Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 4

Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Atla Vigfússon Þetta eru stór tíðindi í forn-leifarannsóknum sumars-ins,“ segir Adolf Frið-riksson, forstöðumaður Fornleifastofnunar Íslands, þegar bátkuml fannst í gær á eyðibýlinu Litlu-Núpum í Aðaldal. Um tvíkuml er að ræða því tveir fornmenn hafa verið heygðir í bátnum og fundust hauskúpur þeirra beggja auk lær- leggja og annarra smærri beina. Bátkuml hefur ekki fundist á Íslandi í 43 ár og þetta er einungis sjötta bátkumlið sem finnst í landinu. Báturinn mun hafa verið 7 metrar á lengd og 1,8 metrar á breidd. Fundurinn er einnig merkilegur vegna þess að þetta er töluvert langt inni í landi og því mörgum spurn- ingum enn ósvarað um bátinn. Rústir eyðibýlisins Litlu-Núpa eru fyrir margra hluta sakir athygl- isverðar, en þær eru umluktar tveimur miklum garðlögum og túnin sem garðarnir afmarka eru óvenju stór. Innan túngirðingar er að finna fjölmargar tóftir og samkvæmt forn- leifaskráningu sem gerð var sumarið 2003 afmarkar ytri túngarðurinn allt að 24 ha. svæði. Þar eru a.m.k. 13 tóftir og þrjú stór gerði, en öll þessi mannvirki eru fornleg og sigin að undanskildum beitarhúsunum sem eru mun yngri. Árið 1915 fannst kuml á Litlu- Núpum og rannsakaði þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórð- arson, kumlið, sem leiddi í ljós að þar hefði verið heygð fullorðin kona með höfuð til norðurs auk þess sem uppblásin bein úr tveimur hrossum fundust þar skammt frá. Adolf Friðriksson fornleifafræð- ingur kom á Litlu-Núpa árið 2004 og tókst að staðsetja kumlið frá 1915 og frekari athuganir leiddu í ljós tvö önnur kuml fast við götuslóða sem liggja út úr túninu. Staðsetningin kemur heim og saman við rann- sóknir sem gerðar hafa verið sem hafa sýnt að algengast hefur verið að fólk hefur verið heygt við reiðleiðir, ýmist í túnjaðri eða í jaðri land- areigna. Því má leiða að því líkur að bæði vallargarður og götuslóðar hafi þá þegar verið fyrir hendi þegar kumlin voru sett niður og það bendir til þess að á Litlu-Núpum sé að finna búsetuleifar frá fyrstu öldum byggð- ar. Sumarið 2006 stjórnaði Howell M. Roberts rannsóknum á Litlu- Núpum og gerðir voru tveir könn- unarskurðir inn í tvær aflangar tóft- ir í norðurhluta minjasvæðisins og einnig í rétthyrnda tóft sem tengdist öðrum túngarðinum. Svo virtist sem veggir bygginganna hefðu fallið undan halla landsins en ekki fundust gólflög sem gjarnan gefa upplýs- ingar um mannvist. Líklegt er því að um rústir gripahúsa sé að ræða og voru þau bæði reist eftir 950 og kom- in úr notkun löngu fyrir 1477 og er það samkvæmt gjóskulagagrein- ingu. Í þriðju tóftinni sem liggur samsíða túngarðinum kom í ljós vel varðveittur eins metra þykkur torf- veggur sem virtist hafa verið lag- færður þrisvar sinnum. Í tóftinni var að finna mjúkt gólflag við útveggina og einnig var þar að finna nokkuð stórar djúpar stoðarholur sem gefa til kynna að byggt hafi verið yfir með viði. Þó er notkun bygging- arinnar ekki ljós. Það er Howell M. Roberts sem einnig hefur stjórnað rannsókn- unum á Litlu-Núpum nú og segir hann þetta vera mjög athyglisverð- an fund fyrir fornleifarannsóknir í landinu. Bátkuml finnst við fornleifauppgröft á eyðibýlinu Litlu-Núpum í Aðaldal Fornmenn voru heygðir í bátnum Morgunblaðið/Atli Vigfússon Grafa Guðrún Alda Gísladóttir og Freyja Sadarangani fornleifafræðingar að störfum. Hauskúpan af öðrum fornmanninum sést vel á miðri mynd. Í HNOTSKURN »Litlu-Núpar eru eyðibýli ílandi Laxamýrar, vestan í Hvammsheiði, austan Laxár, gegnt Aðaldalsflugvelli. »Sagt er að býlið hafi farið íeyði fyrr á öldum vegna reimleika. »Búsetuminjar sýna að mik-il umsvif hafi verið á jörð- inni og sumir telja að þar hafi verið stunduð kornrækt til forna. PHIL Woolas, umhverfisráðherra Bretlands, fagnar mjög ákvörðun Einars K. Guðfinnssonar landbúnað- ar- og sjávarútvegsráðherra frá 24. ágúst síðastliðnum, um að úthluta ekki nýjum hvalveiðikvótum fyrir næsta ár. Hann segir ákvörðunina bæði djarfa og viturlega og vonar ,,að þetta jákvæða skref gefi til kynna endalok hvalveiða í atvinnu- skyni, sem og í öðrum tilgangi.“ Woolas segir Ísland einn helsta áfangastað hvalaskoðenda. ,,Þær þúsundir ferðamanna sem heim- sækja landið frá öllum heimshornum til að upplifa þessar mikilfenglegu skepnur verða himinlifandi vegna ákvörðunarinnar,“ segir hann og kveður íslenskan hvalaskoðunariðn- að nú, ásamt góðu orðspori Íslend- inga í verndun og nýtingu auðlinda sjávar, geta haldið áfram að vaxa án þeirrar smánar sem fylgi hvalveiðum í atvinnuskyni. Bretar voru í broddi fylkingar þegar margar þjóðir mótmæltu ákvörðun Íslendinga um að hefja at- vinnuveiðarnar á ný síðasta haust. Ben Bradshaw, sjávarútvegsráð- herra Bretlands, sagðist á þeim tímapunkti ekkert botna í Íslending- um og umhverfisráðherra Ástralíu, Ian Campbell, sagði ákvörðunina harmsefni um allan heim. Phil Woolas fagnar ákvörðun Einars K. Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „Í FYRSTA lagi teljum við frekar vafasamt að núverandi fyrirkomulag standist lög, þ.e. að Orkuveitan starfi á samkeppnismarkaði með ábyrgð sveitarfélaganna,“ segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, um ástæður þess að stjórn fyrirtækisins fjallar nú um til- lögu til hlutafélagavæðingar. „Sú skoðun ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA, að þetta fyrirkomulag sé óheimilt hefur þegar komið fram, án þess að hún hafi þegar úrskurðað um það, en við viljum sem sagt frekar bregðast við og fara í breytinguna áður en við sitjum uppi með úr- skurð,“ segir Guðmundur. Aðra ástæðu hlutafélagavæðingar segir hann vera sveigjanleika og hraða í ákvarðanatöku hjá hluta- félögum í samanburði við sameign- arfélög. „Við teljum að Orkuveita Reykjavíkur eigi að hafa sömu möguleika á samkeppnismarkaði og önnur orkufyrirtæki í landinu, þ.e. Hitaveita Suðurnesja, Rarik, Orkubú Vestfjarða og Norðurorka, sem öll eru hlutafélög. Þau eru mun sveigjanlegri og fljótari í ákvarðana- töku heldur en við sem þurfum að fara með okkar ákvarðanir fyrir alla okkar eigendur, sem hver og einn hefur í raun neitunarvald í okkar málum. Það er mun skilvirkara ferli að eigendur komi bara að málum í gegnum stjórn og hluthafafundi en ekki að einstökum málum.“ Stórmál sem þarfnast umræðu Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir, fulltrúar Samfylking- ar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í minnihluta borg- arstjórnar, gagnrýna skort á um- ræðu um málið og að þau hafi engin fundargögn fengið um stjórnarfund Orkuveitunnar sem fram fór í gær. Þá segja fulltrúarnir breytinguna rökstudda með því að krafta einka- framtaksins þurfi að leysa úr læð- ingi. Erfitt sé því að skilja atburða- rásina öðruvísi en sem upptakt að einkavæðingarferli. Þetta segja þeir stórmál sem þarfnist víðtækrar samfélagslegrar umræðu og þeir muni óska eftir að rekstrarform Orkuveitunnar verði sett á dagskrá borgarstjórnarfundar á þriðjudag. Afgreiðslu tillögunnar frestað Frestað var að afgreiða tillöguna þar til á næsta stjórnarfundi, sem boðað hefur verið til á mánudag, en Guðmundur Þóroddsson segir það ekki í síðasta skipti sem breytingin verði rædd. Breytinguna þurfi að taka fyrir hjá öllum eigendum, sem hafi neitunarvald í málum fyrirtæk- isins. Málið muni því koma til kasta Dags og Svandísar að minnsta kosti þrisvar sinnum í kjölfarið, í borgar- stjórn, borgarráði og á eigendafundi Orkuveitunnar. „Í mínum huga hefur þetta ekkert með einkavæðingu að gera,“ segir Guðmundur, rekstrarform Orkuveit- unnar sé nú þegar einkaréttarlegs eðlis og breytingin sé í raun smá- vægileg. „Þú getur í rauninni alveg eins einkavætt sameignarfyrirtæki eins og hlutafélag og þú getur hæg- lega tekið það í einu skrefi,“ segir Guðmundur. Stjórnendur OR vilja hlutafélagavæðingu „Upptaktur að einkavæðingarferli,“ segir minnihlutinn Morgunblaðið/ÞÖK Sameign Orkuveita Reykjavíkur tók til starfa árið 2002 og er sameignar- félag í eigu Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar. BJÖRG Thor- arensen, prófess- or í stjórnskipun- arrétti, var í gær kjörin forseti lagadeildar Há- skóla Íslands, fyrst kvenna. Björg tekur við af dr. Páli Sveini Hreinssyni, sem skipaður var hæstaréttardómari fyrr í vikunni. Viðar Már Matthíasson, sem gegndi starfi varaforseta, gaf ekki kost á sér í það embætti á nýjan leik og var Róbert Ragnar Spanó kjörinn í hans stað. „Ég tek við starf- inu full bjartsýni fyrir hönd laga- deildar háskólans og stefni að því að hún skari áfram fram úr á sínu sviði. Aðstæður hennar hafa verið bættar nokkuð með auknum fjárveitingum. Þetta er því á réttri leið en engu að síður þurfum við halda áfram að berjast fyrir því að fá verulega aukn- ar fjárveitingar með það fyrir augum að auka enn gæði í kennslu og rann- sóknum, eins og við stefnum að, og halda forskotinu,“ segir Björg. Hún kveðst munu leggja ríka áherslu á að bæta þjónustu við nem- endur deildarinnar, enda hafi hún verið það helsta sem sett var út á í út- tekt Ríkisendurskoðunar á kennslu í háskólum landsins. Það skýrist ekki síst af því að lagadeild hefur hlut- fallslega langfæsta kennara í föstum stöðum miðað við nemendafjölda. „Nú stendur fyrir dyrum endurskoð- un á stjórnskipulagi háskólans og ég legg mikla áherslu á að marka laga- deildinni mjög sterkan sess inni í því kerfi og trúi því að það gefi henni svigrúm til þess að eflast ef rétt er haldið á málum.“ Fyrsti kven- forsetinn Björg Thorarensen SKIPULAGSSTOFNUN féllst ekki á tillögu Leiðar ehf. um matsáætlun svo- nefndrar Svínavatnsleiðar, vegar við Svínavatn í Húnavatnshreppi og Blönduósbæ. Er það m.a. gert í ljósi umsagna sveitarstjórna þessara hreppa – sem lögðust gegn tillögunni. Tillaga Leiðar gerði ráð fyrir þremur mögulegum veglínum, sem allar myndu tengjast núverandi hringvegi við Brekkukot að sunnanverðu. Myndu leiðirnar stytta hringveginn um 12,6-14,6 kílómetra.                         " #  $  #% "  $  !"  "# %    ! & !  ' " !!"   # % (  )  "* ! !"   $    $  ' " " + %,                           Ekki fallist á tillögu Leiðar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.