Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.2007, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is REYKVÍKINGAR hafa notið mikillar veðurblíðu síðustu vikur, svo mikillar að mörgum hefur þótt nóg um og beðið veðurguðina um svolitla vætu. Þeim varð að ósk sinni í gær þegar hellirigndi í höfuðborginni. Þessi kona lét rigninguna ekki á sig fá og hjól- aði ótrauð út í Gróttu, en þar í kring eru góðir hjólastígar, fallegt umhverfi og fuglalíf. Gróttu er lokað snemmsumars á hverju ári til þess að varpfuglar fái frið til að liggja á eggjum og koma upp ungum, en þar fyrir utan þarf fólk að gæta sín á sjávarföllum til þess að lokast ekki úti í eynni. Í dag er óhætt að vera þar frá því uppúr tvö til sex og njóta fegurðarinnar og kyrrð- arinnar, sama hvernig viðrar. Morgunblaðið/Frikki Síðdegisskúr eftir langan blíðviðriskafla Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is HEIÐAR Helguson knattspyrnu- maður skrifaði í gær undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeild- arliðið Bolton og kom ákvörðun Heiðars mörgum á óvart. Enskir fjölmiðlar hafa á undanförnum vikum leitt að því líkur að Heiðar myndi fara til síns gamla félags, Watford, sem leikur í 1. deild á næstu leiktíð, en Heiðar átti eftir tvö ár af samningi sínum við úrvalsdeildarliðið Ful- ham. Bolton greiðir tæplega 160 millj. kr. fyrir Heiðar en hann hafnaði á dögunum tilboði frá fyrstudeildar- liðinu WBA sem er frá Birmingham. Ekkert frést „Þetta kemur vafalaust mörgum á óvart að ég skuli vera kominn til Bolton enda hefur ekkert frést af þessu. En ég er afar ánægður með þessa niðurstöðu og ég lít á skiptin sem stórt skref upp á við fyrir mig. Það var alltaf vilji hjá mér til að vera áfram í úrvalsdeildinni og það verður spennandi að spila fyrir Bolt- on,“ sagði Heiðar í samtali við Morgunblaðið í gær. Heiðar er þrítugur að aldri og verður hann fjórði Íslendingurinn til þess að leika með aðalliði Bolton, hinir eru Arnar Gunnlaugsson, Eið- ur Smári Guðjohnsen og Guðni Bergsson. Heiðar hefur verið at- vinnumaður frá árinu 1998 er hann gekk í raðir norska liðsins Lille- ström frá Þrótti í Reykjavík. Wat- ford keypti hann árið 2000.| Íþróttir „Stórt skref upp á við“ Heiðar Helguson leikur með Bolton. Heiðar Helguson samdi við Bolton „ÞAÐ ER á ögurstundu að fólk trúir því að friðarumleitanir skili því ein- hverjum árangri, einhverjum betri lífskjörum og einhverjum möguleik- um til framtíðar,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í samtali við ríkissjónvarpið í gær- kvöldi eftir að hafa fundað með pal- estínskum ráðamönnum. Morgun- blaðið náði ekki sambandi við ráðherrann í gærkvöldi. Ingibjörg Sólrún heimsækir þessa dagana Ísrael, Palestínu og Jórdan- íu. Hún hitti í gær forsætisráðherra palestínsku bráðabirgðastjórnarinn- ar, Salam Fayyad, og forseta lands- ins, Mahmoud Abbas. Hún heimsótti einnig læknamiðstöð og átti fund með þingkonunni Hanan Ashrawi. Ingibjörg Sólrún segist hafa heyrt það bæði hjá ráðamönnum í Ísrael og Palestínu að nú sé tækifæri til friðarumræðna, því tíminn sé að hlaupa frá ráðamönnum beggja þjóða. Málin séu komin í algert öng- stræti, því mikil pólitísk, efnahags- leg og félagsleg kreppa sé í Palest- ínu og Ísraelsmenn eigi engra kosta völ nema að semja við bráðabirgða- stjórnina. Annars blasi alger upp- lausn við með tilheyrandi hættu á hryðjuverkum. Varðar öryggi fólks alls staðar í hinum vestræna heimi Hún segir það hafa komið sér í opna skjöldu þegar ísraelskir þing- menn stungu upp á því að Íslend- ingar tækju við því hlutverki sem Norðmenn gegndu í friðarviðræðum þjóðanna á milli. „Ég skal ekkert um það segja hvort við getum gert það, en ef það er möguleiki þá eigum við að gera það, vegna þess að þetta varðar ekki bara stöðu fólks hér í landinu og samúð okkar með því, heldur öryggi fólks alls staðar í hin- um vestræna heimi.“ Ingibjörg Sólrún verður í Jerúsal- em í dag, þar sem hún heimsækir meðal annars Aida-flóttamannabúð- irnar og ræðir við leiðtoga úr hópi ísraelskra og palestínskra kvenna. Ingibjörg Sólrún segir ögurstund vera runna upp Fundur Ingibjörg Sólrún ræddi í gær við Abbas, forseta Palestínu. Umleitanir Ísraela komu utanríkisráð- herra í opna skjöldu FÍKNIEFNABROTUM fækkar í júní miðað við sama tímabil á undanförnum tveimur árum. Fækkun milli ára er um 22%, að því er kemur fram í bráðabirgðatölum afbrotatölfræði embætt- is ríkislögreglustjóra fyrir júnímánuð. Þar kemur jafnframt fram að í ár hafi færri hegningarlagabrot verið skráð í málaskrá lögregl- unnar en í fyrra og árin 2003 og 2004, en heldur fleiri brot voru skráð í júní árið 2005. Mest jukust brot á umferðarlögum og helstu skýringar á því eru aukið eftirlit lögreglu, lækkun vikmarka og fjölgun bifreiða. Umferðarlagabrot hafa ekki ver- ið fleiri undanfarin fimm ár. Fjölgun brota gegn valdstjórn Lögreglan bendir sérstaklega á þróun brota gegn valdstjórninni. Í janúar sl. voru framin sex- tán slík brot en með vorinu og fram á sumar hefur brotum fjölgað og voru þau í júní alls þrjátíu. Bendir lögreglan á að refsirammi brota gegn valdstjórn hafi nýlega verið hækkaður úr sex ára fangelsi í átta ár. Þá er einnig komið inn á að sífellt fjölgi öku- mönnum sem aki undir áhrifum fíkniefna. Þannig voru sextán ökumenn kærðir í janúar en 61 öku- maður í júnímánuði. Aukið eftirlit er meginskýr- ingin en reynsla er enn að komast á breytingu um- ferðarlaga þar sem miðað er við „ekkert umburðarlyndi“ þegar kemur að fíkniefnanotkun og akstri ökutækja. Fíkniefnabrotum fækkaði milli ára Færri hegningarlagabrot skráð í málaskrá lögreglu í júní en í sama mánuði í fyrra, árið 2003 og 2004. Fækkunin er um 22% miðað við árið 2006 Leit 61 var kærður fyrir að aka und- ir áhrifum fíkniefna í júnímánuði. ♦♦♦ ENGAN sakaði þegar eldur kvikn- aði í potti í Hafnarfirði í fyrra- kvöld. Húsmóðir þurfti að bregða sér frá matargerðinni yfir í næsta herbergi en á örskotsstundu gaus eldur upp í eldhúsinu. Heimilis- manni tókst að ráða niðurlögum eldsins með handslökkvitæki og koma í veg fyrir stórtjón. Mikill reykur mætti lögreglu og slökkvi- liði á vettvangi, en heimilisfólki hafði tekist að koma sér út af sjálfsdáðum. Nokkrar skemmdir urðu á eldhúsinnréttingu en um- fang reykskemmda er óljóst. Eldur í eldhúsinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.