Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 26
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
Að minnsta kosti fjórir menn létu líf-ið og allt að þrjátíu annarra ersaknað eftir að átta akreina brúyfir Mississippi-fljót í Minneapol-
is hrundi á mesta umferðartíma í fyrrakvöld.
Um 79 til viðbótar slösuðust og að minnsta
kosti 50 bílar steyptust átján metra ofan í
stórfljótið. Ekki er vitað um orsök slyssins.
Hundruð manna tóku þátt í björgunar-
starfinu, þ. á m. allt slökkvilið Minneapolis.
Fjórum klukkustundum eftir slysið voru
björgunarmenn úrkula vonar um að fleiri
fyndust á lífi í fljótinu vegna myrkurs og erf-
iðra aðstæðna á slysstaðnum.
Tony Snow, talsmaður Bandaríkjaforseta,
staðfesti fréttir um að í tveggja ára gamalli
skýrslu bandaríska samgönguráðuneytisins
kæmi fram að burðarvirki brúarinnar hefði
verið „ófullnægjandi“. Hann sagði Minne-
sota-ríki hafa borið ábyrgð á viðgerðum á
brúnni.
Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna
sagði ekkert benda til þess að brúin hefði
hrunið vegna hryðjuverks. Richard Stanek,
lögreglustjóri í Minnesota, sagði þó að svæð-
ið yrði rannsakað sem vettvangur hugsan-
legs glæps þar til orsök slyssins lægi fyrir.
„Við útilokum ekki neitt,“ sagði hann.
Viðgerðir stóðu yfir
Verið var að gera við brúna og tvær ak-
reinar í hvora átt voru því lokaðar þegar
slysið varð laust eftir klukkan sex eftir há-
degi að staðartíma, ellefu í fyrrakvöld að ís-
lenskum.
Brúin var smíðuð árið 1967, um átján
metra há og 580 metra löng. Í miðju hennar
var 140 metra langur stálbogi án nokkurra
stólpa til að skip og prammar gætu siglt und-
ir hana. Vitni sögðust hafa heyrt gríðarmikl-
ar drunur þegar miðhluti brúarinnar hrundi
og skall í stórfljótið. Tugir skemmdra bíla
voru á víð og dreif, sums staðar hver ofan á
öðrum.
Yfirvöld í Minnesota sögðu að starfsmenn
verktaka hefðu gert við samskeyti, vegrið og
ljós brúarinnar síðustu daga og hafist handa
við að leggja nýtt steypulag á akreinarnar.
„Ekkert af þessu myndi tengjast burðarvirki
brúarinnar,“ sagði Bob McFarlin, aðstoðar-
maður æðsta embættismanns Minnesota í
samgöngumálum.
Verkfræðingar töldu ekki
nauðsynlegt að loka brúnni
Tim Pawlenty, ríkisstjóri Minnesota, sagði
að embættismenn samgönguráðuneytis sam-
bandsríkisins hefðu skoðað brúna í fyrra og
hittifyrra og ekki fundið neitt að burðarvirki
hennar. „Það voru nokkur minniháttar atriði
sem þörfnuðust athugunar.“
„Þeir greindu okkur frá því að frá sjón-
arhóli verkfræðinnar kynni að þurfa að end-
urbæta eða skipta um brúarpallinn árið 2020
eða síðar,“ bætti ríkisstjórinn við.
Að sögn The Washington Post hafa þó
vandamál í tengslum við brúna verið tíunduð
í skýrslum samgönguráðuneytis Minnesota á
síðustu tíu árum. Í skýrslu frá 1997 er til að
mynda greint frá tæringarvandamálum í
burðarbitum á báðum endum brúarinnar,
meðal annars „sprungur í aðalbitum“.
Í skýrslu frá árinu 2001 segja verkfræð-
ingar ráðuneytisins að ekki hafi komið í ljós
neinar sprungur vegna málmþreytu á efsta
grindarbita brúarinnar en fram hafi komið of
mörg merki um hugsanlega málmþreytu í
aðalgrindarbita og gólfgrindarbita.
Í skýrslunni er einnig kvartað yfir „lélegri
logsuðu“ og bent á að brúin var hönnuð sam-
kvæmt reglum frá árinu 1961 sem voru end-
urskoðaðar á áttunda áratug aldarinnar sem
leið og eru nú mun strangari.
Verkfræðingarnir komust þó að þeirri nið-
urstöðu að í brúnni „ættu ekki að koma fram
nein vandamál í tengslum við sprungur
vegna málmþreytu í fyrirsjáanlegri framtíð“.
Þeir töldu því að ekki þyrfti að loka brúnni
vegna málmþreytu og smíða nýja. Þeir
mæltu reyndar með því að það yrði ekki gert
„of snemma“ vegna „mikils kostnaðar sem
hlýst af svo stórum framkvæmdum“.
Um 27% brúnna ófullnægjandi
Samtök bandarískra verkfræðinga
(ASCE) hafa varað við tæringu í brúm og
fleiri samgöngumannvirkjum í Bandaríkjun-
um. Þau sögðu í skýrslu frá árinu 2003 að
27% nær 600.000 brúa í Bandaríkjunum
væru með „ófullnægjandi“ burðarvirki eða
Burðarvirki brú
Allt að þrjátíu manna leitað í Mississippi-fljóti eftir a
Talið að allt að 27% allra brúa í Bandaríkjunum séu
%8 % %:9%#%;; %
' %
%' %< %#%<#
% %%%% %
-./0 10*(233
9//67(6G<E
7*/( 5+ /+J-
6
9! /K*#(
J(% 6 6F /F<
8K
(C"% 7I**7
6* -#
67 /DF$+C*
2678!
;G-
GIE
'7@&
9%#% %7*.B
!"#$%!
,* +J(+ #"
(
/
9!C7 /(6 7+
"
I -( #76%
/(4$
3- (+C*I" /#
9! + 5
- / -7*+( -J -**$
,* ("9
(6 7%& 5
#* (/*
B
%
+J
(
1
1
-
-
0
/
4
3
3
*
+
.
.
(9 !
:&
/ ;/ 4<=0>=-.
& 1334%'(
)*%121%; )
**7+JK*!$
-221%+ ,
-./
/ , .3%8 %
;CLC+C* /J
96(*&/6 4
/+J(" ($
-221%0
1
./%:
:C787+ +J" ($
-22-%0
. %1*2%; )
*9
#(
-- %
7+J$
-22-%2
* %
%
%1+
; C=--(/*7K*!$
-22.%
:
96(*
-220%
J
-22/D
%
/
-22/D
'
6
4
/
26 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Einar Sigurðsson.
Styrmir Gunnarsson.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
„FYRIRGREIÐSLA“
TIL FYRIRTÆKJA?
Í samtali við Morgunblaðið í gærsegir Össur Skarphéðinsson iðn-aðarráðherra m.a.:
„Ætlunin er að stórefla Byggða-
stofnun sem tæki til að aðstoða þau
fyrirtæki í sjávarútvegi, sem kunna
að lenda í mestum erfiðleikum vegna
þeirrar lægðar í þorskveiðum, sem
við stöndum nú frammi fyrir.“ Og
ráðherrann segir ennfremur: „Í sum-
um tilvikum verður nauðsynlegt að
Byggðastofnun létti undir rekstri
fyrirtækja með fyrirgreiðslu af ein-
hverju tagi, lengingu lána eða fryst-
ingu vaxta eða afborgana.“
Er þetta ekki einhver misskilning-
ur? Getur verið að núverandi ríkis-
stjórn ætli að hverfa til gamals
styrkjakerfis, sem búið var að þurrka
út?
Sjávarútvegurinn hefur vaxið og
dafnað á allmörgum undanförnum ár-
um. Hann er vel í stakk búinn til þess
að taka á sig áföll. Sum sjávarútvegs-
fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á
síðustu árum. Forystumenn sjávar-
útvegsins hafa lagt á það mikla
áherzlu í umræðum um kvótakerfið
og þann mikla afrakstur, sem sum út-
gerðarfyrirtæki og sumir útgerðar-
menn hafa haft af því kerfi, að sá
hagnaður væri réttlætanlegur vegna
þess, að útgerðirnar væru að taka svo
mikla áhættu. Ein helztu rök útgerð-
armanna fyrir því á sínum tíma, að
sjómennirnir ættu ekki að eignast
hlutdeild í kvótanum var einmitt sú,
að þeir tækju svo mikla fjárhagslega
áhættu, en ekki sjómenn.
Í þessu ljósi er nánast óhugsandi
að núverandi ríkisstjórn undir for-
ystu Sjálfstæðisflokks, þess flokks,
sem þurrkaði styrkjakerfið út ásamt
Alþýðuflokknum, taki styrkjakerfið í
sjávarútvegi upp á nýjan leik. Þeir
sem taka áhættu og hagnast verða
líka að vera tilbúnir til að taka áhættu
og tapa.
Iðnaðarráðherra hlýtur að hafa
misskilið einhverjar umræður við
ríkisstjórnarborðið. Eitt er að gera
ráðstafanir til að styrkja og efla
byggðarlög, sem verða illa úti vegna
niðurskurðar á þorskveiðum. Annað
að beina styrkjum til fyrirtækja, sem
geta vel tekið á sig bakslag í rekstri í
skamman tíma.
Enn fráleitari er sá málflutningur
iðnaðarráðherra að ríkisstjórnin ætli
að borga upp skuldir Byggðastofnun-
ar og skýrir hann það með því, að
stofnunin þurfi að geta veitt fyrir-
tækjum aðstoð. Er ekki bezta aðstoð-
in við byggðirnar að leggja Byggða-
stofnun niður?
Ríkisstjórnin verður að ná áttum í
þessu máli. Sennilega er bezta leiðin
til þess að efla byggðirnar til mót-
vægis við niðurskurð í þorskveiðum
að byggja upp fullkomna tölvuteng-
ingu fyrir allar byggðir landsins á
skömmum tíma. Þá mun renna upp
nýtt blómaskeið í afskekktum byggð-
um.
LÖNGU TÍMABÆR VIÐURKENNING
Nú hafa um 26.000 manns skoðaðsýningu Hreins Friðfinnssonar,
myndlistarmanns í Serpentine gall-
eríinu í London. Ekki er þó nema
röskur hálfur mánuður síðan sýning-
in var opnuð. Til marks um hversu
fréttnæmt þetta er innan listheims-
ins má nefna að ef aðsóknin verður
áfram með þessum hætti mun sýning
Hreins laða að sér fleiri gesti en verk
hins heimsfræga myndlistarmanns
Damien Hirst í sama galleríi í lok síð-
asta árs. Jákvæðir dómar um sýningu
Hreins hafa birst í helstu miðlum
Bretlands, sem út af fyrir sig er mik-
ill sigur.
Þótt frami Hreins byggist á traust-
um grunni erlendis eftir margra ára-
tuga búsetu hans í Hollandi, hefur
orðspor hans hér á landi ekki farið
jafn hátt og margra minni spámanna.
Það segir þó ákveðna sögu um þróun
myndlistarheimsins hér á landi og
þau straumhvörf sem hafa átt sér
stað á síðasta áratug, að Hreinn varð
fyrstur listamanna til að sýna í gall-
eríinu i8 árið 1995. Síðan þá hefur
hann verið einn þeirra listamanna
sem i8 hefur haft á sínum snærum í
sínu alþjóðlega markaðsstarfi, sem er
að sjálfsögðu til marks um þá sterku
sýn sem einkennt hefur listræna
stjórn i8 frá upphafi. Fullvissan um
að íslenskir myndlistarmenn eigi er-
indi á alþjóðlegan listmarkað hefur
alltaf verið höfð til grundvallar starf-
seminni. Sú vissa er augljóslega farin
að bera árangur því galleríið er nú
orðið þekkt stærð á alþjóðagrundvelli
fyrir starfsemi sína og útrás með ís-
lenska og alþjóðlega list.
Nú er það svo að hlutskipti Garðars
Hólm í Brekkukotsannál Halldórs
Laxness er orðið að táknmynd þeirra
listamanna sem þjóðin hefur sett á
frægra manna stall fyrir óræð afrek
erlendis. Á síðustu árum hefur þó
þrengt mjög að slíkum goðsögnum
því þjóðin hefur orðið aðgang að öll-
um þeim upplýsingum sem hún kærir
sig um varðandi framgöngu barna
sinna í alþjóðasamfélaginu. Stað-
reyndin er samt sú að margir, svo
sem Hreinn Friðfinnsson, kjósa að
vinna vinnuna sína af slíkri hógværð
og látleysi að frami þeirra fer
framhjá flestum. Það kann að skýra
hvers vegna Hreinn hefur ekki notið
sannmælis hér á landi nema í alltof
smáum hópi. Grannþjóð okkar Finn-
ar hefur til að mynda fyrir löngu séð
ástæðu til að verðlauna Hrein með
myndarlegum hætti, en hann fékk
Ars Fennica-verðlaunin árið 2000.
Stuttu seinna tók Hreinn við Carn-
egie-verðlaununum í Helsinki þar
sem hann var í þriðja sæti.
List Hreins er einstök og ferill
hans markaði tímamót í íslenskri
myndlistarsögu fyrir löngu. Það er
því tímabært að þjóðin viðurkenni
hann sem einn fremsta hugmynda-
listamann heims og setji hann í flokk
heiðurslistamanna Alþingis.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
FYRST heyrðust drunur og síðan skelfing-
aróp í fólki þegar bílarnir tóku að hristast og
steypast ofan í fljótið.
Rykmökkur reis upp í loftið og eldar
kviknuðu þegar brúin svignaði og brast.
Nokkrum tókst að opna rúður og skríða út
úr bílunum þegar kalt vatnið streymdi inn í
þá. Aðrir komust ekki út úr bílum sem urðu
fyrir stórum og þungum steypubrotum.
Fólk sem býr í grennd við slysstaðinn og
heyrði drunurnar sagðist hafa haldið að
þetta væri jarðskjálfti eða flugslys. Mar-
tröðin var rétt að byrja hjá fólkinu sem varð
innlyksa á brúnni. Sumir klifruðu niður, aðr-
ir reyndu að bjarga nálægu fólki, m.a. um 60
börnum sem sluppu naumlega út úr rútu.
Fólk í grennd við slysstaðinn flýtti sér að
brúnni og bökkum fljótsins til að aðstoða við
að draga upp fólk. Þeirra á meðal var Íslend-
ingurinn Einar Guðjónsson sem kvaðst í við-
tali við Stöð 2 í gærkvöldi hafa ekið yfir
brúna nokkrum mínútum áður en hún
hrundi og aðstoðað við að bjarga konu og
dóttur hennar úr bíl í fljótinu.
Catherine Yankelevich var í bíl sem
steyptist ofan í fljótið. „Bílar fóru á flug og
ég féll niður og sá vatnið,“ sagði hún eftir að
hafa klif
óslösuð
kvikmyn
Dr. Ö
Minneap
blaðið a
ingar væ
voru í bí
lendinga
tán nám
lenskir f
áætluna
„Við m
lega ef í
slysinu,“
öngþvei
að við hö
þá sem s
Örn ta
daga að
erfitt að
er hætta
björgun
þannig a
þetta be
brúna, þ
megin a
Drunur og síðan ske