Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv.
Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Í HNOTSKURN
»Framkvæmdastjóri BM Vallár gerir ráðfyrir 20% samdrætti á sementsmarkaði í
ár, miðað við síðasta ár.
»Hann segir ljóst að þensla undanfarinnaára sé á undanhaldi og nú sé tímabært
að bregðast við.
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
LJÓST er að verulegur samdráttur verður í sölu
sements á þessu ári miðað við undanfarin ár, m.a.
sökum þess að hægt hefur á stóriðjuframkvæmd-
um. Framkvæmdastjóri BM Vallár telur heildar-
samdrátt nema um 20% á árinu, og gerir ráð fyrir
að sama staða verði uppi á teningnum á næsta ári.
Hann segir eftirspurn hafa minnkað og spyr hvort
ástæða sé til þess að halda vaxtastigi áfram jafn
háu.
„Við erum að sjá á bak mjög miklum fram-
kvæmdum á Austurlandi og áhrifa þess er þegar
farið að gæta,“ segir Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri BM Vallár. „Ef við berum saman júlí
og ágúst sl. við sama tímabil á síðasta ári þá er
markaðurinn að dragast saman um 25–30%.“
Þorsteinn segir ástandið á almennum bygginga-
markaði nokkuð gott og telur enn betra jafnvægi
ríkja þar en áður. „Mér sýnist á öllu að þessi mikla
þensla sem verið hefur sé í rénun. Til að mynda
hefur mér sýnst vera rólegra yfir markaðnum á
síðari hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra.“
Heildarsala á sementi á síðasta ári var um 340
þúsund tonn og sér Þorsteinn fram á að ef fari sem
horfi í ár verði salan um 270–280 þúsund tonn. Á
næsta ári spáir Þorsteinn því að salan fari jafnvel
niður í 220–230 þúsund tonn. „Það er ekkert sér-
stakt í pípunum fyrr en kannski um mitt næsta ár,
og þá ekki í sama mæli og við höfum séð á umliðn-
um árum.“
Þorsteinn segir því komin nægilega skýr merki
um að þenslan sé á undanhaldi og tími sé kominn til
að lækka vexti. „Þessi mikla eftirspurnarspenna er
ekki lengur fyrir hendi, og það er tímabært að fara
að bregðast við. Verðbólga hefur verið á undan-
haldi, eins og sést á verðbólgumælingum undanfar-
inna mánaða, jafnvægi að færast yfir fasteigna-
markaðinn og því spyr ég hvort ástæða sé til þess
að keyra svona hátt vaxtastig áfram inn í veturinn
og jafnvel lengur.“
Verulegur samdráttur á
sementsmarkaði milli ára
Morgunblaðið/ÞÖK
Steypa Minni eftirspurn er eftir sementi.
Framkvæmdum á Austurlandi að ljúka Áhrifa þess þegar farið að gæta
ÚRKOMUSAMT hefur verið á landinu síðustu daga og skýrist það af síð-
sumarslægðum sem nú ganga yfir landið hver á fætur annarri. Meðan sum-
ir bölva rigningunni taka aðrir henni fagnandi, ekki síst sökum þess að þá
gefst tækifæri til að sjá litskrúðugan regnboga skreyta himininn. Löngum
hefur verið sagt að fjársjóður leynist við enda regnbogans. Spurning hvort
ábúendur á þessum bæ í Hvalfirði geti tekið undir það.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Leynist gull við enda regnbogans?
Lægðir ganga yfir landið hver á fætur annarri
„ÉG SKORA hér með á íslensk stjórnvöld að leið-
rétta þegar í stað kjör öryrkja og aldraðra til sam-
ræmis við íslenskan veruleika. Raunveruleiki
þessarar ungu einstæðu móður sem berst við
krabbamein er skyldulesning fyrir ykkur: http://
thordistinna.blog.is/blog/thordistinna/
entry/299482/.
Það er löngu ljóst að meðferðin á öryrkjum,
fötluðum, sjúkum og öldruðum er til skammar í
þessu þjóðfélagi okkar sem á að heita velferð-
arþjóðfélag. Það er í ykkar höndum að snúa þessu
upp í manneskjulegt umhverfi.“ Þannig byrjar
tölvupóstur sem bloggarar voru í gær hvattir til
að senda Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðis-
ráðherra, og Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmála-
ráðherra, og ráðuneytum þeirra.
Tilefni póstsendinganna er bloggfærsla Þórdís-
ar Tinnu Aðalsteinsdóttur, sem berst við lungna-
krabba á lokastigi. Í bloggfærslu sinni upplýsir
Þórdís að örorkubæturnar sem hún fái útborg-
aðar séu 95 þúsund krónur á mánuði. „Mæli með
því að heilbrigðis- og líka félagsmálaráðherra fái
örorkubætur í lágmark eitt ár og það verði eina
framfærsla þeirra. Mikið held ég að það myndi
snarbreyta stöðunni og bæturnar yrðu þá kannski
loksins viðunandi,“ skrifar Þórdís m.a. í færslu
sinni. Hvetur hún til þess að örorkubætur verði
tekjutengdar þannig að sjúklingar þurfi ekki að
hafa fjárhagsáhyggjur á erfiðum tímum lífs síns.
„Ég á samkvæmt dómum læknanna ekki eftir að
lifa lengi og þá einhvern veginn verður maður enn
reiðari að hugsa um þetta kerfi. Að maður þurfi
virkilega að hafa fjárhagsáhyggjur síðustu mán-
uði lífsins. Það er […] skömm af þessu kerfi.“
Í fjöldapósti til heilbrigðisráðherra og félagsmálaráðherra er skorað á ráð-
herrana að leiðrétta kjör öryrkja Lagt til að örorkubætur verði tekjutengdar
Meðferðin er til skammar
Morgunblaðið/Kristinn
BÆJARFULLTRÚAR Sjálfstæðis-
flokksins lögðu til á bæjarstjórnar-
fundi Hafnarfjarðar í gær, að bærinn
seldi hlut sinn í Hitaveitu Suður-
nesja til Orkuveitu Reykjavíkur.
Telur oddviti Sjálfstæðisflokksins í
Hafnarfirði, Haraldur Þór Ólason,
að verði andvirðinu varið til að
greiða niður skuldir verði hægt að
lækka útsvar og fasteignaskatta
bæjarbúa. Sjálfstæðismenn eru í
minnihluta í bæjarstjórninni en
Samfylkingin, sem er í meirihluta,
fór fram á frestun afgreiðslu þessa
máls fram í næstu viku.
Að sögn Haraldar Þórs vilja menn
þrýsta á að gengið verði frá málinu
þar sem nú séu liðnir tveir mánuðir
af þeim sex sem kauptilboð OR
stendur. Hafnarfjarðarbær fengi 7,9
milljarða kr. fyrir sinn hlut en skuld-
ir bæjarins nema 9,6 milljörðum og
telur Haraldur Þór að með sölunni
skapist ný tækifæri fyrir Hafnar-
fjarðarbæ til að endurskipuleggja
fjármálastjórn bæjarins og svigrúm
til að minnka álögur.
Selja ætti hlut
bæjarins í HS
♦♦♦
JOHN Craddock
hershöfðingi, yfir-
maður herafla
Atlantshafs-
bandalagsins,
NATO, í Evrópu
(SACEUR), sæk-
ir Íslendinga heim
í dag, en hann tók
við embætti um sl.
áramót.
Craddock mun eiga viðræður við
Geir H. Haarde forsætisráðherra og
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utan-
ríkisráðherra. Einnig hittir hann að
máli embættismenn í utanríkisráðu-
neytinu. Loks mun Craddock skoða
aðstæður á Keflavíkurflugvelli og
hitta þátttakendur í sprengjueyðing-
aræfingu NATO sem á ensku nefnist
Northern Challenger.
Craddock er úr landhernum,
kvæntur og á tvær dætur. Hann er
Bandaríkjamaður eins og allir fyrir-
rennarar hans í embætti og hefur
gegnt margvíslegum trúnaðarstörf-
um fyrir þjóð sína. Var hann yfirmað-
ur svonefndrar suðurherstjórnar
Bandaríkjanna áður en hann tók við
embættinu hjá NATO.
Craddock
í heimsókn
á Íslandi
John Craddock
Er yfirmaður her-
afla NATO í Evrópu
BORGARSTJÓRN greiddi á fundi
sínum í gær atkvæði um þá liði í
fundargerðum borgarráðs og bygg-
ingafulltrúa þar sem heimilað er að
rífa hús við Laugaveg 4 og 6 og
byggja ný hús á reitnum. Fundar-
gerðirnar voru samþykktar með átta
atkvæðum Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks. Fjórir borgar-
fulltrúar greiddu atkvæði á móti en
þrír sátu hjá.
Endurmat á löggæslu
Tillaga Samfylkingar um beiðni
um endurmat á löggæsluþörf í mið-
borg og hverfum borgarinnar sem
fari fram af hálfu lögreglu höfuð-
borgarsvæðisins og dómsmálaráðu-
neytisins var einnig samþykkt á
fundinum. Verður leitast við að meta
löggæslu þá sem að almenningi snýr,
með áherslu á sýnilega löggæslu í
miðborginni og hverfislöggæslu.
Húsin verða
fjarlægð
♦♦♦