Morgunblaðið - 31.08.2007, Page 48
FÖSTUDAGUR 31. ÁGÚST 243. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Icelandair segir upp fólki
Á sjöunda tug starfsmanna Ice-
landair fékk afhent uppsagnarbréf á
miðvikudag og í gær. Þar er um að
ræða 25 flugmenn og 39 flugfreyjur
og -þjóna. Uppsagnirnar taka gildi
1. desember nk. »2
Vill heim til Pakistans
Nawas Sharif, fyrrverandi for-
sætisráðherra Pakistans, hyggst
reyna að snúa heim úr útlegð til að
freista þess að koma í veg fyrir að
Pervez Musharraf verði endurkjör-
inn forseti landsins. Talið er að ólga í
landinu geti magnast enn ef Sharif
snýr heim. »16
SKOÐANIR»
Staksteinar: Ólund hér og þar
Forystugreinar: Ísland og Nató
Ljósvakinn: Við viljum
morgunsjónvarp!
UMRÆÐAN»
Bull um sjávarútvegsstefnu ESB
Ljósanótt – fjölskylduhátíð í
Reykjanesbæ
Bókmenntir í Gullsmára
Dauður rafgeymir
Fagurlega hannaður Audi A4
Massa og Räikkönen frjálst að keppa
Hvert á land sem er á Ford Escape
BÍLAR»
3 3
3 3
3 4
#
&5' .
+ &
6
%
3
3 3
3 3 3
3 3
3
-
7"1 '
3
3
3
3
3 3
3 3
3
89::;<=
'>?<:=@6'AB@8
7;@;8;89::;<=
8C@'77<D@;
@9<'77<D@;
'E@'77<D@;
'2=''@F<;@7=
G;A;@'7>G?@
'8<
?2<;
6?@6='2+'=>;:;
Heitast 14 °C | Kaldast 8 °C
Gengur í SV 5-10
m/s með rigningu,
fyrst fyrir vestan. Skýj-
að og þurrt að mestu f.
austan fram yfir hádegi. »10
Sverrir Norland
skellti sér til Lund-
úna þar sem bóka-
búðir eru á hverju
strái, ólíkt því sem
gerist á Íslandi. »40
BÓKMENNTIR»
Margar
bókabúðir
FÓLK»
Hvað gerir Paris Hilton
með James Blunt? »44
Íslenska hljóm-
sveitin Skakka-
manage ræðst ekki á
garðinn þar sem
hann er lægstur og
gefur út í Japan. »45
TÓNLIST»
Stór í
Japan?
LEIKLIST»
Steini díva er alvöru
dragdrottning. »38
KVIKMYNDIR»
Geta mörgæsir verið á
brimbrettum? »42
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Knattspyrnumaður lést á æfingu
2. Kryddpíurnar ósáttar við Mel B
3. Missti hluta höfuðsins í aðgerð
4. Segir Coogan bera ábyrgð …
GJALDFRJÁLS
aðgangur fyrir
framhalds- og
háskólanema í
strætisvagna er
að slá í gegn, en
fregnir herma að
nú séu þeir full-
setnir alla
morgna. Reynir
Jónsson, fram-
kvæmdastjóri
Strætó, staðfesti þetta í samtali við
Morgunblaðið. „Þetta er að skila
sér, sem betur fer, en aðallega á
morgnana þegar fólk er á leið til
skóla.“ Reynir segir Strætó hafa
bætt við aukavögnum á þessum
tíma svo nú komi þeir allt að þrír í
einu á hverja stöð á helstu leiðum,
auk þess sem aukavagnar hafi verið
settir á leiðir þar sem slíkt hefur
aldrei þurft áður.
Nokkuð hefur verið um misnotk-
un á afslættinum, en Reynir segir
að þeir sem verði uppvísir að henni
missi kortið varanlega. „Það er ver-
ið að rétta hverjum nemanda þrjá-
tíu þúsund krónur. Þeir sem ekki
standa undir ábyrgðinni missa
kortin. Það verður engin miskunn.“
Fullt í strætó
á morgnana
Ferskur Sá guli er
vinsæll hjá nemum.
GUÐJÓN Pedersen, leikhússtjóri Borgarleikhússins,
brá á leik fyrir ljósmyndara Morgunblaðsins í gær í til-
efni af því að fyrsta frumsýning leikhússins fer fram
annað kvöld. Þá verður Lík í óskilum frumsýnt á Litla
sviðinu, en um er að ræða óborganlegan farsa eftir
Anthony Neilson. Á sunnudaginn verður opið hús í
Borgarleikhúsinu og þá mun Guðjón koma fram sem
trúður og baka vöfflur handa gestum og gangandi. | 18
Skrautlegur leikhússtjóri
Fyrsta frumsýning leikársins fer fram annað kvöld
Morgunblaðið/Golli
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
FYRIR nokkrum árum samdi Sigur Rós tónlist við
ballett eftir hinn heimskunna danshöfund Merce
Cunningham sem fluttur var í New York við góðar
undirtektir. Í haust verður það samstarf endur-
vakið en þá leikur Sigur Rós undir í ballettverki
Cunninghams í Ástralíu.
Verk fyrir magnaða ballettskó
Haustið 2003 samdi Sigur Rós tónlist við verk
eftir hinn kunna danshöfund Merce Cunningham,
en hann bað hljómsveitina um að semja fyrir sig
tónlist eftir heimsókn hingað til lands með dans-
flokk sinn í desember 2002 þegar hann hélt sýningu
í Borgarleikhúsinu. Einnig tók Radiohead þátt í
verkefninu sem fékk yfirskriftina Split Sides.
Sigur Rós samdi verk fyrir ballettskó sem settir
voru upp á grind með áfastan hljóðnema og flutti
það nokkrum sinnum, en leikið var á skóna með
víbrafónhömrum.
Þegar verkið var fyrst flutt lék hljómveitin öll, en
eftir það lék Jón Þór Birgisson, söngvari og gítar-
leikari hljómsveitarinnar, með aðstoðarmanni á
nokkrum sýningum. Tónlistin, sem var um það bil
hálftími að lengd, var síðar gefin út á plötu undir
nafninu ba ba ti ki di do.
32 afbrigði
Samstarf Sigur Rósar og Merce Cunninghams
verður svo endurvakið í haust í Ástralíu en 27.
október tekur Sigur Rós þátt í flutningi á ballett-
verki eftir Cunningham í Melbourne. Verkið er
þannig samið að til eru þrjátíu og tvö afbrigði af því
og ekki ljóst fyrr en í upphafi hverrar sýningar
hvaða afbrigði verður fyrir valinu. Þessi uppákoma
er í miðri ferð hljómsveitarinnar að kynna nýja
kvikmynd sína, en hún verður einmitt frumsýnd í
Ástralíu daginn eftir ballettsýninguna.
Sigur Rós leikur á magnaða skó
Morgunblaðið/Sverrir
Aftur í samstarf Sigur Rós mun leika undir í
ballettverki Merce Cunninghams í Ástralíu.