Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 35 ✝ Soffía KristínÞorkelsdóttir fæddist á Álftá á Mýrum 4. apríl 1915. Hún lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Hlévangi 26. júlí síð- astliðinn. Hún var dóttir hjónanna Ragnheiðar Þor- steinsdóttur, f. 1880, d. 1955 og Þorkels Guðmundssonar, f. 1880, d. 1968 og önnur í röð fjögurra systkina. Hin eru El- ín, f. 1909, d. 1994, Lóa, f. 1917 og Halldór, f. 1921. Soffía giftist 1944 Ólafi Sigurðs- syni matsveini, f. 1915, d. 1995, þau skildu. Saman áttu þau tvær dætur, Ásu, f. 1945 og Gunnhildi, f. 1949, d. 1998. Gunnhildur eign- aðist sjálf engin börn en tók drjúg- an þátt í að ala upp börn og barna- barn seinni eiginmanns síns Borgars H. Ólafssonar. Ása á eina dóttur, Tinnu Manswell Stef- ánsdóttur, f. 1973, gift Ingimari Þór Jóhannessyni, f. 1969. Dóttir Tinnu er Hrafnhildur Ása Ævars- dóttir, f. 1991 en synir Tinnu og Ingimars eru Stefán Ólafur, f. 1997, Dag- ur, f. 2002 og Freyr, f. 2005. Soffía fluttist til Keflavíkur og hóf búskap í kjall- aranum að Suð- urgötu 46, en á efri hæðinni bjuggu þau Elín systir hennar og eiginmaður El- ínar, Valtýr Guð- jónsson. Soffía flutti að Ásabraut 10 árið 1950 og fimm árum síðar stofnaði hún Hannyrðaversl- unina Álftá ásamt Elínu systur sinni og rak hana fram að árinu 2006. Soffía stundaði námskeið í Baðstofunni í teikningu og málun um árabil, undir handleiðslu Ei- ríks Smith og annarra myndlist- armanna. Hún hélt nokkrar einka- sýningar á verkum sínum og margar hópsýningar með félögum sínum úr Baðstofunni. Soffía flutti á dvalarheimili aldraðra, Hlévang í Keflavík, haustið 2006. Útför Soffíu Kristínar verður gerð frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Nú hefur ein úr kjarnanum í Bað- stofunni lokið vegferð sinni. Það er ekki ofsögum sagt að Soffía var kjarnakona. Það var sama hvort það var myndlist, hannyrðir eða smíðar, allt lék í höndum hennar. Soffía var sérstök, mjög ákveðin, hreinskilin og var kannski ekki allra. Við erum þakklátar fyrir að hafa verið svo lán- samar að kynnast Soffíu. Í minning- unni geymum við allar morgun- stundirnar sem við áttum saman yfir kaffibolla. Það er svolítið sérstakt að við hugsuðum aldrei um aldur þegar Soffía var annars vegar. Hún var svo hress og framúrstefnuleg í klæða- burði. Þegar við sjáum fjólubláan lit dettur okkur gjarnan Soffía í hug. Í ferðinni til London var hún alltaf tilbúin til að taka þátt í öllu, fara á söfn, eða fara út kvöldstund til lyfta sér upp, enda var hún létt á fæti. Við munum sakna símhringinganna frá henni, hún var svo dugleg að halda tengslum. Söknuður verður þegar við förum á sýningar án hennar. Við kveðjum Soffíu Þorkelsdóttur í dag og þökkum henni samfylgdina. Við sendum samúðarkveðjur til Ásu og fjölskyldu hennar og biðjum Guð að blessa þau. Ásta, Þórunn og Sigríður. Að fæðast og deyja er það sem all- ir ganga í gegnum og það er hún Soffía búin að reyna. Hún er búin að ganga lífsleiðina og við tekur eitt- hvað annað tilverustig sem er okkur sem eftir lifum hulið. Mig langar að skrifa hér nokkur minningarorð. Ég kynntist Soffu, eins og hún var alltaf kölluð, sem krakki heima í Álftár- tungu. Þá kom hún með Gunnhildi dóttur sína til sumardvalar hjá for- eldrum mínum frá Álftá suður að Álftártungu. Síðan þetta gerðist eru liðin um 50 ár. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan og margt fór öðruvísi en áætlað var. Fyrir um átta árum síðan dó hún Gunnhildur og missti Soffa þá mikið. Hún var dugleg að koma vestur á Mýrar og vitja kunningja sinna og núna seinni árin kom hún til mín á sumrin og stoppaði í þrjár til fjórar vikur í senn. Á meðan naut hún lífs- ins í Borgarnesi. Hún tók að sér eldamennskuna og önnur húsverk á heimilinu og þótti húsmóðurinni það afar notalegt að koma að tilbúnu matarborðinu og ég tala nú ekki um frágang eftir matinn. Á meðan ég var að vinna fór hún um bæinn og heimsótti gamla vini og svo brennd- um við vestur á Mýrar. Soffa var ákaflega listhneigð kona. Hún saum- aði, prjónaði og málaði myndir. Hún hélt málverkasýningar í Keflavík og einnig hér í Borgarnesi. Gaf hún okkur systkinunum margar myndir og er það svo að á mörgum heimilum í dag er að finna málverk eftir Soffu. Það var gaman að hlæja með Soffu og gera að gamni sínu og eyddum við mörgum stundum saman hlæjandi. Fyrir um það bil hálfum mánuði síð- an fórum við hjónin til Keflavíkur að vitja hennar. Þá var augljóst að hverju stefndi. Þegar ég fór út um dyrnar veifaði hún mér í kveðju- skyni. Viku síðar var hún öll. Ása, Tinna og fjölskylda, innilegar samúðarkveðjur. Steinunn og Sigurður Borgarnesi. Nú eru dagarnir taldir hjá henni Soffu minni. Það er ekki laust við að í huga mér komi upp þakklæti til hennar á þessari stundu. Hún á sinn þátt í því hvaða stefnu ég hef tekið í lífi mínu. Á sumrin var Soffa vön að koma upp í Borgarnes þar sem hún heimsótti gamla vini og naut lífsins. Þessar ferðir einkenndust af leit hennar að innblæstri í verk sín sem hún vann þegar hún kom heim. Soffa var nefnilega mikill listamaður og þar kemur að þakklæti mínu. Soffa gaf sér alltaf tíma til að skoða mynd- ir sem ég hafði teiknað og ljósmyndir sem ég hafði tekið og hvatti mig til dáða í listinni. Alltaf man ég eftir gjöf sem hún gaf mér þegar ég var lítill, kassa með olíulitum og pensil svo ég myndi nú halda áfram að skapa. Þess vegna finnst mér sem hvert strik sem ég dreg í dag hafi anda Soffu og þó svo mín list liggi í öðrum miðlum en hennar. Hún tók líka Önnu Siggu minni alltaf vel og er hún einnig þakklát í hjarta nú þegar allt er um garð gengið. Sigursteinn og Anna Sigríður. Soffía Kristín Þorkelsdóttir Á haustmánuðum 1984 hittist hópur kvenna sem allar voru makar rótarýmanna og tóku þá ákvörðun að stofna Inner Wheel klúbb en svo nefnist félagsskapur okkar. Þeirra á meðal var Aldís Benediktsdóttir . Hún var félagi í Inner Wheel Breið- holti frá upphafi klúbbsins og til dauðadags. Hún var góður félagi okkar. Hún var ekki ein af þessum sem tala mest og hæst en hún hafði ákaflega þægilega nærveru. Hún var dugleg og ráðagóð og það var gott að vinna með henni. Henni voru því falin Aldís Pála Benediktsdóttir ✝ Aldís PálaBenediktsdóttir fæddist á Gríms- stöðum á Hóls- fjöllum í Norður- Þingeyjarsýslu hinn 8. júlí 1940. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtu- daginn 12. júlí síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 24. júlí. ábygðarstörf bæði fyrir klúbbinn og um- dæmi Inner Wheel á Íslandi. Þegar hún greind- ist með krabbamein hófst barátta sem hún háði af miklum dugn- aði og ærðuleysi. Lengi vel gerðum við okkur vonir um að hún mundi sigra í þeirri baráttu en á endanum var það sláttumaðurinn slyngi sem fór með sigur af hólmi. Það er alltaf erfitt að kveðja góð- an vin hinstu kveðju. Um leið og við þökkum henni samveruna viljum við votta eiginmanni og börnum og öðr- um aðstandendum okkar dýpstu samúð og biðjum guð að blessa þau. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyri allt og allt. Gekkst þú með guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. F.h. I.W.-Breiðholt. Ásthildur Pálsdóttir Ég elska þig amma mín. Guð blessi þig og ég sakna þín mjög mikið. Þín Emilíana. Elsku amma. Ég elska þig og sakna þin. Svo þakklát fyrir að hafa fengið að koma til þín. Ég mun aldrei gleyma þér. Þín Amanda Eir. Við elskum þig amma. Við söknum þín líka. Þinn Amos Esra og Thea Lív. Sigríður Tryggva- dóttir ✝ Sigríður Tryggvadóttir fædd-ist í Gröf í Eyjafjarðarsveit 20. júní 1923. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 24. apríl síðastliðinn og var útför hennar gerð í kyrr- þey frá Höfðakapellu 2. maí. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og frænka, ARNÞRÚÐUR G. GUÐMUNDSDÓTTIR, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Örn Guðmundsson og fjölskylda. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RAGNHEIÐUR GUÐBRANDSDÓTTIR GUÐJOHNSEN, áður til heimilis í Hvassaleiti 58, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. ágúst á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ, Árskógum 2 í Reykjavík. Stefán Guðjohnsen, Árný J. Guðjohnsen, Eiður Guðjohnsen, Arnrún Sigfúsdóttir, Guðbrandur Þór Guðjohnsen, barnabörnin og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, ÁSTA EINARSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi, mánudaginn 30. júlí. Ágústa Guðmundsdóttir, Ólafur Gunnarsson Egill Guðmundsson, Böðvar Guðmundsson, Hólmfríður Kolka Zophoníasdóttir, Einar Guðmundsson, Björg Anna Björgvinsdóttir, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANBORGAR SIGVALDADÓTTUR, Dalbraut 27, Reykjavík, sem lést 12. júlí. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Dalbraut. Hólmfríður Guðmundsdóttir, Jón M. Baldvinsson, Jóhannes Guðmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, BERGÞÓRA SIGMARSDÓTTIR Skipasundi 57, Reykjavík, lést miðvikudaginn 1. ágúst. Sveinn Karlsson, Ásdís Karlsdóttir, Maríus J. Lund, Sigmar Karlsson, Elke Amend, Sigríður Karlsdóttir, Pétur H. Ísleifsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN BJARNASON frá Bæjarstæði, Höfðagrund 1, Akranesi, lést fimmtudaginn 2. ágúst á Sjúkrahúsi Akraness. Útför auglýst síðar. Sigurður Guðjónsson, Gígja Garðarsdóttir, Vigdís H. Guðjónsdóttir, Kristján Jóhannesson, Bjarni Guðjónsson, Margrét Grétarsdóttir, Ástríður L. Guðjónsdóttir, Margeir Þorgeirsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.