Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 13 ÚR VERINU Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is LJÓST er að umtalsverður sam- gangur þorsks er á milli Íslands og Grænlands. Vitað er um seiðarek yfir til Grænlands og göngur kynþroska fisks til baka. Svo virðist hins vegar sem mjög lítið sé um að kynþroska fiskur gangi út af Íslandsmiðum. Einar Hjörleifsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnuninni, hefur kynnt sér söguna. „Þorskveiðar við Grænland voru nánast engar fyrir 1930,“ segir Ein- ar. „Talað er um að þorskgengd þar hafi aukizt á þriðja áratugnum vegna aukins sjávarhita, að sjórinn við Grænland hafi orðið lífvænlegt svæði fyrir þorsk til að hrygna og alast þar upp. Þetta hlýindaskeið stóð allt framundir árið 1970. Þorskafli fór upp í 100.000 tonn fyrir stríð, en veið- in datt auðvitað niður í stríðinu. Svo jukust veiðar gríðarlega upp úr 1950 og um 1960 var þorskafli við Græn- land svipaður og á Íslandsmiðum, um 400 hundruð þúsund tonn. Mjög lítill afli frá 1990 Síðan kemur kuldaskeið í lok sjö- unda áratugarins og þá féll aflinn mjög mikið og hefur síðan 1990 varla verið nokkuð sem heitið getur. Aflinn á árunum kringum 1980 og 1990 byggðist að mestu á tveimur árgöng- um. Í fyrra tilfellinu var það árgang- urinn frá 1973, en hann kom að hluta til yfir til Íslands, og í því síðara ár- gangurinn frá 1984 og reyndar einn- ig 1985. Síðan hefur verið ákaflega lítið af þorski við Grænland, þar til núna að við erum farin að fá fréttir af góðum aflabrögðum við Austur- Grænland. Einnig hefur komið fram meira þorskmagn í þýzkum og græn- lenzkum leiðöngrum á síðustu árum. Menn tengja þetta við þá staðreynd að nú hefur aftur hlýnað við Græn- land. Það er eftirtektarvert þegar mað- ur skoðar aflasöguna við Grænland að aflinn byggðist fyrst og fremst á veiðum við Vestur-Grænland. Aflinn austanmegin var aldrei mikill, oftast innan við 20.000 tonn og að hámarki um 35.000 tonn á ári. Það voru því fyrst og fremst veiðarnar við Vestur- Grænland sem stóðu undir aflanum.“ Þrenns konar uppruni Hver er uppruni þorsksins við Grænland. Hvaðan kemur hann? „Það er talið að sá þorskur sem veiðist við Grænland eigi sér þrenns konar uppruna, það er þorskur sem hrygnir inni á fjörðum við Vestur- Grænland og heldur sig þar að mestu, þorskur sem hrygnir í land- grunnskantinum við suðvesturhluta Grænlands og við Austur-Grænland og loks þorskur af Íslandsmiðum. Talið er að þorskur af íslenskum uppruna berist fyrst og fremst sem seiði til Grænlands, alist þar upp en komi til baka þegar hann verður kyn- þroska. Hin síðari ár eru þekktar göngur úr 1973-árganginum sem kom til baka 1980 og ganga úr 1984-árgang- um sem kom í kringum 1990. Tilvist þessara Grænlandsgangna hefur verið þekkt mjög lengi. Þannig sýna merkingarrannsóknir og mæl- ingar á aflasamsetningu að árgang- urinn frá 1922 gekk á Íslandsmið í umtalsverðum mæli í kringum 1930 og einnig kom umtalsvert magn úr 1924- og 1945-árgöngunum. Vitað er um aðra árganga sem ólust upp við Grænland og gengu yfir til Íslands en magnið er talið mun minna en það sem skilaði sér úr ofangreindum ár- göngum.“ Kynþroska fiskur fer ekki mikið Hvað er hægt að lesa út úr þessum merkingum? „Þegar niðurstöður merkingar- rannsókna frá síðustu öld eru teknar saman í heild sinni er mjög sláandi að fullorðinn fiskur virðist fyrst og fremst hafa gengið frá Grænlandi til Íslands en mun minna í hina áttina. Þannig er hlutfall af endurheimtum fiski sem merktur var við Vestur- Grænland á árunum 1924-1939 í kringum 40% af Íslandsmiðum en 60% endurheimtust á heimamiðum. Úr merkingum við Vestur-Grænland frá árunum 1946 til 1984 var hlut- fallið hins vegar mun lægra en þá endurheimtust einungis um 7% á Ís- landsmiðum. Á hinn bóginn endur- heimtust aðeins um 4% af fiskum sem merktir voru á Íslandsmiðum á árunum 1924-1935 við Grænland. Eftir stríð var þetta hlutfall enn lægra, því innan við 1% af endur- heimtum fiski sem merktur var á Ís- landsmiðum á árunum 1948-1986 endurheimtist á öðrum miðum. Á þeim tíma var umtalsverð veiði við Grænland og maður hefði því ætlað, ef þorskur gengi þangað í einhverju magni, að eitthvað af íslensku end- urheimtunum þaðan hefði skilað sér í hús. Hvað varðar þann fisk sem merktur var hér fyrir stríð og end- urheimtist við Grænland þá kom stærstur hluti hans úr einni ákveð- inni merkingu frá árinu 1931. Úr þeirri merkingu endurheimtust sex þorskar á mjög svipuðum slóðum og tíma við Vestur-Grænland árið 1932. Þessar rannsóknir benda því til þess að einhverjar göngur geti átt sér stað til Grænlands en að þær hafi verið fremur fátíðar á síðustu öld. Rétt er taka fram að endurheimtuhlutfallið eitt og sér segir ekki til um hlutfall fiska sem ganga milli svæða, til þess að hægt sé að meta slíkt þarf að taka tillit til sóknar og annarra þátta. Miklar endurheimtur fyrir stríð Hið háa hlutfall af endurheimtum á Grænlandsfiski á Íslandsmiðum fyrir stríð bendir til að þessar göngur á Íslandsmið hafi verið verulegar á þessum árum. Göngurnar takmörk- uðust að mestu við ákveðin árabil um og upp úr 1930 og við ákveðna ár- ganga og komu vel fram í afla á þess- um tíma. Merkingarrannsóknir sýna einnig að hlutfall þess fisks sem end- urheimtist á Íslandsmiðum hækkaði eftir því sem merkt var sunnar við Vestur-Grænland. Fiskurinn sem gekk á þessum tíma var einnig nokk- uð gamall, átta til tíu ára. Svo gamlan þorsk sjáum við ekki að sama marki í veiðum á Íslandsmiðum á síðari tím- um. Ég hef verið að gæla við þá kenn- ingu að hluti af skýringunni á lægra endurheimtuhlutfalli grænlenzks þorsks á Íslandsmiðum eftir stríð stafi af aukinni sókn við Vestur- Grænland eftir stríð. Og þá þannig að hluti af þeim fiski sem endur- heimtist við Grænland eftir stríð hafi verið veiddur áður en hann hafði tækifæri á að skila sér til Íslands ef sóknin hefði verið lægri. En þetta er nú samt örugglega ekki eina skýr- ingin.“ Lélegir árgangar En hvernig er staðan nú við Græn- land? Getum við átt von á hinni margumtöluðu vestangöngu? „Þjóðverjar hafa reglulega farið í þorskrall við Grænland síðan 1982. Árgangurinn frá 1984, sem stóð að mestu undir veiðum í kringum 1990, kom vel fram í rallinu en síðan hafa árgangarnir verið mjög lélegir, ef undan er skilinn árgangurinn frá 2003. Einhverja aukningu má þó merkja í magni þorsks af eldri ár- göngum miðað við það litla magn sem mældist á tíunda áratugnum. Uppistaðan í þeim aflabrögðum við Austur-Grænland í fyrra, og líkast til nú í ár, voru þessir eldri árgangar, árgangurinn frá 2003 var vart kom- inn í veiðina að einhverju marki. Mér skilst að veiðarnar sem stundaðar hafa verið hafi verið á frekar tak- mörkuðum svæðum og því erfitt að segja til um að þau góðu aflabrögð sem við höfum frétt af séu ávísun á að mikið magn af fullorðnum þorski sé við Austur-Grænland. Mælingar Þjóðverja virðast ekki benda til að mikið magn sé af öðrum árgöngum en þessum frá árinu 2003. Það á sér sannarlega stað einhver uppgangur við Grænland, en hvergi nærri í sama mæli og þegar mest var. Í ljósi batnandi skilyrða má þó búast við því að seiði af íslensku bergi nái að komast á legg við Grænland og komi hugsanlega til baka á Íslands- mið sem fullorðinn fiskur. Þessi 2003-árgangur er einn slíkur kandí- dat. Það er í raun hagsmunamál beggja þjóða að semja með einhverjum skynsamlegum hætti um nýtingu á þessari sameiginlegu auðlind. Þann- ig hlýtur að vera hagur Grænlend- inga að við eigum sæmilegan hrygn- ingarstofn sem getur framleitt eitthvað inn í kerfið hjá þeim og við vildum gjarnan fá eitthvað af þessum fiski aftur til baka,“ segir Einar Hjörleifsson. Miklar vestangöngur snemma á síðustu öld Þorskstofninn við Grænland virðist vera að hjarna við eftir mörg mögur ár en veiði síðustu árin hefur verið mjög lítil                                                                       ! "# $#  %   &'! &'!!                       !   "  Í HNOTSKURN »Þannig er hlutfall af end-urheimtum fiski sem merktur var við Vestur- Grænland á árunum 1924- 1939 í kringum 40% af Íslands- miðum. »Göngurnar takmörkuðustað mestu við ákveðin ára- bil um og upp úr 1930 og við ákveðna árganga og komu vel fram í afla á þessum tíma. »Það er í raun hagsmuna-mál beggja þjóða að semja með einhverjum skynsam- legum hætti um nýtingu á þessari sameiginlegu auðlind. Morgunblaðið/Sverrir Fiskifræði Einar Hjörleifsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrann- sóknarstofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.