Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 45

Morgunblaðið - 31.08.2007, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 2007 45 Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is JAPAN er næsti viðkomustaður hljómsveitarinnar Skakkamanage með plötuna Lab of Love sem kom út hér á landi seinasta haust. „Þetta atvikaðist þannig að Örv- ar Smárason úr Múm hitti þetta fólk úti í Japan og gaf þeim eintak af plötunni. Þau hrifust af henni, höfðu samband við okkur og sögð- ust vilja gefa hana út í Japan,“ seg- ir Svavar Pétur Eysteinsson sem skipar Skakkamanage ásamt Berg- lindi Häsler og Þormóði Dagssyni. Þetta fólk sem Svavar vísar til er frá tímarita- og plötuútgáfunni Af- ter hour. Undirliggjandi klikkun Aðspurður segist Svavar ekki vita hvað það er sem hafi heillað Japanana við tónlist Skakkam- anage. „Mikið af japanskri músík, sem maður hefur hlustað á, hefur í sér einhverja svona undirliggjandi klikkun og það er fullt í okkar plötu sem er gert undir mjög klikk- uðum áhrifum. Annars veit ég það ekki, ætli þetta snúist ekki frekar um forvitni á að prófa nýja tónlist.“ Hann segist ekki kannast við að þau séu komin með aðdáendahóp úti í Japan. „Ég hef trú á því að hann myndist þegar diskurinn kemur út þar í landi 26. september næstkomandi. Annars er After ho- ur að hugsa þetta sem til- raunaútgáfu í byrjun, gefa diskinn út í litlu upplagi og sjá svo til hvort aðdáendurnir fara ekki að spretta upp.“ Svavar segir ekki fastákveðið ennþá hvort þau haldi tónleika í Japan en segir þó allt stefna í það. „Við ræddum það stuttlega ný- lega hvort það væri ekki málið að við færum út og héldum tónleika og útgáfan tók vel í það. Þær við- ræður eru á frumstigi og það verð- ur þá líklega ekki fyrr en um mitt næsta ár því það að fara í tónleika- ferð til Japan er meira en að segja það.“ Íslendingar fá samt notið Japansútgáfunnar því Skakkam- anage hefur hugsað sér að halda tónleika hér á landi í byrjun októ- ber í tilefni útkomunnar. Með lager af nýju efni Tveimur lögum var bætt við Lab of Love fyrir Japansmarkað, ann- ars er útlit plötunnar það sama og hér heima. „Það er eitthvað í tísku í Japan að bæta við plötur og við bættum við tveimur bónuslögum. Áttum upptökur frá því við spil- uðum í beinni útsendingu í Rík- isútvarpinu fyrir seinustu jól, af einu jólalagi og svo öðru lagi sem er á plötunni en í öðruvísi útsetn- ingu.“ Ekki er búið að semja um útgáfu Lab of Love víðar í heiminum. Annars er það af Skakkamanage að frétta að hljómsveitarmeðlimir eru komnir með lager af nýju efni á nýja plötu sem þeir byrja að taka upp á næsta ári. Morgunblaðið/Sverrir Útrás Berglind, Svavar og Þormóður skipa Skakkamanage sem stefnir á heimsfrægð í Japan. Lab of Love kemur út í Japan / KEFLAVÍK / SELFOSSI SÍMI: 482 3007 ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ THE BOURNE ULTIMATUM kl. 8 - 10:30 B.i. 14 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:45 LEYFÐ ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ RUSH HOUR 3 kl. 8 - 10 B.i. 12 ára RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 5:50 LEYFÐ FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS / AKUREYRI WWW.SAMBIO.IS SÝND M EÐ ÍSLENSK U TALI 48.000 GESTIR ÞEIRRA STRÍÐ. OKKAR HEIMUR eee F.G.G. - FBLV.I.J. – Blaðið FRÁ MICHAEL BAY OG STEVEN SPIELBERG LICENSE TO WED kl. 8 - 10 B.i. 7 ára ASTRÓPÍA kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ MATT DAMON ER JASON BOURNE eeee - JIS, FILM.IS eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS SÝND Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI OG KEFLAVÍK eeee - JIS, FILM.IS eeee - A.S, MBL MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI FRÁBÆR ÍSLENSK AFÞREYING - SVALI, FM 957 PÉTUR OG SVEPPI HAFA ALDREI VERIÐ FYNDNARI - H.A, FM 957 SÚ SKEMMTILEGASTA SÍÐAN SÓDÓMA - Í.G, BYLGJAN ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST eeee Morgunblaðið

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.