Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
ÞETTA HELST ...
● HLUTABRÉF hækkuðu í verði í
Kauphöll Íslands í gær eins og í öðr-
um evrópskum kauphöllum. Úrvals-
vísitalan hækkaði um 0,3% og var
8.197 stig við lokun markaða. Bréf
Century Aluminium hækkuðu um
2,05%, bréf Foröya Banka um 1,99%
og bréf Landsbankans um 1,11%.
Krónan styrktist um 0,6% í gær, en
að sögn Kaupþings var veltan í með-
allagi í dag. Gengi Bandaríkjadals er
nú 63,33 kr., evran er 86,42 kr. og
pundið er 127,59 kr.
Hækkanir í Kauphöll
● BANDARÍSKA
hagkerfið óx um
4% á öðrum árs-
fjórðungi og er
það meiri vöxtur
en bráðabirgða-
tölur, sem birtar
voru í júlí, bentu
til. Hagvöxtur
mældist hins
vegar aðeins 0,6% á fyrsta ársfjórð-
ungi. Sérfræðingar segja líklegt að
heldur hafi hægt á vextinum á
þriðja ársfjórðungi vegna sam-
dráttar á fasteignamarkaði og um-
brots á fjármálamörkuðum. Verð á
húsnæði í Bandaríkjunum hélt
áfram að hækka á öðrum fjórðungi
þrátt fyrir titring á lánamarkaði.
Hækkunin var þó mun minni en á
fyrsta ársfjórðungi.
Bandaríska hagkerfið
tekur við sér á ný
● TAP Flögu Group eftir skatta nam
rúmri milljón dollara á fyrstu sex
mánuðum ársins, eða um 65 millj-
ónum króna, borið saman við 1,2
milljónir dollara á sama tímabili í
fyrra. Á öðrum ársfjórðungi nam tap-
ið 428 þúsund dollurum en var 367
þúsund dollarar á öðrum ársfjórð-
ungi í fyrra. Í tilkynningu til kaup-
hallar kemur fram að tekjur hafi auk-
ist um 4,8% á fyrstu sex
mánuðunum og numið 16,1 milljón
dollurum. Á öðrum ársfjórðungi nem-
ur tekjuaukningin 11,6%. Sveiflur
eru fyrirsjáanlegar í náinni framtíð
Flögu en langtímahorfur sagðar góð-
ar.
Áfram tap hjá Flögu
Í NÝRRI skýrslu Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins (IMF) um Ísland segir að
samvinna Fjármálaeftirlitsins
(FME) við erlendar eftirlitsstofnanir
hafi vaxið mikið í takt við aukin um-
svif íslenskra fjármálafyrirtækja á
erlendri grundu. Þá fagnar IMF því
að íslensk stjórnvöld hafi að mark-
miði að styrkja og efla enn frekar
starfsemi FME enda sé mikilvægt
að eftirlitið vaxi áfram í takt við um-
fang og umsvif fjármálamarkaðar-
ins.
Gera frekari álagspróf
Í umfjöllun sjóðsins kemur fram
að álagspróf FME sýni að bankarnir
hafi fullnægjandi fjárhagsstöðu og
geti staðið af sér veruleg áföll en
prófið taki aðeins til frumáhrifa
hugsanlegra áfalla en mæli ekki
áhrif á seinni stigum og hafi aðilar
verið sammála um að þróa bæri
álagsprófin enn frekar.
Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME,
segir í tilkynningu að Fjármálaeft-
irlitið geri frekari álagspróf til við-
bótar hinu reglubundna, sem m.a.
tengist afleiddum áföllum. Hið form-
lega álagspróf sé í endurskoðun m.a.
vegna alþjóðlegra eiginfjárregla sem
gætu falið í sér að fleiri áhættuþætt-
ir verði prófaðir eins og rætt hafi
verið við IMF.
Álagspróf FME
þróuð frekar
uppi harðri samkeppni hér á landi og
að það sjáist í þeim kjörum sem neyt-
endum bjóðist.
Í erindi sínu í ársriti Samkeppnis-
eftirlitsins segir Gylfi að þótt eftirlitið
fylgist fyrst og fremst með starfsemi
innlendra fyrirtækja þá liggi í hlut-
arins eðli að stofnuninni beri jafn-
framt að gera það sem í hennar valdi
standi til að samkeppni erlendra aðila
hérlendis komi sér vel fyrir íslenska
neytendur.
„Þó er mikið svigrúm enn fyrir vöxt
slíkra viðskipta. Jafnframt hlýtur að
koma til skoðunar hvort ekki er hægt
að ryðja úr vegi þeim opinberu hindr-
unum sem enn eru til staðar á ýmsum
mörkuðum, t.d. í póstverslun með lyf
á milli landa,“ segir Gylfi í ársritinu.
Samráðsbrot talin
sérstaklega alvarleg
Ný lög auðvelda fólki að koma fram upplýsingum um brot
Morgunblaðið/Golli
Samkeppni Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, og Gylfi
Magnússon, stjórnarformaður þess, kynntu starfsemi eftirlitsins í gær.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
NÝLEGAR breytingar á samkeppn-
islögum eiga að auðvelda einstakling-
um og fyrirtækjum að koma fram og
aðstoða samkeppnisyfirvöld við upp-
lýsingu og rannsókn mála er varða
brot á lögunum. Kom þetta meðal
annars fram á fréttamannafundi sem
haldinn var um leið og nýtt húsnæði
Samkeppniseftirlitsins var tekið í
notkun og ársrit eftirlitsins var kynnt.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri eftir-
litsins, sagði á fundinum að með
breyttum lögum væri undirstrikað
hversu skaðleg samráðsbrot væru
samfélaginu. Refsiábyrgð einstak-
linga væri því afmörkuð við þau brot
og refsihámark aukið úr fjórum árum
í sex.
Páll lagði einnig áherslu á að með
breyttum lögum væri Samkeppniseft-
irlitinu heimilt að kæra ekki til lög-
reglu brot þeirra einstaklinga sem
upplýsa um samkeppnisbrot og lið-
sinna við rannsókn þeirra. Þetta væri
gert til að auðvelda einstaklingum og
fyrirtækjum, sem tekið hefðu þátt í
samráði en sæju nú að sér, til að snúa
við blaðinu.
Þá rýrði það einnig óhjákvæmilega
traust á milli þeirra sem standa að
ólöglegu samráði að hver þeirra sem
fyrstur segði til samráðsins við yfir-
völd gæti sloppið refsilaus en hinir
þyrftu að sæta refsingu.
Þörf á öflugu eftirliti
Að sögn Gylfa Magnússonar, for-
manns stjórnar Samkeppniseftirlits-
ins, segist hann vita að á fáum öðrum
stöðum í heiminum sé jafn mikil þörf
á öflugu samkeppniseftirliti og hér.
Segir hann að þau íslensku fyrir-
tæki sem ekki eigi í harðri samkeppni
við erlend fyrirtæki virðist ekki halda
Í HNOTSKURN
» Samkeppniseftirlitið hef-ur varið um 20% af tíma
sínum í mál tengd mat-
vörumarkaði frá miðju ári
2006 til miðs árs 2007.
» Sömu sögu er að segja umfjármálaþjónustu og eru
þessir tveir málaflokkar þeir
viðamestu hjá eftirlitinu.
EXISTA hefur gengið frá sam-
bankaláni að upphæð 500 milljóna
evra (um 43 milljarða króna) og er
lánið óveðtryggt. Því er ætlað að
endurfjármagna eldri lán.
Er lánið í tveimur hlutum, annars
vegar 407,5 milljón evra lán til
þriggja ára á 1,3 prósentustigum yfir
EURIBOR vöxtum og 92,5 milljón
evra lán til eins árs á 0,625 prósentu-
stigum yfir EURIBOR. Mögulegt
er, með samþykki lánveitenda, að
framlengja seinni hlutann til þriggja
ára. Í upphafi sóttist Exista aðeins
eftir 200 milljónum evra, en slík var
eftirsóknin að lokatalan var sú sem
áður hefur verið greint frá. Alls tóku
27 bankar frá 12 ríkjum þátt í láninu,
en milligöngu um það höfðu Bayer-
ische Landesbank, Fortis Bank,
HSH Nordbank og Raffeisen Zent-
ralbank Östereich. Glitnir var eini ís-
lenski bankinn en meðal annarra má
nefna Barclays, Morgan Stanley,
Deutsche Bank og Bank of America.
Sigurður Nordal, framkvæmda-
stjóri samskiptasviðs Exista, sagði
við Morgunblaðið í gærkvöldi að
þetta væri mikilvægur áfangi fyrir
félagið. Óveðsett sambankalán sem
þetta endurspeglaði ljóslega þróun
Exista frá hefðbundnu fjárfestingar-
félagi til fjármálaþjónustufyrirtæk-
is. Áhugi fjölda virtra banka á þátt-
töku í láninu bæri einnig með sér
mikið traust til Exista.
Aðspurður sagði hann óróann á
fjármálamörkuðum undanfarið ekki
hafa haft áhrif á lántökuna og hefði
eftirspurn eftir þátttöku farið fram
úr björtustu vonum.
Stórt sambankalán Exista
Órói á lánamarkaði hafði ekki áhrif á þátttöku 27 banka
STJÓRNVÖLD
hafa fullan hug á
að styrkja Sam-
keppniseftirlitið
enn frekar en
það hefur eflst
verulega und-
anfarin misseri,
að sögn Björg-
vins G. Sigurðs-
sonar við-
skiptaráðherra.
„Þetta var stór dagur í sögu Sam-
keppniseftirlitsins og til marks um
þá stefnu stjórnarinnar að styrkja
það með framlögum og lagabreyt-
ingum,“ segir Björgvin. „Það er öll-
um aðilum til góðs, neytendum sem
og fyrirtækjum, að samkeppni á
markaði sé sem frjálsust og virkust
og sterkt Samkeppniseftirlit er
besta leiðin til að tryggja að svo
sé.“
Vill frjálsa
og virka
samkeppni
Björgvin G.
Sigurðsson
!"#!$%&!
' (!)*
!"
#$%"
&'
"!"
(
$
)* +,+
-%.
/
!
"#
$
%&
012
$
%$
$3%
%34
5
.
#$%"$
(%
67%,
-.
8
'(
$
) 9%. 9
"
,
* & + ,-
.&
34-5
22467
--487
51437
564/1
8/4/7
52467
//8-477
87431
/.417
574-1
24/.
/71477
54..
146.
/765477
237477
/418
5-7417
1431
3-477
5/417
-34.7
6417
-787477
/7437
2417
8 "
-
:
" &)
<< 0<= >??
@2> 22> =<@
101 10A 0=>
0A0 2A@ ?1A
@ >0B ?1< B=A
@< 0A< =1>
1> ?B0 @>2
@ 2B? 0@= =2@
@ 2A0 B?> 2<A
*
22? A=0 ?A?
0= A=? 0??
=B @<@ ?<?
= =>1 1B?
*
=? 121 ???
0@= >A@
< =<> 1A=
0@= @0<
< BBA 1BB
*
@1 2?@ 0@>
@ 1@< 2??
BA= ???
*
01 ?01 ???
*
*
AC0B
11CB?
00C0?
<2CA?
<>C?2
=@C0?
<1CB?
@@0>C??
=?CA2
*
<?C<2
1C@<
@?=C2?
<CB0
*
2C>2
@?B0C??
1>=C??
@C2=
<<BC??
2CA?
A0C??
<@C2?
0AC@2
*
0??2C??
*
*
AC=<
1BC@?
00C=?
<1C?2
<>C@2
=@C2?
<1CB2
@@=0C??
=@C??
*
<?C02
1C<?
@?2C2?
<CBB
*
2C>>
@?><C??
1A?C??
@C22
<0?C2?
2CA>
A0C@?
<@CA?
0AC>?
AC2?
0?2?C??
@?C>?
1C1?
,"
=
@1
2<
@>
1<
>
@?
@02
A@
*
2>
@0
A
2
*
@?
<
1
@
@?
*
0
@
@
*
=
*
*
D %
% 0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
@B > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
<? B <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
<< > <??B
0? > <??B
0? > <??B
0? > <??B
<< > <??B
0? > <??B
@> B <??B
<? 1 <??B
(E/
(E0
837
/05/7
9746
9/45
F
F
(E1
2 E
-0/8-
-35
9/47
9/4.
F
F
D
GH
%
6 /-05-3
50121
:748
974/
F
F
-)
D 205/5
.0157
9/4-
9/4/
F
F
(E3@2
(E'=?
60/36
/0--/
974-
9/4-
F
F
● SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ telur að
kaup Sparisjóðs Mýrarsýslu á Spari-
sjóði Siglufjarðar og Sparisjóði Ólafs-
fjarðar muni ekki raska samkeppni
og því mun eftirlitið ekki aðhafast
frekar vegna þessara samruna. Var
eftirlitinu tilkynnt um þessi kaup í
maí sl. en áður hefur það lagt bless-
un sína yfir samruna Sparisjóðs
Siglufjarðar og Sparisjóðs Skaga-
fjarðar. Ekki er talið að þessir sam-
runar muni auka markaðsráðandi
stöðu svo mjög að það komi í veg fyr-
ir samkeppni.
Samrunar heimilaðir
SAMSON eignarhaldsfélag, sem
m.a. á 41,37% hlut í Landsbank-
anum, tapaði 3,2 milljörðum króna
á fyrstu sex mánuðum ársins, borið
saman við 12,1 milljarðs hagnað á
sama tímabili í fyrra. Nú er beitt
hlutdeildaraðferð við uppgjörið og
því færast aðeins 10,9 milljarðar til
tekna af eigninni í Landsbankanum
þó að markaðsvirði hlutar Samson
hafi aukist um tæpa 53 milljarða.
Félagið færir afleiðusamninga á
markaðsvirði og því kemur fram
gjaldfærsla upp á 14,6 milljarða,
eða gengistap, sem að stórum hluta
er vegna styrkingar íslensku krón-
unnar. Beitir félagið gengisvörnum
til að draga úr áhrifum á eignir í
evrum talið.
Gengistap
hjá Samson
HAGNAÐUR Byrs sparisjóðs eftir
skatta á fyrstu sex mánuðum þessa
árs nam 4.342,5 milljónum króna
samanborið við 698,5 milljónir á
sama tíma í fyrra. Hagnaður eftir
skatta jókst um 521,7% milli tíma-
bila. Er hagnaðurinn því rúmlega
fimmfaldur miðað við sama tímabil
árið áður.
Hreinar vaxtatekjur námu 852,5
m.kr. samanborið við 731,9 m.kr.
fyrri hluta árs 2006 og hafa því auk-
ist um 16,5%. Hreinar rekstrar-
tekjur námu 6.687,9 m.kr. saman-
borið við 1.643,8 m.kr. fyrri hluta árs
2006 og hafa því aukist um 306,8%.
Fimmfaldur
hagnaður
HAGNAÐUR N1 hf. á fyrri helm-
ingi ársins nam 839 milljónum
króna samanborið við 266 milljóna
króna tap á sama tímabili í fyrra.
Veltufé frá rekstri nam 152 millj-
ónum króna en var 567 milljónir
fyrir sama tímabil á fyrra ári. Í lok
júní 2007 var eiginfjárhlutfall fé-
lagsins 28,4%.
Rekstrartekjur félagsins námu
um 14 milljörðum króna sam-
anborið við tæpa 11 milljarða á
sama tíma árið 2006.
Bókfært verð eigna félagsins í
lok tímabilsins nam 27,6 milljörðum
króna, samanborið við 22,1 milljarð
árslok 2006.
Hagnaður N1
eykst mjög