Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 18

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING JAZZHÁTÍÐ REYKJAVÍKUR DAGSKRÁIN í KVÖLD 31. ágúst 29. ágúst - 1.september 2007 Kl 17 – TJARNARBÍÓ Jazzbíó kl. 5 STRAIGHT NO CHASER THE THELONIUS MONK STORY Kl 20 – IÐNÓ Bláir söngvar/ Bláir skuggar Sigurður Flosason og félagar Kl 22 – NASA Gítarveisla Björn Thoroddsen og sérstakur gestur Larry Coryell Ókeypis fyrir miðahafa á atburði jazzhátíðar ATH! Bre ytt staðsetn ing ALLIR ELSKA JAZZ! VISKASTYKKI skreytt áprent- uðum myndum eftir van Gogh má ef- laust finna í mörgum eldhúsum. Sjaldgæfari eru aftur á móti viskastykki sem listamaðurinn sjálfur málaði á. Nýleg rann- sókn, unnin af Louis van Til- borgh í van Gogh safninu í Amst- erdam, varpar ljósi á verk eftir listamanninn sem ekki eru máluð á striga. Seint á ferli var Gogh varð hann uppiskroppa með striga og notaði þá hvað sem hann kom höndum yfir til að mála á, stundum málaði hann yfir unnin málverk og stundum notaði hann pappír og klúta. The Art Newspaper hefur uppi getgátur um það að borðklútarnir og viskastykkin sem hann notaði hafi verið úr hæliseldhúsinu í Auberge Ravoux þar sem hann dvaldist sein- ustu ævidaga sína. Þessu ber saman við bréf sem van Gogh skrifaði bróður sínum 16. nóv- ember 1889 þar sem hann biður um nýjan lager af striga sem kom ekki til hans fyrr en viku seinna, en það var um mitt ár 1890 sem van Gogh lést. Van Gogh málaði aðeins á klúta í neyð en þau olíumálverk sem eru til á viskastykkjum voru flest máluð á svipuðum tíma. Fátækt van Gogh varð til þess að hann skorti oft efni til að sinna list sinni. Í þessum mánuði uppgötvuðu list- fræðingar týnt van Gogh verk, Wild Vegetation, falið undir öðru verki, The Ravine, í Museum of Fine Arts í Boston. Það var málað í júní 1889. Verkið fannst með röntgen- myndatöku en Gogh málaði þau á með fjögurra mánaða millibili. Málaði á klúta Van Gogh málaði á fleira en striga Van Gogh Í SUÐSUÐVESTRI verður opnuð í dag sýning Unnars Arn- ars J. Auðarsonar, Coup d’Etat. Unnar hefur leitað sér efni- viðar í Byggðarsafni Reykja- nesbæjar og á sýningunni má sjá brotabrot úr sögu bæjarins setta í nýtt samhengi. Þar verð- ur hlutum úr byggðarsafninu stillt saman við hluti úr einka- safni Unnars. Þannig verður til sýning sem kallast á við sögur úr fortíðinni en um leið myndast lítil rifa til að sjá inn í hugsanlega framtíð. Sýningin verður opnuð kl. 17 og stendur til 7. október. Suðsuðvestur er til húsa á Hafnargötu 22. Myndlist Leitaði efniviðar í byggðarsafninu Ljósmynd frá Reykjanesbæ. Á NASA í kvöld kl. 22 munu nokkrir af helstu gítarleik- urum þjóðarinnar koma saman ásamt bandarísku goðsögninni Larry Coryell. Þetta eru: Björn Thoroddsen, Guð- mundur Pétursson, Björgvin Gíslason, Halldór Bragason, Ólafur Gaukur, Ómar Guð- jónsson, Jón Rafnsson og Jó- hann Hjörleifsson á trommur. Í Iðnó kl. 20 leikur Sigurður Flosason lög af nýútkomnum diski; Bláir skuggar og flytur glæný lög við texta Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar með aðstoð söngvaranna Egils Ólafssonar og Ragnheiðar Gröndal. Tónlist Mikið um að vera á Djasshátíð Björn Thoroddsen gítarleikari. SÝNINGIN AFTUR, Ljósa- nætursýning Listasafns Reykjanesbæjar, verður opnuð í dag. Um er að ræða ljós- myndir eftir Einar Fal Ingólfs- son þar sem hann gerir æskuár sín í Keflavík að myndefni. Yf- irskrift sýningarinnar er: „Ég sneri aftur til bernskuslóðanna og mátaði minningar við raun- veruleikann. Sumt er breytt, annað síður. Og sumir eru enn til staðar.“ Sýningin AFTUR er í Listasal Lista- safns Reykjanesbæjar í Duushúsum og stendur til 14. október, opið alla daga frá kl. 13–17:30 og að- gangur er ókeypis Myndlist Einar Falur gerir æskuárunum skil Einar Falur Ingólfsson Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is „ÞETTA er farsi með öllu tilheyr- andi; skemmtilegum persónum, hraðri atburðarás, misskilningi, hurðaskellum, óvæntum uppákomum og öllu því sem góður farsi hefur uppá að bjóða,“ segir Steinunn Knúts- dóttir, leikstjóri Líks í óskilum, sem frumsýnt verður á Litla sviði Borg- arleikhússins á morgun, laugardag. Höfundur verksins, Anthony Neil- son, er vel þekktur. Hann er einnig höfundur verksins Ófagra veröld sem sýnt var í Borgarleikhúsinu á síðasta leikári. Hann er skoskur, tilheyrir uppreisnarkynslóð leikritahöfunda, að sögn Steinunnar. „Verkið er fyrst og fremst farsi, en þar sem Neilson er svo mikill snill- ingur laumar hann inn umfjöllunar- efnum sem eru óvenjuleg í þessum tegundum leikrita. Við erum að hlæja að tabúum,“ segir Steinunn en vill þó ekki láta of mikið uppi um söguþráð- inn. Þó er trúlega óhætt að ljóstra því upp að Lík í óskilum fjallar um tvo lögreglumenn sem fá það hlutverk að boða eldri hjónum váleg tíðindi á að- fangadagskvöld. Vegna misskilnings reynist löggunum ómögulegt að koma fregnunum til skila og upp hefst mikill handagangur í öskjunni. Mikil tæknivinna „Ég hefði varla þurft að vera á æf- ingatímabilinu, svo miklir snillingar eru leikararnir,“ segir Steinunn hóg- vær um aðalleikara sýningarinnar. „Þarna er landsliðið í gamanleik, Laddi, Eggert Þorleifsson, Helga Braga, Halldóra Geirharðsdóttir og Þór Tulinius. Svo eru þarna tveir ný- liðar ef svo má segja, en þau Aðal- björg Árnadóttir og Jörundur Ragn- arsson hafa bæði mikla hæfileika í gamanleik.“ En hvernig er að leikstýra farsa? Er ekki mikið utanumhald þar sem verkið snýst um nákvæmar tímasetn- ingar og annað í þeim dúr? „Þetta er mikil tæknivinna,“ full- yrðir Steinunn. „Maður situr graf- alvarlegur úti í sal og þarf að kryfja hvert atriði fyrir sig, hvort það sé ekki örugglega nógu fyndið. Það þarf að vera meðvitaður um öll smáatriði. Þetta er eins og tónlist, allir tónarnir verða að passa saman.“ Farsinn verður alltaf að vera til Lík í óskilum er sem fyrr segir frumsýnt á morgun en það er ekki í fyrsta sinn sem það er sýnt áhorf- endum hér á landi. „Við forsýndum sýninguna í vor. Það var mjög gott því þá fengum við strax tilfinningu fyrir viðbrögðum áhorfenda,“ segir Steinunn og segir þessa aðferð vera notaða í sífellt meira mæli í leikhúsinu. „Við byrjuðum að æfa í byrjun apr- íl í átta vikur og svo snyrtum við sýn- inguna til núna í haust.“ Farsinn er gamalt sýningarform í leikhúsinu. Finnst Steinunni hann alltaf eiga við? „Já, Guð minn góður, farsinn verð- ur alltaf að vera til,“ segir hún. „Hlát- urinn er svo mikið meðal. Læknar ættu að gefa út lyfseðla á miða í leik- húsið. Ég er alveg til í samstarf við heilbrigðiskerfið,“ segir Steinunn að lokum og bætir við að sýningin sé tilbúin, aðstandendur hlakki bara til að hitta áhorfendur. Hláturinn er meðal  Farsinn Lík í óskilum verður frumsýndur í Borgarleikhúsinu á morgun  Verkið er eftir Anthony Neilson, höfund Ófögru veraldar Fyndið Leikstjórinn Steinunn Knútsdóttir segir leikara og leikkonur Líks í óskilum svo hæfileikaríka að hún hefði hæglega geta sleppt því að mæta á æfingar. Leikritið verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins á morgun. MÁLÞINGIÐ Ástin til landsins og hafsins fer fram á Höfn í Hornafirði á morgun. Þar verður fjallað um Guðjón Sveinsson rithöfund á Breið- dalsvík en blásið er til málþingsins í tilefni þess að Guðjón varð sjötugur fyrr á árinu og á um þessar mundir fjörutíu ára höfundarafmæli. Meðal þeirra sem halda erindi um Guðjón er Sigrún Klara Hann- esdóttir fyrrverandi lands- bókavörður. „Ég ætla að fara í gegn- um þær tegundir barna- og unglingabóka sem hann hefur skrif- að, en það eru spennu- og æv- intýrasögur, fjölskyldusögur og myndabækur fyrir yngsta fólkið,“ segir Sigrún sem telur Guðjón hafa mjög sterk höfundareinkenni og vera íslenskastan af öllum íslenskum barnabókahöfundum. „Hann setur allar sínar bækur mjög rótfast í íslenska náttúru, ann- að hvort sveitina eða hafið. Í öllum bókunum er hann mjög fastur í ís- lenska sveitasamfélaginu. Það getur vel verið að sumt af þessum sögum hans hafi ekki elst nógu vel því hann er oft með gamalt samfélag sem nú- tímakrakkar þekkja ekki. En bæk- urnar eru mjög myndrænar þannig að það mætti gera úr þeim fræðslu- efni fyrir börn um gamla tíma.“ Sigrún segir einnig að Guðjón skrifi ákaflega sérstakt tungumál sem hún kalli austfirsku. „Ég held að málþingið geti orðið mjög spennandi því Guðjón hefur verið svolítið fyrir utan hina al- mennu bókmenntaumræðu. Þess vegna er gaman að draga fram þetta framtak hans en höfundarverk hans er orðið gríðarlega mikið,“ segir Sig- rún. Málþingið verður sett kl. 13 á morgun og stendur til kl. 17. Það fer fram í Nýheimum, Litlubrú 2, á Höfn og er öllum opið. Íslenskastur allra íslenskra barnabókahöfunda Morgunblaðið/Golli Rithöfundur Guðjón Sveinsson mun ávarpa gesti á málþinginu. Leikarar: Þórhallur Sigurðsson, Aðalbjörg Árnadóttir, Eggert Þor- leifsson, Helga Braga Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Jör- undur Ragnarsson og Þór Tulinius. Hljóðmynd: Sigurvald Ívar Helga- son. Lýsing: Magnús Arnar Sigurðarson. Leikgervi: Sigríður Rósa Bjarnadóttir. Búningar: Rannveig Kristjánsdóttir. Þýðing: Sigurður Hróarsson. Leikmynd: Ilmur Stefánsdóttir. Leikstjórn: Steinunn Knútsdóttir. Lík í óskilum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.