Morgunblaðið - 06.07.2007, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Ólafur Gunn-laugsson fædd-
ist í Reykjavík 6.
október 1934. Hann
lést á Landspít-
alanum við Hring-
braut 28. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hans voru Ólína
Magnea Jónsdóttir,
f. 6. janúar 1909, d.
6. janúar 1975, og
Gunnlaugur Jóns-
son, f. 29. október
1891, d. 7. nóv-
ember 1982. Systir
Ólafs er Stefanía Bylgja, f. 1932,
maki Francis Lima.
Hinn 15. febrúar 1964 kvæntist
Ólafur Sigríði Ásgeirsdóttur, f.
4. október 1942. Foreldrar henn-
ar voru Ágústa Þuríður Vigfús-
dóttir, f. 1. ágúst 1906, d. 31.
október 1985, og Ásgeir Lárus
Jónsson, f. 2. nóvember 1894, d.
13. apríl 1974. Börn Ólafs og Sig-
ríðar eru: 1) Ásgeir Karl, f. 1965,
maki Anna María Kárdal, f.
1969. Börn Ásgeirs og Önnu
Maríu eru: Ólafur Axel, f. 1996,
Sigríður Helga, f. 2000, og
Ágústa Erna, f. 2004. 2) Ása
Magnea, f. 1968. Dóttir hennar
er Lára Sif, f. 2000.
3) Ágústa, f. 1970.
4) Anna Katrín, f.
1976, unnusti Greg-
ory Kruk, f. 1973.
Ólafur varð stúd-
ent frá Mennta-
skólanum í Reykja-
vík 1954 og lauk
námi frá lækna-
deild Háskóla Ís-
lands 1962. Hann
stundaði sérnám í
lyflæknisfræði við
Northwestern Ho-
spital í Minneapolis
og Mayo Clinic í Rochester í
Minnesota 1964-1968. Að því
loknu stundaði hann sérnám í
meltingarsjúkdómum við Temple
University Hospital í Phila-
delphia í Pennsylvaníu 1968-
1969. Ólafur starfaði sem sér-
fræðingur á Landakotsspítala
1969-1995. Við sameiningu
Landakotsspítala og Borgarspít-
ala starfaði hann við Sjúkrahús
Reykjavíkur frá 1995-2004. Hann
var sérfræðingur á eigin stofu
frá 1969-2006.
Útför Ólafs verður gerð frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ólafur Gunnlaugsson er búinn að
vera í fjölskyldu minni í meira en 40
ár. Ég hef verið á 16. ári þegar hún
systir mín giftist honum á Suðureyri
við Súgandafjörð um hávetur árið
1964 en hann var þá að gegna skyldu í
héraði sem læknir. Hún fór vestur til
að stytta honum veturinn. Síðar sama
ár fóru þau til Ameríku og dvöldu þar
um árabil þannig að ég hef verið kom-
inn á þrítugsaldurinn þegar raun-
veruleg kynni hófust. Ég rita þessar
línur til að þakka fyrir þau kynni.
Ólafur var rólegur í fasi, þurfti ekki
hávaða til að láta taka eftir sér, var
mjög svo kíminn og á stundum stríð-
inn en fyrst og fremst góður félagi og
traustur vinur. Hann tók starf sitt al-
varlega og sinnti því af mikilli kost-
gæfni, var í reynd alltaf vakinn og sof-
inn yfir sjúklingum sínum, fór margar
aukaferðir á spítalann til að fylgjast
með hvort allt væri ekki í lagi. Það
nægði honum ekki að lækna einkenn-
in, hann vildi komast fyrir rót vand-
ans. Fyrr var ekki búið að lækna.
Hann setti sitt mark á okkur. Hann
var alltaf til taks, hvort sem var í gleði
eða sorg, og taldi ekki eftir sér sporin
þegar á þurfti að halda. Ólafur var
mjög ljúflyndur maður og var honum
annt um sitt samferðafólk. Við feng-
um að njóta þess í ríkum mæli. Það
þurfti aldrei að biðja um greiða eða
hjálp. Aðstoðin og umhyggjan var
alltaf til staðar.
Megi góður guð vaka yfir systur
minni og fjölskyldu þeirra.
Vigfús Ásgeirsson.
Eitt sinn er við hjónin báðum Sig-
ríði systur Matthildar konu minnar að
passa frumburð okkar spurði hún
hvort hún mætti koma með vin sinn
með sér. Það var að sjálfsögðu auð-
sótt og ég og kona mín vorum ögn for-
vitin að vita meira um vininn og innan
stundar birtust þau. Við vorum kynnt
fyrir piltinum, sem reyndist hæglátur
læknanemi, geðþekkur í alla staði.
Þetta voru okkar fyrstu kynni af
Ólafi. Reyndar höfðum við Ólafur
báðir alist upp í Norðurmýrinni að
hluta til, svo að leiðir okkar kunna að
hafa legið saman áður, en hvorugur
mundi eftir því. Að loknu læknanámi
þurftu læknar þá að gegna héraðs-
skyldu og varð það til Suðureyrar við
Súgandafjörð sem Ólafur fór og þar
giftu þau Sigríður sig. Þegar hann fór
til framhaldsnáms í Minnesota vildi
svo til að undirritaður fór til starfa í
næsta fylki við og gaf þetta fjölskyld-
unum tveimur tækifæri til að hittast
oft og heimsækja hvor aðra. Um tíma
pössuðum við hjónin svo frumburð
þeirra Ólafs og Sigríðar og þau okkar
börn er þess þurfti við. Að lokinni
námsdvöl í sérfagi sínu í Minneapolis
hélt Ólafur til frekari sérmenntunar
við þá víðfrægu stofnun Mayo Clinic í
Rochester. Það er til merkis um
hversu góður læknir hann var að þar
var honum boðin staða til frambúðar.
Það er líka til merkis um hans faglega
metnað, að áður en þau hjón sneru
aftur til Íslands fluttu þau til Phila-
delphia þar sem Ólafur vann enn meir
að sinni sérhæfingu við Temple Uni-
versity Hospital undir handleiðslu
eins besta læknis sem fyrirfannst á
því sviði.
Eftir heimkomu beggja fjölskyldna
héldust áfram náin tengsl og oft
fylgdum við hjónin þeim Ólafi og Sig-
ríði sem fylgifiskar þar sem lækna-
þing voru haldin, svo sem til Brasilíu,
Japans, Ástralíu og Ítalíu. Að loknum
læknaþingunum ferðuðumst við öll
saman um viðkomandi lönd og víðar.
Voru það ógleymanlegar ferðir. Í því
sambandi má geta þess að ferðalög
um framandi slóðir voru eitt af því
sem Ólafur hafði unun af. Það gilti
bæði um fólk og fallegt landslag, enda
var hann mikill náttúruunnandi.
Dýravinur var hann líka, svo mikill að
hann gat ekki fengið sig til að aflífa
mús. Tengdist það þeirri virðingu
sem hann bar fyrir lífi almennt.
Þegar Norðurmýrin var að byggj-
ast upp var það í lok kreppuáranna og
byrjun stríðsáranna. Mörgum fjöl-
skyldum var sniðinn efnahagslega
þröngur stakkur. Átti það við fjöl-
skyldu Ólafs á þessum árum. Miklu
færri gengu þá menntaveginn en nú,
enda engin námslán að fá. Eitt af
mörgu sem ég bar virðingu fyrir í fari
Ólafs var hversu duglegur hann var
frá unga aldri að ætla sér að ná því
markmiði sem hann setti sér og það
var að verða læknir. Fyrir utan það að
búa í foreldrahúsum vann hann fyrir
öllum námskostnaði sjálfur. Á há-
skólaárunum þurfti hann að undir-
gangast alvarlega skurðaðgerð sem
knúið hefði margan annan til uppgjaf-
ar á námsbrautinni. Eins og áður get-
ur hafði hann mikinn faglegan metn-
að sem læknir en jafnframt því var
hann lítið fyrir að auglýsa sjálfan sig
sem þann færa og einstaklega sam-
viskusama lækni sem hann var.
Með Ólafi er horfinn góður félagi
og góður maður. Ég votta Sigríði
mágkonu minni, börnum hennar og
fjölskyldum innilega samúð okkar
hjóna.
Ágúst Valfells.
Þegar við minnumst Ólafs Gunn-
laugssonar, er það okkur efst í huga
hversu vandaður maður hann var.
Hann var hæglátur og fágaður, laus
við alla tilgerð og bjó yfir sérstaklega
mikilli kímnigáfu.
Óli var kvæntur Sigríði móðursyst-
ur okkar og var samgangur á milli
þeirra og foreldra okkar mikill. Þetta
helgaðist kannski ekki síst af því að
þau voru samtíða í Bandaríkjunum
þegar að Óli var við sérfræðinám við
Mayo Clinic í Rochester í Minnesota.
Við urðum því þeirrar ánægju aðnjót-
andi að kynnast Óla vel og að eiga
margar og góðar samverustundir
með honum og fjölskyldu hans.
Óli var læknir af lífi og sál. Hann
var mikils metinn í starfi sínu, vand-
virkur og ráðagóður. Jafnframt veittu
læknavísindin honum mikla ánægju
og hafði hann brennandi áhuga á
þeim. Það var auðfundið hve Óli sinnti
köllun sinni af mikilli alúð, en það virt-
ist reyndar eiga við um flest það sem
hann tók sér fyrir hendur. Vinir og
vandamenn nutu oft góðs af Óla.
Hann var óþreytandi að leysa úr
heilsufarsvanda þeirra, hvort sem
þau voru meiri eða minni háttar. Ætíð
mátti þá treysta á kunnáttu hans,
nærgætni og hjálpfýsi.
Yfir Óla var mikil reisn og virðu-
leiki en jafnframt mikil hlýja. Það
mátti ef til vill best sjá af því hve vel
börnum var til hans. Fyrir honum var
borin virðing, en hann kallaði ekki eft-
ir henni. Til hans var borið traust, og
hann stóð undir því. Virðuleiki Óla
stóð þó ekki í vegi fyrir því að hann
var manna skemmtilegastur. Hann
var launfyndinn og glettinn. Hann
átti það til að leiða samtöl áfram í átt
að hnyttnum endi og fylgdi því blik í
auga og bros út í annað. Einnig gat
hann hlegið dátt að skemmtilegum
sögum og tilsvörum annarra, enda
var hann vinamargur.
Óli og Sigga voru afskaplega sam-
hent hjón og var öllum ljós hin mikla
ást og vinátta sem var á milli þeirra.
Þau undu sér vel saman og virtist
ætíð falla best að vera hlið við hlið,
hvort sem þau stóðu í daglegu amstri
eða leituðu á vit ævintýranna. Fjöl-
skyldulíf þeirra endurspeglaði þessa
hlýju og samheldni. Sigga og Óli eign-
uðust fjögur börn sem öll bera for-
eldrum sínum fagurt vitni bæði um
erfðir og uppeldi. Við fjölskylduna
bættust svo tengdabörn og barna-
börn sem bundust einnig þessum
sterku böndum. Það var einkennandi
fyrir Óla hve mikill og góður afi hann
var og hafði gaman af því að sinna
barnabörnunum sínum. Hans verður
sárt saknað.
Blessuð sé minning Ólafs Gunn-
laugssonar.
Jón, Helga og Ágúst Valfells.
Þótt heilsu Ólafs hafi hrakað að
undanförnu brá okkur hjónum er
hann varð fyrir skyndilegu áfalli er
leiddi til andláts hans.
Kynni mín af Ólafi hófust er hann
var enn við nám en vinskapur okkar
Önnu við þau hjónin varð nánari eftir
að Ólafur réðist sem sérfræðingur til
Jósefsspítala, Landakoti að loknu vel
heppnuðu sérnámi í Bandaríkjunum.
Samstarf okkar í rúma tvo áratugi
var mjög ánægjulegt og náið frá upp-
hafi til starfsloka minna.
Ólafur var mjög áhugasamur um
nýjungar í fræðigrein sinni, fylgdist
vel með á námskeiðum og þingum er-
lendis og tók af áhuga þátt í fé-
lagsstarfi meltingarlækna hér heima.
Mestan áhuga fannst mér Ólafur hafa
á umönnun sjúklinga sinna, sem hann
gerði af mikilli vandvirkni og alúð.
Við Anna munum sakna Ólafs og
samverustunda við þau hjónin og
sendum Sigríði og fjölskyldunni inni-
legar samúðarkveðjur.
Tómas Á. Jónasson.
Leiðir okkar Ólafs lágu saman á
Landakotsspítala á vordögum 1972.
Hann hafði þá unnið þar í þrjú ár að
loknu sérnámi í Bandaríkjunum.
Tveir ólíkir persónuleikar, sem þó
áttu sameiginlegt áhugamál, það ögr-
andi verkefni að sinna þörfum þeirra,
sem leituðu lækninga á spítalanum,
en á þeim tíma sinnti spítalinn bráða-
þjónustu fyrir landið og miðin að
þriðjungi við Borgarspítala og Land-
spítala, verkefni, sem spannaði allt frá
magablæðingum að fósturlátum.
Ólafur var þá þegar orðlagður fyrir
natni og ósérhlífni og það orð lá á að
hans mætti vænta við eftirlit sinna
Ólafur Gunnlaugsson
✝ Ragnhildur Stef-ánsdóttir fædd-
ist á Siglufirði 27.
júlí 1940. Hún lést á
Grensásdeild Land-
spítalans 27. júní síð-
astliðinn. Foreldrar
hennar voru María
Kristjánsdóttir frá
Stóru-Brekku í
Fljótum, f. 8. ágúst
1905, d. 9. febrúar
1996, og Stefán Jón-
asson úr Fljótum, f.
24. ágúst 1905, d. 20.
janúar 1943. Bróðir
Ragnhildar er Sigurjón Sig-
urjónsson f. 1. mars 1947.
Hinn 24. september 1960 giftist
Ragnhildur Oddi Jóhannssyni
Oddssyni frá Siglunesi við Siglu-
fjörð, f. 24. maí 1925, d. 23. apríl
ur Maríu Viggósdóttur, f. 9. janúar
1960. Börn a) Gísli Dan, f. 13. mars
1980, sambýliskona Margrét Þor-
geirsdóttir, f. 9. ágúst 1975, þau
eiga þrjú börn. b) Ingi Dan, f. 27.
maí 1981, c) Telma Ýr, f. 17. októ-
ber 1986, og d) Kristófer, f. 3. júní
1994. 3) María Berglind, f. 22. sept-
ember 1962. Dóttir hennar er
Klara A. Sigurðardóttir, f. 26. júlí
1993.
Ragnhildur ólst upp í Stóru-
Brekku í Fljótum og á Siglufirði.
Árið 1958 fluttist hún til Reykja-
víkur þar sem hún bjó til dauða-
dags. Ragnhildur vann við hin
ýmsu störf auk húsmæðrastarfa en
lengstan starfsaldur sinn átti hún
hjá Lyfjaversluninni, síðar Actavis.
Ragnhildur verður jarðsungin
frá Fossvogskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan15.
1999, syni Odds Odds-
sonar frá Siglunesi, f.
22. júlí 1894, d. 3.
mars 1981, og Sig-
urlaugar Kristjáns-
dóttir, f. 18. febrúar
1898, d. 21. ágúst
1995.
Börn Ragnhildar
og Odds eru: 1) Stef-
án Ómar, f. 24. sept-
ember 1959, sam-
býliskona Ása Birna
Áskelsdóttir, f. 4. jan.
1952. Börn a) Þórný
Pétursdóttir, f. 9.
september 1972, sambýlismaður
Baldur Bragason, f. 29. júlí 1972,
þau eiga tvö börn. b) Ómar Rafn, f.
10. desember 1985, og c) Ragnhild-
ur Birna, f. 30. mars 1990. 2) Rík-
harður, f. 27. febrúar 1961, kvænt-
Elsku mamma, það var erfið stund
að morgni 27. júní þegar hringt var í
mig til Tyrklands og mér tilkynnt
andlát þitt. Þú sem hafðir alltaf
reynst mér svo góð. Minningarnar
streymdu fram um æsku- og ung-
lingsárin og sjóferðina sem ég bauð
þér í þegar ég var í siglingum 17 ára
gamall til Portúgals og Spánar. Þú
svona sjóhrædd og sjóveik en fannst
samt svona gaman enda stoppað í
viku á hvorum stað. Sjonni bróðir
þinn var skipstjóri og Guðný var með
í för.
Seinna þegar ég stofnaði fjölskyldu
stóð heimili ykkar pabba okkur alltaf
opið, fullt af umhyggju og hlýju. Við
nutum þess þegar við bjuggum hjá
ykkur í litla gestahúsinu ykkar við
Austurbrún þegar við vorum að
byggja og vorum á milli húsa. Að ég
tali nú ekki um skírnarveislurnar sem
þú hélst þegar Ómar og Ragnhildur
voru skírð og galdraðir fram stór-
kostlegar tertur og brauðrétti.
Síðustu árin hafa verið erfið. Þú
stóðst eins og klettur við hlið pabba í
hans erfiðu veikindum. Eftir að pabbi
dó vonuðumst við fjölskyldan til að þú
gætir farið að eiga góða daga og njóta
lífsins en sú stund var skammvinn þar
sem ekki löngu seinna greindist þú
sjálf með illvígan sjúkdóm. Ótrúlegt
var hversu sterk þú varst og vildir
halda öllu eins og vant var eins og
jólaboðunum með hamborgarhrygg
og sérrífrómasi handa allri stórfjöl-
skyldunni. Vonum að þér líði vel þar
sem þú ert núna.
Við Ása, Ómar, Ragnhildur og
Þórný kveðjum þig með söknuð í
hjarta, elsku mamma, tengdó (eins og
hún var alltaf kölluð) og amma. Guð
geymi þig.
Stefán Ómar.
Móðir mín kæra er farin á braut,
til mætari ljósheima kynna.
Hún þurfti að losna við sjúkdóm og þraut,
og föður minn þekka að finna.
Vönduð er sálin, velvildin mest,
vinkona, móðir og amma.
Minningin mæta í hjartanu fest,
ég elska þig, ástkæra mamma.
Þakka þér kærleikann, hjartalag hlýtt,
af gæsku þú gafst yl og hlýju.
í heimi guðsenglanna hafðu það blítt,
uns hittumst við aftur að nýju.
(Höf. ók.)
Guð geymi þig elsku mamma mín.
Þín dóttir
María Berglind.
Elsku amma.
Með nokkrum orðum vil ég þakka
þér fyrir að vera amma mín, svo blíð
og góð.
Um huga minn fara nú ótal minn-
ingar sem ég mun geyma í hjarta
mínu. Hún amma var einstök kona.
Ég man eftir öllum heimsóknunum
til ömmu og afa á Austurbrún, eftir
ilminum úr ofninum sem ævinlega
tók á móti okkur, og hversu gaman
hún hafði að kenna okkur að spila og
leggja kapla. Hún var af þeirri kyn-
slóð sem þurfti lítið fyrir sig, en hafði
mikla ánægju að gefa og hlúa að öðr-
um, því í mörg ár hugsaði hún um afa
í veikindum hans eins og sönn hetja.
En stuttu eftir að hann kvaddi okk-
ur, herjaði á hana illvígur sjúkdómur,
sem hún allt of snemma varð að lúta í
lægra haldi fyrir.
Elsku amma, ég trúi því að nú sitjið
þið afi saman og spilið eins og ykkur
þótti svo gaman. Ég mun sakna þín
sárt, og vona að þér líði betur núna.
Ljós einstakrar konu mun lifa um
ókomna tíð. Guð geymi þig amma
mín.
Þín
Telma Ýr.
Þegar við bræður vorum að alast
upp á unglingsárunum vorum við tíðir
gestir á heimili Lillu og Odds frænda
okkar. Það var auðvitað hrein viðbót
við þrjú börn þeirra, Stebba, Rikka
og Mæju heima fyrir en það var aldr-
ei nefnt. Í raun var okkur alltaf ótrú-
lega vel tekið eða eins og við værum
hluti af fjölskyldunni enda var alltaf
kært á milli okkar systkinabarnanna.
Lilla var hlý og vökul og hafði mót-
andi áhrif á uppeldi okkar. Á þessum
árum fórum við frændsystkinin oft út
að skemmta okkur um helgar. Þá
vakti Lilla eftir okkur, jafnvel alla
nóttina. Hún vildi ekki fara að sofa
fyrr en tryggt væri að við hefðum
skilað okkur heil heim. Þessar vökur
hafa örugglega verið lýjandi það skil-
ur maður betur í dag. Eitt sinn þegar
heim var komið höfðum við lent í
vatnsslag á bílaþvottastöð og vorum
rennandi blautir. Lilla tók á móti okk-
ur að venju og orðaði það þannig; „Ja
hérna, ég vissi nú að þið væruð blaut-
ir en kannski ekki svona blautir,“ og
það var glettni í röddinni þó að klukk-
an væri fjögur um nótt.
Alltaf var hugað vel að öllu hjá
Lillu og ávallt matur á borðum. Um-
ræður við eldhúsborðið voru líflegar
um lífið og tilveruna. Litið var á okk-
ur sem fullvaxta og hugsandi fólk þó
að við værum aðeins unglingar. Það
var hlustað og allar skoðanir virtar.
Þá var oft spilað á spil, vist eða
bridge. Það var glaðværð og hlátur
sem einkenndi heimilislífið í bland við
alvöru þess að vinnan göfgar mann-
inn.
Þegar Oddur frændi veiktist var
einstakt að sjá hvernig Lilla vann úr
því og annaðist um hann öllum stund-
um. Það er í raun hetjusaga sem er
skráð hjá okkur sem þekkjum. Það
Ragnhildur Stefánsdóttir