Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sveinbjörn Guð-jón Guðjónsson
fæddist á Hesti í Ön-
undarfirði 14. júní
1940. Hann varð
bráðkvaddur þar 20.
júlí síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
hjónin Guðjón Gísli
Guðjónsson, bóndi á
Hesti, f. 28.10. 1897,
d. 29.3. 1980, og
Guðbjörg Svein-
fríður Sigurð-
ardóttir húsfrú, f.
22.8. 1901, d. 25.3.
1980. Systkini Sveinbjörns eru:
Þorvarður, f. 28.1. 1929, Sig-
urbjörg Hervör, f. 27.1. 1931,
María Guðrún, f. 19.3. 1932, Helga
Jóna, f. 27.4. 1933, Svava, f. 19.5.
1934 og Ingólfur Hafsteinn, f. 16.7.
1935, d. 25.7. 1987. Alls voru systk-
ini Sveinbjarnar 12, en 6 af systk-
inum hans dóu í bernsku.
Hinn 30. desember 1961 kvænt-
ist Sveinbjörn Halldóru Jónu G.
Sölvadóttur, f. í Aðalvík 26. júlí
1940. Foreldrar hennar eru hjónin
Sölvi Páll Jóhannes Jónsson, f. 5.4.
1908, d. 9.10. 1999, og Laufey Jak-
obína Guðmundsdóttir, f. 27.5.
1914. Börn Sveinbjarnar og Hall-
dóru eru fimm: 1) Laufey Jak-
obína, f. 2.7. 1959, fyrrv. maki Guð-
mundur Helgi Þórarinsson, f. 7.8.
1959. Börn þeirra eru Ragnheiður
Ósk og Halldóra Jóna. 2) Guðbjörg
Sveinfríður, f. 4.5. 1962. Börn
hennar eru Svein-
björn Guðjón
Magnason og Ugla
Rós Ingadóttir. 3)
Viðar Örn, f. 20.7.
1963, maki Brynja
Helgadóttir, f. 6.3.
1965. Börn þeirra
eru Helga Sigríður
og Arnar Hafsteinn.
Dóttir Viðars úr
fyrra sambandi er
Harpa Valdís. 4)
Halla Sigrún, f. 28.6.
1980, maki Krist-
mundur Magnússon,
f. 1.9. 1979. Dóttir þeirra er Auður
María. 5) María Guðrún, f. 28.6.
1980, maki Eyjólfur Bjarni Sig-
urjónsson, f. 16.6. 1979. Dætur
þeirra eru Vigdís Helga og Iðunn
Anna. Barnabarnabörn Svein-
bjarnar og Halldóru eru þrjú.
Sveinbjörn ólst upp með for-
eldrum sínum, á fæðingarstað sín-
um fram að 16 aldri. Hann flutti þá
til Reykjavíkur og stundaði nám í
Iðnskólanum í Reykjavík og hjá K.
R. Kristjánssyni, hann lauk sveins-
prófi í bifvélavirkjun. Hann starf-
aði sem bifvélavirki til marga ára
en lengst af hjá Steypustöðinni og
síðar hjá Sambandinu á Kirkju-
sandi. Seinustu árin starfaði hann
sjálfstætt með eiginkonu sinni,
Halldóru, í HS-kleinum.
Sveinbjörn verður jarðsunginn
frá Digraneskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.
Elsku pabbi minn. Að þú skulir
fara á þessum tíma, við vorum að
byrja okkar 3ja vikna ferðalag. Við
byrjuðum á þínum stað, Hesti í Ön-
undarfirði, ætluðum svo að fara
kringum landið. Þar voru öll systkinin
þín komin saman í vinnuferð ásamt
fleirum í fjölskyldunni. Ég reyni að
hugga mig við það að þú hafir farið á
staðnum sem þú fæddist á og elskaðir
mest.
Það var svo yndislegt þegar við
systkinin vorum lítil, þá vorum við öll
svo sérstök á okkar hátt í þínum aug-
un og þú kallaðir okkur öðrum nöfn-
um. Þú kallaðir mig „gullið mitt“, mér
þótti svo vænt um það.
Elsku pabbi minn, þú vildir hjálpa
mér með svo margt og varst tilbúinn
til að gera hvað sem er fyrir mig og
fyrir það er ég svo mikið þakklát.
Elsku pabbi minn, þetta eru erfiðir
tímar hjá okkur núna, en ég veit að þú
fylgir okkur alltaf og vakir yfir okkur.
Ég sakna þín rosalega mikið.
Guð blessi þig.
Gullið þitt,
Laufey.
Elsku pabbi minn, ég veit ekki
hvernig ég á að byrja kveðjuorðin mín
til þín, ég veit það ekki vegna þess ég
vil alls ekki trúa því að þú sért farinn
frá mér. En nú sit ég hér í Vallhólm-
anum og skrifa þessi orð, svo fátæk-
leg miðað við líðan mína. Ég sakna þín
mikið og mun gera það áfram. Þú
varst þannig maður að við finnum vel
fyrir því þegar þú ert ekki nálægur.
Þú varst mikið fyrir fjölskyldu þína
og lifðir fyrir hana, okkur öllum
fannst við vera sérstök á okkar hátt
vegna þinna orða. Ég t.d. var „stúlkan
þín“ þú lést mig alltaf vita hvað þér
þótti vænt um mig og ég fékk líka vel
að finna fyrir því. Við vorum fjöl-
skylda þín, vinir þínir og allt. Þú
kenndir syni mínum margt og eru
ófáar stundirnar sem þið áttuð saman
í bílskúrnum. Það er svo erfitt að vita
til þess að allt það sem við ætluðum að
gera saman í framtíðinni verður ekki
gert af okkur saman. Hvað þú varst
stoltur af okkur öllum og hvað þú
hlakkaðir til þegar Halla og María
kæmu heim úr námi sínu og nú er
stundin að koma og þú ekki hér. Ef þú
hefðir ráðið einhverju með okkur, þá
hefðir þú viljað að við systkinin vær-
um öll í kringum þig, helst í sama húsi
eða í næstu húsum.
Hvað við gátum hlegið saman, svo
mikið að við náðum varla andanum.
Hvað þér þótti gaman af dýralífs-
myndum. Hvað þér þótti gaman að
ferðast og þið mamma gerðuð mikið
af því. Hvað þér þótti yndislegt að
vera úti að slá blettinn, finna fyrir
lyktinni af nýslegnu grasi. Hvað þér
þótti gaman að dansa og eru ófáar
stundirnar sem var „tjúttað“ í stof-
unni, þú með rassinn út í loftið okkur
til mikillar kátínu. Stundirnar sem þú
eyddir í bílskúrnum, alltaf að reyna að
hafa röð og reglu á hlutunum sem við
systkinin gerðum stundum af engu og
hrúguðum okkar dóti til þín, stundum
varst þú pirraður út í okkur út af
þessu. Þegar þú varst fúll gastu rokið
upp en það var fljótt úr þér aftur og ef
þú varst óréttlátur í okkar garð, þá
varst þú ekki lengi að biðja okkur af-
sökunar. Það hefur aldrei verið vafi
hjá mér að þú elskaðir mig og aldrei
verið vafi hjá þér að ég elskaði þig.
Það sem þú dekraðir við mig, svo þol-
inmóður að keyra mig hvert sem ég
þurfti að fara og sækja mig. Ég þurfti
bara að hringja í þig og þú komst um
hæl. Það var svo gaman að sjá þig við
tölvuna þína, svo duglegur og ákveð-
inn í að læra.
Þó ég sé ekki tilbúin að kveðja þig
elsku pabbi minn, þá þakka ég fyrir
allar stundirnar með þér. Stundirnar
sem börnin mín fengu með þér. Þakka
þér fyrir alla greiðvikinna við mig og
börnin mín. Þakka þér fyrir allt, sem
var mjög mikið. Ég bið þig elsku
pabbi að hjálpa mömmu í sorg sinni,
þetta er mikil sorg fyrir hana að hafa
misst félaga sinn eftir 50 ára samvist-
ir, það var þó gott að þú kvaddir hana
án þess að vita það að það yrði þín síð-
ustu orð: „Ég elska þig, elsku Hadda
mín.“ Ég kveð þig nú með þessum
orðum en þau eiga eftir að vera fleiri í
bænum mínum.
Eins veit ég það, hvert sem mig hrekur og
ber,
og hverju sem annars ég gleymi,
þá man ég þó allt sem ég unni með þér
og elska það, faðma og geymi.
(Þorsteinn Erlingsson.)
Þín,
Fríða.
Pabbi minn er dáinn, hvernig er
hægt að skrifa svona orð án þess að
finna eins og hjartað sér að bresta?
Ég á erfitt með að kveðja þig, pabbi
minn, ég vil ekki trúa því að þú sért
farinn. En ég veit að þú vildir hvergi
annars staðar fara yfir móðuna miklu
en á Hesti í Önundarfirði. Þessi dagur
mun verða mér erfiður um ókomna tíð
sérstaklega af því að þetta er afmæl-
isdagurinn minn 20. júlí, sama dag og
þú náðir í mig og mömmu fyrir fjöru-
tíu og þrem árum á fæðingardeildina.
Ég veit ekki hvað ég hef heyrt oft
söguna frá þér af því þegar þú náðir í
mig og mömmu á fæðingardeildina á
Skódanum sem þú varst svo stoltur
af. Þér fannst ég vera svo lítill og
brothættur og þú keyrðir svo hægt að
það lá við að þú yrðir sektaður fyrir of
hægan akstur enda einkasonurinn
kominn í heiminn.
Ég veit ekki hvað ég á að segja,
pabbi minn, það eru svo margar
stundirnar sem við áttum saman og af
svo mörgu að taka. Mér eru svo minn-
isstæðar sérstaklega þær útilegur
sem ég, þú og mamma fórum í þegar
ég var ungur drengur og hvað þér
fannst gaman að fara í útilegu, alltaf
var ég tilbúinn að koma með enda
varst þú ekki bara faðir minn heldur
einnig minn besti vinur. Ég hlæ núna
á milli tára að þeirri útilegu sem við
fórum einu sinni í þegar ég var um 7
ára gamall til Þingvalla og við tjöld-
uðum við vatnið. Við vorum með pínu-
lítið tjald og þú fékkst krampa í fótinn
rétt eftir að við vorum búin að koma
okkur fyrir og þú renndir þér út til að
rétta úr fætinum, við hlógum svo mik-
ið ég og mamma.
Þegar þú gafst mér fyrstu veiði-
stöngina, hvað ég var montinn, ég á
hana enn í dag og varðveiti. Allar þær
stundir sem við áttum saman í bíl-
skúrnum, þú vildir kenna mér allt um
bifvélavirkjun áður en ég fengi bíl-
prófið, það eru ófáar stundirnar sem
við áttum saman þar. Mína fyrstu
íbúð var ég ákveðinn að kaupa nálægt
ykkur og keypti í Furugrund rétt fyr-
ir neðan ykkur, hvað okkur fannst
gaman að hittast á kvöldin og taka
tafl, þú leyfðir mér að vinna stundum
svo að ég gæfist ekki upp. Þú lagðir
mikla áherslu á að við systkinin
menntuðum okkur og þú varst svo
stoltur þegar ég fór í Tækniháskól-
ann, fyrstur af systkinum í fram-
haldsnám. Þú vildir gera allt fyrir mig
af því að þú vissir að það var erfitt að
vera í námi og kaupa íbúð.
Svo flutti ég til Ísafjarðar, burtu frá
ykkur eftir námið, en við töluðum
mikið saman í síma og stundum ekk-
ert því að við hlógum svo mikið, við
áttum svo auðvelt með að smita hvor
annan og gátum ekki hætt að hlæja.
„Hestur“, fæðingarstaður þinn sem
þér fannst svo vænt um, er stutt frá
Ísafirði, það er gott að vita til þess að
getað skroppið þangað og notið dýrð-
arinnar. Síðasta samtal okkar var þar
og þú sagðir: „Umm, finnið lyktina,
alveg er hún yndisleg“ og andaðir
djúpt að þér. Elsku pabbi minn, það
er svo sárt að halda áfram og hvað ég
mun sakna þín mikið. Ég geymi þig á
góðum stað í hjarta mínu.
Þinn sonur,
Viðar Örn Sveinbjörnsson.
Elsku pabbi minn, ég trúi því ekki
að þú sért farinn frá okkur. Mér
finnst svo leiðinlegt að það skuli vera
ár síðan ég sá þig síðast, þar sem ég
bý svo langt í burtu. Ég sé svo eftir
því að hafa hætt við að koma í sumar
og þar sem ég ætlaði mér að vera um
jólin á Íslandi. Ég hefði átt að hafa
það öfugt, þótt við værum í góðu
símasambandi þá er það bara ekki
það sama. En ég er fegin að síðustu
orðin mín til þín skuli hafa verið:
Pabbi ég elska þig, þú veist það, er
það ekki?
Elsku pabbi minn, ég sakna þín svo
mikið. Ég gat alltaf talað við þig um
allt, hvað sem var mér í huga og ég
vissi að ég gæti alltaf treyst þér.
Ég man þegar ég var ólétt af dóttur
minni, hvað þú hjálpaðir mér mikið.
Þegar hún kom í heiminn þá varst þú,
ásamt mömmu og Maríu frænku,
fyrstur til að koma og sjá hana. Þá
sagðir þú mér að þú værir byrjaður að
stækka herbergið okkar og setja nýtt
í loftið og nýtt parket, jú því ekkert
væri of gott fyrir nýja fjölskyldumeð-
liminn. Þú varst svo stoltur af Auði
Maríu, litlu afastelpunni.
Ég man þegar ég fékk þig til að
passa hana, þú varst svo stressaður.
Hún svaf í vagninum fyrir utan, og þú
varst að vinna niðri. Þegar ég kom til
baka, þá sastu úti við vagninn, þótt
það væri hávetur og allt á kafi í snjó.
Þú varst búinn að klæða þig upp eins
og þú værir á leið upp á jökul og lést
alla vinnu bíða. Þú varst svo hræddur
um að heyra ekki í Auði Maríu ef hún
mundi gráta. Mér finnst þetta lýsa
þér svo vel, þú gerðir allaf alla hluti
100%, passaðir vel upp á þitt fólk.
Elsku pabbi minn, mér þykir svo
vænt um stundirnar okkar þegar þú
sagðir mér og Maríu sögur frá því
þegar þú varst lítill og sögurnar um
afa og ömmu. Af öllum þessum sögum
fannst mér ég þekkja ömmu og afa,
þótt ég kynntist þeim aldrei. Þú tal-
aðir um þau með svo mikilli ást og
virðingu. Þannig mun ég tala um þig
við börnin mín. Þú munt alltaf lifa í
minni minningu og sögum mínum.
Ég gleymi því aldrei hversu mikið
fjör gat verið hjá okkur, þegar þið
mamma settuð tónlist í gang og byrj-
uðuð að dansa. Fjörið gat heyrst langt
niður á götu. Það var alltaf dansað inn
í nýtt ár, af mikilli gleði.
Þú predikaðir oft yfir okkur Maríu,
um hversu mikilvæg menntun er og
að hún væri lykillinn að góðri framtíð.
Þegar ég og María útskrifuðumst úr
menntaskóla varst þú svo stoltur af
okkur. Nú erum við í háskóla og ég
veit að þú verður hjá okkur þegar við
útskrifumst.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð leiddu mig
og lýstu mér um ævistig.
(Pétur Þórarinsson)
Þín dóttir,
Halla Sigrún.
Elsku pabbi minn, ég á svo erfitt
með að trúa því að þú sért farinn frá
okkur svona fljótt. Ég sakna þín svo
mikið. Þetta er mér mjög erfitt. Mér
finnst erfitt að hugsa til þess að hafa
ekki haft tækifæri til að kveðja þig,
taka utan um þig og segja hversu
mikið mér þykir vænt um þig. Ég hef
verið svo lengi langt í burtu frá þér en
þó höfum við alltaf verið í góðu sam-
bandi í gegnum nýju tölvuna þína og í
símasambandi. Þú varst svo stoltur af
mér fyrir að vera í verkfræðinámi í
Danmörku því þú lagðir svo mikla
áherslu á að ég menntaði mig.
Þú kallaðir mig og Höllu alltaf „litlu
blómin þín“.
Við ætluðum að gera svo margt
saman. Seinasta símtalið okkar var að
planleggja Danmerkurferð fyrir þig
og mömmu. Við ætluðum að ferðast
um Danmörku eftir útskrift mína, en
fyrst ætlaðir þú að hjálpa okkur Eyfa
að bera í gáminn, þar sem við yrðum á
heimleið. Þú hlakkaðir svo til að fá
mig og mína litlu fjölskyldu aftur
heim. Núna þegar við erum að flytja
ertu ekki hér.
Ég man okkar stundir í bílskúrn-
um, þegar ég bara lítil stúlka fékk það
hlutverk að vera aðstoðarmanneskja
þín. Þú lést mig halda að það væri
mikil hjálp frá mér, lést mig finna
hversu mikilvæg ég var og að þú gæt-
ir ekki skipt um olíu án minnar hjálp-
ar. Þessar góðu stundir okkar í skúrn-
um kveiktu áhugann minn á vélum
sem leiddu mig í vélaverkfræði.
Þér fannst öll tækni svo skemmti-
leg. Ég man þegar við systkinin gáfu
þér þinn fyrsta GSM-síma. Þú varst
svo ánægður með hann. Ég fór svo til
Þýskalands þetta sama sumar í tvo
mánuði í málaskóla og ég sendi þér
mörg SMS-skilaboð í nýja símann
þinn en ég fékk engin svör til baka.
Þegar ég kom heim tók ég eftir því að
þú hafðir ólesin skilaboð í símanum
þínum og ég benti þér á það. Þá sagðir
þú: „Já, þetta „merki“ er búið að vera
í meira en mánuð á símanum og ég
veit ekkert hvað það merkir.“ Þá voru
þetta öll skilaboðin sem ég hafi sent
þér.
Það er alveg vitað að það að eiga
tvíbura er oft tvöföld vinna og til að
gefa mömmu tíma fyrir sjálfa sig
fórstu með okkur í bíltúr, en oftast á
sunnudögum. Bíltúrinn byrjaði alltaf
með ís og svo þræddir þú allar bílasöl-
ur höfuðborgarsvæðisins, því næst
var farið niður á höfn að skoða skipin
og endaði svo túrinn með pulsu á Bæj-
arins bestu.
Ég á svo erfitt með að kveðja þig,
elsku pabbi minn, og ég er alls ekki
tilbúin til þess. En ég vil þakka þér,
elsku pabbi minn, fyrir allar góðu
stundirnar sem ég fékk með þér.
Þakka þér fyrir allar góðu stundirnar
sem þú áttir með börnum mínum. Þér
fannst svo gaman að öllum börnum
þínum og barnabörnum og varst
stoltur af okkur öllum. Þú lést okkur
öll finna hversu sérstök við vorum,
hvert og eitt. Þakka þér fyrir allt,
pabbi minn.
Sorgin er mikil hjá mömmu því það
er erfitt að missa elskuna sína, vin og
vinnufélaga sinn í sömu andrá. Það er
líka mikil sorg hjá okkur hinum. Við
reynum okkar besta að vera sterk,
sérstaklega fyrir mömmu. Það sem
huggar okkur mest er að þú dóst á
þeim stað sem þér þótti vænst um, á
Hesti í Önundarfirði.
Vertu blessaður, elsku pabbi minn,
blómið þitt
María.
Elsku afi minn.
Það er svo sárt að kveðja þig núna.
Ég sakna þín svo mikið. Núna þegar
ég sest niður að skrifa kveðjuorð til
þín koma upp ýmsar góðar minning-
ar.
Tveimur dögum áður en þú fórst
frá okkur kom ég til þín að tala við þig
og ömmu til að fá lykla hjá ykkur, því
ég átti að vera að passa húsið á meðan
þið væruð í ferðalagi. Þegar ég kom
varst þú einn heima og við stóðum
lengi í bílskúrnum að tala saman um
allt og ekkert. Það var alltaf svo gam-
an að tala við þig.
Þú hafðir alltaf svo gaman af ferða-
lögum.
Ég man sérstaklega eftir einu
ferðalagi, þá sátum við á tröppunum
fyrir utan „þitt“ hús í Hesti í Önund-
arfirði og þú varst að segja mér sögur
frá því þú varst barn. Svo vildir þú
endilega taka smá göngutúr því það
var svo mikil dalalæða. Þá sagðir þú
mér að þér fyndist alltaf svo gaman að
labba í dalalæðu, sérstaklega þegar
hún var svo mikil að maður sá ekki
fram fyrir sig en svo allt í einu snerir
þú við og sagðir að þetta væri ekkert
gaman því að það væri svo lítil dala-
læða. Mér fannst það svo fyndið.
Elsku afi minn þú fórst í aðeins
lengra ferðalag en var áætlað. Ég
sakna þín svo rosalega mikið og það
gerum við öll. Börnin og barnabörnin
þín eru öll sterk og við stöndum við
bakið á ömmu okkar.
Hvíl þú í friði elsku afi minn.
Þín afastelpa,
Halldóra Jóna.
Elsku afi minn.
Mikið fórstu fljótt frá okkur. Það
var svo mikið sem þú og amma áttuð
eftir að gera saman, rétt orðinn 67 ára
og í fullu fjöri. En maður veit aldrei
hvenær kallið kemur, þetta var með
því síðasta sem við töluðum um.
Það var alltaf svo gaman að koma
upp í Vallhólmann til ykkar ömmu,
maður var alltaf velkomin og þið alltaf
tilbúin í kaffi og spjall.
Þú varst reyndar alltaf á þönum
alla daga og alltaf var það einhver
annar staður en sá sem þú varst á sem
þú þurftir að vera á. Þú varst alltaf að
fara eitthvert annað.
Alltaf varstu tilbúinn að rétta hjáp-
arhönd og við barnabörnin vorum
þinn veikleiki. Þú gast aldrei sagt nei
við okkur. Og hvað þá langafabörnin,
það var bannað að segja nei við þau að
þínu mati. Og oft fékk ég að heyra frá
þér, „Hvað er þetta Ragnheiður mín,
gefðu barninu meira nammi, sérðu
ekki að hana langar svo í meira?“ en
aldrei var þá hægt að segja við þig
„Nei afi, þetta er bara frekja í
barninu,“ því svarið var alltaf „Rugl
er þetta, barnið er ekkert frekt, það
langar bara í nammi.“ Alltaf sástu það
besta í okkur krökkunum þínum. Og
alltaf varstu stoltur af okkur.
Æi, afi minn ég veit eiginlega ekki
hvað ég á að skrifa til þín sem hinstu
kveðju því ég hef of margs að minnast
og ég var því miður ekki viðbúin því
að kallið þitt kæmi.
Ég man þegar ég var lítil, hvað þú
knúsaðir mig alltaf fast og kitlaðir
mig með skeggbroddunum í hálsakot-
ið mitt. Hvað það var alltaf gaman að
horfa á þig raka þig. Fyrst notaðir þú
burstann til að dreifa sápunni og var
þá alltaf klínt smá sápu á nefbroddinn
á mér.
Þegar ég varð eldri þá urðum við
svo góðir vinir og sérstaklega þegar
við vorum að keyra út kleinurnar
saman. Við vorum í samkeppni um
hvor væri með stærri bumbu þegar
ég var ólétt af stelpunum mínum og
alltaf sagðir þú þá brosandi út í ann-
að: „Mín er engin bumba, bara einn
stór vöðvi“.
Sveinbjörn Guðjón
Guðjónsson