Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 17

Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 17 MENNING Í TILEFNI 75 ára afmælis listamannsins Erró verður helgina 13.-14. júlí, haldin sér- stök sýning á verkum lista- mannsins í félagsheimilinu Klifi í Ólafsvík. Erró sem er skírður Guðmundur Guð- mundsson fæddist í Ólafsvík og eru Ólafsvíkingar ákaflega stoltir af sínum manni og hafa því í ljósi tímamótanna ákveðið að heiðra listamanninn með þessum hætti. Lista- og menningarnefnd Snæ- fellsbæjar stendur fyrir sýningunni og hefur feng- ið Þorbjörgu Gunnarsdóttur til að útfæra hana. Sýningin er opin kl. 13-17. Myndlist Erró-sýning á Klifi í Ólafsvík Eitt verka Errós. Í TILEFNI af Landsmóti UMFÍ verður fjölbreytt dagskrá á Menningartorf- unni við Hálsatorg í Kópa- vogi í dag. Kl. 17-20 munu ungar og upprennandi hljómsveitir og tónlistarfólk troða upp en í Salnum verður boðið upp á tvenna tónleika þar sem fram koma m.a. Diddú, Gissur Gissurarson tenór, Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau flautu- leikarar og Matthías Nardeau óbóleikari. Þá verð- ur fræðslusýning á bókasafninu og í Náttúru- fræðistofu. Götuleikhús Kópavogs sýnir listir sínar og leiktæki verða á svæðinu fyrir krakkana. Tónlist Mikið um að vera á Menningartorfunni Salurinn í Kópavogi. Íslandsfrumflutningur á verki Huga Guðmundssonar, „Apocrypha“, fer fram nú á laugardag á Sumartónleikum í Skálholti. Verkið er fyrir mezzósópran, barokkhljóðfæri og gagnvirk tölvuhljóð og fyll- ir heila tónleika. Fyrir tón- leikana á laugardaginn verður haldinn fyrirlestur í Skálholts- skóla kl. 14 sem ber yfirskrift- ina „Hvað er Apocrypha?“ Verkið verður svo flutt aftur á sunnudaginn kl. 15. Flytjendur eru barokksveitin Nordic Affect og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir mezzósópran. Stjórnandi er Daníel Bjarnason. Tónlist Íslandsfrumflutn- ingur í Skálholti Hugi Guðmundsson Eftir Ásgeir H. Ingólfsson asgeirhi@mbl.is BRYNHILDUR Þórarinsdóttir fékk Norrænu barnabókaverðlaunin afhent í Vejle í Danmörku í gær. Verðlaunin fékk Brynhildur fyrir barnabækur gerðar eftir Njálu, Eglu og Laxdælu en Margrét E. Laxness myndskreytti bækurnar. Frá Artúri konungi til Gunnars á Hlíðarenda Fyrsta bókin, Njála, kom út fyrir fimm árum en hugmyndin kviknaði fyrir tólf árum. „Þegar bróðir minn var í leikskóla gekk hann um sem Artúr konungur og ég fór að spá í af hverju það væru engar íslenskar hetjur sem lifðu með krökkunum. Svo fór ég að prófa að segja honum sögur af Gunnari frá Hlíðarenda sem virkaði mjög vel og í kjölfarið á því fór ég smám saman að setja þetta niður. Mig langaði sem sagt að koma íslensku hetjunum inn í barna- herbergin þar sem margar erlendar hetjur voru.“ Viðbrögðin hingað til segir Brynhildur hafa verið mjög góð og hún hafi engar hneyksl- unarraddir heyrt fyrir að aðlaga menningararfinn. Margir kennarar hafa verið mjög ánægðir með fram- takið sem þeir segja hjálpa mörgum börnum að átta sig á fornsögunum. „Enginn sem heggur mann og annan í þessum skóla“ Verðlaunin segir Brynhildur gefa sér aukinn kraft og styrki sig í því sem hún er að gera. Í verðlaun hlaut hún mynd eftir Sigrúnu Eldjárn af börnum að lesa auk viðurkenning- arskjals. Hún er vongóð um að þetta opni fleiri dyr að þýðingum og út- gáfu erlendis. Brynhildur leggur nú lokahönd á næstu bók en sú gerist þó ekki á þjóðveldistímanum heldur á Íslandi nútímans. Um er að ræða barnabók um tvo krakka sem kynnast þegar þau eru að byrja í sex ára bekk og það hvernig þau takast á við fyrstu mánuðina í skóla. Sögupersónurnar segir Brynhildur atorkusamar en þar lýkur líkindunum við Íslend- ingasögurnar. „Það er enginn sem heggur mann og annan í þessum skóla.“ Þetta er þó ekki fyrsta frum- samda bók Brynhildar sem áður hef- ur gefið út Lúsastríðið 2002 og Leyndardóm ljónsins 2004. Sigurganga íslenskra höfunda á Norrænu barnabókaverðlaununum heldur áfram Brynhildur verðlaunuð BRYNHILDUR heldur hér á blómum og verðlaunaskjali sem Gert Larsen, formaður samtakanna, afhenti henni í Vejle í gær. Brynhildur hefur klárað MA-nám í íslenskum bókmenntum í HÍ með áherslu á miðaldabókmenntir en hún starfar nú við Háskólann á Akureyri. Höfundur Njálu hinnar nýrri ÁRIÐ 2009 koma allir Danir til með að ganga um með lista- verk í vesk- inu sínu. Sama ár má örugglega fullyrða að danski teiknarinn og grafíklistamaðurinn Karin Birgitte Lund verði útbreidd- asti listamaður Danmerkur. Hvernig má þetta vera? Jú, árið 2009 koma í umferð nýir pen- ingaseðlar í Danmörku en þá prýða alla verk eftir Lund. Um valið á listamanninum til verksins sagði seðlabankastjórinn Torben Nielsen: „Listaverk Karin Birgitte Lund tengja ekki bara saman ólíka landshluta heldur einn- ig fortíð og nútíð.“ Seðlarnir nýju verða til sýnis fram til 9. september í listasafninu í Køge. Listaverk í veskinu Nýir peningaseðlar í Danmörku 2009 Hinar nýju dönsku krónur. Á NÆSTUNNI er liðin öld frá því að bókin um Önnu í Grænuhlíð kom út. Af því tilefni hyggst kan- adíski leikstjórinn Kevin Sullivan gera nýja kvikmynd byggða á sög- unni frægu. Myndin kemur til með að heita A New Beginning og fjalla um ævi Önnu áður en fyrsta bókin segir frá henni. „Við kynnumst Önnu fyrst þeg- ar hún stendur á lestarstöð ný- komin til Prince Edward Island. Ég held að fólk vilji vita hvaðan hún er og það er augljóst að stúlka með eins auðugt ímynd- unarafl og hún hlýtur að vera úr spennandi umhverfi,“ sagði leik- stjórinn sem sjálfur skrifaði hand- ritið. Það byggist þó ekki á neinu efni sem höfundur Önnu í Grænu- hlíð, Lucy Maud Montgomery, skrifaði. Áheyrnarprufur standa nú yfir í Kanada en einnig geta áhuga- samar stúlkur sent áheyrnar- prufur af sér gegnum heimasíðuna YouTube.com. Anna í Grænuhlíð 100 ára ÓPERAN hefur lengi haft áru fornrar listar enda flest flutt verk eftir tónskáld eldri en aldargömul. Í viðtali við sunnudagsblað Morgun- blaðsins nýlega segir Ásgerður Júníusdóttir söngkona óperuformið bíða eftir endurnýjun. „Ég hef í mörg ár látið mig dreyma um ís- lenzkar óperur, framsæknar og spennandi,“ segir Ásgerður og bæt- ir við: „Þetta er ótrúlega spennandi listform sem er þó staðnað að svo mörgu leyti og bíður eftir endurnýj- un og öðruvísi hugsun.“ Þessi hugsun virðist þó ört vera að ryðja sér til rúms í óperuhúsum heimsins. Fjölmargir kvikmynda- leikstjórar hafa nýlega reynt sig við óperur. Franco Zeffirelli hefur stundað það lengi, Roman Polanski og William Friedkin prófuðu fyrir nokkrum árum og nú síðast Anth- ony Minghella og Michael Haneke. Innan skamms munu svo Woody Allen, David Cronenberg og Sofia Coppola reyna sig við formið en spenntastir eru menn fyrir nýrri óperu brjálaða Serbans Emirs Kusturica. Ópera Kusturica verður einhvers konar sígaunapönk með drjúgum skammti af balknesku töfraraunsæi. Kvikmyndir margra þessara leikstjóra eru vissulega oft óperískar í eðli sínu þannig að máski verður stökkið ekki jafn stórt og ætla mætti – en hins vegar verð- ur forvitnilegt hvað lágstemmdur leikstjóri á borð við Allen gerir við óperuformið. Þá sækir óperuformið einnig í kvikmyndirnar og von er á óperugerð Dancer in the Dark þar sem Ylva Kihlberg mun taka við af Björk sem Selma. Poppaður mandarínskur api Íslandsvinurinn Damon Albarn heldur uppi merki poppara í óperu- gerðinni en óperan Api: Vesturför var frumsýnd í lok júní. Sagan er byggð á kínversku ævintýri og leik- in á mandarínsku. Þá láta rithöf- undar ekki sitt eftir liggja. Skoska óperan paraði fimm af merkustu rit- höfundum Skota við fimm af merk- ustu tónskáldum þeirra. Útkoman er fimm stuttóperur sem sýndar verða í sumar undir nafninu Five: 15. Meðal höfundanna fimm eru spennusagnahöfundurinn Ian Rank- in og Alexander McCall Smith, höf- undur bókaflokksins um bótsvönsku kvenspæjarastofuna. Meðal tón- skálda eru virtir menn úr kvik- myndageiranum eins og Patrick Doyle hirðskáld, Kenneth Brannagh og Craig Armstrong sem vann tón- listina fyrir Moulin Rouge. Þá tekur Ásgerður sjálf virkan þátt í þessari þróun enda er hún að vinna óperu með Guðrúnu Evu Mínervudóttur rithöfundi og fleirum. Loks er óperan að færa út bók- stafleg landamæri sín eins og sást í Skagafirði þar sem úkraínska óperusöngkonan Alexandra Chermyshova blés þvílíkum eldmóði í sveitunga sína að þeir áttu ekki í vandræðum með að rúlla upp La Traviata eftir Verdi í Varmahlíð nú í vetur. Óperur eru í tísku og kvikmyndaleikstjórar, popparar og rithöfundar semja óperur af miklum móð Frá pönkuðum sígaunum til Skagafjarðar Kusturica Þegar serbneski leikstjórinn er ekki önnum kafinn við að sinna kvikmyndalistinni færir hann sígaunarómantík inn í óperuna í París. Í HNOTSKURN »Það eru samtök norrænnaskólasafnafræðinga sem veita verðlaunin en þetta er í fjórða sinn sem Íslendingar hljóta þau. Íslendingar hafa raunar verið á mikilli sig- urgöngu undanfarið því Bryn- hildur er þriðji sigurvegarinn á fimm árum. »Guðrún Helgadóttir varðfyrst til að hljóta verðlaunin árið 1992 fyrir Undan illgresinu. »Kristín Steinsdóttir vann2003 fyrir Engil í vestur- bænum. »Ragnheiður Gestsdóttir vannárið 2005 fyrir Sverðberann. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.