Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 20
skornum ávöxtum, hunangi og snjó. Sigurför íssins hófst svo fyrir alvöru á Ítalíu á sextándu öld, en það er einkum og sér í lagi Flór- ens sem gerir tilkall til „höfundar- réttarins“ að fyrsta ísnum eins og við þekkjum hann í dag. Það var arkitektinn Berndardo Buontalenti sem kom fram með uppskrift að ís þar sem í fyrsta sinn var notuð mjólk, egg og rjómi. Það var svo hinn sikileyski Francesco Procopio dei Coltelli sem starfaði við hirð sólkonungsins Loðvíks XIV. er opnaði fyrsta ísbar (caffè-gela- tieria) sögunnar, hið fræga Caffè Procope, í 6. hverfi Parísarborgar, sem hefur verið rekið þar allar götur síðan. Hér á undan var minnst á snjóís Rómverjanna og e.t.v. má rekja krapís- og granítuhefð Ítala til þeirra, en til forna tíðkaðist víðar að geyma snjó undir hálmi eða í köldum kjöllurum eða hellum (á Sikiley var t.d. náð í snjó úr Madóníufjöllunum) og síðan var bragðbættu sírópi blandað saman Ljósmynd/ Hanna Friðriksdóttir Kaffigraníta Krapís og sætabrauð (brioche) er ekki óalgengur morg- unmatur á Suður-Ítalíu. Þetta sýnir könnun á veg-um Háskólans í Amst-erdam fram á, en rann-sóknin byggist á því að andlitsdrættir Evrópubúa voru stúderaðir á meðan þeir brögðuðu á hinum ýmsu fæðutegundum. Sá matur sem tendraði hvað helst fram sælubros var ís. Það vakti at- hygli að hinna góðu áhrifa gætti sterkast hjá Ítölum af öllum Evr- ópuþjóðunum, en andlit Ítala tjá um 86% af hamingju þegar þeir borða ís á meðan Evrópumeð- altalið er 64%. Hver ætli sé ástæðan fyrir þessu? Það fyrsta sem manni dett- ur í hug er að ítalski ísinn hljóti að vera sá besti í Evrópu. Ítalir bera mikla virðingu fyrir mat og má segja að það ríki nokkurs konar ástarsamband á milli þeirra og ákveðinna fæðutegunda og rétta. Sem dæmi má nefna lasagna, pits- ur, pasta, parmaskinku, parmesan- ost, tómata, mozzarella og ís. Til vitnis um hina miklu matar- ást Ítala er flokkur gæluorða þar sem orð úr ríki matar og drykkjar eru notuð. Ein algengustu ástar- yrði Ítala eru t.d. zuccherino (syk- urmoli), dolcezza (konfekmoli), bis- cottino (litla kexkaka), prosciuttino (skinkubiti) og fragolina (litla jarð- arber, aðeins notað um konur). Það er ekki víst að sá sem yrði ávarpaður/ávörpuð sem kæra hangikjötslæri, guðdómlega app- elsína, litli sæti banani, stórbrotna ostakarfa, að ég tali nú ekki um magnþrungna melóna myndi bregðast vel við. Samanburðarrannsókn á Ítölum og Íslendingum á þessu sviði leiddi sjálfsagt til athyglisverðra niðurstaðna. Hrátt hangikjöt kemst t.d. næst ítölsku hrásk- inkunni, prosciutto. Hangikjöt er rómaður þjóðarréttur en þó dytti fáum í hug að nota það sem gælu- orð, og enn fleiri myndu taka það óstinnt upp. Skýringin á brosmildi Ítala við ísátið er vafalaust að hluta tengd hinni miklu matarást þeirra og svo er það mál margra (ekki bara Ítala sjálfra) að ítalski ísinn sé sá besti í heimi og skyldi það engan undra þar sem Ítalía á að baki margra alda íshefð. Rómverjar til forna snæddu sína „nivatae potio- nes“, sem voru kaldir eftirréttir, en Neró keisari ku árið 62 e. Krist t.d. hafa boðið gestum upp á eft- irrétt sem samanstóð af niður- við snjóinn og hann borðaður. Á Sikiley ríkir sterk granítuhefð, en granítur eru semsé íshröngl sem í dag er búið til í sérstökum ísmuln- ingsvélum og síðan er það bragð- bætt með ýmsum hætti. Klassísku bragðtegundirnar eru kaffi og sí- tróna, en einnig er t.d. hægt að fá granítur með bragði af möndlum, mandarínum, jarðarberjum, mó- berjum (gelso) og skógarberjum (ath. að góðar ísbúðir á Ítalíu nota „alvöru“ hráefni til að bragðbæta ísinn og graníturnar, það eru t.d. engir möndludropar notaðir eða gervibragð, heldur eru notaðar ekta möndlur, melónur, sítrónur o.s.frv.) Fyrir Ítölum koma hinar einu sönnu granítur frá Sikiley. Íshrönglið sem þar er notað er miklu fínlegra og mýkra en geng- ur og gerist og þeir nota náttúru- lega sínar frægu sætu sítrónur í graníturnar, og óhætt er að full- yrða að varla er hægt að finna ljúffengari eða meira svalandi drykk en sítrónugranítu. Granita al caffè Fyrir fjóra 200 g sykur 2 dl espressókaffi tilbrigði: 2 dl þeyttur rjómi Útbúið sykursíróp í potti með því að láta sykur sjóða í 2 mín. í ½ l af vatni. Kælið þar til sírópið er volgt og blandið svo kaffi vel sam- an við. Setjið kaffisíróp í skál eða form og setjið í frysti til að láta storkna. Hrærið reglulega í ís- kaffinu þar til að það er orðið að hörðu fínu íhröngli. Deilið ís- kaffinu þá strax niður í glös eða bolla og bætið ef vill þeyttum rjóma ofan á eða borðið með skeið eins og kemur fyrir.  Letiútgáfa Setjið klaka í mat- vinnsluvél og saxið niður í fínlegt hröngl (snjóáferð), komið fyrir í glösum og hellið köldu kaffi- sírópinu yfir, eða öðru heimatil- búnu sírópi, t.d. sítrónu. Ís er sú fæða sem kemur fólki helst til að brosa og kætir umfram annan mat, segir Hanna Friðriksdóttir. Brosandi ítalskir ískallar Ís kallar gjarnan fram sælubros er hans er neytt. Ítalski ísinn sá besti í heimi maturmælt með… 20 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Hressandi ganga Flestir landshlutar fá einhvern skerf af vætu um helgina gangi veð- urspáin eftir en þó verður vindur hægur og veður milt. Gönguferðir í smárigningu geta verið einkar hress- andi en svo má líka alltaf kúra sig nið- ur í bók eða taka í spil með börnunum ef sólin ætlar að hvíla sig á þeim yl- sendingum sem hún hefur verið að senda landsmönnum undanfarnar vikur við góðan orðstír og miklar vin- sældir. Bryggjuhátíð á Drangsnesi Annars eru menn í sumarskapi enda stendur útileguvertíðin sem hæst og mikið er um að vera á lands- byggðinni sem glatt getur ferða- menn. Upplagt er t.d. að skella sér á Strandirnar um helgina því hin ár- lega bryggjuhátíð Strandamanna á Drangsnesi verður haldin með pomp og prakt á morgun. Að venju verður mikið um dýrðir, t.a.m. er á dagskrá hefðbundið sjávarréttasmakk, dorg- veiði, Grímseyjarsigling, grillveisla, kvöldvaka, landsleikur, tónleikar, söngvarakeppni og bryggjuhátíðar- ball við undirleik Veðurguðanna. Listasýningar verða opnar og ljós- myndasýningin Húsin í hreppnum verður á spjöldunum á holtinu við verslun KSH og á hitaveituskúrnum við heitu pottana. Álfar og tröll á Galdraloftinu Séu menn komnir á þessar slóðir er ekki úr vegi að bregða sér í hálf- tíma ökuferð til Hólmavíkur og njóta þar menningar. Sagnamaðurinn, galdramaðurinn og skemmtikraft- urinn Sigurður Atlason leiðir gesti um króka og kima íslenskrar þjóðtrú- ar og sprettir úr spori á hlaupabraut sagnalistarinnar. Dagskráin, sem fer fram á Galdraloftinu á Galdrasafninu á Hólmavík, er þrjú kvöld í viku, fimmtudags-, föstudags- og laugar- dagskvöld og hefst kl. 21.00. Heyannir á Árbæjarsafni Heyannir munu standa yfir á Ár- bæjarssafni á sunnudaginn en þá er meiningin að slá og helst að binda í bagga, sem settir verða á hesta, ef ekki rignir og hey næst þurrt í hús. Auk þess verður gömlu landpóstanna minnst með því að hestamenn fara hringinn á safnasvæðinu og bera bréf á milli húsa. Skálholtshátíð og Klausturmessa Fyrir kirkjuglaða má geta þess að hin árlega Skálholtshátíð, sem miðast við Þorláksmessu að sumri, verður haldin um helgina. Dagskráin er veg- leg að vanda og hefst á morgun með erindi um tónskáldið Buxtehude sem hin bandaríska Margaret Irwin- Brandon flytur í Skálholtsskóla. Kl. 15 eru svo tónleikar með tónlist eftir Buxtehude sem sönghópurinn Gríma flytur ásamt Bachsveitinni undir stjórn Jaaps Schröders. Kl. 17 verða tónleikar Skálholtskórsins undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar og á sunnudag kl. 14 verður svo hátíðarmessa í Skálholtsdómkirkju . Í Viðey er síðan fyrirhuguð klausturmessa á sunnudag kl. 14.30 undir söng Voces Thules. Eftir messu fjallar séra Þórir Stephensen, fyrr- verandi staðarhaldari, um Viðeyj- arklaustur. Unglingar munda kylfurnar Á íþróttasviðinu er lítið um að vera þessa helgina, en þó fer fram sveita- keppni unglinga í golfi. Eldri flokkarnir munu keppa á Hólmsvelli í Leiru , en 15 ára ung- lingar og yngri keppa á Vífilsstaða- velli í Garðabæ. Keppni hefst í dag og lýkur á sunnudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.