Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 18

Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 18
18 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING SÝNINGIN Velkomin(n) til mann- heima fjallaði um fæðingu og fyrstu skref mannsins í gleymskunni eftir að hann var gerður útlægur frá Paradís. Nú er listakonan, Guðrún Vera Hjartardóttir, komin með framhaldssýningu, Hamingjudagar, sem verður opnuð í Gallery Tur- pentine kl. 17 á föstudag og stendur til 21. júní. Í verkunum á sýningunni eru allir brosandi en þó virðist ham- ingjan vera fölsk, gríma mannlegra fýsna, freistinga og ofneyslu. Nafnið er fengið að láni frá samnefndu verki írska leikskáldsins Samuels Beckett. Í nóvember heldur Guðrún Vera svo sýningu í Broadway Gall- ery á Manhattan í New York. Þetta er þó aðeins einn af fjölda- mörgum listviðburðum helgarinnar. Föstudagur: Klippimyndir og menning í Kópavogi Sigríður Níelsdóttir opnar sýn- ingu í verslun 12 Tóna við Skóla- vörðustíg. Á sýningunni er 31 klippi- mynd sem bera nöfn eins og „Fuglaútópía,“ „Skakki turninn á Íslandi,“ „Knús er hollt,“ „Mamm- on“ og „Sápukúlur“. Opnun sýning- arinnar er á milli kl. 16 og 18. Við Menningartorfuna á Háls- atorgi í Kópavogi verður fjölbreytt dagskrá á milli kl. 17-20. Á torginu sjálfu verða Margrét Eir, Rotwei- lerhundar, Skábræður, Rust og Spooky Jetson og í salnum kl. 17 verður Gissur Páll Gissurarson ten- ór en kl. 18 tekur Diddú við og syng- ur við undirleik Jónasar Ingimund- arsonar. Í kjölfarið syngja Guðrún Gunnarsdóttir og Friðrik Ómar við undirleik Valgeirs Skagfjörð. Á Listatúni verður Götuleikhús Kópa- vogs og Kær-leikur með uppákomu. Laugardagur: Myndlist með ísnum í Eden Ásdís Spanó opnar sýninguna Rof kl. 17 í Gallery 100° að Bæjarhálsi 1. Sýning Fríðu Gylfadóttur á óvenjulegum stólum verður opnuð kl. 14 í neðri sal START ART lista- mannshússins á Laugavegi 12b. Þetta er fyrsta einkasýning Siglfirð- ingsins Fríðu í Reykjavík. Ljósmyndasýningin ÚT/VIL/EK verður opnuð kl. 15 í fataversluninni Nakta apanum. Sýndar verða ljós- myndir eftir Jóhannes Kjartansson, grafískan hönnuð og ljósmyndara. Seyðisfjörður. Pollar í Skaftafelli er sýning Tuma Magnússonar sem verður opnuð í Bistró Skaftafells kl. 16. Þá verður sýning Árna Geirs Lárussonar og Jökuls Snæs Þórð- arssonar opnuð á sama stað og munu þeir fremja tónlistargjörning að auki. Akranes. Erla B. Axelsdóttir opn- ar myndlistarsýningu kl. 14 á Kirkjuhvoli. Ísafjörður. Dagný Guðmunds- dóttir opnar sýninguna Maður með mönnum í Edinborgarhúsinu kl. 16. Þar leikur Dagný sér með karllíka- mann á kvenlegum forsendum. Hveragerði. Myndlistarmenn- irnir Anna Hallin, Margrét Hlín Sveinsdóttir, Olga Bergmann og Steinunn Guðríður Helgadóttir standa að sýningunni Álfavarp sem verður opnuð í Eden kl. 16. Þær stöllur voru allar saman við mynd- listarnám í Gautaborg. Stykkishólmur. Vatn úr myllu Kölska, tónleikar í Vatnasafninu kl. 20.30. Guðlaugur Kristinn Ótt- arsson spilar ásamt Einari Arnaldi Melax. Líflegur laugardagur á Akureyri Tónleikar Tríós Hanne Juul verða í Ketilshúsinu kl. 16. Með norsku vísnasöngkonunni leika píanóleik- arinn Mats Bjarki Gustavi og saxó- fónleikarinn Joakim Rolandson. Minjasafnið býður upp á sögu- göngu um Innbæinn og Fjöruna. Gangan hefst við Laxdalshús, elsta hús Akureyrar, kl. 14 og endað er við Minjasafnið þar sem hægt er að fara á sýninguna Akureyri – bærinn við Pollinn. Elísabet Jónsdóttir opnar sýn- inguna Prótótýpa á Café Karólínu kl. 14. Margrét Blöndal sýnir teikningar í gallerý BOXi og hefst sýningin kl. 14. Opið verður um helgar á milli 14- 17 til 22. júlí en einnig eftir sam- komulagi. Gallerý BOX er í Kaup- vangsstræti 10. Gallerý Víðátta601 í Hrafnagili er með samsýningu listamannanna Gamla Elgs og Steina sem sýna verkin Ó náttúra/Ónáttúra og Útþrá/Heimþrá. Sýningin er í Eyja- fjarðará við Kristnes. Sunnudagur: Safnadagur og fornar messur á Gásum Alþjóðlegi safnadagurinn er 8. júlí og því bíður Listasafn Reykjavíkur öllum ókeypis aðgang að sýningum safnsins. Messað verður í kirkjutóftinni á Gásum. Gásir er forn versl- unarstaður í Eyjafirði, rétt hjá Ak- ureyri, og var helsti kaupstaður Norðurlands fram á 16. öld. Mikið um að vera í listalífinu um land allt um helgina Listahringvegur helgarinnar Hamingjudagar En er brosið ekta? Slíkum spurningum veltir Guðrún Vera Hjartardóttir fyrir sér í Gallery Turpentine. Mjaltastóll Fyrir þá sem nenna ekki að standa upp til að ná í mjólkina. Af sýningu Fríðu Gylfadóttur í START ART-listamannahúsinu. ÞRÍTUGASTA og þriðja sum- artónleikavertíðin í Skálholti upp- hófst á laugardag í blíðskaparveðri. Fyrri tónleikar dagsins voru helg- aðir minningu Manuelu Wiesler (1955-2006). Áður var fyrirlestur kl. 14 við húsfylli í umsjá hjónanna Helgu Ingólfsdóttur og Þorkels Helgasonar, er fjallaði um samstarf Helgu og austurríska flautuleik- arans frá upphafi Sumartónleikanna á 8. áratug með skuggamyndum og stuttum hljóðritum, líkt og í vina- legu spjalli yfir fjölskyldualbúmi. Eina varðveitta flautuein- leiksverk Bachs, Partítan í a-moll, hafði verið meðal kennsluefna Kol- beins Bjarnasonar í námi hans hjá Manuelu, og gerði hann verkinu oft prýðileg skil þótt ekki þætti mér túlkun hans jafnast á við styttra flautueinleiksverk dagskrár, þátt úr „Ascèses“ (1967) eftir André Joli- vet. „Vorsöngvar“ [15’] eftir Atla Heimi Sveinsson var, eins og öll seinni verkin, fyrir tríó flautu, víólu og hörpu. Það var í sex þáttum með ýmist módernískum eða róm- antískum blæ og vitnaði síðast í lokaþátt „Storm“-sónötu Beetho- vens fyrir píanó Op. 31,2; í mörgu áheyrilegt en kannski svolítið ósam- stætt í heild. Sterkar stóð örstutt „Minning“ [3’] eftir Atla í tónleika- lok fyrir víólu, hörpu og bassaflautu er fjaraði skyndilega út á von- björtum tunglskinsherpluþrjólum þegar ævi þess virtist aðeins hálfn- uð. Eftir ljóðrænt impressjónískulegt tríóverk Torus Takemitsu (1992) var frumflutt Kveðja [9’] eftir Þor- kel Sigurbjörnsson, er eftir tæran hörpuinngang kom að mestu fyrir sem geðþekk vöggusöngshugleið- ing, með að vísu ofurlítið langdrægu niðurlagi. Engu að síður voru fram- lög hans og Atla í ágætum flutningi tríósins til einlægs sannindamerkis um hugljúfa listakonu sem með dvöl sinni hér kom óvenjumörgum góð- um íslenzkum flautuverkum til leið- ar á aðeins tíu árum. Í minningu Manuelu Wiesler TÓNLIST Skálholtskirkja J.S. Bach: Flautupartíta í a BWV 1013. Atli Heimir Sveinsson: Vorsöngvar (2006); Minning (2007). Takemitsu: „And then I knew […]“. Þorkell Sig- urbjörnsson: Kveðja (frumfl.). Jolivet: „O femme […]“. Kolbeinn Bjarnason flauta/ bassaflauta, Guðmundur Kristmundsson víóla og Elísabet Waage harpa. Laug- ardaginn 30. júní kl. 15. Sumartónleikar  Ríkarður Ö. Pálsson MÁLVERK, veggjakrot, fundnir textar, skemmtigarður, samfélags- rýni. Allt þetta og meira til má sjá á sýningu Önnu Sigmond Guðmunds- dóttur, íslensk-norskrar myndlist- arkonu sem nú sýnir í Nýlistasafn- inu. Anna hefur málað veggi og gólf safnsins þannig að þegar áhorfand- inn stígur inn fyrir dyrnar er hann um leið hluti af verkinu og líður eins og leikara á sviði samtímans. Textabrot á borð við „Andover Jr. Wrestling“ og „Slaffen free“, and- litsmynd múhameðstrúarkonu and- spænis mynd af íslenskum torfbæ, mynd af hlæjandi hauskúpu, vísa til þess alþjóðlega samfélags sem við búum við í dag. Orðið „slaffen“ vísar líklega til einhvers konar jað- armenningar og það gerir innsetn- ingin einnig sem heild, ekki síst er graffititengingin augljós þegar gengið er inn í Nýlistasafnið geng- um undirgöngin frá Laugavegi en þau eru þakin veggjakrotsmyndum. Í Nýlistasafninu leggur Anna snúru með ljósaperum á gólf með- fram veggjum og kallar þannig fram tilfinningu fyrir skemmtigarði, draugahúsi í Tívolí þar sem beina- grindur stökkva fram, eða speglasal þar sem áhorfandinn er skrum- skældur. Brot verksins eru nokkuð malerísk og aukin áhersla á slík blæ- brigði myndi að mínu mati gæða inn- setninguna dýpri merkingu og gera hana eftirminnilegri. Verkið vegur salt milli pólitískrar ádeilu og sjón- rænnar upplifunar og spurning hvort ádeilan beri sýninguna hugs- anlega nokkuð ofurliði. En óhætt er að segja að listakon- an taki sýningarrými Nýlistasafns- ins með trompi og geri það að sínu eigin, hún leiðir áhorfandann inn í persónulegan en um leið alþjóðlegan heim þar sem vandamálum samtím- ans er teflt saman á kraftmikinn máta af kaldhæðni en einnig íhugun og er töluvert í sýninguna lagt. Morgunblaðið/Sverrir Ádeila Verkið vegur salt milli pólitískrar ádeilu og sjónrænnar upplifunar. Speglasalur samtímans MYNDLIST Nýlistasafnið Til 8. júlí. Opið mið. til sun. frá kl. 12-17, á fim. Opið til 21. Aðgangur ókeypis. Bread and animals Anna Sigmond Guðmundsdóttir Ragna Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.