Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.08.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 25 n,“ segir r samtök- í heima- um Ástr- m, er slíku Tilhneig- ka víðara ttúrunnar til dæmis sindi. Við því núna g að fólki sstýringu aðilar sem áður störfuðu að landgræðslumálum og eru nú sestir í helgan stein.“ Campbell er spurður hvers vegna menn hafi snúið baki við jarðvegsvís- indunum með þessum hætti. Hann svarar því til að málaflokkurinn sé ekki nægilega „sexí“. Auðveldara sé að fá fólk til að taka höndum saman um að berjast gegn loftslagsbreyt- ingum, bjarga Amazon-regnskógun- um í Brasilíu eða kóralrifunum í Kyrrahafi. „Vandinn sem jarðvegseyðing skapar er kannski svo augljós á Ís- land, eða kannski eru þeir sem veitt hafa málaflokknum forystu bara svo miklu snjallari, en það er í öllu falli mikið afrek að hafa haldið lands- græðslustofnun eins og þeirri ís- lensku starfandi í hundrað ár,“ bætir Campbell við. Hækkandi hitastig hefur stuðlað að grænna Íslandi Andrés segir að mikill árangur hafi náðst í landgræðslumálum á Ís- landi undanfarinn áratug eða svo. Menn nýti landið nú með mun skyn- samlegri hætti en áður og dregið hafi úr beitarálagi. Eitt hundrað ára saga landgræðslu á Íslandi skipti líka máli. Loftslagsbreytingar hafi líka haft jákvæð áhrif á Íslandi, eins þversagnarkennt og það kann að hljóma í ljósi þess að loftslagsbreyt- ingar eru litnar mjög alvarlegum augum og mikið kapp er lagt á að bregðast gegn þeim á alþjóðavísu. Andrés segir að hann hefði ekkert á móti því að hitastig hér hækkaði um eitt til tvö stig. Það sé hins vegar mikil einföldun að tala um að lofts- lagshlýnun hafi jákvæð áhrif á Ís- landi. Hafa beri í huga að hitastig hafi alltaf sveiflast til, loftslagsbreyt- ingarnar stuðli hins vegar að því að þær sveiflur verði enn öfgakenndari. Slíkt geti valdið því að sjávarstraum- ar breytist og veðurlægðir fari í ann- an farveg. Ef litið sé til annarra heimshluta þá gætu frekari lofts- lagsbreytingar t.d. í Afríku haft þær afleiðingar að fjöldi manna legði á flótta frá heimilum sínum, bæði inn- an þjóðríkja og einnig yfir landa- mæri, með tilheyrandi vandamálum. Campbell segir í þessu samhengi að mikill mismunur geti verið á breytingum samfara loftslagshlýnun frá svæði til svæðis. Í norðvestur- hluta Ástralíu séu rigningar nú meiri en áður en í suðurhlutanum finni menn hins vegar skýrt fyrir áhrifum loftslagshlýnunar. „Ef maður horfir á stað eins og borgina Perth í Suðvestur-Ástralíu og skoðar meðaltalstölur um aukn- ingu af völdum rigninga í vatnsforða hennar frá 1900-1970 og ber svo saman við nýrri tölur þá kemur í ljós að frá 1970 hefur ekki jafn mikið regnvatn safnast í vatnsforðann eitt einasta ár. Hvert einasta ár frá 1970 hefur því verið mun þurrara en sem nemur meðaltalinu sjötíu árin þar á undan. Og meðalið sl. tíu ár er nú 25% af þessu meðaltali áratuganna sjö til 1970. Þar hafa menn því tapað 3/4 af vatninu í forðabúri sínu á síð- ustu 35 árum. Það er því engin um- ræða um loftslagsbreytingar í Perth. Menn deila ekki um breytingarnar núna. Umræðan snýst því aðeins um er hvernig eigi að bregðast við þeim. Forsætisráðherrann okkar [John Howard] var á sínum tíma mikill bandamaður George W. Bush Bandaríkjaforseta í afstöðunni til loftslagsbreytinga, báðir voru yfir- lýstir efasemdarmenn. En hann hef- ur tekið algera u-beygju á undan- förnu ári og segist nú raun- sæismaður og að bregðast verði við vandanum.“ Grasrótarstarf er mikilvægt Landeyðing er vandamál í Ástr- alíu rétt eins og á Íslandi. Campbell og samtök hans, Landcare, hafa beitt sér fyrir því að almenningur vakni til vitundar um vandann og Campbell segir ljóst að hvorki stjórnmálamenn né vísindamenn geti leyst þann vanda sem við blasi. Það verði þeir að gera sem taka hin- ar daglegu ákvarðanir um nýtingu landsins. Andrés segir að Campbell hafi unnið brautryðjendastarf á þessu sviði, menn hafi reynt að fylgja for- dæminu hér á Íslandi með því að leggja áherslu á grasrótarstarf, með því að fara í skólana og innræta ungu fólki mikilvægi landgræðslu. Andrés segir margt svipað með vandamálum sem Íslendingar og Ástralir eigi við að etja og raunar jarðarbúar allir. Lausnirnar séu einnig mjög svipaðar. Þegar öllu sé á botninn hvolft sé ósjálfbærri land- nýtingu nefnilega um að kenna, þó í bland við náttúrulegar orsakir auð- vitað einnig. Hér ræði um skógar- högg, eldsneytisbruna, ofnýtingu lands og krafta vatns og vinda. Þó að loftslagið sé mismunandi frá einu landi til annars séu samanlögð nei- kvæð áhrif ágengni mannsins og náttúrulegra aðstæðna svipuð þegar kemur að álagi á jarðveginn og land- ið. „Lausnin er sú sama hvarvetna: þetta snýst allt um að uppfræða fólk, fá það til að taka þátt í landgræðsl- unni, sjá því fyrir þeim tækjum og fjármunum sem þarf til að endur- heimta land,“ segir hann. undsverðir u ríkisins Ljósmynd/UNCCD kjarvatni um sumar í Vestur-Bengal á Indlandi. erða til umfjöllunar á ráðstefnunni á Selfossi. nu sem hefst á Selfossi í dag  Tilgangurinn em umsjón lands og landgræðsla leika að gróð- m áhrif hrifa myndun m 30% af breyt- a þörfum á næstu ðveisla minn og ram- eir mátt kingu matarþörf rnmál- n damál eyði- t á Sel- il af- tarfs á ýmsir æð- trúar dnot- ráð- um 120 elja á efn- rður ett- ast við- ar. Morgunblaðið/Sverrir Lausnir „[…] þetta snýst allt um að uppfræða fólk, fá það til að taka þátt í landgræðslunni,“ segir Andrés Arnalds, aðstoðarforstjóri Landgræðslu ríkisins. FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is Verulega hefur færst í vöxtsíðustu ár að grunn-skólanemendur takiáfanga í framhaldsskóla áður en þeir ljúka námi í grunnskól- anum. Í vikunni var undirritaður samningur á milli Fjölbrautaskól- ans í Ármúla (FÁ) og menntasviðs Reykjavíkurborgar um að nemend- um í unglingadeildum grunnskóla Reykjavíkur muni bjóðast að sækja fjarnám við FÁ sveitarfélögum og nemendum að kostnaðarlausu. Framhaldsskólarnir hafa þurft að bera nokkurn kostnað vegna fjar- kennslubúnaðarins og þurfa nem- endur í fjarnámi almennt að greiða fast gjald fyrir að skrá sig í námið auk 1.500 króna fyrir hverja þreytta einingu. Hefur verið mis- munandi hver hefur greitt þennan kostnað vegna grunnskólabarna sem sækja fjarnám á framhalds- skólastiginu. Gísli Ragnarsson, skólameistari FÁ, segir að þetta fyrirkomulag hafi verið óeðlilegt í þeim tilfellum þar sem grunnskóla- nemendur þurftu sjálfir að greiða kostnaðinn enda eigi grunnskóla- menntun að vera gjaldfrjáls. Að sama skapi hafi kostnaðurinn oft verið töluvert mikill fyrir skóla sem eru tiltölulega litlir og hafa marga nemendur í fjarnáminu. Standa sig betur en aðrir Einkunnir grunnskólanemend- anna í fjarnámsáföngunum eru yf- irleitt nokkuð hærri en nemenda al- mennt og skýrist það af því að grunnskólanemendurnir sækja framhaldsskólamenntuna af því að þeir eru fyrir góðir námsmenn. Þetta er líka ein ástæða þess að skólar eins og FÁ telja nú mögulegt að veita þessum nemendum fjar- nám. Ríkið greiðir kostnað framhalds- skólans ef nemandi mætir í próf og reynslan sýnir að 90% grunnskóla- nemenda í fjarnámi hjá FÁ mæta í próf en hlutfallið er í kringum 60% hjá öðrum fjarnemendum. Með samningnum milli Reykja- víkurborgar og FÁ er settur rammi utan um fjarnámið og tilgreind ákveðin atriði sem grunnskólarnir þurfa að leggja til svo námið nýtist grunnskólanemendum. Eitt þess- ara atriða er að tryggður sé að- gangur að tölvum. Þótt samningur- inn sé gerður við Reykjavíkurborg er hann í raun rammi utan um sam- starf sem FÁ leitar eftir við aðra grunnskóla á landinu. Möguleikum grunnskólabarna til að sækja sér menntun í framhalds- skólunum hefur farið fjölgandi síð- ustu ár. Stærri grunnskólarnir bjóða sumir hverjir upp á kennslu í áföngum framhaldsskólans og taka þá nemendur prófin í framhalds- skólum. Jafnframt býðst nemend- um að sækja tíma í sumum fram- haldsskólum. Fjarnámsmöguleikinn er einnig sí- fellt að verða aðgengilegri. Ragnar Þorsteinsson, fræðslu- stjóri Reykjavíkurborgar, segir að síðustu ár hafi þeim grunnskóla- börnum fjölgað verulega sem ljúki framhaldsskólaáföngum. Er það nú þannig að um 25% grunnskólabarna í 9. og 10. bekk grunnskólans ljúka einingum á framhaldsskólastigi. Markmið þessa er að stuðla að því að skipting skólakerfisins í mis- munandi stig hamli ekki einstak- lingum í námi. Með sveigjanleika í kerfinu geti einstakir nemendur haldið áfram að læra þótt þeir hafi lokið námsefni grunnskólans. Þetta er sérstaklega mikilvægt nú þegar margir nemendur taka samræmd próf í ýmsum greinum að loknum 9. bekk og vilja þá halda áfram í við- komandi námsgreinum. Ragnar spáir því að þetta muni verða mun meira gert í framtíðinni og bendir á að með þessu móti geti nemendur haldið sig í sínu félagslega umhverfi en samt unnið sér í haginn fyrir framhaldsskólanámið þar sem mun meiri sveigjanleiki sé í náminu. Mikið notað af minni skólum Grunnskólanemendum í fjarnámi hjá FÁ hefur fjölgað töluvert á síð- ustu árum en flestir nemendur taka einungis tvær til þrjár einingar á önn. Luku grunnskólanemar rúm- lega 60% fleiri einingum síðastliðið vor en þeir gerðu á vorönn árið 2005. Skólinn hefur ásamt Verslun- arskóla Íslands og Verkmennta- skóla Akureyrar náð lengst í því að bjóða upp á fjölbreytt fjarnám á framhaldsskólastigi. Sá skóli sem á hlutfallslega flesta nemendur í fjarnámi FÁ er Varm- árskóli í Mosfellsbæ. Um 60 nem- endur úr 8. til 10. bekk í skólanum eru skráðir í fjarnámsáfanga í FÁ en til samanburðar eru 260 nem- endur í þessum bekkjum skólans. Eru þau of ung fyrir nám á framhaldsskólastigi? Bæði þeir sem starfa í framhalds- skólanum og grunnskólanum eru sammála um að nauðsynlegt sé að sýna grunnskólanemunum ákveðið aðhald vegna fjarnámsins. Náms- efnið sé erfiðara en í grunnskólan- um og eðlilega fylgi meira frelsi því að stunda fjarnám. Skólayfirvöld í Varmárskóla hafa þróað samráðs- ferli skólans við bæði FÁ og for- eldra til að tryggt sé að nemandinn haldi sér við efnið og ljúki þeim ein- ingum sem hann er skráður í. Kennarar grunnskólans geti þá veitt aðstoð ef þörf þykir. Skóla- meistari FÁ segir samstarf við grunnskólana mikilvægt til að sjá til þess að nemendur reisi sér ekki hurðarás um öxl. Í framhaldsskóla eftir 9. bekk? Þeir nemendur sem lokið hafa áföngum áður en þeir ljúka grunn- skólanum geta nú almennt fengið þá metna inn í nám sitt í fjölbrauta- skólum. Nokkur hvati skapast því fyrir þessa nemendur að skrá sig í fjölbrautaskóla að grunnskólanámi loknu. Ingi Ólafsson, skólastjóri Versl- unarskólans, segist samt ekki hafa orðið var við að þetta komið niður á skólanum í samkeppni við fjöl- brautaskólana um námsmenn. Það komi hins vegar fyrir að nemendur sæki um skólavist sem hafi lokið það mörgum einingum að þeim sé ráðlagt að fara heldur í fjölbrauta- skólann. Bekkjakerfisskólarnir geti ekki boðið slíkum nemendum annað en að þeir fái frí í tímum í þeim áföngum sem þeir hafa lokið í grunnskólanum. Bekkjakerfisskólarnir bjóða aft- ur á móti upp á annan möguleika sem felur í sér enn stærra stökk. Menntaskólinn á Akureyri hefur síðustu tvö ár boðið þeim grunn- skólanemendum sem lokið hafa 9. bekk grunnskólans að hefja nám í skólanum ef þau hafa náð góðum árangri í námi. Jón Már Héðinsson, skólameistari MA, segir að tilraun- ina hafi gefist vel og nemendurnir hafi staðið sig vel í náminu. Sér- staklega hefur verið haldið utan um hópa yngri nemenda sem koma inn í skólann en ráðstafanir gerðar til að þeir einangrist ekki félagslega. Morgunblaðið/Þorkell Stúdentspróf Mikið hefur verið rætt um það hvað æskilegt sé að Íslendingar séu gamlir þegar þeir útskrifast með stúdentspróf. Meiri sveigjanleiki er nú fyrir grunnskólanema til að flýta fyrir sér í framhaldsskóla. Grunnskólanemar í framhaldsskólanámi Í HNOTSKURN » Unglingadeildir grunn-skóla samanstanda af 8.- 10. bekk. » Nemendur geta á þessumárum tekið áfanga í fram- haldsskólum samhliða námi. » Grunnskólanemar út-skrifast eftir að 10. bekk er lokið. Sumir bekkjakerfisskólar taka nú inn nemendur sem lokið hafa 9. bekk. Stór hluti grunnskólanema flýtir fyrir sér og stundar nú nám í framhaldsskólum samhliða grunnskólanámi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.