Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 43

Morgunblaðið - 06.07.2007, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 43 Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á SANDRA BULLOCK MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI ...EÐA EKKI? Sýnd kl. 4, 5:45 og 8 Með íslensku tali Sýnd kl. 4, 6 og 10 Með ensku tali SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee S.V. - MBL. “...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 www.laugarasbio.is "LÍFLEG SUMARSKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS Evan hjálpi okkur Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Yippee Ki Yay Mo....!! 10 Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10 Sýnd kl. 7:30 og 10-POWERSÝNING -bara lúxus Sími 553 2075 “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Yippee Ki Yay Mo....!! Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY Evan Almighty kl. 6 - 8 - 10 Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Premonition kl. 5.45 - 8 - 10 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Miðasala á FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY Í DAG eru nákvæmlega fimmtíu ár liðin frá því að John Lennon hitti í fyrsta skipti gítarleik- arann Paul McCartney á Woolton-útiskemmt- uninni í Liverpool. Upp frá því hófst eitt allra frægasta samstarf tveggja tónlistarmanna á tutt- ugustu öldinni og ávaxtanna af samstarfi þeirra í hljómsveitinni The Beatles verður eflaust notið um ókomna tíð. Litlum sögum fer af fyrsta samtali þeirra fé- laga en fyrr en varði var McCartney genginn til liðs við hljómsveitina Quarrymen sem Lennon hafði stofnað nokkrum mánuðum áður. McCart- ney útvegaði sveitinni betra æfingahúsnæði í bíl- skúr föður síns og áður en langt um leið voru þeir Lennon og McCartney byrjaðir að semja saman lög. Ári síðar taldi McCartney Lennon á að hleypa George Harrison inn í sveitina en Lennon fannst Harrison vera helst til ungur. Stuttu síðar gekk listaskólafélagi Lennons, Stuart Sutcliffe, til liðs við Quarrymen en þá sneru þeir sér að harðara rokki og breyttu nafni sveitarinnar í Jo- hnny and the Moondogs. Það nafn lifði þó ekki lengi. Árið 1960 breyttu þeir félagar fimm sinnum um nafn. Fyrst stakk Sutcliffe upp á nafninu the Beetles sem einskonar virðingarvott um Buddy Holly and The Crickets sem hann og Lennon héldu mikið upp á. Lennon fannst Beatals betra. Næst breyttu þeir nafninu í Silver Beats, síðan The Sil- ver Beetles, þá næst Silver Beatles sem Lennon stytti svo að lokum í The Beatles – og Guð sá að það var gott! Samstarf þeirra Lennon og McCartney á árunum 1957-1969 er einstakt í tónlistarsögunni. Eftir þá liggja mörg af fræg- ustu rokklögum allra tíma og enn er The Beat- les söluhæsta hljómsveit í Bandaríkjunum fyrr og síðar. Árið 1985 greindi útgáfufyrirtæki The Beatles að sveitin hefði selt um milljarð platna um allan heim og er öruggt að sú tala hefur hækkað allverulega á síðustu tuttugu árum. Hver samdi hvað? Lennon og McCartney ákváðu mjög snemma að öll lög sem þeir semdu yrðu eignuð þeim báð- um, hvort sem þeir semdu tiltekið lag saman eða ekki. Þrátt fyrir að sú íþrótt hafi orðið æ vinsælli í seinni tíð að geta upp á þeim lögum sem annaðhvort Paul eða John samdi, eru þau örfá lögin sem þeir félagar komu ekki báðir að á einhverjum stigum málsins. Þó er vitað er að þeir tókust á um tvö lög. Annars vegar „In My Life“ og „Eleanor Rigby“. Í tilviki „In My Life“ sem Lennon sagðist hafa samið, utan millikaflans („woke up, got out of bed …“) heldur McCartney því fram að hann hafi í raun samið allt lagið og notað til þess áhrif frá tveimur Smokey Robinson lögum, „You’ve Really Got a Hold on Me“ og „Tears of a Clown“. Hvað „Eleanor Rigby“ varðar segir McCartney að hann hafi samið lagið einn og spilað það svo fyrir tónlistarmanninn Donovan. Lennon hélt því hins vegar fram árið 1972 að hann hefði samið um 70% af textanum. Besta rokktvíeyki allra tíma 50 ár eru liðin frá því að þeir John og Paul hittust í fyrsta sinn á útiskemmtun í Liverpool Corbis Lognið Paul McCartney og John Lennon í upptökuveri CBS sjónvarpsstöðvarinnar árið 1964. Flutningur þeirra í þætti Eds Sullivan skaut þeim beinustu leið á toppinn í Bandaríkjunum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.