Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 27

Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 27
veitingastaðir MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 27 Það má segja að það hafiverið orðið löngu tíma-bært að einhver tæki sigtil og opnaði veitingastað sem segir það hreint út að hann sé franskur veitingastaður. Flestir þeir staðir sem opnað hafa dyr sín- ar á síðustu árum hafa samkvæmt eigin skilgreiningu verið kínverskir, taílenskir, ítalskir eða þá kynnt sig sem staði er leggja áherslu á „fu- sion“ eða „alþjóðlega“ matargerð. Þegar öllu er á botninn hvolft byggja hins vegar flestir bestu veit- ingastaðir landsins – og sömuleiðis margir aðrir – matargerð sína á hefðum franska eldhússins. Le Rendez-vous (Stefnumótið) sem hóf rekstur í júlí á Klapp- arstíg, þar sem veitingahúsið Pasta Basta (eða kannski öllu frekar nokkur veitingahús sem notuðu sama nafnið) var til húsa í hálfan annan áratug, er franskur staður út í fingurgóma, rekinn af franskri fjölskyldu sem flutti hingað til lands á síðasta ári. Rendez-vous er einfaldur og huggulegur fjölskylduveitinga- staður, líkt og þeir sem finna má um allt Frakkland, staður sem leggur ekki áherslu á hið marg- slungna og flókna í franska eldhús- inu, „haute-cuisine“, heldur til- tölulega einfalda og fáa rétti. Það er erfitt að staðfesta hann land- fræðilega innan Frakklands þótt vissulega séu norður-frönsk áhrif meira áberandi en suður-frönsk. Við byrjuðum á sígildum rétti, Quiche Lorraine, sem er baka með eggjum, rjóma og beikoni. Fyllingin mild, ekki of sölt, líkt og stundum vill verða ef menn salta hressilega ofan í beikonið, (raunar gegn- umgangandi og til fyrirmyndar á Rendez-vous að vilji menn salta þá gera menn það sjálfir) með grænu blaðsalati. Hinn forrétturinn sem fyrir val- inu varð var salat, Salade Gour- mande, sem reyndist að uppistöðu ágætlega útilátið grænt blaðsalat og grófskornir tómatar með mjög mildri vinaigrette-dressingu – nán- ast bragðlausri. Ásamt salatinu hafði verið komið fyrir á diskinum nokkrum þunnum sneiðum af foie- gras, steiktri andarbringu og an- dafóarni. Hið ágætasta salat, en verðið! Þetta kostaði litlar 2.700 krónur. Fyrir það mætti að minnsta kosti vanda skurðinn á grænmetinu! Bleikjan var fersk, vel elduð og óaðfinnanleg, borin fram á einfald- an hátt með kartöflum, smjöri og lauksultu. Laxinn hefði hins vegar mátt vera minna eldaður, var nokkuð þurr og ratatouille-grænmetið hefði mátt vera bragðmeira. Í lítilli sér- skál kom með þessi líka ágæta béa- irnese-sósa sem féll vel að fisk- inum. Kjötréttirnir í boði eru tveir, báðir andakjöt. Við fengum okkur andabringuna – magret de canard – sem var skorin í fremur þykkar sneiðar og hefði mátt vera minna elduð líkt og beðið var um. Pilaf-ið með olli vonbrigðum. Með pilaf-i er yfirleitt átt við grjón sem búið er að steikja og síðan sjóða í einhvers konar soði og bæta við grænmeti eða öðru góðmeti á borð við krydd- jurtir, hnetur eða þurrkaða ávexti á borð við rúsínur. Sem sagt eins konar risotto án parmigiano- ostsins. Þetta voru hins vegar eig- inlega bara venjuleg grjón – og þar að auki asísk sem passa ekki vel í pilaf. Sósan með andabringunni var bragðdauf. Góður franskur fjölskyldustaður Eftirréttirnir stóðu allir fyrir sínu. Fyrst flott og klassískt créme brulée, alveg eftir bókinni og engar krúsidúllur. Bara hreinræktað gott créme brulée. Pönnukökurnar næstum því jafn- góðar og hjá ömmu (sem er nokk- urn veginn bestu meðmæli sem hægt er að gefa) og hægt að velja um margskonar meðlæti, sykur, súkkulaði, rjóma o.s.frv. Eplakakan var þykk og með slatta af ristuðum möndlum og flór- sykri í kring. Eplin mættu hins vegar vera meira áberandi í þessari eplaköku. Le Rendez-vous er á heildina lit- ið huggulegur, einfaldur og góður franskur fjölskyldustaður. Stemn- ingin er þægileg, það er ein fjöl- skylda sem sér um gestina. Um- gjörðin einföld, engir dúkar á borðum. Réttirnir fáir en þó þannig að maður átti ekki erfitt með að finna eitthvað sem mann langaði í. Matargerðin einföld og heimilisleg og á vínlistanum nokkur ágætis vín á þolanlegu verði, ekki síst frá Rhone og Búrgund. En þá er það Akkilesarhæll stað- arins. Verðlagningin er af ein- hverjum ástæðum sambærileg við bestu veitingastaði landsins á borð við Holtið, Vox, Sigga Hall og Grill- ið. Í sumum tilvikum fæ ég ekki betur séð en að Rendez-vous sé dýrari. Sem er klikkun! Maður stendur því frammi fyrir ákveðnum vanda. Á maður að taka Rendez-vous sem góðum og einföld- um bistro-stað eða að líta á verðið og gera þá sömu kröfur til alls og maður myndi gera á Grillinu eða Holtinu? Þegar stórt er spurt… Morgunblaðið/Sverrir Franskur fram í fingurgóma Le Rendez-vous er einfaldur og huggulegur, franskur fjölskylduveitingastaður. Huggulegt – en dýrt – stefnumót Steingrímur Sigurgeirsson gagn- rýnir veitingastaðinn Le Rendez- vous sem er við Klapparstíg. Le Rendez-vous Klapparstíg 38 Pöntunarsími: 517 0078 V i n n i n g a s k r á 18. útdráttur 30. ágúst 2007 A ð a l v i n n i n g u r Kr. 2.000.000 kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 6 8 0 6 V i n n i n g u r Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 4 8 9 7 4 5 0 2 5 0 5 3 9 9 9 5 7 5 4 5 V i n n i n g u r Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur) 3997 13610 18374 35631 45907 53018 10927 18059 34137 38013 50021 59311 V i n n i n g u r Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur) 1 0 6 7 1 2 1 8 0 1 8 2 6 4 2 8 8 9 3 3 6 5 3 8 5 3 1 8 7 6 2 8 0 7 7 4 8 4 9 1 6 9 3 1 2 2 6 4 1 8 4 2 3 2 9 2 2 8 3 7 5 4 6 5 3 4 0 8 6 3 8 0 8 7 5 8 9 6 2 5 8 2 1 2 5 4 7 1 8 5 9 8 2 9 4 7 9 3 9 4 1 1 5 3 7 7 1 6 4 7 9 5 7 6 5 1 6 3 5 2 3 1 2 7 5 7 1 8 8 0 0 3 0 1 6 0 4 0 7 2 9 5 3 9 0 6 6 6 2 2 6 7 6 6 0 1 4 6 9 5 1 3 2 7 5 1 9 7 9 0 3 0 3 6 2 4 1 5 5 3 5 4 1 8 4 6 6 4 8 5 7 6 6 8 4 5 0 6 5 1 4 6 6 5 1 9 9 9 4 3 1 8 1 5 4 3 2 4 1 5 4 6 8 1 6 8 3 4 6 7 6 9 8 3 5 1 0 8 1 4 7 5 0 2 0 3 7 3 3 2 2 9 8 4 3 5 2 3 5 5 0 1 6 6 9 3 7 6 7 7 1 3 3 7 0 2 5 1 4 8 4 5 2 0 6 4 8 3 3 2 1 3 4 4 3 9 0 5 5 3 9 7 7 0 6 8 2 7 7 5 5 5 7 8 0 3 1 4 9 7 1 2 1 6 1 2 3 4 9 8 5 5 0 1 9 0 5 5 5 6 0 7 0 9 9 6 7 9 5 2 6 8 4 3 6 1 5 1 2 5 2 2 8 1 1 3 5 2 5 3 5 0 1 9 2 5 6 8 8 2 7 1 1 8 7 9 0 0 5 1 6 1 2 1 2 4 3 8 2 3 5 3 7 5 5 0 9 0 6 5 9 1 6 3 7 2 5 5 3 1 0 4 7 7 1 6 9 5 1 2 5 1 9 2 3 5 6 3 7 5 2 7 8 3 6 0 5 0 1 7 2 7 9 6 1 0 8 3 9 1 7 2 6 6 2 7 6 7 4 3 5 9 5 1 5 2 8 8 5 6 2 0 4 2 7 3 3 2 7 V i n n i n g u r Kr. 7.000 Kr. 14.000 (tvöfaldur) 5 7104 15089 23563 32976 39478 49378 58036 64566 73195 251 7347 15567 23717 33256 39533 49397 58328 64939 73290 591 7371 15618 23792 33299 39645 49608 58345 65106 73609 872 7757 15691 23793 33433 39757 49693 58591 65369 73689 1373 7862 15971 23850 34071 39952 50294 58620 65495 73979 1647 7874 16094 23937 34401 40029 50374 58691 65792 74260 1876 7938 16293 24014 34486 40031 50375 58813 66087 74588 2170 8035 16853 24479 34596 40286 50393 59214 66232 74639 2212 8293 17514 25056 34755 40380 50478 59422 66423 74918 2363 8721 17666 25058 34809 40455 50665 59880 66716 75355 2629 8920 17692 25235 34875 40854 50948 60101 66920 75447 2741 8973 17735 25239 35103 40976 51332 60286 67067 75792 2751 9026 18067 25251 35179 41407 51540 60845 67570 75829 3261 9387 18221 25534 35292 41476 51964 60905 67780 75890 3286 9509 18390 26145 35830 43552 51982 60935 67806 75923 3542 9640 18482 26335 35859 43632 52032 61124 68446 76084 3863 9690 18561 26502 36051 43855 52134 61126 68635 76095 3903 9854 19111 26676 36080 43900 52141 61459 68823 76099 4261 10320 19134 27291 36147 43912 52320 61749 69004 76136 4380 10395 19223 27432 36179 44167 52620 61856 69078 76320 4422 10689 19227 27770 36570 44878 52982 62228 69215 76355 4434 10811 19428 27921 36645 45587 53053 62325 69717 76654 4457 11012 19561 28025 36661 45926 53099 62427 69898 76794 4766 11130 19774 28448 37023 45928 53417 62432 70189 76942 4888 11149 19898 28780 37151 45984 53933 62479 70449 77336 5164 11253 19925 28787 37171 46317 54103 62720 70499 78276 5324 11913 20018 29344 37349 46483 54599 63054 70666 78380 5395 12117 20111 29750 37418 46541 54849 63214 71242 78575 5739 12515 20418 29781 37426 46569 54855 63313 71303 78618 5775 12848 20445 29801 37555 46765 54919 63440 71387 78755 5857 13192 21233 30774 37605 46793 55007 63628 71680 79013 5887 13283 21937 30802 37870 46891 55079 63818 71792 79219 6268 13472 21943 31307 38045 46959 55333 64106 71998 79225 6484 13523 21965 31418 38086 47009 55814 64127 72176 79345 6569 13695 22606 31504 38411 47300 56008 64184 72580 79501 6661 13895 22798 31517 38461 47670 56099 64243 72681 79687 6678 14059 23310 31794 38787 47985 56950 64273 72776 79707 6722 14126 23311 32075 38851 48398 57259 64331 72841 79745 6789 14188 23433 32474 39171 48615 57701 64370 72982 79796 6862 14736 23545 32946 39369 49239 57927 64517 73056 79899 Næstu útdrættir fara fram 6. sept. 13. sept. 20. sept. & 27. sept. 2007 Heimasíða á Interneti: www.das.is                            Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.