Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 23

Morgunblaðið - 31.08.2007, Side 23
mælt með . . . MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 23 Á veggspjöldunum stóru í Kringlunni, sem Víkverji hefur séð víðar, er níski námsmaðurinn í hópi annarra karla. Eng- in kona er í hópnum og engin kona sést heldur í sjónvarpsauglýsingum Glitnis. x x x Og auðvitað er þettameðal þess sem rætt er á hinum lifandi og fróðlega póstlista Femín- istafélagsins. Þar hafa ýmis sjón- armið komið fram. Umræðan byrjar með innleggi frá karlmanni sem seg- ir: „Eru engar ungar konur í við- skiptum við Glitni? Sex andlit í her- ferðinni, allt strákar. Hef ekki tekið eftir öðru á strætóskýlum borgar- innar. Trúi varla að þessi herferð höfði til margra.“ Næsti, sem er kona, svarar: „Einmitt, námsmenn eru alltaf [karl]menn, og einmitt svona nördalegir strákar einungis.“ Umræðan heldur áfram með inn- leggi frá annarri konu: „Gæti verið að kvenkyns nemar séu í meirihluta þegar að viðskiptum námsmanna kemur við bankann og því sé reynt að höfða til karlkyns eingöngu í þessari auglýsingaherferð?“ Ágæt ábending það, en önnur kona spyr: „Eru ekki konur meirihluti náms- manna á Íslandi? Mig minnir að ég hafi séð tölur um það,“ og á þar væntanlega við að markhópurinn sé konur, hví ekki að höfða til þeirra? Það eru ýmsar klisjur sem birtast í þessum auglýsingum. T.d. virðast nemarnir aldrei vera að læra, heldur aðeins að tala um peninga og hvern- ig auðveldast sé að verða sér úti um þá. Eru námsmenn svona nískir? Víkverji tók í það minnsta eftir því þegar nemar tóku að flytja inn á nýja stúdentasvæðið á Keflavíkur- flugvelli að myndin sem birtist með þeirri frétt í Morgunblaðinu var af ungu pari að flytja risavaxinn flat- skjá í nýju stúdentaíbúðina sína. Ekki nískir námsmenn það. Er Víkverji spókaðisig í Kringlunni í gær blöstu við hönum sex andlitsmyndir í yfirstærð á útibúi Glitnis. Þarna voru m.a. þekkt andlit úr auglýsingum bankans sem höfða eiga til námsmanna. T.d. námsmaðurinn níski, aðalpersóna auglýsing- anna, sem leggur ým- islegt á sig til að fá allt frítt. Þess vegna hent- ar Glitnir honum vel. Það fylgja námsmannaþjónustu bankans svo mörg fríðindi.          víkverji skrifar | vikverji@mbl.isHausti fagnaðAndlistmálun, dans, leikir, þraut- ir, hópsöngur, harmonikkuspil, kór- söngur, handverk og hljómsveit er meðal þess sem hægt verður að njóta á hverfahátíð á Miklatúni á laugardag. Hátíðin stendur milli klukkan 14 og 16 en að henni standa fjölmargir aðilar úr Miðborgar- og Hlíðahverfum, s.s. grunnskólar, þjónustu- og félagsmiðstöðvar svæð- isins, kirkjur í hverfinu, skáta- og íþróttafélög, listaskólar og lögreglan svo eitthvað sé nefnt. Hátíðin er á vegum forvarnafélagsins Samtaka. Skvamp og plask Í regnveðri er gaman að skella sér í stígvél, pollagalla, sjóhatt og jafn- vel draga fram regnhlífina og fara út með börnin. Litlu krílin hreinlega elska að hoppa í polla og sulla dug- lega í vatninu. Á eftir er svo kjörið að koma inn í hlýjuna og fá sér heitt kakó með rjóma og kleinu úr bak- aríinu. Í bíómyrkrinu Ef bleytan og rigningin heillar ekki gæti verið tilvalið að sækja eitt- hvað kvikmyndahúsanna heim en fimm bíómyndir verða frumsýndar í dag. Þetta eru myndirnar License to Wed, Disturbia, Everyones Hero, Surf’s Up og Land of Woman. Svo má ekki gleyma íslensku hasar- myndinni Astrópíu sem var nýlega frumsýnd og enginn má missa af. Ljósadýrð og listir Af hverju ekki að skella sér í Reykjanesbæ um helgina á Ljósa- nótt sem þar er nú haldin í áttunda sinn? Fjöldi uppákoma og viðburða hafa verið skipulagðir í bænum þessa helgi. Myndlistin verður t.a.m. fyrirferðarmikil á hátíðinni en alls verða 45 listsýningar víðs vegar um bæinn. Tónlistinni er sömuleiðis gert hátt undir höfði, ekki bara vegna ljósalagsins heldur skipta tónlist- armenn sem troða upp á hátíðinni hundruðum. Þá verður hægt að njóta leiklistar, matarkrása, flug- eldasýninga, fatahönnunar og ljós- mynda svo fátt eitt sé nefnt auk þess sem fjölbreytt barnadagskrá er skipulögð yfir helgina. Hollywoodstjarna fuglanna ,,Stærsti ránfugl Íslendinga er haförninn. Tignarlegur svífur hann um fjallasali og virðir fyrir sér bráð sem á sér einskis ills von. Þetta er Hollywood-stjarna fuglanna, vatns- greiddur með bogið oddhvasst nef, gula fætur og svartar flugbeittar klær.“ Þannig lýsir Þorvaldur Örn Kristmundsson myndefni sínu en hann opnar sýningu í Fótógrafí Skólavörðustíg 4a á morgun þar sem hann sýnir myndir af stálpuðum arnarungum. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/ÞÖK Nú er verið að reisa fyrsta sérhannaða íbúðakjarnann fyrir eldri borgara á Íslandi. Á Nesvöllum verða raðhús, öryggisíbúðir og hjúkrunaríbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð sem rekin er í samvinnu við Reykjanesbæ. Komið og skoðið sýningaríbúð við Stapavelli Fullbúið raðhús við Stapavelli 1, í Reykjanesbæ, verður til sýnis alla daga kl. 13:00 - 19:00 til miðvikudagsins 5. september. Kynntir verða aðrir búsetumöguleikar, útvistarsvæðið og þjónustumiðstöð. Fulltrúar frá Nesvöllum hf. verða á staðnum, svara fyrirspurnum og veita allar nánari upplýsingar. Njóttu bestu áranna fyrirhafnarlaust á Nesvöllum. Raðhúsabyggð – Öryggisíbúðir – Þjónustumiðstöð – Hjúkrunaríbúðir Nesvellir – nýtt á Íslandi! - njóttu lífsins Sími: 578-7000 · www.nesvellir.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.