Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Eggert Átök Andrew í viðureign við KR-inga í efstu deild í fyrra. Eftir Ómar Garðarsson omar@eyjafrettir.is FORRÁÐAMENN Fjölnis sáu ástæðu til að biðja Eyjamenn af- sökunar á framferði stuðnings- manna sinna eftir leik Fjölnis og ÍBV í fyrstu deildinni á Fjölnisvelli á mánudaginn. Ástæðan var meint- ir kynþáttafordómar gagnvart And- rew Mwesigwa, leikmanni ÍBV sem er frá Úganda. Eyjamenn vilja ekki gera mikið úr þessu og segja að fleiri í ÍBV- liðinu hafi fengið gusur frá stuðn- ingsmönnum Fjölnis. Það sé hluti af leiknum þótt einhverjir hafi e.t.v. farið yfir strikið. Sjálfur tekur And- rew í sama streng, segist hafa skilið þegar honum var líkt við eina af stóru stjörnunum í ensku deildinni. Það hafi hann tekið sem hrós en hafi einhver skoðun á honum sem leikmanni verði hann að taka því eins og aðrir knattspyrnumenn, hvar sem er í heiminum. Einn af strákunum Andrew Mwesigwa byrjaði hjá ÍBV í fyrra og lætur vel af dvölinni í Eyjum þó munurinn sé mikill sé miðað við Úganda. Hann er 23 ára og hefur leikið með landsliði Úg- anda í fjögur og hálft ár. „Hér hafa allir reynst mér mjög vel og ég hef ekkert að kvarta yfir. Fólk hefur tekið mér vel og hjá ÍBV er ég bara einn af strákunum,“ sagði Andrew. Hann segir að fátt í Vest- mannaeyjum minni á sínar heima- slóðir en því verði hann að taka sem atvinnumaður í knattspyrnu. „Ég tek því sem að höndum ber en ég verð að viðurkenna að það getur orðið kalt á Íslandi. En ég get borð- að allan mat sem þið eruð með og fólkið er hlýlegt sem hjálpar mik- ið.“ Þegar talið berst að atvikinu í leiknum á mánudaginn vill Andrew ekki gera mikið úr því, segist ekki hafa heyrt neitt sem var meiðandi. „Það kallaði einhver til mín og líkti mér við Makalele, sem leikur með Chelsea. Það var það eina sem ég skildi. Ég tók það sem hrós en ekki sem kynþáttafordóma á nokkurn hátt. Í fyrra varð ég fyrir aðkasti í leik gegn FH en ég held að það hafi verið vegna þess að þá var ég nýr í íslenskum fótbolta.“ Andrew segir að köll inn á völlinn séu ekkert einsdæmi á Íslandi, menn geti líka fengið það óþvegið í Úganda. „En það má ekki vera meiðandi eða niðurlægjandi fyrir leikmanninn á nokkurn hátt. Ég er ekkert merkilegri en aðrir og vilji einhver segja álit sitt á mér sem leikmanni er það bara allt í lagi. Segi einhver að ég sé lélegur knatt- spyrnumaður verð ég að sætta mig við það. Þannig er nú bara fótbolt- inn.“ ÍBV féll niður um deild í fyrra og er nú í 5. sæti fyrstu deildar. And- rew segir að mikill munur sé á deildunum en hann segir að ÍBV eigi heima í úrvalsdeild. „Það geng- ur vel og illa í fótboltanum og núna erum við búnir með slæma kaflann. Við mætum sterkir í leikina sem eftir eru og ætlum okkur að komast upp,“ sagði Andrew að endingu. Kynþáttafordómar af og frá Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, segir af og frá að það sem gerðist á Fjölnisvelli á mánudaginn eigi eitthvað skylt við kynþáttamis- rétti eða fordóma. „Það var margt fyndið sem kom frá stuðnings- mönnum Fjölnis sem studdu sitt lið,“ sagði Heimir. „Mér fannst þeir skemmtilegir, sungu af krafti og hvöttu sína menn áfram eins og stuðningsmenn eiga að gera. Það gerist alltaf að ein- hverjir fara yfir strikið en margt af því sem íslensku leikmennirnir fengu á sig var miklu verra en það sem sagt var um Andrew. Það sem sagt var við hann voru ekki kyn- þáttafordómar, það er af og frá að halda því fram. Ég vil þó leggja áherslu á að ef það má segja niðr- andi hluti um íslenska leikmenn verða erlendir leikmenn að sætta sig við það sama, hverrar þjóðar sem þeir eru og hver sem litarhátt- urinn er. Það verður sama yfir alla að ganga,“ sagði Heimir að lokum. Báðust afsökunar Viðar Elíasson, formaður knatt- spyrnudeildar ÍBV, vill heldur ekki gera mikið úr málinu en segist ekki vita nógu mikið til að geta lagt dóm á það sem gerðist í leiknum. „Maður verður að vita alla mála- vexti og á meðan vil ég ekki dæma kannski þá sem eiga það ekki skil- ið,“ sagði Viðar. „Það sem ég veit er að for- ráðamenn Fjölnis komu til okkar eftir leik og báðust afsökunar á því sem þeir kölluðu kynþáttafordóma. Ég treysti þeim og forystu KSÍ til að taka á málinu því hörundslitur leikmanna á ekki að skipta máli. Gerist það er illa komið fyrir okkur. En hvað var sagt og hver sagði hvað veit ég ekki.“ Hann sagði að fleiri leikmenn ÍBV hefðu fengið skot frá áhorf- endum. „En það má ekki dæma alla áhorfendur fyrir það sem einn eða tveir úr hópnum segja. Þetta er nú einu sinni leikur og fari eitthvað úr- skeiðis er það dómarans að gefa skýrslu og KSÍ að taka á málinu.“ Viðar sagði að málið hefði ekki verið rætt innan ÍBV og það væri í þeirri trú að þetta gerðist ekki aft- ur. „Sama gerðist reyndar í fyrra að Andy varð fyrir áreitni í leik gegn FH. Það var tekið á því máli, bæði hjá FH og KSÍ,“ sagði Viðar og varar við svona sé blásið upp. „Við Eyjamenn erum heldur ekki saklausir og hún á við setningin gullvæga; maður, líttu þér nær. Flestir knattspyrnumenn á Íslandi þekkja Hólinn við Hásteinsvöll í Vestmannaeyjum. Þar kunna menn að koma orðum að hlutunum.“ Kynþáttafordómar enn á dagskrá í íslenskri knattspyrnu Liturinn á ekki að skipta máli Mogunblaðið/Ómar. Svart og hvítt Andrew Mwesigwa og Heimir Hallgrímsson, þjálfari Eyja- manna, vilja ekki gera mikið úr köllum frá áhorfendum í hita leiksins. Andrew Mwesigwa frá Uganda og leikmaður Eyjamanna í knattspyrnu kippir sér ekki upp við að hrópað sé á hann á knattspyrnuvöllunum og leiðist ekki að vera líkt við Makalele í Chelsea 8 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MÁVURINN hefur verið umdeildur mjög meðal höfuðborgarbúa í sum- ar, en nú ber svo við að hann er nánast alveg horfinn þaðan sem helst hefur verið kvartað yfir hon- um. Gunnar Þór Hallgrímsson, líf- fræðingur hjá Náttúrustofu Reykjaness, hefur fylgst með máv- unum og segir hann þessa hegðun heldur óvænta. „Núna, eins og fingri sé smellt, hefur þessum máv- um sem hafa verið í kringum Reykjavíkurtjörn og eins lækinn í Hafnarfirði fækkað alveg veru- lega,“ segir Gunnar. Nú þurfi því að kanna hvað valdi þessari skyndi- legu breytingu. „Það bendir margt til þess að einhvers staðar hafi fundist fæða og þeir hafi þá allir hópast þangað, en við höfum ekki áttað okkur á því ennþá hvar það er.“ Önnur möguleg skýring að mati Gunnars gæti verið sú að mávarnir hafi einfaldlega gefist upp á lang- dvölum þar sem litla fæðu sé að fá, og því yfirgefið landið. Sílamáv- urinn er eini mávurinn sem er al- gjör farfugl og dvelur hann við strendur Pýreneaskaga og NV- Afríku á veturna. Yfirleitt er hann þó á Íslandi fram í september og væri því óvenjusnemmt ef fuglarnir væru þegar flognir. „Það er alla- vega víst að þetta hefur ekkert með eitranirnar að gera, því þetta virð- ist vera af eðlilegum ástæðum,“ segir Gunnar og bendir á að ein- ungis hafi verið eitrað fyrir varp- fugla, en það hafi ekki haft áhrif því fuglafjöldinn haldi sér enn í vörpunum umhverfis Reykjavík. Náttúrustofa Reykjaness vinnur nú að því að merkja mávana með radíósendum til að fylgjast með ferðum þeirra og er ætlunin að merkja 30 máva í Reykjavík og 15 á Suðurnesjum, en aðeins þrír höfðu þegar verið merktir þegar máv- inum tók að fækka. „Þetta er óheppilegt fyrir okkur og orðið erf- iðara núna því það gengur ekki eins vel að lokka þá með brauðinu.“ Gunnar segir þó óvíst hvort ástand- ið sé varanlegt eða hvort mávurinn muni snúa aftur innan skamms, t.d. ef nýfengin fæða verður étin upp. „En akkúrat núna er ástandið eðli- legt, eins og það ætti að vera þegar allt er með felldu.“ Morgunblaðið/Brynjar Gauti Bjargar sér Sumum hefur þótt mávurinn fullaðgangsharður í fæðuleitinni. Sílamávurinn lætur sig hverfa PARKET & GÓLF • ÁRMÚLA 23 SÍMI: 568 1888 • FAX: 568 1866 WWW.PARKETGOLF.IS PARKET@PARKETGOLF.IS ÁRATUGA ÞEKKING, ÞJÓNUSTA OG RÁÐGJÖF ClickBoard BYLTINGARKENNDAR VEGG- OG LOFTPLÖTUR Parket & Gólf býður einstaka lausn fyrir vegg- og loftplötur frá þýska framleiðandanum Parador HDF plöturnar frá Parador hafa nær engin sýnileg samskeyti og eru einstaklega auðveldar í uppsetningu. KOSTIRNIR ERU AUGLJÓSIR Hagkvæm og ódýr lausn • einföld uppsetning - 50% fljótlegra höggþolið • auðvelt að þrífa • lítil eða engin sparslvinna losnar við allt ryk • 50 kg. burðarþol á skrúfu stílhreint og nútímalegt útlit • 10 ára ábyrgð Komdu við í verslun okkar og kynntu þér þessa einstöku lausn - við tökum vel á móti þér ka ld al jó s 20 06

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.