Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Eftir Arndísi Þórarinsdóttir
arndis@mbl.is
VARNARMÁLARÁÐHERRA
Ástralíu, Brendan Nelson, lét þau
orð falla í gær að olíulindirnar í Írak
væru ein meginástæða þess að Ástr-
alar hafa ekki kallað hersveitir sínar
þar heim. Hann sagði það ákaflega
mikilvægt að hinar dýrmætu orku-
lindir féllu ekki í óvinahendur, Ástr-
alía og heimsbyggðin öll treystu á
stöðugan olíustraum frá þessu land-
svæði. „Ástralar þurfa að íhuga það
alvarlega hvað það gæti haft í för
með sér að hörfa of snemma frá
Írak.“
Ummælin vöktu strax hörð við-
brögð í Ástralíu, en Ástralar eru
meðal dyggustu bandamanna
Bandaríkjamanna í stríðinu. Banda-
menn hafa alltaf haldið því fram að
olíuhagsmunir hafi ekki verið hvati
stríðsins.
Dregið í land
John Howard, forsætisráðherra
Ástralíu, var fljótur að draga um-
mæli samráðherra síns til baka.
„Við erum ekki í Írak vegna olíu-
nnar, við fórum ekki þangað vegna
olíunnar, við munum ekki vera þar
um kyrrt vegna olíunnar,“ sagði
Howard í útvarpsviðtali. „Olían er
ekki skýringin.“
Fjármálaráðherrann Peter Cost-
ello tók í sama streng: „Við erum að
berjast fyrir einhverju sem er miklu
mikilvægara en olía. Málið snýst um
lýðræði og frelsi í Mið-Austurlönd-
um.“
Stjórnarandstæðingar í Ástralíu
og hernaðarandstæðingar tóku um-
mælum Nelsons þunglega og sögðu
að ráðherrann hefði þarna játað að
ástæður stríðsins hefðu verið annar-
legar frá upphafi og væru það enn.
Um 1.500 ástralskir hermenn eru í
Írak og ekki er ráðgert að kalla þá
heim í fyrirsjáanlegri framtíð.
Hörfa ekki frá Írak
AP
Frá Írak Fjögurra ára drengur grætur þegar leikfélagar hans setja á svið
aftöku. Leikir íraskra barna eru mjög markaðir af stríðinu.
Í HNOTSKURN
»Rúm fjögur ár eru liðinsíðan innrásin í Írak var
gerð.
»Þriðju stærstu olíulindirheims eru í Írak.
»John Howard hefur veriðforsætisráðherra Ástralíu
frá 1996 og Brendan Nelson
varnarmálaráðherra frá 2006.
Ummæli varnarmálaráðherra Ástralíu um mikilvægi olíu-
lindanna í Írak vekja hörð viðbrögð andstæðinga stríðsins
BRETAR eru
eðlilega á varð-
bergi gagnvart
tortryggilegum
bögglum þessa
dagana, en bréf-
berinn Ryan
Davenport tók á
móti óvenjulegri
sendingu af nokk-
uð öðrum toga þegar hann var að
sinna skyldustörfum sínum í Cardiff.
Davenport var að bera út í göt-
unni sinni þegar hann kom að heim-
ili Melanie Newman. Newman kall-
aði eftir aðstoð bréfberans þegar
hann birtist, því hún var að því kom-
in að ala barn. Davenport hringdi í
neyðarlínu og fékk leiðbeiningar í
gegnum síma um það hvernig best
væri að bera sig að við þessar að-
stæður og heilbrigt stúlkubarn
fæddist áður en sjúkraliðar komu á
vettvang.
„Ég var lagður af stað aftur út á
götuna þegar ég áttaði mig á því að
ég hafði ekki afhent Melanie póstinn
hennar og varð að snúa við. Við hlóg-
um öll að því,“ sagði Davenport.
Óvenjuleg
sending í
Bretlandi
ÞESSI litskrúðugu mótmæli fóru fram í Assuit í
Egyptalandi í gær, þar sem mótmælt var afskurði
stúlkna. Barnið á myndinni er Budour Shaker, ellefu
ára stúlka sem lést þegar aðgerðin var framkvæmd á
henni á einkarekinni heilsugæslustöð. Í kjölfar þess að
Budour lést voru lög í Egyptalandi varðandi afskurð
þrengd. Nýlega var hann gerður ólöglegur, en þar var
leyft að framkvæma hann ef það teldist nauðsynlegt af
heilsufarsástæðum. Nú hefur þessi siður verið gerður
ólögmætur með öllu.
Reuters
Mótmæla limlestingum á stúlkum
FYRSTA júlí tók í gildi reykingabann í Englandi, sambærilegt því sem tók
gildi hérlendis 1. júní. Mikill fjöldi landa hefur sett reykingabönn. Viðurlög
við brotum eru ströng í Englandi, þeir sem reykja í opinberum rýmum
gætu hlotið 200 punda sekt, sem nemur um 25.000 íslenskum krónum.
Fyrirtæki sem hunsa bannið má sekta um 2500 pund, eða rúmar 300.000
kr.
Reykingar skýra um 650.000 dauðsföll árlega innan Evrópusambandsins
og áætlað er að 80.000 til viðbótar falli vegna óbeinna reykinga.
Stærstu kráar-keðjur Skotlands kváðu viðskipti hafa aukist um 11% á
fyrsta hálfa árinu eftir að sambærilegt bann var sett í Skotlandi.
Reykingar víða
orðnar útlægar
'(
)
*#
!
)
&+#
,
#,
,& -,,
.
! /
&
,0
&
1&
!
#
! /
2
&
%
! (
%&'()*+,-.** /0, 1 &)
1!
!.
C
0#L!
- 03 0
3
#+
3!0
3'
M!+C
!C'
3
3
@
3L,
=L
!JNC'J
A
L
+
2 +
C
!,C 8
1!
+3@#"!
L!'.
""!!C'
&
!!= !L0+
#7
+J
C
!''+
1+
*L)
., !0
!
O@'+
!,C
4
3!JC
+J'C
-C5NL+
+
*
+
*$7
+ C
NL.
C
!''+
L+0!C
/''+
+0C
- ++
3&
!
!
C -
!
0JC&
!%8+++
'
JC
0##
#
!""#
$ % %
%% &%
Islamabad. AP, AFP. | Múslímaklerkur
sem hafði búið um sig í hinni svoköll-
uðu Rauðu mosku í Pakistan ásamt
fylgismönnum sínum, gafst upp í
gær og hvatti félaga sína til að gera
slíkt hið sama.
Klerkurinn og mörg hundruð fylg-
ismenn hans, fyrst og fremst pakist-
anskir stúdentar, tóku moskuna
traustataki fyrir nokkrum mánuð-
um, en þeir krefjast þess að tekin
verði upp ströngustu lög íslam í
landinu, á borð við þau sem talíbanar
aðhyllast. Fyrir þremur dögum
ákvað ríkisstjórnin að við þetta yrði
ekki lengur unað og hóf að rýma
moskuna.
Innanríkisráðherra Pakistans, Af-
tab Sherpao, sagði að á síðustu dög-
um hefðu 740 menn og 400 konur yf-
irgefið moskuna og talið væri að
300-400 væru þar enn innandyra, þar
af um 50-60 vopnaðir. Sherapo sagði
skilyrðislausa uppgjöf eina valkost
þeirra sem enn væru innandyra.
Einhverjir þeirra sem þegar hafa
gefist upp segja þá sem enn eru í
moskunni viljuga til að deyja písl-
arvættisdauðdaga. 19 hafa þegar
fallið.
Þrauka enn
í Rauðu
moskunni
SKÝRING þess af hverju árásin á
Glasgow-flugvöll tókst ekki er sú að
glæpamennirnir skipulögðu hana
með mjög litlum fyrirvara í kjölfar
misheppnuðu árásanna í London að
sögn heimildarmanns AFP-frétta-
stofunnar. Þeir sem voru að verki
töldu víst að þeir yrðu fljótlega
bendlaðir við atburðina í London og
ákváðu því að grípa sjálfir til aðgerða
áður en það yrði um seinan. Efnivið-
urinn í sprengjuna var keyptur fáum
stundum áður en logandi bifreið var
ekið inn í flugstöðina í Glasgow.
Segjast saklaus
Átta manns eru nú í haldi lögreglu
vegna árásanna, þar af einn í Ástr-
alíu. Jórdönsk hjón í hópi hinna
handteknu segjast vera saklaus.
Gordon Brown, forsætisráðherra
Bretlands, og John Howard, for-
sætisráðherra Ástralíu, hugðust
ræða saman í síma í gærkvöld, þar
sem Howard segði Brown af fram-
vindu yfirheyrslna þar í landi.
Eflaust hefur nokkur skelfing
gripið um sig í jarðlestinni sem fór út
af sporinu í London í gærmorgun en
nú hefur verið staðfest að um slys
var að ræða en ekki hryðjuverk.
Þess er vænst að í kjölfar árás-
anna muni eftirlit með innflytjend-
um aukast enn frekar. Í gær voru
þrír Lundúnabúar dæmdir fyrir að
hvetja til hryðjuverka á Netinu.
Misheppnuð árás í Glas-
gow framkvæmd í fátiParís. AFP. | Þrír dauðir svanir sem
fundust í Norðaustur-Frakklandi
voru sýktir af H5N1-afbrigðinu af
fuglaflensu, sem getur verið fólki
banvænt.
Heilbrigðisráðherra Frakklands,
Roselyne Bachelot, sagði í gær að
ekki væri litið svo á að hætta væri á
faraldri, fyrst smitið hefði ekki enn
fundist í mönnum. Engu að síður
hyggjast Frakkar auka viðbúnað.
Spænska veikin sem geisaði í kjölfar
fyrra stríðs er talin hafa borist í
menn úr fuglum, svo full ástæða er
talin til að gæta fyllsta öryggis.
Skráð eru 317 til-
felli fuglaflensu í
mönnum, þar af
hefur 191 látist.
Í síðustu viku
kom í ljós að
kalkúnar í Tékk-
landi höfðu smit-
ast af sama af-
brigði og var
28.000 fuglum
fargað. Það var í
fyrsta sinn sem veiran fannst í tékk-
neskum alifuglum, en áður hafði hún
greinst í villtum svönum.
Banvænt afbrigði fugla-
flensu finnst í Evrópu
Flensan hefur víða
greinst í svönum.