Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN GJARNAN er talað um að hátt áfengisverð og hár áfengisaldur sé liður í forvörnum. Að hluta til má taka undir þessi sjónarmið og þá sérstaklega þau síðarnefndu. Því er ekki að neita að mörg haldbær rök eru fyrir því að lækka ald- urinn niður í 18 ár. Þeir sem styðja það nefna réttilega að á 18 ára afmælisdaginn fær einstaklingurinn hvort sem er stóra réttindaávísun frá samfélaginu. Hann verður sjálfráða, get- ur flutt að heiman, fær kosningarétt og má ganga í hjóna- band. Frekari rök þessa hóps eru þau að þrátt fyrir 20 ára aldurs- takmarkið eiga ung- lingar ekki erfitt með að útvega sér áfengi ætli þeir sér það á annað borð. Það muni því litlu breyta þótt aldurinn verði færður niður. Þeir sem hins vegar eru andsnúnir lækkun áfengisaldurs full- yrða að þessi hái ald- ur sé liður í for- vörnum og virki sem aðhald á áfeng- isdrykkju ungs fólks. Á hvorn veginn sem menn kjósa að líta á málið má telja ljóst að mikils ósamræmis gætir milli lög- gjafarinnar og raunveruleikans. Ósamræmið liggur ekki hvað síst í viðhorfum okkar sjálfra. Á sama tíma og löggjafinn kveður á um að þeir sem eru yngri en 20 ára megi ekki kaupa sér áfengi er börnum allt niður í 12-13 ára leyft að fara á útisamkomur án eftirlits for- eldra þar sem fjölmörg þeirra neyta áfengis og sum auk þess annarra vímugjafa. Þessi stað- reynd nær hámarki sínu einmitt nú á þeirri helgi sem er í vænd- um, þ.e. verslunarmannahelginni. Þau börn sem fara á útihátíðir hafa fengið fararleyfi frá for- eldrum sínum og mótshaldarar hafa hingað til boðið eftirlitslaus börn allt niður í 12 ára velkomin inn á svæðin. Margir af þessum foreldrum vita að börnin þeirra muni bragða áfengi. Aðrir treysta börnum sínum til að gera það ekki og ákveða að treysta á að að- stæður verði þeim vinsamlegar og engin neikvæð áreiti nái að skaða þau á meðan á samkomunni stend- ur. Nú þegar eiturlyf af ýmsu tagi hafa bæst við vímugjafaflóruna aukast líkurnar á ofbeldi. Fórn- arlömbin eru sjaldnast ákveðin fyrirfram og er því sérhver ein- staklingur í ákveðinni hættu. Enn annar hópur unglinga hafnar boði foreldra sinna um að fjölskyldan fari saman í útilegu um verslunarmannahelgi. Þeir krefjast þess að fara með jafn- öldrum sínum sem einnig fara eft- irlitslausir. Ástæðan fyrir því að sumir unglingar fá vilja sínum framgengt er jafnvel sú að for- eldrum þeirra stendur ógn af við- brögðum þeirra við banninu og velja því að gefa eftir. Á hvorum end- anum skal byrja? Eins og sakir standa lítur út fyrir að óráðlegt sé að lækka áfengisald- urinn. Nær væri að taka á hinum end- anum og finna hvar rót unglingadrykkj- unnar liggur. Ekki er um eina lausn að ræða heldur margar, sumar með lang- tímaáhrif en aðrar með viðbrögðum hér og nú. Lang- tímamarkmið er að verða sér meðvitandi um að öflugustu for- varnirnar eru þær sem byrja snemma og eru foreldrar í lyk- ilhlutverki. Markmiðið á að vera að forvarnir verði eðlilegur þáttur í daglegu lífi en ekki eitthvert átak þegar barnið kemst á unglingsárin. Ef barn er ekki al- ið upp við aga, festu, tilheyrandi umhyggju og góðar fyrirmyndir er ekki við því að búast að það hlíti fyrirmælum þegar unglings- árum er náð. Ef byrjað er að setja mörk á unglingsárunum er því miður oft á brattann að sækja. Það sem hægt er að gera strax er að setja 18 ára aldurstakmark á skipulagðar útisamkomur. Yngri einstaklingar fái eingöngu aðgang séu þeir í fylgd með fullorðnum sem staðfesta ábyrgð. Sama að- gerð gæti gagnast á almennum tjaldsvæðum. Ástæðan fyrir því að þetta hefur ekki verið gert eru m.a. eilífar vangaveltur um hvar börnin eigi þá að safnast saman. Skortur á viðeigandi samastað þar sem börn undir sjálfræðisaldri geta hist á ekki að vera hvati til að hleypa þeim á útihátíð um verslunarmannahelgi. Reglur um aldurstakmark auðvelda samskipti milli foreldra og barna. Í kjölfarið má vænta viðhorfsbreytingar og foreldrar finna sig öruggari við að setja börnunum mörk. Hverjir eru ábyrgir? Mótshaldarar hljóta að vera ábyrgir fyrir því sem gerist á útihátíð sem þeir boða til. For- eldrar sem veita barni sínu far- arleyfi án eftirlits bera ábyrgð á því. Sjálfboðaliðar og grasrót- arsamtök eru ekki ábyrgðaraðilar. Fjöldi þeirra á staðnum getur aldrei tryggt að fullu að ofbeldi eigi sér ekki stað. Af þeim útihátíðum sem aug- lýstar hafa verið leggur rúmlega helmingur mótshaldara áherslu á að um fjölskylduhátið sé að ræða. Nokkrar höfða sérstaklega til ákveðinnar afþreyingar, s.s. golf- móts. Af þessu að dæma má ætla að teikn séu á lofti um breytingar. Tónninn í umsjónarmönnum tjald- svæða virðist einnig vera að breytast. Þeir hafa heldur ekki farið varhluta af ofbeldi ungra ölvaðra gesta í sumar. Áfengisverð, áfengisaldur og útisamkomur Kolbrún Baldursdóttir skrifar um unga fólkið og versl- unarmannahelgina Kolbrún Baldursdóttir » Á hvorn veg-inn sem menn kjósa að líta á málið má telja ljóst að mikils ósam- ræmis gætir milli löggjaf- arinnar og raun- veruleikans. Höfundur er sálfræðingur. NOKKURT fjaðrafok hefur staðið undanfarnar vikur um sölu lyfja á Netinu. Íslenskur læknir, búsettur í Svíþjóð, hefur boðið lyf þaðan gegn lyfseðlum íslenskra lækna – sum fyr- ir brot af því verði sem sjúklingar greiða í lyfjaverslunum á Íslandi. Fljótt á litið er hér um vandaða og ábyrga þjónustu að ræða. Læknirinn býður lyf keypt hjá við- urkenndum söluaðila. Hann les lyfseðla og lyf saman til að koma í veg fyrir misskilning og tungumálavanda. Þá út- vegar hann ekki róandi lyf og svefnlyf, sterk verkjalyf og lyf sem eru viðkvæm fyrir flutningi. Á vefsíðu sinni – minlyf- .net – sýnir hann dæmi um mismunandi verð sem m.a. ræðst af því hversu mikinn hlut af verði hvers lyfs Tryggingastofnun ríkisins greiðir. Á síðunni nefnir læknirinn verð nokk- urra lyfja og tekur saman dæmi um „blandaðan pakka“ sem hann getur boðið á hálfvirði miðað við verð á Ís- landi. Það munar um minna Það vita allir að sjúklingar og aldr- aðir eru í flestum tilfellum ekki ríkir og þeim sem treysta á elli- og örorku- lífeyri er naumt skammtað. Af- greiðslufólk í lyfjaverslunum segir mér dæmi af fólki sem framvísar lyf- seðli en verður svo að snúa frá þegar verðið kemur í ljós. Slíkt er sorglegt og má segja að þar hafi botninum verið náð í einu ríkasta velferðarþjóð- félagi veraldar. Lyf á hálfvirði eru því himnasending fyrir flesta. Bannað Nú hafa yfirvöld á Íslandi hins- vegar fundið lög sem banna lyfjasölu á Netinu og farið fram á að hinn ís- lenski læknir leggi þessa starfsemi niður og loki síðu sinni. Í stað þess að gera snögga athugun á starfsemi minlyf.net, setja um hana ramma og leyfa síðan, er einfaldlega sagt NEI. Áfram skal greiða tvöfalt verð fyrir lyf á Íslandi. Á sama tíma (Mbl. 19.7. 2007) ber- ast þær fréttir að Landspítali – há- skólasjúkrahús eigi í viðvarandi van- skilum við lyfja- og hjúkrunarfyrirtæki og skuldi þeim nú um 700 milljónir króna. Það skyldu þó ekki fleiri en einstakir sjúklingar vera að kaupa of dýr lyf? Norrænt samstarf Fyrir rúmu ári skrif- aði undirritaður grein um „samnorræn lyfja- kaup“. Greinin nefndist „Lyfjaverð – einkavæð- ing“ og var Morg- unblaðið svo vinsam- legt að birta hana 21.5. 2006. Greinina má einn- ig finna í greinasafni á vefsíðunni – landsmenn.is . Í þessari grein er rifj- uð upp athyglisverð saga og starf- semi Lyfjaverzlunar ríkisins. Lyfja- verslunin var í eigu þjóðarinnar í tæp 50 ár. Hún flutti inn lyf og framleiddi bæði töflulyf og stungulyf og seldi sjúkrahúsum og öðrum heilbrigð- isstofnunum – á kostnaðarverði. Skv. lögum og reglum var hún til þjónustu við þjóðina og leyfðist ekki að hagn- ast á starfseminni. Illu heilli var Lyfjaverzlun ríkisins lögð niður eftir 1990. Undirritaður leggur til í nefndri grein að öll Norðurlöndin taki nú höndum saman og framleiði lyf, eða geri sameiginleg magninnkaup, til að ná hagstæðasta verði. Lyfin verði með merkingum á öllum Norður- landamálunum þannig að flutningur birgða milli landanna sé öruggur og einfaldur hvenær sem aðstæður gera slíkt æskilegt t.d. ef upp kemur far- aldur í einhverju landanna eða þurrð verður á einstökum lyfjum. Hvorki sjúklingar né heilbrigðisyf- irvöld mega vera háð „einokun“ og ofurvaldi einstakra lyfjaframleið- enda. Nýr heilbrigðisráðherra Um leið og Guðlaugi Þór Þórð- arsyni er óskað til hamingju með traust kjósenda í nýafstöðnum kosn- ingum og ábyrgðarmikinn ráðherra- dóm vill undirritaður hvetja hinn unga ráðherra til dáða á sviði lyfja- innkaupa. Þörfin er brýn og það er löngu tímabært að samstarf Norð- urlanda snúist um fleira en heim- sóknir, veislur og bókmenntaverð- laun. Það þarf kjark og frumkvæði til að fara ótroðnar slóðir en aðeins þannig verða framfarir. Kjark sem þjóðin treystir að ráðamenn hafi. „Lyfjasamstarf“ er eitt af mörgu sem þjónað gæti hagsmunum allra Norðurlandabúa og orðið áþreifanleg framför. Að lokum Við Íslendingar berum okkur stundum saman við nágrannaþjóðir okkar og kjör þeirra. Það er reyndar ekki alltaf auðvelt, en eitt dæmi skal nefnt: Í Bretlandi fá allir sem orðnir eru sextugir ókeypis lyf. Hvað sem heimilislæknirinn skrifar á lyfseðilinn er afhent án þess að nokkur greiðsla komi fyrir. Sama gildir um lyf handa þeim sem yngri eru og haldnir ákveðnum alvarlegum sjúkdómum. Þann dag verður fagnað er sjúk- lingar á Íslandi geta kvíðalaust lagt inn lyfseðil án þess að óttast að fara lyfjalausir heim. Ódýr lyf Baldur Ágústsson skrifar um lyfjaverð og lyfjainnflutning » Lyfjasamstarf ereitt af mörgu sem þjónað gæti hags- munum allra Norð- urlandabúa og orðið áþreifanleg framför. Baldur Ágústsson Höf. er fv. forstjóri og frambjóðandi í forsetakosningum 2004. baldur@landsmenn.is ÉG hélt í barnaskap mínum að sig- ur Samfylkingarinnar í sveitarstjórn- arkosningunum í Hafnarfirði í fyrra myndi hnekkja því of- urvaldi sem verktakar og aðrir peningamenn höfðu náð á skipulags- málum bæjarins. En því miður kom annað í ljós. Á Norðurbakkanum er risin byggð stein- geldra íbúðablokka sem setur austur- evrópskan svip á bæinn og öskrar á gömlu byggðina, sem myndar einhverja fegurstu heild gamalla íbúðar- húsa á landinu. Í miðbænum þar sem hefur þegar orðið hörmulegt skipulagsslys með verslanamiðstöðvarkumbaldanum Firðinum er annað sýnu verra í upp- siglingu. Þar sem áður voru Hafn- arfjarðarbíó og Kaupfélagið á að rísa mikil níu hæða bygging með tveimur „turnum“, sem áttu að vera enn hærri en hafa þó fengist lækkaðir nokkuð. Samt verður þessi óskapnað- ur það hár að Strandgatan verður lík- ust gljúfri þar sem sólar nýtur ekki nema um miðjan dag um hásumar. Og það sem verra er: Þar verður svipvindasamt, jafnvel svo að fólki getur stafað hætta af. Ellert Gissurarson heitir maður, sem hefur nýverið reist sér dáfallegt hús við Austurgötu, næstu götu við Strandgötu, norðaustan við fyrirhug- aðan óskapnað. Hann tók sér fyrir hendur að afla gagna um fyrirhug- aðar framkvæmdir en var neitað í fyrstu um niðurstöður rannsókna og kannana. En hann gaf sig ekki og hefur meðal annars komist yfir niðurstöðu rannsóknar Hanza ehf. á vindafari við Strand- götu. Þar segir meðal ann- ars: „Áhrif turnbygg- inga á vindafar í næsta nágrenni þeirra eru mikil. Stór hluti þess vindprófíls sem lendir á turnunum skrúfast nið- ur og fer fyrir hornin á auknum hraða og myndar hvirfla og strengi sem valdið geta óþægindum eða í versta falli hættu fyrir þá sem leið eiga hjá eða eiga er- indi í næsta nágrenni. Einkum er þetta áberandi í Strandgötunni og norðan við Fjörð en áhrifanna gætir jafnvel inn á Thorsplanið.“ Þrátt fyrir þetta hyggst meirihluti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn leyfa að þessum framkvæmdum verði haldið áfram en hefur þó lengt frest íbúanna til að segja álit sitt til 22. ágúst. Ég hvet Hafnfirðinga til að mótmæla þessum bygging- aráformum, mótmæla því að lífsgæði okkar verði skert til þess að verktak- ar hafi að eigin dómi viðunandi arð af byggingarlóðum sínum. Þegar miðbæir eru skipulagðir er fráleitt að það sé gert einvörðungu með hag húsbyggjenda í huga. Þar vega hags- munir íbúa þungt, ef til vill þyngst, hvað sem eignarrétti peningamanna á byggingalóðum líður. Það er sárt til þess að vita að Sam- fylkingin i Hafnarfirði, arftaki Al- þýðuflokksins, sem byggði þennan bæ upp mest í þágu alþýðufólks, skuli nú láta peningamenn valta yfir hann. Er ekki nóg að þeir hafa þurrkað út flestar minjar um mestu uppgangs- tíma Hafnarfjarðar, byggingar Bæj- arútgerðarinnar, til þess að þar yrðu reistir þessir líka kumbaldarnir, þótt þeir fái ekki líka að rústa því litla sem eftir er af miðbænum? Vitanlega hefði í upphafi átt að skipuleggja miðbæinn í heild sinni og gæta við það verk fullrar virðingar fyrir þessum gamla bæ og fá til þess verks hæfustu arkitekta og skipu- lagsfræðinga. Þannig hefði mátt koma í veg fyrir það skelfilega krað- ak og þann stílhrærigraut sem hann er nú. Við Hafnfirðingar höfum feng- ið nóg af skipulagsslysum og viljum eignast manneskjulegan og fallegan miðbæ, ekki miðbæ sem er lagaður að gróðaþörf peningaháaðals lands- ins. Forðum bænum úr greipum þessa aðals. Bjargið Hafnarfirði frá peningaháaðlinum Þorgrímur Gestsson skrifar um skipulagsmál í miðbæ Hafnarfjarðar » Það er sárt til þessað vita að Samfylk- ingin í Hafnarfirði skuli láta peningamenn valta yfir bæinn. Þorgrímur Gestsson Höfundur er blaðamaður og rithöfundur.                     

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.