Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 22

Morgunblaðið - 06.07.2007, Side 22
Nú geta allir Íslend-ingar eignast sinneigin geir- fugl, í kertalíki reyndar, en sá fugl hefur verið Íslendingum hugleik- inn frá því að þeir drápu þá síðustu í heiminum, að því er talið er, í Eld- ey 3. júní 1844. Geirfuglinn (Alca impennis) var stór, ófleygur varp- fugl af svartfuglaætt, um 5 kg, og hélt sig við strendur N- Atlantshafs, einkum Íslands, Færeyja, Nýfundnalands og Skotlands. Þær Snæfríð Þorsteins og Hildigunnur Gunnarsdóttir hönnuðu í samstarfi við Guðrúnu Benónýsdóttur geirfuglskertið í minningu fuglsins – Snæfríð, erum við Íslendingar nú búnir að bæta fyrir að hafa drepið síðasta geirfuglinn? „Já, ætli þetta sé ekki einhvers konar til- raun til þess að friða samviskuna.“ Merkikerti Geirfuglinn er sannarlega merkilegt kerti. hönnun Geirfuglskertið er á sýningunni Magma/Kvika á Kjarvalsstöðum. www.listasafnreykjavikur.is Geirfuglinn endurheimtur matur 22 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Domo í Þingholtsstræti erlíkt og margir af nýrriveitingastöðumReykjavíkur staður þar sem mikið hefur verið lagt í útlit og innréttingu. Staðurinn er stílfærð- ur niður í smæstu atriði og af- skaplega nýtískulegur rétt eins og staðir á borð við Silfur, Sjáv- arkjallarann og 101. Hvað þetta varðar er staðurinn að mestu leyti vel heppnaður. Hann er óneitanlega glæsilegur og þótt svarti liturinn sé áberandi í gluggalausu rýminu er vegið upp á móti honum með lýsingu og ljósum stólum og hlýjum við á gólfi og veggjum. Þetta er hrein- ræktaður stemningsstaður sem stílaður er inn á yngri kynslóð fólks í atvinnu- og menningar- lífi. Matreiðslumeistari Domo er Ragnar Óm- arsson sem áður hefur starfað m.a. á Holti, Þjóðleikhúskjallaranum og Salti auk þess að keppa fyrir Íslands hönd í hinni virtu mat- reiðslukeppni Bocuse d’Or í Frakklandi. Yf- irmatreiðslumeistari ásamt Ragnari er Þráinn Júlíusson. Líkt og á svo mörgum öðrum nýrri stöðum sækir matargerðin innblástur sinn hingað og þangað í heiminn og þá ekki síst til Asíu. Þarna má finna sterk japönsk en einnig kínversk og taílensk áhrif í jafnt aðferðum sem efnisnotkun auk evrópskra. Þessi svokallaða fusion-matargerð hefur verið mjög vinsæl síðasta áratuginn eða svo og hefur tekist hvað best til hér á landi með hana í Sjáv- arkjallaranum að mínu mati. Ólík upplifun Tvær heimsóknir með nokk- urra vikna millibili á Domo skil- uðu um margt ólíkri upplifun. Í þeirri fyrri voru vonbrigðin með matinn og matargerðina veruleg. Hún var ófókuseruð og enginn þeirra rétta sem pantaðir voru náði virkilega að heilla matargesti. Það var helst að sætar kartöflur í japönsku five spice og strengjabaunir í tempura-deigi sem bornar voru fram sem meðlæti með aðalréttunum kitl- uðu verulega bragðlaukana. Í síðari heimsókninni var hins vegar komið annað hljóð í strokkinn eða öllu heldur bragð á diskinn. Allt small miklu betur saman og hver rétturinn á fætur öðrum var ágætlega heppn- aður. Byrjað var á sushi og sashimi sem borið var fram á tilkomumiklu og allt að því gondólalög- uðu fati. Sashimi-bitarnir voru túnfiskur, lúða, lax og rækjur auk þess sem á fatinu voru sneið- ar af grafinni smálúðu. Sushi-ið var maki- rúllur með blandaðri fyllingu, s.s. shitake- sveppum og laxahrognum. Rúllurnar voru vel gerðar og fallegar og allt hráefnið ferskt og fal- legt. Engifer og thai-basilristuð hörpuskel og smokkfiskur var bragðmildur réttur, ljúfur en ekki afgerandi og hefði basilið og annað krydd mátt gegna ríkara hlutverki fyrir minn smekk. Kengúru-thaipaccio var ekki lengi að klárast af disknum. Hrátt kjötið var einstaklega meyrt og gott og féll vel að ferskjum og cashew- hnetum ásamt basil-aioli. Skemmtileg blanda af mjúku, stökku, sætu og súru. Blakkeraður þorskhnakki með hvítlauk og japanskri hollandaise-sósu er sagður vera stolt Domo á matsseðli. Með blakkeringu er þarna væntanlega vísað til þeirrar aðferðar sem vin- sæl er í cajun-eldhúsi Louisiana og kallast „blackening“ en í einföldu máli felst hún í því að fiskur er steiktur í smjöri á pönnu við mik- inn hita þar til hann verður stökkur að utan (þó helst ekki svartur) og hvítur og safaríkur að innan. Fiskurinn var borinn fallega fram – um- vafinn bananablaði – og þetta var afskaplega góður þorskbiti. Hann var vissulega ekki mjög stökkur að utan en fullkomlega eldaður að inn- an. Með þessu var margvíslegt grænmeti og þótt japanska hollandaise-sósan hafi verið bragðlítil – allt að því bragðlaus – þá var fisk- urinn sjálfur það góður að hann náði að halda réttinum uppi. Grillað lambaprime var sömuleiðis vel út- fært, kjötið bleikt og meyrt með perlulauk og eggaldini, en ofan á nautalundum voru sneiðar af steiktu, fersku foie gras. Sósurnar sem bornar voru á borð með báðum réttunum voru mildar og daufar en ánægjan var mikil þegar sætu kartöflurnar og strengjabaunirnar sem áður var getið voru bornar fram á ný með aðal- réttunum. Eftirréttir voru þrír saman á diski. Heit súkkulaðikaka beint úr ofninum sem hefði þó mátt vera þar aðeins lengur því það var ekki einungis miðjan sem var blaut heldur nær öll kakan. Dökkgrænn, bragðmikill og góður pist- asíuís og loks drekaávöxtur sem er vissulega fallegur á diski en gefur ekki mikið bragð. Þjónusta í bæði skiptin var þægileg, skilvirk og fagmannleg þó að það hafi komið nokkuð spánskt fyrir sjónir að þegar komið var með „nýbakað“ brauð á borðið þá var það kalt. Maður gengur jú út frá því á betri stöðum að brauðið hafi verið bakað samdægurs. Vínlistinn á Domo hafði batnað töluvert í síð- ari heimsókninni og meira um vín sem ætti að falla að matreiðslu staðarins. Hann er hins vegar nokkuð dýr og það sem verra er þá er nær aldrei getið um árgang víns. Árgangar eru tilgreindir í einstaka tilvikum en hvergi þegar kemur að góðu evrópsku vínunum þar sem ár- gangarnir skipta þó mestu máli. Ætli einhver panti Chateau Margaux á 31.150 krónur án þess að vita árganginn? Og er þessi Pichon- Longueville á rúmar 17 þúsund krónur Pichon- Baron eða Pichon – Comtesse de Lalande hin- um megin við þjóðveginn? Morgunblaðið/Sverrir Domo Staðurinn er óneitanlega glæsilegur og þótt svarti liturinn sé áberandi í gluggalausu rýminu er vegið upp á móti honum með lýsingu og ljósum stólum og hlýjum við á gólfi og veggjum. Stílfærður Domo Steingrímur Sigurgeirsson gagnrýnir veit- ingahúsið Domo *** Domo Þingholtsstræti 5 Pöntunarsími 552 5588 okkur var hleypt unn- vörpum til fyrirheitna landsins í vestri. Ekki minnist ég þess að hafa nokkurn tímann lesið minningar Vest- ur-Íslendings sem lenti í svo stórfelldu einelti vegna tungu- málaörðugleika eins og fer hér fram á fagra Íslandi. Vikverji hefur sjálf- ur reynt það að vera innflytjandi í öðru landi og hafa ekki fullt vald á tungumálinu. Frá eigin reynslu veit Víkverji að það er erfitt og særandi að fá sífellt skammir fyrir að hafa ekki lært tungumál heimamanna á svo og svo löngum tíma og dirfast svo að vinna í viðkomandi landi. Mikil voru vonbrigðin þegar Vík- verji flutti heim til gamla, góða Ís- lands; fór í Bónus, og viti menn – sami ef ekki verri munnsöfnuður hraut af vörum samferðamanna Vík- verja vegna syndarinnar. Og ekki eru það einungis eldri borgarar sem geta verið skapbráðir og orðljótir, Víkverji hefur orðið vitni að ýmsu misjöfnu í áðurnefndum Bónusbúðum. Stundum finnst Vík- verja eins og fólk skilji mannasiðina eftir þegar það tekur sér körfu í Bón- us og sæki þá svo aftur á leiðinni út. Munum bara: Kurteisi kostar ekki neitt – ekki einu sinni í Bónus! Fátt finnst Víkverjaleiðinlegra en for- dómar. Fordómar geta birst í ýmsum myndum og beinst að hverjum sem er. Víkverji hefur oft orð- ið vitni að og heyrt sög- ur af gamla fólkinu sem hrópar ókvæðisorð að starfsfólki Bónuss eða að strætisvagnabíl- stjórum. Fussandi, sveiandi og jafnvel frussandi yfir skorti á ís- lenskukunnáttu og skilja hvorki upp né niður. Tilfinning Víkverja er sú að meginástæða þessara upp- hlaupa eldri borgara sé óöryggi. Sumir eru til dæmis viðkvæmir fyrir því að þeir heyri illa og þráast við að biðja um aðstoð þar sem þeim finnst það lítillækkandi. Þess í stað finnst þeim stundum rökréttara að öskra á viðkomandi að hann skuli bara læra íslensku og það þrátt fyrir að við- komandi tali íslensku – það er nóg að íslenskan sé bjöguð til að koma ham- förunum af stað. Finnst Víkverja að eldri borgarar og aðrir sem haga sér á þennan hátt ættu að hugsa sinn gang, því fólki sem vinnur í Bónus finnst ekkert skemmtilegra að vera lítillækkað en þeim sjálfum. Eru allir búnir að gleyma stórfelldum flótta Íslendinga í vesturátt þegar hart var í ári á eyj- unni grænu? Þá áttum við bágt og       víkverji skrifar | vikverji@mbl.is                      AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.