Morgunblaðið - 31.08.2007, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 31.08.2007, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MIG VANTAR FAÐMLAG EKKERT MÁL... ODDI! TAKK, GRETTIR ÉG ER SVO HLÝR AF HVERJU BEIÐ ÉG EKKI BARA Á ÞRIÐJU HÖFN? AF HVERJU?!? AF HVERJU? AF HVERJU? AF HVERJU? KALLI BJARNA? AF HVERJU ? ÉG VAR BEÐINN UM AÐ LÁTA ÞIG VITA AÐ ÞESSI ÖSKUR Í ÞÉR ERU AÐ HALDA VÖKU FYRIR ÖLLU HVERFINU! ÞÚ ERT BÚINN AÐ GERA MARGA SNJÓKARLA Í DAG HVER OG EINN ÞEIRRA TÁKNAR MANNESKJU SEM ÉG HATA! ÞEGAR SÓLIN KEMUR FRAM ÆTLA ÉG AÐ HORFA Á ÞÁ BRÁÐNA SMÁTT OG SMÁTT ÞANGAÐ TIL AÐ ÞAÐ ER EKKERT EFTIR AF ÞEIM NEMA NEF OG AUGU Í LITLUM POLLI AF VATNI! ÉG VISSI EKKI AÐ ÞÚ ÞEKKTIR SVONA MARGA ÉG GERÐI ÞÁ SEM ÉG HATA MIKIÐ LITLA SVO ÞEIR BRÁÐNI HRAÐAR ERTU SÆRÐUR? KÍKTU ÞÁ TIL MÍN ÉG ER EKKI VISS UM AÐ MÉR ÞYKI ÞETTA SIÐFERÐILEGA RÉTT ÉG SAGÐI MÖMMU AÐ ÉG MUNDI HALDA MIG HJÁ HÚSINU ÉG ER BÚIN AÐ VERA AÐ UNDIRBÚA MATSEÐIL FYRIR BOÐIÐ Í ÁR MAMMA ÞÍN ELDAR ALLTAF KJÖTRÉTT- INN SINN VIÐ ERUM BÚIN AÐ BORÐA HANN MÖRG ÁR Í RÖÐ! ÞAR SEM BOÐIÐ ER HJÁ MÉR Í ÁR ÞÁ LANGAÐI MIG AÐ BREYTA TIL HVAÐ MEÐ ÞENNAN KJÚKLINGARÉTT HÉRNA MEÐ STERKRI TÓMATSÓSU? HLJÓMAR VEL RÉTTURINN HENNAR MÖMMU ÞINNAR GERIR ÞAÐ REYNDAR LÍKA HVAR ÆTLI ÉG GETI KEYPT ÞURRKAÐAR SÍTRÓNUR? EN SÚ FYRIRSÖGN! „ROD RAYMOND BJARGAR MÓTLEIKKONU SINNI ÚR LOGANDI HÁHÝSI“ VEITINGA- STAÐURINN VAR NÚ BARA TVÆR HÆÐIR VILT ÞÚ EKKI SETJA Á ÞIG GRÍMUNA OG LÁTA TAKA MYND AF ÞÉR MEÐ HETJUNNI? ROD RAY- MOND ER ENGIN HETJA! FLOTT HJÁ ÞÉR, TED CHAMBERS dagbók|velvakandi „Rónarnir“ í miðbænum ÞAÐ hafa skapast miklar umræður varðandi áreiti „rónanna“ í miðbæn- um. Ég starfa í miðbænum og fer mikið á kaffihúsin þar á góðviðris- dögum eftir vinnu og um helgar. Fólk flykkist jú út á Austurvöll ef sólin skín, sumir með bjórdós úr Ríkinu sem er fjórfalt ódýrari en á kaffihúsunum, aðallega ungt fólk, sennilega blankir námsmenn. Aldrei hef ég orðið fyrir því mikla áreiti sem umræðan snýst um. Á þeim 15 árum sem ég hef gengið til vinnu niður í miðbæ hef ég tvisvar verið „áreitt“ og þá voru það blankir ógæfumenn að biðja mig um litlar 2- 300 kr. Kannski fyrir kaldri bjórdós, veit ekki. Þarna eru síður en svo of- beldismenn á ferð og ef á að verja nokkra erlenda ferðamenn með því að loka vínbúðinni í Austurstræti eða hætta að selja bjór í stykkjatali þá mæli ég frekar með því að hætta að selja áfengi eftir klukkan 2 á nótt- unni á skemmtistöðum miðbæjarins, þegar beinlínis er lífshættulegt fyrir „útlendinga“ sem og okkur hin að rölta þar um eftir miðnætti um helg- ar. Harpa Karlsdóttir. Ofbeldið í miðbænum ÞETTA er gamalt vandamál og á dögum Jónasar frá Hriflu kom hann með hugmynd um að setja rimlabúr á Lækjartorg og vista ofbeldismenn- ina þar, öllum til sýnis og sjálfum þeim til háðungar. Bara eins og apa í búri. Það sakar ekki að endurnýja hugmyndina, hún eykur afköst lög- reglunnar og er vissulega niðurlæg- ing fyrir þá sem að ofbeldinu standa. Einar Vilhjálmsson. Frábært tækifæri ÉG ER öryrki og hef verið heima í langan tíma. Nú vinn ég sem sjálf- boðaliði hjá Rauða krossinum. Mér finnst þetta frábært tækifæri til að komast út, hitta fólk og láta gott af sér leiða. Mikil upplifun. Hvet alla sem geta séð af nokkr- um klukkutímum á dag, um að hafa samband við Rauða krossinn, störfin eru fjölbreytt og alltaf vantar hjálp. Ásta. Frítt fyrir fullorðna ÉG ER komin hátt á níræðisaldur og ferðast mikið með strætisvögn- unum og hef allt gott um það að segja. En ég furða mig á því, að við sem erum komin yfir áttrætt, skul- um ekki fá frítt í strætó. Veit ég að margir myndu nýta sér þá þjónustu til að stytta sér stundir, breyta um umhverfi, fara t.d. í Kolaportið, svo eitthvað sé nefnt. Eftirlaunin eru ekki há, og marga munar um far- gjaldið. Kona á níræðisaldri. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is ÞAÐ var gaman hjá krökkunum sem á dögunum heimsóttu Árbæjarsafnið. Eflaust mun þessi skemmtiferð ylja þeim um hjartarætur yfir vetrartím- ann. Krakkarnir heita: Magdalena Ósk, 10 ára, Viktoría Rós, 7 ára, Alex- ander Már, 2 ára og Gabríel Sær, 9 mánaða. Morgunblaðið/Ómar Sól í sinni FRÉTTIR MORGUNBLAÐINU barst eftir- farandi í gær: „Fyrir stjórnarfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem boðaður er kl. 13 e.h. liggur fyrir tillaga um hluta- félagavæðingu fyrirtækisins. Engin umræða um þessa hugmynd hefur farið fram og málinu var ekki hreyft á nýafstöðnum aðalfundi. Tveir að- almenn í stjórn Orkuveitunnar, Dagur B. Eggertsson og Svandís Svavarsdóttir, eru stödd á stjórn- arfundi Sambandsins íslenskra sveitarfélaga á Ísafirði. Hvorugt þeirra fékk send fundargögn vegna málsins. Nú laust fyrir hádegið hafnaði stjórnarformaður Orkuveit- unnar rökstuddri ósk um að fresta afgreiðslu málsins. Þetta er for- dæmislaust og freklegt brot gegn eðlilegum vinnubrögðum í stjórn fyrirtækisins. Þessu mótmæla und- irritaðir stjórnarmenn harðlega. Sérstaka athygli vekur að rök- stuðningur tillögunnar er með vísan til þess að „tímabært er að leysa úr læðingi krafta einkaframtaksins svo að íslensk sérþekking og hugvit fái notið sín til fulls í útrás orkufyr- irtækja“. Erfitt er því að skilja þessa atburðarás öðru vísi en sem upptakt að einkavæðingarferli OR. Einkavæðing Orkuveitunnar væri þvert á margítrekaðar yfirlýsingar borgarstjóra og meirihlutans í Reykjavík. Offorsið sem einkennir hins vegar ofangreinda málsmeð- ferð hlýtur hins vegar að vekja fjöl- margar spurningar og tortryggni um að einkavæða eigi Orkuveituna á hlaupum. Þetta er stórmál sem þarfnast víðtækrar samfélagslegrar umræðu. Samfylkingin og VG munu óska eftir því að rekstrarform Orku- veitunnar verði sett á dagskrá borg- arstjórnarfundar á þriðjudaginn í næstu viku. Ísafirði, Dagur B. Eggertsson, Svandís Svavarsdóttir.“ Yfirlýsing frá minnihluta borgarstjórnar Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.