Morgunblaðið - 03.08.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 2007 49
/ AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR
Á SAMbio.is
WWW.SAMBIO.IS
NANCY DREW kl. 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára
THE SIMPSONS kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ
NANCY DREW kl. 8 - 10 B.i. 7 ára
GEORGIA RULE kl. 9 B.i. 7 ára
HARRY POTTER 5 kl. 6 B.i. 10 ára
SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ
eeee
FGG - Fréttablaðið
eeee
ÓHT - Rás2
eeee
Morgunblaðið
eeee
RUV
eeee
DV
eeee
Tommi - Kvikmyndir.is
Frá leikstjóra „Pretty Woman“ og „Princess Diaries“
FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS
STEFNUMÓTAMYND SUMARSINS
HEFURÐU UPPLIFAÐ HIÐ
FULLKOMNA STEFNUMÓT?
ÁSTIN ER BLIND
HLJÓÐ OG MYND
45.0
00 G
ESTI
R
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
Eftir Ásgeir H Ingólfsson
asgeirhi@mbl.is
HLJÓMSVEITIN Johnny and the
Rest bjóða upp á blúsveislu á Gaukn-
um í kvöld. Með þeim spila hljóm-
sveitin Mood, Elín Ey og saxafónleik-
ararnir bandarísku Stephon
Alexander og Jason Harden. En hver
er þessi Johnny? „Hann er sálin í
bandinu,“ segir Hrafnkell Már Ein-
arsson, söngvari og gítarleikari sveit-
arinnar. „Við erum restin og reynum
að uppfylla óskir Johnny.“ Þeir hafa
spilað saman í tvö ár og byrjuðu að
halda tónleika fyrir ári, byrjuðu í bíl-
skúrnum en „enduðum svo upp á
Granda hjá Danna Pollock og höfum
verið þar síðan að púsla okkur sam-
an“.
Af gestaspilurum kvöldsins kann-
ast margir betur við trúbadorinn El-
ínu Ey sem Elínu Eyþórsdóttur,
dóttur tónlistarmannanna Ellenar
Kristjánsdóttur og Eyþórs Gunn-
arssonar. Saxafónleikararnir banda-
rísku hafa svo báðir tónlistina sem
aukabúgrein, Alexander kennir
stjörnufræði við Harvard og Harden
spilar körfubolta fyrir Þór í Þorláks-
höfn.
Samhljómur alheimsins
Stephon Alexander kennir stjörnu-
fræði við Harvard-háskóla í Banda-
ríkjunum auk þess að kenna tónlist
og spila á saxafón sjálfur. Hann kom
þó til Íslands á vegum National
Geographic vegna vinnu við heimild-
armynd um tengsl tónlistar og vís-
inda. Þá er hann einnig að vinna efni
fyrir Closer to Truth sem er verkefni
þar sem vísindamenn, fræðimenn og
listamenn reyna að byggja brýr á
milli greinanna og halda bæði út vef-
síðu (closertotruth.com) sem og sjón-
varpsþætti í almenningssjónvarpi í
Bandaríkjunum. Hann hefur aðeins
einu sinni áður spilað með Johnny
and the Rest. „Vinkona gítarleik-
arans þekkir mig og fékk mig til að
koma á Grand rokk og þar endaði ég
uppi á sviði og tók nokkrar lykkjur
með þeim.“ Þannig gekk það í gegn-
um kvöldið og menn voru svo ánægð-
ir með samstarfið að framhald verður
á.
En hvernig gengur að samræma
músíkina og vísindin?
„Þjóðfélagið setur vissulega á
mann pressu um að velja, hver maður
á helst bara að vera eitthvað eitt. En
mér hefur tekist að flétta þetta sam-
an. Þetta snýst líka allt um samhljóm,
samhljóminn í alheiminum og sam-
hljóminn í tónlistinni.“
Frá Líbanon til Þorlákshafnar
Jason Harden flutti til Íslands árið
1999 til að spila körfubolta og hefur
stundað þá iðju síðan á Egilsstöðum, í
Reykjavík og Þorlákshöfn með að-
komu í körfuknattleiksdeildum Líb-
anon og Kýpur. Hann hafði þó verið í
löngu fríi frá tónlistinni þegar hann
kom til Íslands.
„Þegar ég var fjórtán ára stal ein-
hver horninu mínu og ég spilaði ekki í
fimmtán ár. Þegar ég fór aftur heim
sumarið 1999 fékk ég mér loksins
nýtt og keypti auk þess stóran stafla
af bókum og kenndi sjálfum mér á
saxófóninn alveg upp á nýtt,“ segir
Harden og ég sýti það mjög að þetta
sé blaðaviðtal þannig að lesendur
geta ekki heyrt tilfinninguna sem
blúsarinn leggur í orðin „my horn“.
Síðan þá hefur hann meðal annars
unnið mikið með söngkonunni Ke-
nýu, en það var á gangi um Kolaport-
ið síðustu helgi sem hann komst í
kynni við stjörnufræðinginn Alex-
ander og í kjölfarið við Johnny and
the Rest sem hann treður upp með í
kvöld. En tónlistarlífið er einnig líf-
legt í körfuboltanum „enda spila allir
á Íslandi á hljóðfæri“ og hann segir
að Þór í Þorlákshöfn gæti vel náð
saman í band. „Ég get sungið og spil-
að á saxófón og hljómborð, einn í lið-
inu spilar á píanó, annar á gítar og
þriðji á trommur.“
Stjörnur, körfubolti og saxófónn
Í HNOTSKURN
»Það verður tónlistarveislaá Gauknum alla helgina og
kostar 500 krónur inn hvert
kvöld.
»Á laugardaginn spila Múg-sefjun, Ultramegateknó-
bandið Stefán, Dikta, Miri og
Zodogan.
»Á sunnudaginn spilar Jón-as Sigurðsson og hljóm-
sveit hans Þar sem malbikið
svífur.
Morgunblaðið/ÞÖK
Félagarnir Liðsmenn Johnny and the Rest, Hrafnkell, Bragi og Guðmundur, með Stephon (með derhúfu) og Jason.
www.johnnyandtherest.com
R&B-söngvarinn
R. Kelly hefur
verið ákærður
fyrir að brjóta á
barni kynferð-
islega og hefjast
réttarhöld í mál-
inu 17. sept-
ember. Málið hef-
ur verið fimm ár í
undirbúningi, þ.e.
frá því hann var kærður.
Kelly heitir réttu nafni Robert
Kelly og er fertugur. Hann á yfir
höfði sér 15 ára fangelsisvist, verði
hann sekur fundinn. Kelly er gefið
að sök að hafa haft samfarir við
stúlku undir lögaldri og tekið upp á
myndband. Verjendur Kelly segja
aldur stúlkunnar ekki liggja fyrir og
auk þess sé ekki ljóst hvort Kelly sé
á myndbandinu.
Réttarhöld
í september
Robert Kelly
WOODY Allen kvikmyndagerðar-
maður segir í sérstöku viðtali við
Time vegna andláts Ingmar Berg-
mans og Michelangelo Antonioni, að
fráfall þeirra á sama degi sé sann-
arlega hörmulegt. Allen er þekktur
fyrir aðdáun sína á verkum Berg-
man en um Antonioni segir hann:
„Hann var frábær í ping-pong. Ég
keppti við hann; hann vann mig allt-
af af því hann gat seilst svo langt.“
Reuters
Spaugari Allen dáði Bergman.
Góður í
ping-pong