Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 37
veisluborði sem hæfa myndi kon- ungum og keisurum. Hans eigin hallir voru misstórar en hugur hans stærri en svo að fermetrar skiptu máli. Systkinin frá Stóra-Hrauni. Ell- efu að tölu, öll með sín sérkenni, skoðanir og skapferli. Oft ósam- mála en svo ótrúlega miklir vinir. Fóru aldrei að sofa ósátt. Kunnu að rífast og sættast. Kunnu að fyr- irgefa. Blessuð sé minning þessa stóra systkinahóps sem mótaði líf okkar yngri í fjölskyldunni meira en þau nokkurn tíma vissu. Elskulegan ömmubróður og vin, Guðmund Árnason, kveð ég með virðingu og þökk. Þakka honum samverustundir í yfir hálfa öld. Stundir sem einkenndust fyrst og fremst af ótrúlegri sagnagáfu og húmor. Guð blessi minningu kon- ungs kímnigáfunnar. Anna Kristine. Ég velti því stundum fyrir mér hvaða fólk og atburðir hafa mótað líf mitt mest. Af mörgu er að taka en einn stendur þar framarlega, það er Guðmundur móðurbróðir minn. Hugurinn reikar til baka um fimmtíu ár. Guðmundur var ný- kominn frá Skotlandi, þar sem gerð hafði verið á honum stór aðgerð á heila, sem gekk vel. Þetta voru tímamót hjá honum. Hann hafði hingað til unnið sem verslunarmað- ur hjá öðrum, en nú langaði hann að starfa sjálfstætt. Foreldrar mín- ir bjuggu á Týsgötu 1 og var heim- ili þeirra eins konar miðstöð hins stóra, samhenta hóps 11 systkina frá Stórahrauni. Varla leið sá dag- ur að eitt eða tvö úr þessum hópi litu ekki inn. Í húsinu þar sem faðir minn rak verslun losnaði annað verslunarhúsnæði og var Munda, eins og hann var kallaður í fjöl- skyldunni, boðið það og stofnaði hann þar listaverkasölu og inn- römmun. Auðvitað þekkti ég Munda vel því mjög kært var með honum og móður minni sem var yngst þeirra systkina, en lést fyrst. Einnig voru Ása kona Munda og móðir mín góð- ar vinkonur og jafnöldrur. Frá barnsaldri hafði ég málað og mótað í leir og sýndi Mundi þessum verk- um mínum ávallt mikinn áhuga. Ennþá hlýnar mér um hjartarætur þegar ég minnist fermingargjafar- innar frá Munda og Ásu sem var harðviðarkassi með ilmandi olíulit- um. Engin gjöf hitti betur í mark þá. Þegar Mundi kom á Týsgötuna var ég unglingur á miklum kross- götum í lífinu. Ég stundaði nám í Menntaskólanum í Reykjavík og kvöldskóla í Handíða- og Myndlist- arskólanum með óljósa drauma um að halda út á listamannsbrautina. Með komu Munda og fyrirtækis hans í húsið var eins og eitthvað breyttist í lífi mínu, eins og nýjar dyr hefðu opnast, en ekki vissi ég strax hvaða veisla beið framundan. Fjótlega fóru að birtast á Týsgöt- unni furðulegustu menn og konur. Það voru þekktir karakterar og orginalar úr bæjarlífinu, sérvitr- ingar og menntamenn, rónar og listamenn og jafnvel einstaka ráð- herra. Mundi var eins og stór seg- ull sem dró til sín þetta fólk en í þessum hópi voru flestir starfandi myndlistarmenn bæjarins sem áttu viðskipti við Munda. Oft var glatt á hjalla og kom þá Bakkus stundum við sögu. Ekki þurfti Mundi að fá sér í glas til að verða skemmti- legur. Undanfari góðrar sögu var oft sá að hann dró upp tóbaksklút- inn, snýtti sér hressilega, leit á mann þegjandi með stríðnisglampa í brúnum augunum, dró svo upp neftóbaksdósina þegjandi og fékk sér í nefið. Eftir nokkra þögn kom svo saga sem fjallaði um hann sjálf- an, hæfilega krydduð. Hann var mjög góður hand- verksmaður með fágaðan smekk og hafði gott auga fyrir góðri list eins og heimili þeirra Ásu bar vitni um. Þegar Mundi kynntist nýju, skemmtilegu fólki var hann oft eins og barn sem hafði eignast nýtt leikfang og var ekki í rónni fyrr en hann gat deilt þessum gersemum sínum með systur sinni á efri hæð- inni enda var hún ekkert ólík hon- um. Aldrei gleymi ég því þegar ég kom heim úr skólanum og í eldhús- inu sátu Örlygur Sigurðsson list- málari sem var einn besti vinur Munda og Stefán frá Möðrudal sem söng ættjarðarlög með sinni skerandi háu rödd svo að heyrðist langt niður á Skólavörðustíg. Í þessari akademíu Munda eyddi ég meiri og meiri tíma, því á skömmum tíma hafði ég kynnst flestum myndlistarmönnum bæjar- ins. Krossgöturnar hurfu smátt og smátt og MR fauk út í hafsauga og stefnan var tekin á aðra akademíu í öðru landi. Árin liðu og Mundi var kominn í rauða húsið í Bergstaða- strætinu, þaðan sem flestir minn- ast hans. Alltaf var hann jafn vin- gjarnlegur gagnvart mér og annt um vegferð mína og bauð mér að sýna hjá sér nokkrum sinnum. Um 1980 var rauða húsið selt til niður- rifs og Mundi hætti störfum. Þessi einkennilega menningarstofnun sem hundruð manna ef ekki þús- undir höfðu gengið í gegnum, bæði í gleði og sorg, til þess að njóta ná- vistar hins óviðjafnanlega gleði- gjafa, Guðmund Árnason, var öll. Nú er veislustjórinn horfinn en minningin um hann og veisluna sem hann opnaði á Týsgötu 1 og þau áhrif sem hann hafði á líf mitt munu aldrei hverfa. Ég sendi Gústu, Kidda og Sigga mínar innilegustu samúðarkveðjur. Eyjólfur Einarsson. Guðmundur Árnason, kær vinur í hálfa öld, var harla óvenjulegur maður. Hann var lífskúnstner í mannlegum samskiptum við að laða aðra að sér. Var það með góðri samræðu, græskulausri kímni og fjársjóði af skemmtilegum og stundum ótrúlegum sögum? Hver veit, en Guðmundur var góðum gáfum gæddur sem hefðu skilað sínu við langskólagöngu, sem hann hefði mátt njóta frekar en sjúkra- vistar á Vífilsstöðum. En hann byggði vel á gagnfræðaprófinu frá Flensborg, enda bókhneigður og fróðleiksfús. Hann var ljóðelskur, sjálfur hagorður og kunni mikið af kveðskap. Það var gaman að spjalla við Guðmund um tengda- föður hans, Sigurð skáld frá Arn- arholti. Þau hjónin voru víðlesin og það ekki síður á enskar eða amer- ískar bókmenntir. Hann hafði áreiðanlega erft sinn skerf af ann- álaðri frásagnargáfu sr. Árna Þór- arinssonar, föður síns. Allt fram á síðasta, það var nítugasta og sjö- unda aldursárið, var hann að segja manni sögur frá Stórahrauni og Snæfellsnesi. Forsjónin lagði leiðir okkar sam- an af fjölskylduástæðum og marg- ar urðu gleðistundir með þeim Ásu. Það var tilhlökkunarefni þegar komið var heim frá útlandinu að komast á þeirra fund og ekki stóð á gestrisninni. En glens og góð sam- ræða um dægurmál duldi annan þátt í lífi Guðmundar. Hann var trúhneigður og á sína vísu trúræk- inn með ritningarlestri og bænum. Þau mál ræddum við oft síðustu ár- in á Hringbraut, þar sem Guð- mundur og Ása bjuggu sér síðasta heimilið áður en flutt var í Selja- hlíð. Þar dró ský fyrir sólu við hið mikla áfall Ásu, sem lá rúmföst með litla tjáningu síðustu árin. En þá lét Guðmundur ellina ekki á sig fá og var það eitt áhugamál að ann- ast Ásu og vitja sem oftast. Eftir fráfall hennar var þess aðeins beðið að yfir lyki og hann fengi að ná á ný fundi Ásu sinnar. En þegar litið var inn var hann samur við sig og sagði: Ég helli upp á kaffi og segið mér hvað er títt! Við Elsa minn- umst fölskvalausrar og innilegrar vináttu. Friður Guðs þér fylgi. Einar Benediktsson. V i n n i n g a s k r á 14. útdráttur 2. ágúst 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 1 1 0 5 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 9 3 9 0 3 1 5 0 4 3 2 4 4 1 6 8 9 5 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 16112 33912 40336 47075 70792 76428 23758 34171 47046 68329 74644 79948 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 3 2 0 9 1 8 4 2 3 0 5 4 3 0 7 2 4 3 9 7 4 9 5 0 7 7 6 6 0 4 3 4 7 4 4 3 3 3 5 7 9 9 2 3 8 2 3 2 3 6 3 1 3 5 6 4 0 7 4 0 5 0 8 8 7 6 0 4 6 8 7 4 4 8 9 3 8 4 9 1 2 4 8 1 2 4 2 7 5 3 1 3 9 3 4 3 5 2 4 5 1 2 6 6 6 1 7 3 6 7 5 0 3 4 3 9 5 6 1 4 7 7 2 2 5 0 6 1 3 1 3 9 9 4 5 7 9 9 5 2 5 2 6 6 2 4 4 2 7 5 5 1 2 4 0 3 2 1 6 7 6 3 2 5 3 7 8 3 1 9 5 9 4 6 2 3 2 5 2 6 9 6 6 5 0 4 4 7 6 6 1 4 4 0 7 6 1 7 7 3 7 2 5 8 7 2 3 2 3 5 2 4 6 7 7 2 5 2 8 8 7 6 5 3 3 4 7 7 1 2 7 4 4 8 3 1 8 8 7 1 2 6 7 3 6 3 3 9 5 8 4 6 8 9 0 5 3 0 2 0 6 6 0 0 6 7 7 4 8 1 4 9 4 5 1 9 2 1 1 2 7 9 2 2 3 4 8 2 5 4 8 7 2 6 5 4 7 1 3 6 6 8 1 4 7 8 7 0 9 5 3 8 9 1 9 3 1 0 2 8 5 1 8 3 6 3 5 0 4 8 8 3 5 5 6 0 2 9 6 8 7 0 6 7 9 1 3 6 5 8 4 9 1 9 6 2 3 2 8 9 3 8 3 6 8 2 8 4 9 6 2 6 5 6 8 9 9 6 8 9 6 8 7 4 1 5 2 2 3 5 9 2 8 9 7 6 3 7 2 2 2 5 0 1 2 0 5 8 7 9 3 7 1 8 4 7 7 8 8 2 2 2 4 6 3 3 0 2 1 3 3 9 0 0 8 5 0 6 1 4 5 8 9 0 1 7 2 9 5 6 8 5 4 6 2 2 9 7 8 3 0 3 1 3 3 9 0 6 3 5 0 7 2 6 5 9 1 6 0 7 3 0 1 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 37 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 2 9 8 7 0 9 1 7 7 8 5 2 6 3 9 8 3 8 8 1 7 5 1 1 1 0 6 2 8 3 4 7 3 0 5 6 4 8 9 1 6 5 1 8 0 2 0 2 7 1 3 5 3 9 1 6 1 5 1 4 5 8 6 3 0 8 4 7 3 4 3 9 9 9 9 3 8 0 1 8 1 2 6 2 7 1 9 1 3 9 5 3 5 5 1 5 3 4 6 3 2 1 3 7 3 4 7 9 4 7 8 9 5 3 2 1 8 2 5 5 2 7 6 9 2 4 0 9 3 5 5 2 0 0 4 6 3 2 4 9 7 4 4 1 7 8 5 7 9 6 6 6 1 8 5 2 8 2 7 7 3 6 4 1 1 4 1 5 2 5 8 8 6 4 0 6 8 7 5 6 3 5 1 1 0 8 9 7 8 9 1 8 9 1 2 2 7 8 1 1 4 1 5 9 8 5 3 2 8 9 6 4 2 8 2 7 5 7 6 3 1 1 7 6 1 0 0 0 9 1 9 0 9 2 2 8 3 8 7 4 1 7 6 9 5 4 0 5 8 6 4 3 0 4 7 5 9 5 7 2 0 4 5 1 0 1 9 6 1 9 2 5 5 2 8 5 1 0 4 1 9 2 3 5 4 3 7 5 6 4 5 0 8 7 6 0 2 3 2 5 7 6 1 0 8 3 8 1 9 4 0 6 2 9 3 1 2 4 2 6 4 8 5 4 7 9 6 6 4 6 3 7 7 6 1 1 4 2 6 9 8 1 0 8 4 4 1 9 6 0 0 2 9 6 3 0 4 2 7 7 4 5 5 5 0 1 6 4 6 5 3 7 6 3 9 3 2 8 4 1 1 1 5 0 7 1 9 6 1 1 2 9 7 3 0 4 2 8 0 6 5 5 5 5 7 6 4 7 1 8 7 6 7 2 3 3 1 0 3 1 1 8 4 3 1 9 6 1 9 3 0 1 5 8 4 3 0 6 8 5 5 8 8 2 6 5 1 9 0 7 6 8 3 3 4 0 5 8 1 1 9 5 6 1 9 6 9 5 3 0 2 0 0 4 3 1 0 2 5 6 2 7 4 6 5 2 4 4 7 7 0 1 1 4 3 9 1 1 2 1 4 0 2 0 5 4 4 3 1 0 3 5 4 3 3 0 9 5 6 3 0 7 6 5 3 9 5 7 7 1 0 9 4 5 3 7 1 2 1 8 4 2 1 5 3 0 3 1 8 6 9 4 3 3 8 3 5 6 7 0 3 6 7 4 2 7 7 7 1 8 7 4 5 7 6 1 2 6 5 2 2 1 8 3 0 3 2 0 9 2 4 3 5 6 2 5 6 8 6 5 6 8 5 9 3 7 7 1 9 7 4 5 8 3 1 3 2 2 2 2 2 0 2 6 3 2 7 2 5 4 3 6 7 3 5 6 9 0 6 6 9 2 1 1 7 7 9 3 3 4 7 9 1 1 3 9 9 1 2 2 1 1 1 3 3 6 5 7 4 3 7 4 3 5 7 7 3 0 6 9 8 9 1 7 8 2 3 3 4 9 8 5 1 4 0 5 6 2 2 1 6 3 3 4 6 0 2 4 3 8 2 1 5 8 1 4 1 7 0 0 6 4 7 8 5 8 9 5 2 2 9 1 4 0 9 0 2 2 3 4 8 3 4 8 8 1 4 3 9 7 3 5 8 8 4 2 7 0 1 6 8 7 8 7 0 1 5 4 0 3 1 4 4 3 0 2 2 4 1 2 3 5 4 6 2 4 4 4 2 4 5 9 3 7 0 7 0 2 3 9 7 8 9 0 5 5 5 5 7 1 4 8 7 5 2 2 6 0 6 3 5 7 9 6 4 4 7 9 7 5 9 5 4 3 7 0 5 5 9 7 9 0 3 8 6 4 3 8 1 5 2 2 8 2 2 6 3 4 3 6 3 9 0 4 4 8 8 0 5 9 6 6 2 7 1 0 2 5 7 9 1 6 8 6 4 7 5 1 5 5 2 9 2 2 8 7 1 3 6 9 5 7 4 4 8 9 6 5 9 8 3 2 7 1 4 4 1 7 9 1 6 9 6 8 3 3 1 5 5 7 9 2 3 0 9 4 3 7 1 8 0 4 6 5 3 1 5 9 8 7 1 7 1 7 3 6 7 9 2 9 0 6 9 3 0 1 5 8 0 9 2 3 6 9 4 3 7 2 8 9 4 7 0 2 9 6 0 1 4 2 7 1 8 4 8 7 9 8 0 3 7 1 1 7 1 6 1 3 3 2 3 7 5 3 3 7 4 2 6 4 7 0 5 1 6 0 7 8 5 7 1 9 0 5 7 1 4 7 1 6 8 8 1 2 4 2 8 2 3 7 7 2 1 4 7 2 2 4 6 0 9 4 1 7 2 0 5 5 7 3 6 0 1 6 9 8 1 2 4 3 7 6 3 8 0 1 4 4 7 2 6 1 6 1 4 8 1 7 2 1 9 2 7 5 3 9 1 7 2 5 6 2 4 4 3 9 3 8 1 0 2 4 8 1 2 7 6 2 2 0 0 7 2 3 7 8 8 3 1 2 1 7 5 6 4 2 5 4 9 2 3 8 6 0 9 4 8 7 5 2 6 2 7 2 1 7 2 5 7 0 8 5 0 4 1 7 6 7 9 2 5 7 5 9 3 8 6 7 7 5 0 1 9 6 6 2 8 2 0 7 2 8 3 9 Næstu útdrættir fara fram 9. ágúst, 16. ágúst, 23. ágúst & 30. ágúst 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is Við Ragnhildur sendum Dísu og öllum afkomendunum innilegar samúðarkveðjur. Valgarð Runólfsson. Skírnir frændi okkar á Skarði er látinn. Dvöl hans hér í þessum heimi var okkur til ánægjuauka og honum og hans fólki til mikils sóma. Hann kveður þennan heim sáttur við Guð og menn enda hefur hann sennilega aldrei átt sér óvildarmann. Það eru svona menn sem setja svip á um- hverfi sitt. Framlag þeirra hjóna til sam- félagsins er ekki lítið. Þau eignuðust 10 börn og ólu upp eitt til viðbótar. Allt er þetta myndarlegt og gæfu- samt fólk sem spannar mörg verk- svið í íslensku samfélagi. Bærinn Skarð í Dalsmynni er reisulegur og fallega uppbyggður í tíð þeirra Skírnis og Dísu. Heimilið er þekkt fyrir myndarskap og gest- risni enda var alltaf mannmargt á Skarði. Við systurnar minnumst þess frá bernskuárunum að farið var á Skarð í sunnudagskaffi en Sigrún móðir Skírnis, systir föður okkar, var frá Lómatjörn. Það var einhver ævin- týraljómi tengdur þessum ferðum. Þá þótti þetta þó nokkur vegalengd að fara á gamla Willis-jeppanum frá Lómatjörn í Skarð. Vegurinn var niðurgrafinn og þurfti að fara í gegnum tvö hlið. Okkur eru minn- isstæðar umræðurnar við kaffiborð- ið þar sem margt var skrafað. Skírn- ir og Dísa tóku við keflinu af þeim Sigrúnu og Jóni og ráku myndarbú á Skarði. Þau sinntu gömlu hjón- unum til dauðadags. Skírnir var glæsilegur á velli, skemmtilegur, velviljaður og vin- sæll. Hann var frjálslegur í fasi og naut mikils trausts í sveitarfélaginu. Hann sat m.a. í hreppsnefnd og skólanefnd Grýtubakkahrepps. Hann bar hag sveitarfélagsins fyrir brjósti og beitti sér ekki síst í skóla- og samgöngumálum. Það koma ýmis minningarbrot upp í hugann þegar horft er til baka: Skírnir á Lokastaðarétt með der- húfu og brett upp fyrir olnboga að draga fé; Skírnir prúðbúinn í Lauf- áskirkju að lesa bæn sem meðhjálp- ari; Skírnir á hlaðinu á Skarði að bjóða fólki í bæinn. Um leið og við þökkum frænda okkar samfylgdina vottum við Dísu og fjölskyldunni allri dýpstu samúð. Minningin um góðan dreng lifir. Sigríður Sverrisdóttir, Valgerður Sverrisdóttir, Guðný Sverrisdóttir. Skírnir á Skarði er borinn til moldar í dag. Þá verður fyrir sjón- um mér mynd, fjölvíð mynd þar sem Skírnir er í forgrunni, en myndin nær marga áratugi aftur. Í myndinni er millirödd Sigrúnar móður hans, ilmur af birkiskógi, styrkur langfeðga og glaðværð ung- viðis. Skírnir og kona hans Hjördís bjuggu um áratugi glæsilegu búi á Skarði í Dalsmynni. Áður höfðu for- eldrar Skírnis búið þar lengi. Ég á margar minningar frá þess- um slóðum, ekki síst frá búskapar- árum Jóns og Sigrúnar, foreldra Skírnis. Fjölskyldurnar tvær, okkar í Hléskógum og fólksins á Skarði voru náskyldar báðum megin, og voru afar nánar. Mæður okkar Skírnis voru systur, en faðir minn systursonur Jóns föður hans. Þær systur höfðu svo líka rödd, að barna- börnin ung þekktu ekki sundur hvor amman talaði, Sigrún eða Sigur- björg Í höndum þeirra Skírnis og Hjör- dísar varð Skarð einhver hin feg- ursta jörð og búskapur með sérstök- um myndarbrag. Börnin urðu tíu að tölu, tápmikil, og heimilisbragur all- ur með miklu lífi, hispursleysi og glaðværð. Og umgjörð um það fríða mannlíf voru skógi vaxnar hlíðar Dalsmynnisins, og ekki síður hlý- leiki húsráðendanna. Skírnir var maður ljós yfirlitum, fríður maður og vel á sig kominn, röskur í framgöngu, líflegur í sam- ræðum, áhugasamur um þjóðmál og manna vinsælastur. Gestrisni þeirra hjóna Skírnis og Hjördísar varð rómuð; höfðinglega og vel tekið á móti öllum – það vildu allir koma við á Skarði þeir sem Dalsmynnið óku. Jón á Skarði var höfðingi og eft- irminnilegur og fyndinn mjög í tali. Öll urðu börn þeirra Jóns og Sigrún- ar afbragðs fólk. Mest fór fyrir Ein- ari Bessa. Faðir Jóns á Skarði var kirkju- smiðurinn Jóhann Bessason sem bjó á Skarði og alþekktur hefur orðið fyrir mikilúðleik en einkum smíðar (sagður líkur Agli Skallagrímssyni). Um hans smíðaverk ber gamli bær- inn í Laufási best vitni. Jóhann lærði smíðar hjá Tryggva Gunnars- syni frá Laufási. Síðar hafði Jóhann yfirumsjón með endurbyggingu gamla bæjarins í Laufási. Hörður Ágústsson segir framlag Jóhanns og Tryggva til byggingarlistarinnar í landinu hafa verð jafnmiklvægan hlut „annarra andans manna á þjóð- frelsisöld að jafnöldrum þeirra á skáldabekk ekki undanskildum“. Mannlíf fyrri tíma verður ekki vakið á ný. En gott væri að halda tengslum við söguna. Maður getur einungis þakkað fyrir að verða sam- ferða svo traustu fólki – verða vitni að svo vel unnu myndverki. Föðurætt Skírnis rekur sig m.a. að Skógum og Steinkirkju í Fnjóskadal, og Naustavík í Nátt- faravíkum. Móðurætt: Sigrún var frá Lómatjörn, dóttir Guðmundar Sæmundssonar, og Valgerðar dótt- ur Jóhannesar Reykjalín frá Þönglabakka í Fjörðum. Á blágrýt- issvæðinu eru fjöll traust – maður sá ungur svip hvers bónda í því fjalli sem yfir honum gnæfði – rúnir í enni Jóhanns gamla Bessaonar í klettaböndum yfir Skarði. Skarð er nú orðið í frændgarðinn, frændgarð sem mér var alltaf mikilsvirði og ég lærði mest af. Þar með kveð ég Skírni og ber kveðju systkina minna frá Hléskógum. Valgarður Egilsson.  Fleiri minningargreinar um Skírni Jónsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.