Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN MINNINGAR
✝ Helga Indr-iðadóttir fædd-
ist á Hömrum í
Skagafirði 12. júlí
1922. Hún lést á
dvalarheimilinu
Höfða á Akranesi
sunnudaginn 26.
ágúst síðastliðinn.
Helga var dóttir
hjónanna Indriða
Magnússonar, f.
25.2. 1890, d.
14.12. 1931, og
Efemíu Kristínar
Hjálmarsdóttur, f.
9.7. 1895, d. 21.1. 1988.
Systkini Helgu eru Magnús, f.
19.9. 1919, og Indríður Efemía,
f. 15.7. 1931.
Hinn 11.12. 1943 giftist Helga
Alberti Einvarðssyni, f. 18.2.
1920, d. 1.3. 1992. Börn þeirra
eru: 1) Indriði Magnús, f. 1.12.
1944, maki Helga Steinunn
Sveinbjörnsdóttir, f. 20.1. 1943.
Börn þeirra eru: Helga, f. 1969,
Margrét Kristín, f. 1972, Svein-
björn, f. 1972, og Magnús, f.
1977. 2) Einvarður Rúnar, f.
30.10. 1947, d.
15.01. 2000, var
kvæntur Ingi-
björgu Sólmund-
ardóttur, f. 14.5.
1950. Börn þeirra
eru: Sigríður
Birna, f. 1968, Al-
bert Rúnar, f.
1971, Helga Stein-
unn, f. 1973 og
Sólmundur Ingi, f.
1982. 3) Rósa
Kristín, f. 2.1.
1953, maki Gunnar
Hafsteinsson, f.
9.11. 1951. Börn þeirra eru:
Hafsteinn Víðir, f. 1972, Albert
Þór, f. 1974, d. 3.6. 1995, Lúð-
vík, f. 1980. 4) Helga Þórný, f.
27.11. 1955, maki Sturlaugur
Laxdal Gíslason, f. 25.6. 1954.
Börn þeirra eru: Sigurður
Helgi, f. 1974, Lilja Lind, f.
1977, Guðrún, f. 1980, og Gísli
Laxdal, f. 1986. Langömmubörn
Helgu eru 23 talsins.
Útför Helgu fer fram frá
Akraneskirkju í dag, 31. ágúst,
og hefst athöfnin kl. 14.
Elsku mamma mín.
Minningarnar streyma um hjarta
mitt nú þegar þú hefur kvatt þenn-
an heim. Allt eru þetta minningar
frá löngu liðnum dögum þegar þú
varst frísk og fallegust af öllum. Þú
varst yndisleg kona, hlý og gestris-
in. Í amstri hversdagsins gastu allt-
af komið fólki til að brosa hvort
sem það var með hlátri þínum, söng
eða dansi. Það sem þú gast dansað.
Þú kunnir alla gömlu dansana og
dansaðir svo vel. Elskulegum pabba
mínum þótti þó best að dansa
vangadans við þig en hann kunni
enga aðra dansa að eigin sögn. Þeg-
ar þú komst í píanó spilaðir þú af
fingrum fram eins og sannur lista-
maður. Já, þetta voru skemmtilegir
dagar.
Á þessum árum varstu að mestu
heimavinnandi og þá var sko unnið
heima. Það var nóg að gera hjá þér,
pabbi á sjónum og þú ein með fjög-
ur ærslafull börn. En eins og þér
einni var lagið þá var allt í föstum
skorðum. Það var þvegið á þriðju-
dögum, bakað á fimmtudögum og
þrifið á laugardögum. Þess í milli
tókstu í spil með Jóu Þorsteins og
fleiri góðum konum ykkur til mik-
illar skemmtunar. Það var alveg
ótrúlegt hvað þið gátuð hlegið mik-
ið og mér stekkur bros við tilhugs-
unina.
Á þessum árum þótti síldarsöltun
góð uppgrip fyrir konur. Þú klikk-
aðir nú ekki á því frekar en öðru og
mættir jafnt á nóttu sem degi. Mér
þótti alls ekki leiðinlegt að fá að
hjálpa til. Vegna þess hve stutt ég
var lagðir þú neðstu lögin og svo
reyndi ég að flýta fyrir. Við vorum
ótrúlegt teymi og rökuðum inn
merkjunum. Ó, hvað það var gam-
an.
Á hverju sumri, þegar pabbi var
á síld, fórstu með okkur systkinin
norður í Skagafjörðinn til ömmu,
Badda, Indu og Villa. Þangað var
alltaf gott að koma enda eins og
okkar annað heimili.
Þegar ég kom svo með hann
Gunna minn inn í fjölskylduna tók-
uð þið honum opnum örmum. Sam-
band ykkar pabba við hann var allt-
af svo gott og gat hann ávallt leitað
til ykkar ef svo bar undir.
Ekki má gleyma því hvað strák-
unum mínum þótt óskaplega gott
að koma á Sandabrautina til ykkar
pabba. Þar dekruðuð þið við þá með
ýmsum hætti en ísblómin stóðu þó
alltaf upp úr.
Minningar mínar um þig frá
þessum árum eru svo góðar og
skemmtilegar. Þess vegna hefur
verið svo erfitt og sárt að horfa upp
á veikindi þín undanfarin ár. Ég hef
svo oft horft á þig og hugsað með
mér: „Hvar ertu mamma? Hvar
ertu?“
Ég kveð þig nú, elsku mamma
mín. Ég veit að þú ert hvíldinni feg-
in og gleðst því með þér. Knúsaðu
Albert minn, pabba og Varða bróð-
ur frá okkur öllum. Þúsund þakkir
frá fjölskyldu minni fyrir allt.
Þín dóttir,
Rósa Kristín.
Elsku mamma.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Takk fyrir allt.
Þín dóttir,
Helga Þórný.
Fyrstu minningar mínar um
ömmu eru í eldhúsinu á Sand-
abrautinni á Akranesi. Þar var oft
mikið fjör og mér fannst alltaf
spennandi að koma þangað í heim-
sókn. Þá var amma alltaf glöð og
kát og ég man hvað mér fannst hún
falleg kona, há og grönn og alltaf
brosandi. Afi Berti var oftast að
grínast og amma Helga brosandi.
Þannig er minningin. Amma bakaði
líka óskaplega góðar kökur og ég
man að uppáhaldskakan mín var
karamellukakan hennar ömmu
Helgu. Hún passaði líka alltaf upp á
að nóg væri til af kökum þegar við
komum í heimsókn. Amma var
mjög hænd að börnum og snerist í
kringum barnabörnin sín sem voru
í miklu uppáhaldi hjá henni. Henni
var mikið í mun að öllum vegnaði
vel og hún fylgdist vel með því sem
við tókum okkur fyrir hendur.
Efri árin voru ömmu Helgu erfið.
Gleðin og brosið sem einkennt
höfðu ömmu fyrri hluta ævinnar
fylgdu henni ekki síðustu árin og
hún gat lítið tekið þátt í lífinu í
kringum sig vegna veikinda. Amma
dvaldi síðustu æviárin á dvalar-
heimilinu Höfða á Akranesi og þar
var einstaklega vel hugsað um hana
og allt gert til að henni liði sem
best.
Þrátt fyrir veikindin síðustu árin
þá sýndi amma alltaf áhuga á fólk-
inu sínu. Rifjaði upp nöfnin á
barnabörnum og barnabarnabörn-
um, skoðaði myndir og spurði oft
margs. Stundum brá fyrir glettni
og góðlátlegu gríni í tilsvörum
ömmu, alveg eins og í gamla daga
og þá líktist hún aftur ömmu Helgu
sem stendur brosandi og glöð í eld-
húsinu á Sandabrautinni. Þannig vil
ég minnast ömmu.
Helga Indriðadóttir.
Helga Indriðadóttir
RANNSÓKNAMIÐSTÖÐ um
samfélags- og efnahagsmál (RSE)
hélt fyrir skömmu metnaðargjarna
ráðstefnu um smáríki
og myntbandalög. Á
RSE heiður skilið fyr-
ir að standa að slíkri
ráðstefnu enda við-
fangsefnið einkar við-
eigandi á þessum tíma
mikilla sviptinga í al-
þjóðlegu fjár-
málaumhverfi. Á ráð-
stefnunni talaði meðal
annars sænsk-enski
hagfræðingurinn
Gabriel Stein. Erindi
hans var áhugavert en
þó setti mann hljóðan
þegar hann fór að fabúlera um Ís-
land og sjávarútvegsstefnu Evr-
ópusambandsins. Á tæpitungu-
lausri íslensku er hægt að segja að
það sem hagfræðingurinn sagði um
þau mál hafi verið hið mesta bull.
Gabriel Stein sagði að Ísland
yrði dregið fyrir Evrópudómstólinn
vegna útilokunar annarra landa frá
fiskimiðunum hér við land og dóm-
stóllinn myndi að sjálfsögðu dæma
Íslendingum í óhag. Þar með
myndu íslensku fiskimiðin fyllast af
spænskum og portúgölskum tog-
urum. Þetta er gömul
bábilja sem andstæð-
ingar Evrópusam-
bandsaðildar hafa
lengi haldið á lofti þar
til að þetta var end-
anlega hrakið í
skýrslu Evrópu-
nefndar Alþingis sem
kom út í vor. Þar kem-
ur skýrt fram að regl-
an um hinn svokallaða
,,hlutfallslega stöð-
ugleika“ er einn af
hornsteinum sameig-
inlegrar sjávarútvegs-
stefnu Evrópusambandsins. Sam-
kvæmt henni fengju aðeins íslensk
fiskveiðiskip kvóta hér við land og
þetta hefur verið staðfest bæði af
fulltrúum framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins og fulltrúum
Evrópudómstólsins.
Menn geta haft mismunandi
skoðanir á því hvort við eigum að
ganga í Evrópusambandið. Það er
þó grundvallaratriði að þau rök
sem menn beita fyrir sig, hvort
sem þau eru hagfræðileg eða póli-
tísk, standist skoðun. Því miður
stenst röksemdafærsla Gabriel
Stein um sjávarútvegsstefnu ESB
og Ísland ekki og er það miður, því
margt af því sem hann sagði á ráð-
stefnunni var einkar áhugavert og
einmitt fallið til þess að skapa um-
ræðu um stöðu Íslands í samfélagi
þjóðanna á þessum miklu um-
brotatímum í efnahagsmálum í
heiminum.
Bull um sjávarútvegsstefnu ESB
Andrés Pétursson er ósammála
skoðunum Gabriel Stein sem
komu fram á ráðstefnu nýlega
» Það er margbúið aðsýna fram á að að-
eins íslensk fiskveiði-
skip fengju kvóta í ís-
lenskri lögsögu við
inngöngu í ESB.
Andrés Pétursson
Höfundur er formaður
Evrópusamtakanna.
Bréf til blaðsins
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
LESHÓPUR Félags eldri borgara í Kópavogi hefur
starfað í félagsheimilinu Gullsmára frá haustinu
2003. Eldri borgarar koma saman í Gullsmáranum
fyrsta þriðjudagskvöld hvers vetrarmánaðar. Gesta-
höfundur kemur í heimsókn á flestar samverur.
Hann gerir í stuttu máli grein fyrir baklandi sínu og
bókum og les sjálfvalinn kafla úr einhverju verka
sinna. Síðan lesa tveir-þrír „gamlingjar“ valda kafla
úr verkum gestahöfundar, en hluti hópsins hefur
lagst í bækur hans síðustu vikur fyrir heimsóknina.
Þá er spurt og spjallað. Ekki er skotið langt frá
marki þó að sagt sé, að drjúgur hópur beztu núlif-
andi skáldsagnahöfunda, ljóðskálda og ævisöguritara
hafi komið í heimsókn í Gullsmárann.
Stöku sinnum tekur hópurinn fyrir erlendar bók-
menntir. Ein samvera er og helguð íslenzku stökunni
og þá hafa þeir sr. Hjálmar Jónsson, dómkirkju-
prestur, og Ólafur G. Einarsson, fv. ráðherra, verið í
aðalhlutverkum. Eitt baðstofukvöld er og á vetri
hverjum, en þá bera eldri Kópavogsbúar á borð
„heimabrugg“, eigin ritverk í bundnu og lausu máli.
Þá gengur annar Kópavogshópur til liðs við Gull-
smárafólk, þ.e. hópurinn Skapandi skrif, en innan
hans er bæði skáld og hagyrðingar.
Leshópurinn hefur og staðið fyrir lestri forn-
bókmennta okkar. Þegar hafa verið lesnar Laxdæla
saga, Brennu-Njáls saga, Grettis saga og Hrafnkels
saga Freysgoða. Í vetur verður lesin Egils saga
Skallagrímssonar. Lestur Íslendingasagna stendur
öll miðvikudagssíðdegi vetrarmánuðina og hefst kl.
16.00. Stjórnandi og leiðbeinandi er Arngrímur Ís-
berg, fv. kennari.
Gestahöfundur á fyrsta bókmenntakveldi vetrarins,
þriðjudaginn 2. október kl. 20.00 (8), verður Þráinn
Bertelsson, rithöfundur og kvikmyndagerðarmaður,
sem gjarnan er nefndur „Þórbergur samtímans“.
Sjálfssaga hans, Einskonar ég, vakti þjóðarathygli.
Þriðjudagurinn 6. nóvember verður helgaður rúss-
neskum bókmenntum, einkum og sér í lagi þeirri
frægu bók Glæp og refsingu eftir Fjodor Dostoj-
evskí. Gestur Leshópsins það kvöld verður Árni
Bergmann, rithöfundur og magister í rússneskum
bókmenntum. Hann hefur þýtt fjölda rússneskra
leikhúsverka fyrir Borgarleikhúsið, Ríkisútvarpið og
Þjóðleikhúsið og samið útvarpsleikrit upp úr Glæp og
refsingu. Árni er og höfundur nokkurra þekktra
skáldsagna.
Bakland Leikhópsins skipa, talið í stafrófsröð:
Anna Frímannsdóttir, Arngrímur Ísberg, Guð-
mundur Magnússon, Guðrún Eyjólfsdóttir, Heiður
Gestsdóttir, Inga Guðmundsdóttir, Sigurður Björns-
son, Sigríður Ingólfsdóttir, Stefán Friðbjarnarson og
Þorgerður Sigurgeirsdóttir.
STEFÁN FRIÐBJARNARSON,
blaðamaður.
Bókmenntir í Gullsmára
Frá Stefáni Friðbjarnarsyni
LJÓSANÓTT í Reykjanesbæ hefur
verið fastur liður um árabil og er
nú haldin í áttunda sinn. Hátíð-
arhöldin hafa ávallt farið vel fram
og lífgað upp á líf bæjarbúa og
þeirra sem sækja Reykjanesbæ
heim til að gera sér glaðan dag.
Það er ánægjulegt að sífellt fleiri
koma ár frá ári til að njóta alls
þess sem Ljósanótt hefur uppá að
bjóða. Það hefur verið einkennandi
fyrir Ljósanótt að hér er um að
ræða fjölskylduhátíð þar sem öll
fjölskyldan er höfð í fyrirrúmi, lögð
er áhersla á að allir fái að njóta sín
og finna eitthvað við sitt hæfi. Eins
og undanfarin ár lýkur Ljósanótt-
inni með glæsilegri flugeldasýn-
ingu sem er hápunktur hátíð-
arinnar sem bæði ungir sem aldnir
njóta til fulls.
Nú í ár eins og áður mun Fjöl-
skyldu- og félagsþjónusta Reykja-
nesbæjar, Útideild Reykjanes-
bæjar, Lögreglan í Keflavík og
foreldrafélög grunnskólanna taka
höndum saman og verða með vakt
á Ljósanótt. Þess er vænst að for-
eldrar sjái til þess að börn og ung-
lingar undir lögaldri séu ekki eft-
irlitslaus eftir að
flugeldasýningunni lýkur. Ungling-
ar undir áhrifum áfengis eða vímu-
efna verða fluttir í öryggismiðstöð
á Hafnargötu 8 þar sem þeir munu
dvelja þar til þeir verða sóttir af
foreldrum. Einnig verða börn og
ungmenni sem brjóta útivist-
arreglur flutt í öryggismiðstöð.
Haft verður samband við foreldra
og þess óskað að þeir sæki börn
sín. Þessar aðgerðir eru fyrst og
fremst til stuðnings foreldrum í
uppeldishlutverki sínu og til að
draga úr þeim hættum sem fylgja
áfengis- og vímuefnaneyslu og úti-
vist barna að nóttu til.
Þeir sem standa að undirbúningi
Ljósanætur hafa ár hvert lagt
metnað sinn í að lagfæra það sem
aflaga hefur farið árið áður og ef
einhvern skugga hefur borið á
annars gleðilega hátíð er þess gætt
að koma í veg fyrir að slíkt end-
urtaki sig.
Börn og unglingar hafa í flestum
tilvikum verið til mikils sóma á
Ljósanótt og munu eflaust verða
áfram. Starfsfólk í öryggismiðstöð
mun leggja sig fram um að liðsinna
og aðstoða þau börn og ungmenni
sem þangað koma og hafa sam-
band við foreldra þeirra.
Þau ár sem vakt hefur verið
starfandi á Ljósanótt hafa for-
eldrar verið jákvæðir og tekið vel
afskiptum af börnum sínum og
brugðist skjótt við og náð í börn
sín hafi þess verið óskað. For-
eldrar eru hvattir til að njóta Ljós-
anætur á ábyrgan hátt með börn-
um sínum.
Góða skemmtun.
RANNVEIG EINARSDÓTTIR,
yfirfélagsráðgjafi hjá Fjölskyldu-
og félagsþjónustu Reykjanesbæjar
sem tekur þátt í rekstri athvarfs
fyrir börn og unglinga á Ljósanótt.
Ljósanótt – fjölskyldu-
hátíð í Reykjanesbæ
Frá Rannveigu Einarsdóttur