Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 23 Einn daginn kom hingaðhollensk kona og spurðihvort ég vissi að stað-urinn minn væri fræg- ur. Ég svaraði því neitandi en fljótlega eftir þetta fór að bera mikið á Hollendingum hjá mér og ég hef ekki enn haft tíma til að finna út hvaðan uppsprettan er,“ segir Erna Kaaber, eigandi, yf- irkokkur og skúringakona á veit- ingastaðnum Icelandic fish and chips á Tryggvagötu niðri við Reykjavíkurhöfn. „Ég opnaði í desember og við- brögðin hafa verið mjög góð. Hér er áhersla á hollustu. Við erum eingöngu með fisk sem við djúp- steikjum í spelti og bankabyggi en við erum með úrval af meðlæti, bæði kartöflum og salati. Við- skiptavinurinn velur hvaða fisk hann vill fá en við erum með tvær til þrjár fiskitegundir á dag og svo velur hver og einn hvaða meðlæti hann vill fá með fiskinum. Við er- um líka með tíu ólíkar sósur sem allar eru búnar til úr skyri.“ Heimalagaðir gosdrykkir „Hér tökum við breskan óhollan skyndibita, sem er djúpsteiktur fiskur í orlýdeigi með frönskum kartöflum, og við breytum honum í íslenskan og hollan mat. Við not- um ekkert hvítt hveiti og engan hvítan sykur í okkar matargerð. Við seljum ekkert gos en bjóðum aftur á móti upp á heimalagaða gosdrykki sem við búum til með því að pressa ávexti og blanda út í agave og sódavatni, en agave er síróp sem unnið er úr kaktus. Gos- drykkjaneysla Íslendinga hefur náð nýjum hæðum og það er áhyggjuefni enda fjöldaframleiddir gosdrykkir oft fullir af alls kyns ófögnuði eins og kornsírópi og gervisykrum sem hafa vafasöm áhrif á mannslíkamann. Eini syk- urinn sem við erum með er sá sem borinn er fram með kaffinu og hann er brúnn.“ Umfjöllun í Guardian Erna verslar við fisksala sem sér um að útvega henni sjávarfang á hverjum degi. „Ég sendi honum sms á kvöldin og læt hann vita hvað ég vil fá daginn eftir. Það er alltaf til nóg af þorski og rauð- sprettu en hann kemur ævinlega líka með eitthvað óvænt eins og löngu eða skötusel. Djúpsteiktu gellurnar okkar seljast eins og heitar lummur enda eru þær al- gjört sælgæti. En þorskurinn er alltaf vinsælastur, hann er svo mikil steik.“ Erna segir bæði Íslendinga og útlendinga vera í hópi gesta sinna en þar sem veitingastaðurinn er rétt við legupláss hvalaskoð- unarbátanna koma erlendir ferða- menn óneitanlega mikið við hjá henni. „Þeir koma líka mikið hing- að vegna þess að staðurinn hefur fengið mikla umfjöllun bæði á Net- inu og í erlendum blöðum. Hingað kom til dæmis fjöldi Breta í fram- haldi af umfjöllun um staðinn í Gu- ardian,“ segir Erna sem ætlar að færa út kvíarnar því hún er að fara að opna samskonar veit- ingastað í London. Fisk á hvers manns disk Hægt er að djúpsteikja nánast hvaða fisk sem er en hlýrinn er einkar gómsætur með þessari að- ferð. Mikilvægt er að gæta vel að hitastigi olíunnar og steiking- artímanum. Það hefur sýnt sig að séu þessi tvö atriði í lagi dregur maturinn, sem steiktur er, nánast enga olíu í sig. Fiskurinn er djúpsteiktur úr spelts- og bankabyggsdeigi. Upp- skriftin er auðvitað hern- aðarleyndarmál en það er mun betra að nota spelti í djúpsteiking- ardeig en hveiti. Það er léttara og bragðmeira og er flóknara kolvetni sem nýtist mannslíkamanum mun betur. Kartöflur með fiskinum Góðar „chips“ er einungis hægt að gera með því að djúpsteikja þær tvisvar og í fyrra skiptið í fremur lítið hitaðri olíu. Kartöflurnar draga í sig olíuna eins og svampar við lágt hitastig og því er betra að ofnbaka þær til að varðveita betur kartöflubragðið og hollustu þeirra. Kartöflurnar eru ofnbakaðar í ólífuolíu, Maldon-salti og stein- selju. Kartöflurnar eru fyrst bakaðar í 230° heitum ofni í um 30 mínútur. Þá eru þær kældar og skornar nið- ur. Þá eru þær aftur settar á bakka, ausnar ólívuolíu og steiktar í um 10 mínútur á 250° hita. Þegar þær koma rjúkandi úr ofninum er skellt á þær Maldon-salti og sax- aðri steinselju og þær borðaðar af bestu lyst. Þegar kartöflur eru tví- bakaðar virka þær að hluta eins og trefjar í meltingarveginum. Heimalagað ananasgos 1 ananas slatti af agave-sírópi (fer eftir sæ- tusmekk hvers og eins) Sódavatn Ananasinn er skorinn niður í bita sem rennt er í gegnum safa- pressu. Óþarfi er að skræla af honum hýðið, safapressan sér um það. Þegar safinn er allur kominn í könnuna er froðunni fleytt ofan af. Agave-sírópi er svo bætt út í eftir smekk. Ananas er mjög sæt- ur ávöxtur og ólíkt sítrusávöxtum eða súrum berjum þarf ekki mikið síróp í ananasgos. Blandan er svo hrist vel saman. Í 350 ml glas er ágætt að nota þrefaldan skammt úr sjússamæli af ananasblöndunni og fylla svo upp með sódavatni. Blandan geymist vel í kæli í fimm daga. Það má búa til gos úr nánast hvaða ávöxtum sem er og gott er að blanda þeim saman til að auka á fjölbreytnina. Heimalagað gos inniheldur góðan skammt af vít- amínum, hollum sætuefnum og vissu um að ekkert í drykknum veldur líkamanum skaða. Mangósalat 2 mangó 1 poki spínat 1 búnt vorlaukur 1 rauð paprika ½ bolli steiktar kókosflögur 3 cm engiferrótarstubbur 1 bolli jómfrúar ólívuolía salt og pipar Mangóið er fyrst afhýtt og skorið í sneiðar. Sneiðarnar eru svo skornar í þunnar ræmur og settar til hliðar. Paprikan er fræhreinsuð og skipt í helminga. Þeir eru svo skornir niður í þunnar ræmur. Vorlaukurinn er klipptur niður. Spínati, vorlauk, mangói og papr- iku er blandað saman í skál. Engiferolía Engiferið er afhýtt og rifið niður í olíuna. Salti og pipar bætt við eft- ir smekk og látið standa í um klukkustund, tvær eru betri. Olíunni er svo ausið vel yfir salatið og kókösflögunum að síðustu stráð yfir Skyndi- bita breytt í hollustu Morgunblaðið/ÞÖK Dugnaður Erna Kaaber eigandi, yfirkokkur og skúringakona á veitingastaðnum Icelandic fish and chips. Hollt Fiskurinn er djúpsteiktur úr spelt- og bankabygg deigi. Hollustan er í fyrirrúmi á veitingastaðnum Icelandic fish and chips. Kristín Heiða Kristinsdóttir heyrði í eigandanum sem býr til sósur úr skyri. khk@mbl.is Hálfdan Ármann Björnssonheyrði auglýsingu í hádeg- isútvarpinu sem var eitthvað á þessa leið: Allt má fá með auknum mætti, einskis þarf að fara á mis, ræta kunna úr ræfilshætti „ristruflanir.is“. Leifur Eiríksson gaf nýlega út sína fyrstu ljóðabók, Söngljóð og stökur, hundrað ára gamall. Punkt- ur is verður honum einnig að yrk- isefni í samnefndu kvæði, sem ort er í revíustíl: Punktur is .is Það er gaman að ganga hér úti .is .is Eitt sinn krummi fann höfuð af hrúti. Hinir slyngu finna sér feitt, og fela það vel yfirleitt, .is .is og svo krunka þeir kátir .is .is .is þeir vilja meira og meira .is .is .is alltaf meira og meira .is Punktur is .is Það er gaman með peninga að pranga .is .is og þrýsta fúlgunum fast upp að vanga. Hinir slyngu slá þar í gegn, þegar slæpingjum verður um megn, .is .is fyrir milljörðum skála .is .is .is það er gaman að lifa .is .is .is „Eignagleðinnar njóta“ .is Punktur is .is Nokkrir milljarðar er ekkert mikið, .is .is en maður borgar sér vel fyrir vikið. Þeir slyngu gera það gott, og geta lifað svo flott .is .is fyrir milljörðum skála .is .is .is Þá er lífið svo bjart .is .is .is og maður verður svo smart .is pebl@mbl.is Punktur is VÍSNAHORNIÐ AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.