Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
AFRÍKUFERÐ
UTANRÍKISRÁÐHERRA
Afríkuferð Ingibjargar SólrúnarGísladóttur utanríkisráðherraer mikilvæg, ekki vegna þess
að ráðherrann hafi verið að afla fylgis
við framboð Íslands til öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna heldur vegna
hins að við eigum að beina kröftum
okkar í þróunarstarfi að Afríkuríkj-
unum. Þar getur okkar litla framlag
komið að mestu gagni.
Framboð okkar til öryggisráðsins
byggist á misskildum metnaði emb-
ættismanna í utanríkisráðuneytinu
en úr því að nýr utanríkisráðherra
hefur ekki tekið ákvörðun um að falla
frá því framboði, sem æskilegt hefði
verið, er það vel ráðið að fá Kristínu
A. Árnadóttur til þess að vinna að því
máli.
Stóra málið er hins vegar aukin
þróunaraðstoð okkar Íslendinga við
Afríku. Og um það segir utanríkis-
ráðherra í samtali við Morgunblaðið í
gær: „Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum að gera okkur meira gildandi í
Afríku.“
Undir þau orð vill Morgunblaðið
taka.
Utanríkisráðherra segir í fyrr-
nefndu samtali að Vesturlandabúum
hætti til að hafa nokkuð einhliða sýn á
Afríku. Fólk horfi til átaka, fátæktar,
hungursneyðar og hamfara sem þar
eigi sér stað og segir:
„Og vissulega eru þetta víða knýj-
andi vandamál í þessari stóru álfu.
En við gleymum svo oft að horfa á
hina hliðina á peningnum sem eru
möguleikar Afríku þegar til framtíð-
ar er litið. Það eru mörg ríki í Afríku
sem er mikill kraftur í og umtalsverð-
ur hagvöxtur.“
Þetta er áreiðanlega rétt. Í Afríku
er að vaxa upp ný kynslóð hámennt-
aðs fólks á mörgum sviðum sem nú
þegar er að breyta mörgum Afríku-
ríkjum.
En eru það ekki einmitt fátæku rík-
in sem við eigum að einbeita okkur
að? Er það ekki einmitt þar sem hinar
tiltölulega lágu upphæðir peninga
sem frá Íslandi koma geta komið að
mestu gagni? Og er ekki meira vit í að
beina starfskröftum þeirra sem eru
tilbúnir að leggja fram vinnu í þróun-
arlöndunum til fátæku Afríkuríkj-
anna en eitthvert annað?
Utanríkisráðherra þarf að leggja
vinnu í að marka skýra stefnu á þessu
sviði. Það er erfitt að festa hendur á
því hvert við stefnum. Það er augljóst
að okkur er vandi á höndum varðandi
þátttöku okkar í störfum Atlants-
hafsbandalagsins. Þar eru gerðar
meiri kröfur til okkar en áður.
Kannski er hægt að bregðast við
þeim með meiri fjárframlögum en
beina starfskröftum þeirra sem vilja
taka þátt í þróunarstarfi að hinum fá-
tæku ríkjum Afríku.
Um þetta þurfa að fara fram mál-
efnalegar umræður sem væntanlega
stendur ekki á talsmanni samræðu-
stjórnmálanna að beita sér fyrir.
HVER ERU RÖK SÍMAFYRIRTÆKJA?
Í Morgunblaðinu í gær er sagt fráþví að verð á símtölum á milli
heimasíma hjá Símanum sé nú 1,85
krónur á mínútu en ef hringt er úr
heimasíma í GSM-síma kostar mín-
útan 17 krónur. Hvers vegna? Hvers
vegna er svona margfalt dýrara að
hringja úr heimasíma í GSM-síma en
á milli heimasíma? Er ekki kominn
tími til að símafyrirtækin útskýri
þennan ótrúlega verðmun fyrir við-
skiptavinum sínum?
Er kostnaðurinn við tæknina, sem
notuð er til að flytja símtöl úr heima-
síma í GSM-síma, svona margfalt
meiri? Þarf svona mikinn starfs-
mannafjölda til þess að halda þessum
kerfum gangandi?
Síminn er um þessar mundir að
hækka gjaldskrá sína um 5,7% þegar
hringt er á milli heimasíma og 6,25%,
þegar hringt er úr heimasíma í GSM-
síma.
Símafyrirtækin þurfa að rökstyðja
ofangreindan mun og Síminn þarf að
rökstyðja þessa hækkun. Upplýs-
ingafulltrúi Símans segir í samtali við
Morgunblaðið í gær að hækkunin
stafi af almennri verðlagsþróun og
launahækkunum. Það verður varla
sagt, að þetta séu nákvæmar skýr-
ingar. Er t.d. hugsanlegt að Síminn
sé að hækka verð á þjónustu sinni
vegna þess að fyrirtækið var keypt á
mjög háu verði?
Auðvitað á krafan um meiri rök-
stuðning við um öll fyrirtæki – ekki
bara Símann. Öll þróun í samfélagi
okkar snýst um aukið gagnsæi, að
ákvarðanir séu teknar með rökum en
ekki af geðþótta, hvort sem er í
stjórnmálum, viðskiptum eða á öðr-
um sviðum. Síminn byggir á gömlum
og traustum grunni. Hann nýtur við-
skipta við fólk, sem taldi hið ríkis-
rekna símafyrirtæki veita góða þjón-
ustu, þótt hún væri stundum alltof
dýr eins og þátttaka Pósts og síma í
okurstarfsemi alþjóðlegra símafyrir-
tækja á símtölum milli landa á sínum
tíma sýndi vel.
En hinn einkarekni Sími má ekki
halda áfram því fyrirkomulagi gamla
símans að taka slíkar ákvarðanir með
geðþótta, og líta svo á að ekkert til-
efni sé til að rökstyðja eða útskýra
fyrir viðskiptavinum það sem að þeim
snýr.
Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri
Póst- og fjarskiptastofnunar, segir í
samtali við Morgunblaðið í gær:
„Mér finnst athyglisvert að á með-
an símakostnaður stendur heldur í
stað erlendis hefur hann verið að
hækka hér á landi. Þetta hef ég marg-
oft bent á við lítinn fögnuð fjarskipta-
fyrirtækjanna.“
Átti forstjórinn von á fögnuði? Er
ekki ástæða til að Póst- og fjarskipta-
stofnun geri grein fyrir sínum sjón-
armiðum á ítarlegan og rökstuddan
hátt. Þar á að vera samankomin
nægileg þekking til að leggja mat á
hækkanir Símans.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Jóhann Sigurjónsson segir aðHafrannsóknastofnun hafi áað skipa einvala liði sérfræð-inga í fremstu röð í heim-
inum. Hún búi yfir gríðarlega mikilli
reynslu og byggi sennilega á besta
gagnagrunni sem til sé um nokkurt
hafsvæði. Fullyrðing um að veiðiráð-
gjöf Hafró sé á algjörum villigötum,
eins og haft hafi verið eftir Sigurði
Sigurbergssyni í Grundarfirði í
Morgunblaðinu í vikunni, byggist, að
því er virðist, á því að viðkomandi sé
ekki sáttur við niðurstöður stofn-
unarinnar og það sé að mörgu leyti
skiljanlegt. Tillögurnar snúist fyrst
og fremst um framtíðina en forsenda
ályktunarinnar um að Hafrann-
sóknastofnun sé á villigötum sé fyrst
og fremst tilvísun í þorskveiðarnar
að undanförnu.
Lakari árgangar
Forstjórinn segir að enginn
ágreiningur sé um það, að vel veiðist
núna og hafi svo verið á und-
anförnum misserum. Það sé í fullu
samræmi við fyrirliggjandi upplýs-
ingar og gögn sem stofnunin hafi
haft undir höndum um nokkurt
skeið. Fyrir aldamótin hafi komið ár-
gangar sem hafi verið vel í með-
allagi, þ.e. árin 1997-2000. Í ár hafi
verið metið að 176 milljónir þriggja
ára nýliða hafi verið í árganginum
1997, um 160 milljónir næstu tvö árin
og svo um 185 milljónir nýliða árið
2000. Þarna hafi verið kominn góður
efniviður miðað við árin á undan og
þessir árgangar hafi verið að koma
með vaxandi þunga inn í veiðina.
„Þetta er skýringin á bættum afla-
brögðum undanfarið og algerlega í
takt við það sem við gerðum ráð fyr-
ir,“ segir Jóhann og bætir við að hins
vegar hafi sérfræðingar áhyggjur af
því að árgangarnir eftir 2000 séu all-
ir mun lakari en fjórir árgangarnir
þar á undan. Árgangurinn 2001 sé sá
slakasti, 64 milljónir nýliða. Með-
altalið frá og með 2001 sé um 117
milljónir nýliða og það sé alvara
málsins því þessir árgangar komi inn
í veiðina á komandi árum og beri
uppi stofninn og veiðina. „Til sam-
anburðar er langtímameðaltalið í
kringum 180 milljónir nýliða,“ segir
Jóhann. Hann áréttar að með-
alþyngdin skipti máli og ekki síður
fjöldi einstaklinga, en þar sé hugs-
anlega hægt að hafa áhrif. Léleg ný-
liðun eftir 2001 sé tengd við lélegan
hrygningarstofn sem sé bæði of lítill
og ekki síður með litla breidd í ald-
urssamsetningu. Hlutfall af gömlum
og stórum fiski sé lítið en hann sé
talinn mjög mikilvægur með tilliti til
árangurs hrygningar.
Jóhann segir marga sjómenn sam-
mála sérfræðingum um það, að of lít-
ið sé af stórum fiski miðað við það
sem áður var. Um það sé því ekki
heldur ágreiningur. Sýnt hafi verið
fram á með rannsóknum að lífslíkur
seiða sem komi af stórum hrygnum
séu mun meiri en lífslíkur seiða af
smáum hrygnum. „Það er áhyggju-
efni að 5% af þunga hrygning-
arstofnsins er 10 ára og eldri fiskur
samanborið við um 20% fyrir 20 til
25 árum. Þegar við veitum ráðgjöf er
það ekki á grundvelli aflabragða
undanfarið heldur á grundvelli þess
að við sjáum lélega nýliðun í árgöng-
um sem koma inn í veiðina á kom-
andi árum. Eina leiðin til þess að
hafa hugsanlega áhrif á betri nýliðun
er að ná upp stærri hrygningarstofni
og meiri breidd í aldurssamsetningu.
Það getum við gert með minnkandi
veiðiálagi, sem við höfum boðað um
margra ára skeið, en ekki hefur ver-
ið farið eftir þeim ráðleggingum og
þess vegna er ástandið eins alvarlegt
og það er. Ef við teljum það ekki
vera raunhæft markmið, skyn-
samlegt eða eftirsóknarvert að ná
meiri afrakstri út úr þorskstofn-
inum, þá er unnt að halda áfram
samskonar stífri sókn og undanfarin
ár. Með því yrði stuðlað að því að
veiðin yrði í kringum 160 þúsund
tonn og þaðan af minni á komandi
árum. Ef við ætlum að komast í nánd
við það sem áður var, til dæmis upp í
250 til 300 þúsund tonn á næstu ár-
um, er nauðsynlegt að draga tíma-
bundið úr veiðum og auka þar með
líkur á betri nýliðun.“
Togararallið mikilvægt
Togararallið er mjög mikilvægt í
sambandi við mælingu á uppvaxandi
árgöngum, að sögn Jóhanns. Hann
segir að eðlilega sé erfitt fyrir sjó-
menn og útgerðarmenn að hafa
skoðun á því hvað uppvaxandi ár-
gangar séu sterkir, einfaldlega
vegna þess að þeir hafi ekki mæl-
inguna. Þeir fái ekki þennan litla fisk
en í togararalli sé með sérstökum út-
búnaði reynt að mæla hann frá ári til
árs og meta þannig og áætla ár-
gangastærð. Jóhann segir eðlilegt að
menn velti fyrir sér togararallinu og
aðferðafræði þess, því rallið hafi
mikið vægi í spám. Gagnrýnt sé að
fiskurinn sé annars staðar en þar
sem rallið hafi verið framkvæmt og
veiðarfærin séu úrelt. Hins vegar
beri að hafa í huga að togararallið sé
hannað til þess að sjá hlutfallslegar
breytingar á fiskmagni á miðunum.
Ekki sé reynt að veiða mikið heldur
að veitt sé með sömu aðferðum á
sömu stöðum á sama árstíma til að
hægt sé að bera saman vísitölu á
milli ára. „En auðvitað hefur fisk-
urinn sporð, eins og sjómenn gjarn-
an benda á, og útbreiðsla hans breyt-
ist. Skilyrði á Íslandsmiðum hafa
verið að breytast á undanförnum ár-
um og sagt er að í rallinu séu fáar
togstöðvar á grunnslóð, þar sem
fiskurinn sé, eða úti í djúpköntum,
og það komi ekki almennilega fram í
togararallinu. Því er til að svara að
togararallið er þannig hannað að það
eru færri stöðvar á algrynnsta vatn-
inu en á venjulegri togaraslóð en alls
eru um 600 togstöðvar. Þetta er því
gríðarlega víðfeðm mæling og auð-
vitað gerum við ráð fyrir í hönnun
rallsins að fiskurinn flytjist á milli
svæða. Ef stór hluti stofnsins færi
inn á grunnslóðina hefði það þau
áhrif að við fengjum hugsanlega
meiri ónákvæmni í mælinguna, en
niðurstaðan væri þó marktæk og alls
ekki rétt að stór hluti stofnsins lenti
utan mælingar. Tvennt segir okkur
að það beri að taka ákvarðanir á ár-
gangastærð í togararallinu alvar-
lega. Annars vegar hefur sagan sýnt
okkur mikla samsvörun í mælingu
árgangs frá einu ári til þess næsta.
Ef við mælum tiltekið ár þriggja ára
fisk í ralli getum við með mikilli vissu
sagt til um hve mikið muni mælast
sem fjögurra ára fiskur næsta árið,
þar sem yfir 90% breytileikans má
rekja til mælingarinnar. Innan við
10% skýrist af mælingaskekkju,
þáttum eins og veðurfari, tunglstöðu
og náttúrulegum afföllum á milli ára.
Samanburður á aldursgreindri rall-
vísitölu og áætlaðri árgangastærð út
frá aldursgreindum afla þegar ár-
gangur hefur skilað sér að fullu í
veiðina gefur afar góða samsvörun
og er óháð vísbending um hvað rallið
gefur marktæka niðurstöðu. Reynsl-
an er einfaldlega það mikil að það er
mjög óskynsamlegt að taka ekki
mark á þeim vísbendingum sem við
höfum um árgangastærðina og það
er á þessum grundvelli sem
leggjum fram okkar tillögu
Sjálfstæði Hafró
Hafrannsóknastofnun he
gagnrýnd fyrir að vera ekk
sjálfstæð stofnun og sumir
jafnvel sagt að hún ætti að f
Þorskstofn
Þónokkur gagnrýni hefur verið á Hafrann-
sóknastofnun eftir að hún lagði til um 30%
skerðingu á þorskkvóta. Steinþór Guðbjartsson
ræddi við Jóhann Sigurjónsson, forstjóra stofn-
unarinnar, um gagnrýnina og fleira.
Tillögur Jóhann Sigurjóns
!&
!
5
H
H
EE; EE EEG
;
H
#
,&
-
E E< E< EG
+
%7
!
G
<
;
H
':
'6<
E E< E< EG