Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 06.07.2007, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 6. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ / KRINGLUNNI/ ÁLFABAKKA ZODIAC kl. 9 B.i.16.ára OCEAN'S 13 kl. 8 - 10:30 B.i.7.ára PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5:30 B.i.10.ára Evan hjálpi okkur Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY VERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á WWW.SAMBIO.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS SHREK 3 m/ensku tali kl. 8:15 - 10:20 LEYFÐ DIGITAL SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4:15 - 6:15 LEYFÐ DIGITAL CODE NAME: THE CLEANER kl. 4 - 6 - 8 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 10:10 B.i. 7 ára DIGITAL PIRATES OF THE CARRIBEAN 3 kl. 5:30 - 8:40 B.i. 10 ára DIGITAL EVAN ALMIGHTY kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ EVAN ALMIGHTY VIP kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ BLIND DATING kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 B.i.10.ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 4 - 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ Lýstu eigin útliti Á ekki að fylgja mynd með þessari grein? Hvort segir þú „ligga ligga lálá“ eða „ligga ligga lái“? (Spurt af síð- asta aðalsmanni, Katrínu Rut Bessadóttur.) „Ligga ligga lái“ held ég, svei mér þá … Hvaða auglýsingar þol- irðu ekki? Ég elska allar auglýs- ingar! Hvaða bók lastu síðast? Munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Á hvaða plötu ertu að hlusta? Nýju plötuna með Josh Groban, Awake. Hvað uppgötvaðir þú síð- ast um sjálfan þig? Að ég væri bara ágæt- iskokkur. Hvert er átrúnaðargoðið? Í söngnum er það Tom Jones örugglega. Besta lag allra tíma? Bridge Over Troubled Water. Hefurðu reynt að hætta að drekka? Jájá, margoft … þangað til að mér tókst það loksins. Hefurðu þóst vera veikur til að sleppa við að mæta í vinnu eða skóla? Já, alveg örugglega þegar ég var pjakkur í skóla. Ertu milljónamæringur? Já, auðvitað! Hverjum myndirðu helst vilja syngja með dúett? Tom Jones. Hvaða kvikmynd eða sjónvarps- efni hefur haft mest áhrif á þig? The Secret. Hvaða setningu ofnotarðu í út- varpi? Það held ég … Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Hver hljóðritaði lagið „Undir tungunnar rót“ og hver er höf- undur lags og texta? BJARNI ARASON AÐALSMAÐUR VIKUNNAR ER ÚTVARPSMAÐUR OG SÖNGVARI SEM FAGNAR ÞVÍ AÐ 20 ÁR ERU LIÐIN SÍÐAN HANN VAR ÚTNEFNDUR LÁTÚNSBARKINN Á SVIÐI MEÐ STUÐMÖNNUM Í TÍVOLÍ Í HVERAGERÐI Svalur Bjarni Ara má vera glaður með tímamótin og enda eini Látúnsbarkinn í huga þjóðarinnar. ÞUNGUN Christinu Aguilera hefur verið staðfest. Fregnir herma að söngstúlkan eigi von á sínu fyrsta barni með eiginmanni sínum, Jordan Bratman. Parið hefur ekki enn gefið út yfirlýsingu, en faðir Christinu, Fausto, orgaði af kátínu: „Ég er svo spenntur! Ég vil að Christina nái öllum sínum markmiðum. Ég vil að hún sitji ein að allri hamingju heimsins!“ Kunningi stúlkunnar sagði einnig: „Christina hefur alltaf verið mikið fyrir efnisheiminn. Hún verður án alls vafa fyrirtaksmóðir.“ Söngstúlkan Christina Aguilera ófrísk Reuters Með barni Aguilera er ekki lengur kona einsömul. LEIKSTJÓRINN umdeildi, Oliver Stone, er hvorki þekktur fyrir að sitja á skoðunum sínum né strák. Nýverið þurfti hann hann hins vegar að þola af- ar grófar yfirlýsingar af hálfu Mahmo- uds Ahmadinejads, forseta Írans. Mahmoud opnaði munninn í kjölfar þess að Stone bauðst til að gera heim- ildarmynd um forsetann. Orð Mahmo- uds voru á þá leið að Stone væri hluti af hinni „miklu menningarbyltingu Satans“. Stone var ekki lengi að bregðast við í þekktum spjallþætti: „Ég hef verið kallaður ýmislegt, en aldrei áð- ur „mikill Satan“. Ég óska írönsku þjóðinni velfarnaðar og hlýt að vona að reynsla þeirra af óhæfum forseta verði betri en okkar Bandaríkja- manna.“ Oliver Stone „mikill Satan“ Reuters Fjaðrafok Það stendur ævinlega styr um leikstjórar Oliver Stone. HINN vinsæli ítalski stórtenór Andr- ea Bocelli er væntanlegur til lands- ins. Söngvarinn heldur hljómleika í Egilshöll hinn 31. október næstkom- andi og mun njóta aðstoðar tveggja annarra söngvara auk tékknesku sinfóníunnar. Samtals koma um hundrað manns til landsins vegna viðburðarins. Mikill fengur þykir í komu Bocellis en hann er ein skærasta söngstjarna heims um þessar mundir. Hann þykir jafnvígur á popp og klassík og hefur meðal annars sungið með Celine Dion og Christinu Aguilera. Bocelli til Íslands Vinsæll Andrea Bocelli, er í hópi dáðustu tenóra nú um stundir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.