Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FÍKNIEFNAEFTIRLIT vegna verslunarmannahelgarinnar hófst mánudaginn 23. júlí sl. Leitað hefur verið á 325 stöðum og af þeim fund- ust fíkniefni á 61 stað. Eftirlitinu er hins vegar langt frá því að vera lokið og verður umfangsmikið alla helgina. Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórans á höfuðborgar- svæðinu hafa haldið úti skipulögðu eftirliti með fíkniefnasölum á und- anförnum vikum, með það að mark- miði að draga úr framboði og sölu fíkniefna á útisamkomum. Sam- kvæmt upplýsingum frá ríkislög- reglustjóra verða þrjú teymi rann- sóknarlögreglumanna ásamt fíkniefnaleitarhundum öllum lög- regluliðum landsins til aðstoðar um helgina. Í Vestmannaeyjum hafa fundist fíkniefni á tveimur þjóðhátíðar- gestum en í báðum tilvikum var um minniháttar magn efna að ræða. Einnig verður umferðareftirlit stóraukið. Notast verður við þyrlu Landhelgisgæslu Íslands, ómerkta lögreglubíla auk sjálfvirkra hraða- myndavéla. Lögreglubifreiðar eru einnig búnar nýjum tækjum, sem gera lögreglumönnum kleift að mæla hraða ökutækja óháð aksturs- stefnu lögreglubílsins. Að gefnu til- efni er ökumönnum bent á að við- urlög við hraðakstri hafa verið hert – ef keyrt er 21 km yfir hámarks- hraða getur ökumaður gert ráð fyrir 50 þúsund króna sekt. Í tilkynningu frá lögreglu segir að ökumenn megi gera ráð fyrir að verða stöðvaðir á ferðum sínum, þar sem ástand þeirra verður athugað, t.a.m. með tilliti til ölvunar og eftir atvikum notkunar fíkniefna. Fylgst með íbúðarhúsnæði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með sérstakt eftirlit í öllum hverfum um helgina og verður bæði notast við merkta og ómerkta bíla. Þrátt fyrir það hvetur lögregla þá sem ætla að halda út á land til að ganga tryggilega frá heimilum sín- um, t.a.m. með því að biðja nágranna um að líta eftir húsnæðinu, kveikja ljós, fjarlægja póst og leggja í bíla- stæði svo fátt eitt sé nefnt. Vitað er að innbrotsþjófar nýta sér ferðahelgar á borð við þessa til að láta greipar sópa á mannlausum heimilum og því biður lögregla fólk einnig að láta vita um allar grun- samlegar mannaferðir. Í því sam- bandi er nefnt að betra sé að hringja einu sinni of oft en of sjaldan. Fíkniefni fundust á 61 stað af 325 í eftirliti vegna verslunarmannahelgarinnar Víðtækt eftir- lit lögreglu um helgina Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með öflugt eftirlit um verslunarmannahelgina, til að mynda verða ómerktir bílar í hverfum. Morgunblaðið/Sigurgeir Tjaldbúðir Hvítu tjöldin eru ómissandi þáttur á Þjóðhátíð. Eyjaskeggjar hófu að tjalda í gær en fæstir settu hvíta dúkinn yfir vegna veðurspár. BORGARRÁÐ hefur ákveðið að kveðja Stefán Eiríksson, lögreglu- stjóra höfuðborgarsvæðisins, á næsta fund sinn. Tilefni þessa er skortur á sýnilegri löggæslu í mið- borginni sem var til umræðu í ráðinu í gær. Var afgreiðslu umsagna um endurnýjun rekstrarleyfa veitinga- staða frestað til næsta fundar, en í kjölfar nýrra laga um þau efni eru rekstrarleyfin gefin út af lögreglu- stjóra í stað borgaryfirvalda. Borgin veitir þess í stað bindandi umsögn til lögreglustjóra. Fulltrúar Samfylkingarinnar í borgarráði óskuðu eftir því að skil- yrði leyfanna varðandi umgengni og öryggi yrðu tekin til skoðunar. Telja fulltrúar Samfylkingarinnar að eig- endur einstaka veitingastaða sem bjóða upp á útiveitingar telji sig eng- ar skyldur hafa gagnvart ofbeldi ut- an dyra. Telja fulltrúarnir þessa túlkun ekki geta staðist, mikilvægt sé að taka þessi mál föstum tökum í samvinnu við lögreglu, eigendur og starfsfólk veitingastaða, eins og seg- ir í fréttatilkynningu. Lögreglustjóri mæti á fund borgarráðs Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÉG Á mér þann draum að við ger- um jafnréttið að útflutningsvöru. Því þó að ýmislegt sé að í íslensku sam- félagi erum við samt sem áður með mikla reynslu og komin miklu lengra en flestar þjóðir í heiminum hvað varðar jafnréttis- mál. Þannig að við höfum mjög miklu að miðla og þá er ég m.a. að hugsa um til þriðja heimsins, Austur-Evrópu og Asíu.“ Þetta segir Kristín Ástgeirsdóttir sem Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra skipaði í gær í emb- ætti framkvæmdastjóra Jafnréttis- stofu. Tekur Kristín við starfinu 1. september nk. Kristín er líka sannfærð um að slík miðlun þekkingar til annarra gæti haft góð og eflandi áhrif á jafnrétt- ismálin hér heima fyrir. Samhliða slíkri þekkingarmiðlun þurfi auðvit- að að halda áfram að bæta samfélag- ið hér heima á Íslandi. Starfið leggst vel í Kristínu og segist hún vilja gera Jafnréttisstofu miklu sýnilegri í samfélaginu. Þá bíði mörg brýn verkefni úrlausnar. Nefn- ir hún m.a. í því sambandi frumvarp til nýrra jafnréttislaga sem kynnt var á Alþingi sl. vor sem þurfi að koma í höfn. Þá þurfi að taka launa- misréttið föstum tökum. „Það sem mér finnst brýnast er að finna nýjar leiðir að jafnrétti,“ segir Kristín. „Við þurfum að hugsa málin upp á nýtt því að árangurinn hefur verið alltof takmarkaður undanfarin ár, samanber að reiknað hefur verið út að með sama áframhaldi taki allt að 600 ár að ná launajafnrétti.“ Og það er eitthvað sem Kristín ætlar ekki að sætta sig við. Brýnt að breyta skuggahliðum karlamenningarinnar „Það þarf að kanna hvaða aðferðir hafa gefist vel annars staðar. En svo skiptir líka mjög miklu máli að það sé pólitískur vilji fyrir hendi og bæði Jóhanna [Sigurðardóttir félagsmála- ráðherra] og ríkisstjórnin hafa sett sér ákveðin markmið sem þarf að fylgja eftir.“ Þá segir Kristín mjög brýnt að „draga íslenska karlmenn miklu meira inn í umræðuna og til ábyrgð- ar á jafnréttinu.“ Minnist hún m.a. á kynbundið ofbeldi í því sambandi. „Það er brýnt að kalla karlmenn til ábyrgðar og liðssinnis í þeim mál- um.“ Segir hún átak karlahóps Fem- ínistafélagsins dæmi um jákvætt innlegg karla til jafnréttismála. „Og við þurfum fleiri slíkar aðgerðir, að karlmenn beiti sér fyrir því að breyta skuggahliðum karlamenning- arinnar.“ Kristín, sem búsett er í Reykjavík, flytur til Akureyrar í tengslum við starf sitt, en þar er Jafnréttisstofa til húsa. Segir hún bæði kosti og galla fylgja staðsetningunni. Gallinn sé að vera langt frá stjórnsýslunni en kosturinn sé að vera í nálægð við landsbyggðina og kynnast stöðu jafnréttismála þar. Margþætt reynsla Kristín hefur mjög fjölþætta reynslu á sviði jafnréttismála enda hefur hún starfað víða á þeim vett- vangi. Hún er sagnfræðingur að mennt og fjallaði meðal annars meistararitgerð hennar um Ingi- björgu H. Bjarnason og íslenska kvennahreyfingu 1915-1930. Hún hefur gegnt starfi forstöðumanns Rannsóknastofu í kvenna- og kynja- fræðum við Háskóla Íslands frá árinu 2005 og verið stundakennari í kynjafræðum við sama skóla frá árinu 2003. Enn fremur starfaði Kristín að málefnum kvenna á veg- um utanríkisráðuneytisins og UNI- FEM í Kosovo á árunum 2000-2001. Þá var Kristín alþingismaður á ár- unum 1991-1999. Vill gera jafnréttið að útflutningsvöru Kristín Ástgeirsdóttir nýr framkvæmdastjóri Jafnréttisstofu Í HNOTSKURN »Hlutverk Jafnréttisstofuer að stuðla að því að markmið laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla náist ásamt því að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Frumvarp til nýrra jafnrétt- islaga var kynnt á Alþingi sl. vor. »Nýr framkvæmdastjóriJafnréttisstofu vill draga karla til meiri ábyrgðar og lið- sinnis í jafnréttismálum. » Í tilefni Árs jafnra tæki-færa mun Jafnréttisstofa standa að ráðstefnunni Karlar til ábyrgðar 30. ágúst nk. Kristín Ástgeirsdóttir HART var deilt á fundi borgarráðs í gærmorgun þegar tal barst að við- bótarleigusamningi borgarinnar við Höfðatorg, en þangað munu nokkur svið og skrifstofur hennar flytjast á næstunni. Í bókun fulltrúa Samfylk- ingar vegna málsins kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá sviðs- stjóra framkvæmdasviðs borgarinn- ar hækki leigukostnaður fyrr- nefndra stofnana úr 110 milljónum króna í 186 milljónir á ári hverju, en samningurinn er gerður til 25 ára. Segja þeir samninga við Höfðatorg hafa verið gerða án útboðs og að til- lögum Samfylkingarinnar um að auglýst yrði eftir öðrum kostum í húsnæðismálum hafi verið hafnað. Þetta telja fulltrúarnir vekja spurn- ingar um meðferð opinbers fjár í höndum meirihlutans, enda hafi 4,7 milljarða króna samningur verið gerður án útboðs eða auglýsinga. „Fullt af rangfærslum“ Fulltrúar meirihluta Framsókn- arflokks og Sjálfstæðisflokks svör- uðu því til að rangfærslur Samfylk- ingarinnar væru margar. Óraunhæft væri að bera saman innri leigu Reykjavíkurborgar og samninginn við Höfðatorg. Þá hefði borgin á móti selt eignir fyrir 1.200 milljónir og gerð hefði verið ítarleg rannsókn á húsnæði sem í boði var fyrir stofnanirnar. Tveir aðilar hefðu eftir það keppt um hnossið og hinn hagstæðari samningur verið valinn að lokum. 4,7 millj- arðar án útboðs Deilt um leigukostn- að við Höfðatorg ÞJÓNUSTA SEM TRYGGIR AÐ ÖRYGGISKERFIÐ SÉ SETT Á VÖRÐ Á EÐA AF VERÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.