Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 29
hafa samskipti á tölvutæku formi þá
skráði hún sig í tölvukúrs í Fram-
haldsskólanum, fékk okkur barna-
börnin til að leiðbeina sér og voru
þau ófá tölvubréfin sem ég fékk send
frá henni þegar ég var við nám í
Kennaraháskólanum og flestöll
skrifuð á milli fimm og sex að nóttu
til að mínu mati en morgni til að
hennar mati.
Það var síðan fyrir tæpum þremur
árum að ég eignaðist frumburðinn
minn sama dag og hún hafði eignast
sitt fyrsta barn nema bara 57 árum
seinna. Þegar ég var ófrísk spurði afi
hvort ég vildi koma og búa í kjall-
aranum hjá þeim – þannig að amma
fékk að kynnast barninu mínu. Hún
gaf okkur svo mikið og við henni.
Amma kom á hverjum morgni beint
niður um leið og hún heyrði í okkur –
aðeins til að fá að hitta Sólina sína.
Enda segir litla stúlkan mín í dag:
„Ég er Sólin hennar ömmu Fríðu.“
Elsku amma ég á eftir að sakna
þín svo mikið og ég er Guði svo þakk-
lát fyrir það að hafa verið stelpan þín
og hafa fengið að heita nafninu þínu.
Ég mun elska þig svo lengi sem ég
lifi. Minning þín lifir.
Þín
Fríða Hrönn.
Meira: mbl.is/minningar
„Ég hef það bara fínt,“ var alltaf
svarið hjá Fríðu ömmu þegar spurt
var hvernig hún hefði það, þrátt fyrir
að oft væri hún lasin. Það var ekki
hennar stíll að kvarta, hún hafði
frekar áhyggjur af öðrum. Þessi
ótrúlega jákvæðni er kostur sem
fleiri þyrftu að hafa.
Alltaf var vel tekið á móti öllum á
Faxó, barnabörnin og síðar barna-
barnabörnin fengu alltaf góðar mót-
tökur og þær eru ófáar minningarn-
ar sem við eigum öll frá heimsókn-
um, löngum sem stuttum, til Fríðu
ömmu og Didda afa. Jóladagur var
sérstakur, brúðkaupsdagur þeirra,
alltaf fullt hús af fólki og ríkidæmið
eins og hún kallaði fjölskylduna
stækkaði með hverju árinu. Hún
fylgdist vel með öllum, í námi, leik og
starfi.
Missir afa er mikill, hann kveður
lífsförunaut sinn í hálfa öld. Saman
byggðu þau fallegt heimili sem var
einskonar samkomuhús fjölskyld-
unnar, alltaf allir velkomnir. Það eru
forréttindi að fá að alast upp og síðar
að ala upp sín börn í návist ömmu og
afa, það hefur gert okkur að betri
manneskjum.
Guð blessi Fríðu ömmu og taki vel
á móti henni, hennar verður sárt
saknað.
Gunnar, Ásta, Andrea og Agnes.
Ef einhver manneskja var jákvæð,
sama hvað gekk á, þá var það hún
Fríða amma. Alltaf brosti hún og tók
öllu með jafnaðargeði. Jákvæðni var
henni í blóð borin og aldrei heyrði ég
hana tala illa um nokkurn mann.
Amma fór ung að árum í hjartaað-
gerð til Englands og er ég viss um að
jákvæðni hennar hjálpaði henni mik-
ið þar.
Margt er það sem kemur upp í
hugann þegar maður hugsar til baka
og rifjar upp allar þær góðu stundir
sem amma gaf af sér. Sögurnar sem
hún sagði af honum Trilla Trallara
eru minnisstæðar en það var per-
sóna sem hún skapaði fyrir okkur
krakkana og sagði hún okkur marg-
ar sögur af ævintýrum hans. Þær
sitja svo fast í minningunni að ég er
sjálfur að segja mínum börnum þess-
ar sögur af honum.
Ég kom daglega við hjá ömmu og
afa á Faxastígnum á árum áður,
hvort sem var eftir skóla eða þegar
ég fór í bæinn. Alltaf var tekið vel á
móti mér og mér boðið eitthvað í
gogginn. Fríða amma og Diddi afi
ráku fyrirtækið Miðstöðina til
margra ára. Hlutverk ömmu í fyr-
irtækinu var að sjá um bókhaldið
sem í þá daga var allt handskrifað og
einnig afgreiddi hún í versluninni.
Hún tók svo á móti öllum körlunum í
kaffi þess á milli. Var gaman að
mæta í þessa kaffitíma því þar voru
heimsmálin rædd yfir kleinum og
pönnukökum sem amma hafði bak-
að. Amma bakaði mikið af kleinum
um árin og var það eitt að því sem
alltaf var til hjá henni, fannst mér
það svolítið skrítið að morguninn
sem amma kvaddi stóð ég í kleinu-
bakstri eins og hún hafði gert til svo
margra ára.
Amma og afi áttu sér unaðsreit í
sumarbústað í Grímsnesinu er kall-
ast Bólstaðarhlíð. Þar fannst ömmu
gott að vera og sérstaklega fylgdist
hún með svanapari sem kom árlega á
vatnið við bústaðinn. Ég gat sagt
ömmu að svanirnir hennar væru
mættir þegar ég var á ferð í bústaðn-
um fyrir stuttu og ég er viss um að
þeir hafa fellt tár þegar amma
kvaddi í hinsta sinn.
Elsku afi, mamma, Mari, Guð-
björg, Ester og fjölskyldur, missir
okkar er mikill en megi góður Guð
styrkja okkur öll á þessum erfiðu
tímum.
Sigursteinn (Diddi Leifs)
og fjölskylda.
Við andlát Fríðu frænku rifjast
upp margar minningar. Þegar ég var
níu ára gömul fluttist ég með fjöl-
skyldu minni frá Eyjum upp á land.
Næstu fjögur árin á eftir fór ég
nokkrum sinnum til Eyja og naut þá
gestrisni frændfólksins í ríkum
mæli. Þessar ferðir, ásamt því að
frændfólkið í Eyjum gisti gjarnan
heima hjá okkur, treystu enn frekar
fjölskylduböndin og leiddu til þess að
vináttan við frænkurnar Guðbjörgu
Hrönn, Eygló og Ingu Fríðu styrkt-
ist.
Þegar ég var unglingur fékk ég að
fara heim til Eyja að vinna í fiski yfir
sumarið. Fjölskyldan á Faxastígnum
opnaði heimili sitt fyrir mér og Fríða
frænka hugsaði um mig sem sína
eigin dóttur. Það hafa sjálfsagt fylgt
því einhverjar áhyggjur hjá Fríðu að
taka að sér ungling og með annan
fyrir, en hún og Diddi sýndu mér alla
tíð einstaka elskusemi og hlýju.
Sumrin urðu tvö á Faxastígnum.
Fríða og Diddi voru stakt reglu-
fólk og börnin þeirra fjögur, Inga
Birna, Marinó, Guðbjörg Hrönn og
Ester, fengu þar gott veganesti út í
lífið, þar sem reglusemi og snyrti-
mennska, heiðarleiki og hógværð
ásamt vænum skammti af bjartsýni
og léttleika var með í farteskinu. Já,
þau bera góðu uppeldi gott vitni.
Fríða og Diddi áttu eftir að opna
heimili sitt og faðm sinn oftar fyrir
mér og mínum. Fyrir tíu árum fórum
við Ingimar, maðurinn minn, með
syni okkar Hannes og Matthías heim
til Eyja og áttum þar sæludaga, þá
voru Fríða og Diddi ekki heima og
eftirlétu okkur húsið á meðan. Þar
sem hjartarúm er nóg, þar er alltaf
nóg pláss.
Það væri hægt að bæta fleiru við
og það myndi enn hnykkja á því hve
yndislega góð þau hjónin hafa verið
mér og mínum, alltaf sama hlýjan og
jákvæðnin. Þess ber að geta að Fríða
hafði farið í erfiða hjartaaðgerð í
kringum 1965 og varð því að fara vel
með sig, en aldrei nokkurn tíma var
hægt að merkja það á henni.
Á árgangsmóti haustið 2005 sátum
við Ingi með jafnöldrum okkar og
mökum í Alþýðuhúsinu þar sem við
borðuðum saman og skemmtum
okkur. Þar skynjaði ég svo sterkt
hversu mikilvæg þessi tvö sumur
voru í lífi mínu og ég fylltist þakk-
læti. Þakklæti til foreldra minna fyr-
ir að leyfa mér að fara til Eyja að
vinna í fiski og þakklæti til Fríðu og
Didda sem tóku mig að sér og önn-
uðust mig svo vel.
Þegar við pabbi og Kristín Björk
dóttir mín komum til Eyja í byrjun
júnímánaðar og heimsóttum Fríðu á
spítalann var hún með skásta móti
miðað við hve henni hafði hrakað
nokkru áður. Við áttum yndislega
stund saman og Diddi og börnin
þeirra komu svo hvert á fætur öðru
til að hlúa að henni af einstakri natni
og ástúð. Í kringum hana voru
myndir af fjölskyldu hennar. Hún
var svo sannarlega umvafin ást og
hlýju og uppskar því eins og hún
hafði sáð til.
Margs er að minnast og margt að
þakka. Við Ingimar og börnin vott-
um Didda, Ingu Birnu, Marinó, Guð-
björgu Hrönn og Ester og fjölskyld-
um þeirra samúð okkar og biðjum
Guð að blessa þau og styrkja í sorg
þeirra og söknuði.
Dóra Björk.
Meira: mbl.is/minningar
✝ Pálmi Gunn-arsson fæddist
á Reynivöllum í
Kjós 29. maí 1930.
Hann lést á Drop-
laugarstöðum í
Reykjavík 26. júní
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Gunnar Finn-
bogason, bóndi og
verkamaður, f.
26.4. 1905, d. 25.9.
1996, og Málfríður
Kristmundsdóttir,
húsmóðir, f. 21.5.
1901, d. 11.12. 1991. Systkini
Pálma voru Finnbogi Reynir, f.
20.6. 1931, Gunnar Bergmann,
tvíburabróðir, f. 20.6. 1931, d.
10.12. 1931, og Kristín Gunn-
fríður, f. 28.3. 1942.
Pálmi var þríkvæntur. Kona 1:
Jónína Sigurjónsdóttir, þau
skildu. Kona 2: Guðbjörg Há-
konardóttir, þau skildu. Kona 3
er Álfheiður Gísladóttir, f. 14.11.
1929. Dóttir Álfheiðar og Böðv-
ars Guðmundssonar frá Efri-Brú
í Grímsnesi er Guðrún, f. 10.10.
1955, gift Hafsteini Jónssyni, f.
14.10. 1956. Börn þeirra Ing-
ólfur, f. 1980, Álfheiður, f. 1987,
og Guðrún Una, f. 1988.
Árið 1931 fluttu foreldrar
Pálma ásamt börn-
um sínum að Eyr-
arkoti í Kjós þar
sem þau bjuggu til
ársins 1942 er þau
fluttu til Reykja-
víkur. Pálmi út-
skrifaðist sem raf-
virki frá
Iðnskólanum í
Reykjavík árið
1957 og vann síðar
hjá RARIK í u.þ.b.
fjögur ár. Þá stofn-
aði hann fyrirtækið
Norræna versl-
unarfélagið ásamt Helga Páls-
syni, sem þeir ráku saman um
árabil, eða þar til Pálmi keypti
hlut Helga í fyrirtækinu og rak
það síðan einn til ársins 1998. Á
yngri árum var Pálmi góður
íþróttamaður. Hann spilaði
handbolta með Víkingi og vann
talsvert að félagsmálum þess fé-
lags og var dyggur stuðnings-
maður til æviloka. Einnig var
hann góður skíðamaður og golf-
spilari og var m.a. einn af stofn-
endum Golffélags Reykjavíkur.
Þá var hann áhugamaður um
bridge og góður spilari.
Útför Pálma verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Mikið hefur verið erfitt að kveðja
þig, afi minn. Síðustu dagarnir ein-
kenndust að kvíða og ótta sem mögn-
uðust í hvert skipti sem síminn
hringdi. Það er ekki auðvelt að bíða
eftir slæmum fréttum.
Ég mun aldrei gleyma öllum
stundunum sem við áttum í Skipholt-
inu en á litlu kaffistofunni áttum við
margar góðar samræður þar sem
litla stráknum voru settar lífsregl-
urnar. Einnig fórum við oft í bíltúr
og er mér minnisstætt hvað við fór-
um oft í Grafarvoginn og fylgdumst
með uppbyggingunni þar frá ári til
árs. Ég held að enginn hafi tölu á því
hversu mörgum helgum ég eyddi hjá
ykkur ömmu í Dúfnahólunum. Að
þínu frumkvæði fór ég í Tjarnar-
skóla sem reyndist mér góð reynsla
og ósjaldan hittumst við í hádeginu
þegar þú komst niður í bæ til að
sinna erindum. Mér fannst þú alltaf
vera svo stoltur af okkur afabörn-
unum þínum og ef þú varst spurður
hver væri með þér þegar við vorum
tveir saman varstu fljótur að segja
„þetta er uppáhaldið mitt“ eða
„þetta er strákurinn minn“. Síðustu
árin sem við áttum saman voru okk-
ur báðum erfið, ég hef lengi saknað
þess að heyra þig hlæja en hlátur
þinn var alltaf svo hár og innilegur.
Mest saknaði ég þess að heyra þig
segja: „Sæll Ingólfur minn“ en langt
er síðan við gátum talað saman.
Ég mun sakna þín um aldur og
ævi.
Ingólfur Hafsteinsson.
Elsku afi.
Þegar við hugsum til baka rifjast
upp margar góðar minningar um
þig.
Við gleymum aldrei hvað þú tal-
aðir mikið um að þú hlakkaðir til að
koma til okkar þegar við værum
farnar að búa. Láta okkur stjana við
þig eins og þú hafðir gert við okkur
alla tíð. Það var nóg að hugsa um að
láta skutla sér eitthvað þá varstu
mættur á svæðið tilbúinn að skutla
litlu stelpunum þínum hvert sem var.
Þú áttir alltaf svo fallega bíla sem þú
varst svo stoltur af. Þegar við vorum
orðnar nógu gamlar til að skutlast
með þig landshorna á milli var það of
seint, þessi sjúkdómur hafði tekið yf-
ir. Það var alltaf svo gaman að koma
til þín í Skipholtið og heimsækja
Pása 1 og Pása 2 og gramsa í öllu
draslinu sem var þar. Þegar Pási 2
dó hjálpaðir þú okkur að halda mikla
jarðarför í bakgarðinum og daginn
eftir fórstu að kaupa nýjan gauk með
Ingólfi. Við vorum ekki lengi að jafna
okkur eftir áfallið eftir að hinn gauk-
urinn kom.
Manstu eftir leynibakaríinu okk-
ar, elsku afi. Það mátti enginn vita af
því nema bara við þrjú. Þegar við
förum þangað í dag vantar alltaf einn
við borðið.
Það er svo sárt að þú ert farinn,
elsku afi, en það er huggun að vita að
nú ertu kominn á betri stað, hraust-
ur, glaður og vakir yfir okkur. Með
söknuð í hjarta kveðjum við þig og
munum aldrei gleyma þér.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum í trú
á að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni
veki þig með sól að morgni.
Farðu í friði, vinur minn kær,
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni
svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens.)
Litlu stelpurnar þínar
Heiða og Una.
Pálmi Gunnarsson, mágur minn,
verður borinn til grafar í dag. Hann
lést eftir langvinna baráttu við erf-
iðan og ólæknandi sjúkdóm. Síðasta
árið dvaldi hann á hjúkrunarheim-
ilinu Droplaugarstöðum í Reykjavík.
Þar áður dvaldi hann á Landspítal-
anum. Á báðum þessum stöðum
hlaut hann ágæta umönnun og eru
starfsfólki þar færðar alúðarþakkir.
Lengst af veikindaferils síns
dvaldi Pálmi á heimili sínu í Ásholti 2
og naut þar umönnunar Álfheiðar
konu sinnar. Undir lok dvalarinnar
þar heima naut hún aðstoðar frá
heimahjúkrun Reykjavíkurborgar.
Pálmi hafði oft orð á því við undirrit-
aðan hve þakklátur hann væri kon-
unni sinni og öðrum sem önnuðust
hann í hinum langvinnu og erfiðu
veikindum.
Mér er minnisstætt þegar ég hitti
Pálma í fyrsta sinn. Það var skömmu
eftir að hann og Álfheiður systir mín
höfðu ákveðið að eiga samleið í gegn-
um lífið. Ég tók strax eftir því hvað
hann var glaðvær, skemmtilegur og
alúðlegur í viðmóti og myndarlegur
að vallarsýn. Óhætt er að segja að
við höfum verið vinir frá þessum
fyrsta fundi. Pálmi eignaðist 5 mága
og 2 mágkonur auk svila og svil-
kvenna þegar hann og Álfheiður
hófu sambúð. Allt þetta fólk leit á
hann sem kæran vin og naut þess að
koma í heimsókn á heimili þeirra
hjóna. Það leið öllum vel í návist
Pálma og þar leiddist engum.
Pálmi og Álfheiður tóku fljótlega
upp þann sið að koma vestur að Mýr-
um í Dýrafirði, æskuheimili Álfheið-
ar, um sauðburðinn nær öll vor með-
an heilsa Pálma leyfði. Hann var þá
alla daga í fjárhúsunum og aðstoðaði
við öll störf sem þar þurfti að vinna.
Þá kom hann oft færandi hendi vest-
ur. Einkum var þar um að ræða ým-
iss konar raflagnaefni, og nutu
Mýrabændur oft góðs af kunnáttu
hans sem rafvirkja.
Sú venja skapaðist að Pálmi hélt
upp á afmæli sitt á Mýrum enda af-
mælisdagurinn á sauðburðartíma.
Var þá oft fjölmennt og glatt á hjalla.
Pálmi eignaðist ekki börn en var
Guðrúnu, dóttur Álfheiðar, sem
sannur faðir og börnum hennar góð-
ur afi.
Álfheiður og Pálmi bjuggu framan
af í Dúfnahólum 6 og síðar í Ásholti
2. Þar vonuðust þau til að njóta sam-
vista í ellinni. En samveran varð
styttri en til stóð. Staðfestust þar orð
Hallgríms Péturssonar: „Innsigli
öngvir fengu upp á lífsstunda bið.“
Pálmi var drengur góður. Fjöl-
skyldurnar frá Mýrum minnast þess
með þakklæti að hafa verið sam-
ferðamenn hans um stund. Eigin-
konu og öðrum vandamönnum eru
færðar innilegar samúðarkveðjur.
Valdimar H. Gíslason,
Mýrum.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti,
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Helgi, Anna og Þórdís.
Pálmi vinur okkar er látinn eftir
langvarandi veikindi. Við þökkum
honum samfylgdina um leið og við
sendum þér, Heiða, og ykkur,
Gunna, Hafsteinn og fjölskylda, okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur. Við
kveðjum Pálma með tveim erindum
úr ljóði eftir Elías Þórarinsson frá
Sveinseyri.
Lífsins orka lýtur dauðansvaldi,
lýkur hér víst undir grafartjaldi.
Enginn hindrar annars skapadægur,
okkur finnst þó tíminn sjaldan nægur.
Vertu sæll og vegferð ljúft þér greiði
vilji þess er gaf oss sól í heiði.
Gegnum húmið geislar náðar skína,
Guðs í hendur leggjum framtíð þína.
Samúðarkveðjur
Dagrún, Svavar,
bræðurnir frá Hjarðardal
og fjölskyldur þeirra.
Pálmi Gunnarsson