Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 20
|miðvikudagur|5. 9. 2007| mbl.is Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Uppskeran er í hámarki í árog óhætt er að fara aðsulta eða gera hlaup. Þaðkæmi mér ekki á óvart að hér í loftinu væru ein fjörutíu kíló af vínberjum. Það er þó búið að saxa ei- lítið á uppskeruna því ég er dugleg að fara með vínber í körfum í vinnuna á þessum árstíma auk þess sem systur mínar og foreldrar fá vínberjaheim- sendingar svona af og til, “ segir Arna Guðmundsdóttir, læknir og húsfreyja á Seltjarnarnesi. Arna býr í raðhúsi við Barðaströnd sem í er um tuttugu fermetra sólskáli með plexígleri í þaki. Sólskálinn, sem tengist skemmtilega við garðinn, hef- ur að geyma tvær risastórar vín- berjaplöntur, sem plantað var á sín- um tíma hvorri í sitt horn stofunnar. Þær hringa sig upp eftir veggjunum og þekja nú orðið allt loftið með myndarlegum vínberjaklösum út um allt sem hver vegur hálft til eitt kíló. Synirnir liðtækir við vínberin „Mér er sagt að plönturnar séu að minnsta kosti orðnar tuttugu ára gamlar. Húsið var byggt árið 1972, en ég hef búið hér undanfarin fjögur ár. Næsta vor hyggst fjölskyldan flytja sig um set og kem ég örugglega til með að sakna mest þessarar fínu berjastemningar í sólskálanum þar sem flestöll matarboð og barna- afmæli í fjölskyldunni fara gjarnan fram,“ segir Arna. Synirnir þrír, þeir Erling, Guðmundur Viggó og Ari Karl, eru liðtækir við vínberjaátið auk þess sem Arna segir þau hjónin gjarnan nota vínberin í salöt og með ostum. „Það var lítil sem engin uppskera í fyrra, en í hitteðfyrra var ég að kafna í vínberjum eins og núna og brá þá á það ráð að hringja til móðursystur minnar, hennar Matthildar Gunn- arsdóttur í Presthvammi í Aðaldal, sem gaf mér uppskrift að þessu fína vínberjahlaupi. Ég bjó það til með ágætum árangri og nú er sem sagt kominn tími til að leggja í hlaupið á ný.“ Aðgangshörð með klippurnar Þegar vínberjaræktandinn er spurður hvernig best sé að hirða vín- berjaplöntur segist Arna hafa ótrú- lega lítið fyrir plöntunum sínum. „Ég klippi þær vel niður á haustin og var sérstaklega aðgangshörð í fyrra þar sem uppskeran var léleg í fyrrasum- ar. Það þarf svo að vera kalt á plönt- unum svo þær felli laufin á haustin og passa þarf að ekki sé of heitt á þeim yfir vetrartímann. Beðin tvö eru opin niður í jarðveginn sem gerir rótunum kleift að vaxa út um allan garð og þegar ég vökva set ég garðslönguna bara í beðið og skrúfa frá í korter. Svo er hiti í gólfi auk þess sem ég er með sterkt blómaljós til að ná birtu yfir dimmasta tímann og viftu á sumrin þegar hér inni ríkir hálfgert Miðjarðarhafs-loftslag. Vorið er kom- ið hjá okkur í mars þegar grænu sprotarnir fara að láta á ser bera. Framan af sumri eru berin súr og verða svo sætari þegar líður fram á mitt sumar,“ segir Arna og bætir við að hún sé harðákveðin í því að fá sér vínberjaplöntur í ný híbýli, annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. En nú sé vínberjaplantan góða á Nesinu til sölu ásamt heilu húsi og garðstofu. Vínberjahlaup 750 g vínber 400 g sykur 3 msk. sítrónusafi 2 msk. sultuhleypir Leggið vínberin í lögum með sykr- inum í pott. Hellið sítrónusafa yfir. Komið upp hægri suðu og hrærið var- lega í. Bætið sultuhleypinum út í. Látið malla í um það bil tíu mínútur, en suðutíminn fer þó eftir þroska berjanna. Síið steina og hrat frá með sigti og setjið hlaupið á hreinar krukkur. Eftir því sem berin eru þroskaðri, þeim mun sætari eru þau, og þá má draga úr sykurmagni í upp- skriftinni. Morgunblaðið/Sverrir Garðstofan Flestöll matar- og barnaafmælisboð fjölskyldunnar eru haldin í þessum gróðursæla sólskála þar sem að vínberjaplönturnar lifa góðu lífi. Snakkið Elsti sonurinn Erling Aspelund nær sér í vínber að smakka. Vínviðurinn gefur af sér í kílóavís Framan af sumri eru berin súr og verða svo sætari þegar líður fram á mitt sumar. Vigtin Hver klasi vegur hálft til eitt kíló sem þýðir yfir 40 kíló í ár. daglegtlíf Hákon Sigurgrímsson er dug- legur að stunda líkamsrækt og ætlar að gera enn meira af því nú er hann fer á eftirlaun. » 24 hreyfing Ólíkt mörgum barnasjúkdómum gengur skarlatssótt ekki í far- öldrum heldur er hún stöðugt í gangi hjá fáum í einu. » 24 heilsa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.