eiginlega? Ekki þetta
mánaðarlega hjá mér … hva? Ég
lyfti upp sænginni af kallinum og sé
hvítu undirbrækurnar … flekkóttar
af … blóði? Ekki er kallinn á túr? Ég
prófa að ýta laust við honum (kýli
hann) til að athuga með lífsmark
og … Hann stekkur á fætur, sér
blóðið og …? Við förum bæði að leita
að ummerkjum eftir árásina sem
annað hvort okkar (eða bæði) hefur
orðið fyrir … en finnum ekki neitt!
Við sverjum bæði þagnareið um að
minnast ekki á þetta við nokkurn
mann. Lífið heldur áfram sinn vana-
gang og ég tek buxurnar hans upp úr
gólfinu til að brjóta þær saman og úr
þeim dettur … kramin mús … oj!
Ég fór í langa „Crying Game“
sturtu og henti öllu af rúminu … ég
fæ velgju við að skrifa þetta!
Meira: evathor.blog.is
BLOG.IS
PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23
SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866
WWW.PARKETGOLF.IS
PARKET@PARKETGOLF.IS
ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF
ClickBoard
BYLTINGARKENNDAR
VEGG- OG LOFTPLÖTUR
Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og
loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador
HDF plöturnar frá Parador
hafa nær engin sýnileg
samskeyti og eru einstaklega
auðveldar í uppsetningu.
KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR
Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra
höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna
losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu
stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð
Komdu við í verslun okkar og kynntu þér
þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér
ka
ld
al
jó
s
20
06