Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 06.07.2007, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eignamiðlun hefur verið beðin um að óska eftir rúmgóðri 3ja herbergja íbúð á 1.hæð með góðu aðgengi fyrir aðila í hjólastól. Aðgengi þarf að vera gott bæði að íbúðinni og öll aðkoma í sameign. Baðherbergi þarf að vera rúmgott með sturtu. Nánari upplýsingar veitir Hákon Jónsson lögg. fasteignasali. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali ÍBÚÐ ÓSKAST Í REYKJAVÍK FYRIR AÐILA Í HJÓLASTÓL Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand „KOMDU ELSKUNNI ÞINNI Á ÓVART MEÐ GJÖF SEM KEMUR TIL MEÐ AÐ ENDAST AÐ EILÍFU“ „ÞRJÁTÍU DAGA ÁBYRGÐ FYLGIR“ EILÍFÐIN ER EKKI EINS LÖNG OG HÚN VAR ÓBRJÓTAN- LEGT PLAST! SNIÐUGT... ÉG SKIL EKKI JÓLASVEININN! HVERNIG HEFUR HANN EFNI Á ÞVÍ AÐ GEFA ALLT ÞETTA DÓT? HVERNIG BORGAR HANN FYRIR ALLT HRÁEFNIÐ SEM HANN NOTAR? MEÐ HVERJU BORGAR HANN ÁLFUNUM? HANN FÆR ENGAN PENING! HVERNIG FER HANN EIGINLEGA AÐ ÞESSU? KANNSKI VANN HANN Í LOTTÓ EN SÁ PENINGUR Á EFTIR AÐ KLÁRAST FYRR EÐA SÍÐAR OG HVAÐ VERÐUR ÞÁ UM MIG? ÞETTA GENGUR EKKI! ER EINHVER ANNAR HÉRNA SEM VILL HAFA AUGA MEÐ ÓVINUM? HVAÐ ER ÞETTA? ÞETTA ER TÆKI SEM SKYNJAR HREYFINGU OG GELTIR! SJÁÐU! NÚNA ÞARF ÉG EKKI EINU SINNI AÐ FARA AÐ DYRUNUM EF EINHVER ER AÐ BRJÓTAST INN ÞANNIG AÐ ÉG GET SLAPPAÐ AF, HORFT Á SJÓNVARPIÐ OG PASSAÐ HÚSIÐ Á SAMA TÍMA ÞÚ GÆTIR FENGIÐ VINNU HJÁ FEMA ÞÁTTURINN UM ANTÍKMUNINA ER AÐ KOMA Í BÆINN. KANNSKI ÆTTUM VIÐ AÐ LÁTA META EITTHVAÐ SEM VIÐ EIGUM EINS OG HVAÐ? ÉG ER BÚINN AÐ KAUPA HELLING AF HLUTUM Á FLÓAMÖRKUÐUM SEM GÆTU VERIÐ EINHVERS VIRÐI HVAÐ MEÐ STÓLINN SEM LANGAMMA ÁTTI? HELDUR ÞÚ AÐ HANN SÉ VIRÐI EINHVERS? AUÐVITAÐ! LANGAMMA MÍN ÁTTI HANN. HANN ER GAMALL TÍMI TIL AÐ ÉG LÁTI MIG HVERFA EINS OG KJÁNINN Í BÚNINGNUM HVER ERT ÞÚ EIGINLEGA? ÉG ER... BARA MAÐUR SAGÐIST HANN HEITA BARDAGAMAÐURINN? dagbók|velvakandi Neisti sem kveikir lífsgleði Á DÖGUNUM var haldið Íþrótta- mót fatlaðra barna frá Norðurlönd- um í Laugardal í Reykjavík. Öll nor- rænu löndin skiptast á að halda mótið annað hvert ár og nú var það haldið á Íslandi. Mörg þessara barna eru félagslega einangruð í sinni sveit og finnst stundum öll sund vera lok- uð, en mörg dæmi eru um að líf þeirra hafi gjörbreyst þegar þau sjá önnur börn með álíka eða erfiðari fötlun yfirstíga öryggisleysið og skemmta sér konunglega við að spila borðtennis, synda eða í öðrum íþróttum. 2. júlí kynntum við fyrir þeim íslenska glímu og þau sem þorðu fengu að prufa, sem vakti mikla kátínu. 3. júlí fengu þau í heimsókn helstu kraftakarla Íslands sem kynntu fyrir þeim kraftlyfting- ar og hvernig má draga bíl. Þar fengu börnin einnig að spreyta sig. Í Frjálsíþróttahöllinni var mikið hleg- ið og allir reyndu að skilja hver ann- an og hjálpa hver öðrum að yfirstíga fötlunarerfiðleikana sem eru mis- miklir. Aðalatriðið var að vera með og njóta lífsins. Þegar maður sá í ungum hjörtum vonarneista og einlæga gleði yfir öll- um þeim möguleikum sem geta veitt lífsgleði, var markmiði þessara nor- rænu leika náð. Camilla Th. Hallgrímsson, vara- formaður Íþróttasambands fatlaðra. Gráti nær Í DAGLEGRI kvöldgöngu minni ásamt fjölskyldunni um daginn blasti við mér dapurleg sjón. Er við gengum fram hjá Austurvelli sáum við varla handa okkar skil vegna sorps sem huldi stóran hluta gras- blettarins. Þar sem eitt sinn óx eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár er nú rjúkandi moldarflag; gósenland máva. Yfir öllu sveima mávar í leit að æti. Það er rangt að kvarta og kveina yfir vesalings fuglunum þeg- ar skildir eru eftir matarafgangar, dósir og annað rusl á víðavangi. Því þykir mér miður að heimkynnum sóma Íslands, sverðs og skjaldar sé sýnd svo fortakslaus vanvirðing. Með von um bætta umgengni, taki þeir til sín sem eiga. Böðvar. Þakkir ÉG vil þakka starfsfólki á endur- komu á Landspítala í Fossvogi fyrir ómetanlega aðstoð. Einnig vil ég hrósa Petru og öllum hinum í þjón- ustudeild Icelandair fyrir frábæra þjónustu. Kæra þakkir. Olga Björk. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ vantaði ekki tilþrifin hjá þessum upprennandi fótboltastjörnum sem æfðu sig á einum af grasvöllum bæjarins á dögunum. Morgunblaðið/Frikki Barist um boltann FRÉTTIR MARKAÐSDAGUR verður nú hald- inn í annað sinn í sumar í Lónkoti í Skagafirði sunnudaginn 8. júlí nk. Í fréttatilkynningu segir að ára- löng hefð sé fyrir markaðinum sem haldinn er þrisvar sinnum yfir sum- armánuðina og laðar hann sölufólk og kaupendur alls staðar að af landinu. Þarna kennir margra grasa og má þá nefna handverk og fleira. Markaðsdagur í Lónkoti Í FRÉTT Morgunblaðsins 3. júlí sl. um umhverfisvottun Toyota sam- kvæmt hinum alþjóðlega ISO 14001- staðli, var sagt að aðeins þrjú íslensk fyrirtæki, Actavis, Línuhönnun og Alcan, hefðu fengið vottun. Hið rétta er að eftirfarandi fyrirtæki hafa einnig fengið vottun: Borgarplast, Hagvagnar, Hópbílar, Landsvirkjun, Árvakur og Orkuveita Reykjavíkur. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fleiri með um- hverfisvottun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.