Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 23
vín MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 23 Rólega af stað Jæja, þá er komið að helginni sem lokkar flesta að heiman og í ferða- lag. Sumir fara á útihátíðir, aðrir á tjaldstæði, í hjólhýsið eða í bústað- inn. Fáeinir hafa ákveðið að sitja heima, sumir glaðir í hjarta, aðrir komast hvergi og bíða spenntir eftir ferðalöngum sem koma heim með sögur af ferðaævintýrunum. Hver vegur að heiman er veg- urinn heim, eins og Pálmi Gunn- arsson söng í vinsælu dægurlagi fyr- ir rúmum tveimur áratugum, og það má svo sannarlega til sanns vegar færa. Í textanum er einnig bent á að þeir sem æða um í kappi við klukk- una og gefa sér ekki tíma til þess að sjá eða heyra verða sjaldan ham- ingjusamir. Svona geta ágæt sann- leikskorn stundum leynst í dæg- urlagatextum. Mælt er með því að njóta hverrar stundar um versl- unarmannahelgina, taka tillit til samferðafólksins og njóta fé- lagsskaparins, ganga vel um náttúr- una og skila sér og sínum heilum heim. Hátíðir um land allt Á þjóðhátíðinni í Eyjum verður stíf dagskrá, jafnt fyrir börn, ung- linga og fullorðna. Brúðubílinn mæt- ir á svæðið, Lay Low heldur tónleika og hljómsveitirnar Í svörtum fötum og Á móti sól halda stuðinu uppi langt fram á nótt. Í Galtalækjarskógi verður fjöl- skyldumót í vímulausu umhverfi og er dagskráin sjálfsprottin að mestu leyti en sjálfboðaliðar sjá um fót- bolta, messu, músík og leiki. Línudansarar hafa ákveðið að halda sumargleði sína um versl- unarmannahelgina að Heimalandi í Rangárþingi eystra, sem er um 20 km frá Hvolsvelli. Þar verður skeifu- kastkeppni, kvöldvaka og leikir auk þess sem línudansinn dunar alla dagana. Þeir Reykvíkingar og nær- sveitafólk sem ekki ætla út á land eða landsbyggðarmenn sem stefna til höfuðborgarinnar geta víða átt stuðstundir um helgina. Á Nasa verður t.d. Alex Andersson, plötu- snúður Pacha-klúbbsins í London, á laugardagskvöldið. Verslunarmannahelgar- stemning í sófanum heima Þeim sem nenna ekki út úr húsi í rigningunni og slagviðrinu sem spáð er um helgina en vilja samt fá þessa ákveðnu „verslunarmannahelg- artilfinningu“ er bent á að horfa á DVD-myndirnar Nýtt líf, Dalalíf og Löggulíf. Algjörar verslunarmanna- helgarmyndir, sérstaklega þær tvær fyrstnefndu. Búið til alvörusúkku- laði með rjóma og njótið. Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Það er alltaf gaman að rekast á gamlakunningja sem ekki hafa orðið á vegimanns í nokkur ár. Það á t.d. við umhvítvínið Chateau de Cleray sem nú hefur aftur birst í hillum vínbúðanna í reynslusölu. Cleray er Muscadet-vín frá vest- urhluta Loire í Mið-Frakklandi og var fyrir rúmum áratug eða svo eitt mest selda hvítvín- ið á Íslandi. Það hvarf hins vegar af mark- aðnum fyrir nokkrum árum, sem er synd, því Muscadet er hið ágætasta vín með sjáv- arréttum eða sem ferskur og svalandi for- drykkur á fallegum sumardegi. Chateau de Cleray er með bestu framleiðendum Muscadet og vínið er framleitt með sur lie-aðferðinni en í henni felst að eftir víngerjunina er vínið geymt um tíma ásamt gerleifunum sem gefur bragðinu meiri dýpt og karakter. Chateau de Cleray Muscadet-de-Sévres-et- Maine 2006 hefur ferska, grösuga angan með léttri sítrónu og míneralísku yfirbragði. Í munni sýrumikið og létt. Viðkunnanlegt og sí- gilt vín sem er einstaklega „nútímalegt“ þótt það hafi lítið breyst um langt skeið. Með öllum skelfisk, hráum sem elduðum, reynið t.d. með ostrum. 1.490 krónur. 88/100 Það gleður mann alltaf reglulega að fram- leiðendur í Rioja eru reiðubúnir að taka að sér að tryggja að vínið nái æskilegum þroska áður en það kemur í sölu. Yfirleitt erum það við neytendur sem verðum að taka á okkur ábyrgð á geymslunni. Því miður eru ekki mörg vín sem maður getur gengið að í vínbúð- unum sem orðin eru meira en áratugargömul og í fantaformi. Það á eiginlega einungis við um Gran Reserva-vín frá bestu héruðum Spánar, s.s. Rioja og Ribera. Beronia Gran Reserva 1995 er eitt þessara vína. Það er tólf ára og komið með mikla dýpt í angan og nefi. Kjötmikill ávöxtur og vottur af tóbaki og þungri eik, slípað og flott, vín sem nýtur sín með grilluðu nautakjöti. 1.990 krón- ur. 88/100 Og þá yfir til Ítalíu, nánar tiltekið Sikil- eyjar, þar sem tvö af bestu vínum toppfram- leiðandans Planeta eru nú í reynslusölu. Planeta Santa Cecilia 2000 er Nero d’Avola í ofurklassanum. Heitur, allt að því sultaður berjaávöxtur, með reyk og kryddum. Feitt, mjúkt og afskaplega langt með áfengishita (14,5%) í munni. 2.450 krónur. 90/100 Planeta Merlot IGT 1999 er kraftmikið vín – kaffi, nýbakaðir kanilsnúðar, eik og dökkur kirsuberjaávöxtur. Öflugt og berst um í munni, tannín farin að mýkjast en hafa enn bit. Fer að ná hámarkinu. 2.350 krónur. 92/ 100 Franskur kunningi, Spánverji og tveir Ítalir mælt með … mbl.is smáauglýsingar Þórshöfn Vopnafjörður Seyðisfjörður Egilsstaðir Neskaupsstaður Fáskrúðsfjörður Djúpivogur Höfn Kirkjubæjarklaustur Vík Vestmannaeyjar Hvolsvöllur Selfoss ÞorlákshöfnGrindavík Keflavík Hafnarfjörður MosfellsbærSeltjarnarnes KópavogurReykjavík Akranes Borgarnes Stykkishólmur Búðardalur GrundarfjörðurÓlafsvík Patreksfjörður Ísafjörður Hvammstangi Hólmavík Blönduós Sauðárkrókur Siglufjörður Dalvík Akureyri Húsavík Reyðarfjörður Hveragerði Hella www.vinbud.is E N N E M M / S ÍA / N M 2 8 5 3 0 Við bjóðum viðskiptavini okkar velkomna í nýja vínbúð á Hellu. Þú getur lagt land undir fót í sumar og fengið sömu góðu þjónustuna hvar sem er á ferðalaginu! Kynntu þér fróðlegan bækling um sumarvínin í verslunum okkar. Upplýsingar um afgreiðslutíma vínbúða má nálgast á vinbud.is. GÓÐ ÞJÓNUSTA UM ALLT LAND ÁNÁFENGIS HVER BER ÁBYRGÐ? SKEMMTUMOKKUR ÍSUMAR! VEL UNGLINGUM FYLGIR ÁBYRGÐ E N N E M M / S ÍA / N M 2 6 9 2 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.