Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 05.09.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 19 LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Laugarvatn | Gamla gufubaðinu á Laugarvatni hefur verið lokað og verið er að rífa húsin í kring um það. Fyrirhugað er að byggja upp nýja aðstöðu á sama grunni og opna gufubaðið á ný í vor. Gufubaðið á bakka Laugarvatns er ein sögufrægasta heilsulind landsins. Frá því snemma á síðustu öld hafa Íslendingar sótt staðinn heim, farið í gufubað og synt í vatn- inu, og er staðurinn ómissandi hluti í tilveru margra. Hollvinasamtök Laugarvatns hafa unnið að því að koma upp betri aðstöðu fyrir gufubaðið. Stofnað hefur verið félag, Gufa ehf., til að annast uppbygginguna og samið við Bláa lónið um að annast rekst- urinn. Fulltrúar þessara félaga komu saman á staðnum í tilefni þessara tímamóta. Smíðahúsið víkur Verið er að rífa skúrana sem hýstu gufubaðið og búningsklefa þess sem og gamla smíðahúsið sem gufubaðið hafði til afnota að hluta. Nýja húsið verður byggt yfir hverinn á bakka Laugarvatns og að sögn Önnu Sverrisdóttur, fram- kvæmdastjóra Bláa lónsins, verður kappkostað að nýta gufuna með sama hætti og verið hefur í gömlu gufunni. Segir Anna að fram- kvæmdirnar séu unnar í lifandi náttúru. Tekið sé mið af þeim við hönnun mannvirkja en hún tekur fram að ýmislegt geti gerst þegar farið verði að hreyfa við svæðinu sem geti breytt fyrirkomulagi. Að auki verður komið upp volgum pottum og vaðlaugum og tengingu við vatnið, til þess að gera staðinn að aðlaðandi baðstað fyrir alla fjöl- skylduna. Þá verða góðir búnings- klefar og aðstaða til sölu veitinga og minjagripa í húsinu. Áætlað er að kostnaður við nýju aðstöðuna verði yfir 200 milljónir kr. Baðstaður fyrir fjölskyld- ur á grunni gufunnar Gufan Sævar Ástráðsson og Tómas Tryggvason hafa stundað gufuna um árabil. Þeir voru meðal þeirra sem heimsóttu hana síðasta daginn. Byggt nýtt Gamla smíðahúsið verður rifið vegna framkvæmda við bygg- ingu nýs gufubaðs á Laugarvatni. Húsið var flutt þangað frá Þingvöllum. Eftir Jón Sigurðsson Austur-Húnavatnssýsla | Bændur í A-Húnavatnssýslu eru nú á fjöllum í þónokkrum vindi og eru réttir fram- undan. Sunnudag og mánudag fóru þeir í afrétt með sín gangnahross og trússbíla til að smala heiðalöndin en þau eru ansi víðfeðm í þessum lands- hluta. Á föstudaginn kemur verður rétt- að í Undirfellsrétt í Vatnsdal. Dag- inn eftir verður réttað í Auðkúlurétt og Stafnsrétt og á sunnudag verður fé rekið til réttar í Skrapatungu. Réttir í Austur-Húnavatnssýslu eru þær fjárflestu á landinu og má segja að Auðkúlurétt sé sú fjárflesta og Undirfellsrétt er þarna ekki svo fjarri. Að sögn kunnugra eru dilkar nokkuð vænir á þessu hausti þrátt fyrir þurrka og væntanlega verður hraustlega gengið til verks um næstu helgi. Samkvæmt veðurspám munu gangnamenn fá á sig suðvest- lægar áttir með þokkalegum hlýind- um þannig að rekstur til byggða verður undan vindi en spurning er hvort féð verður eins sporadrjúgt þegar heitt er á því. Hvað sem þessu öllu líður þá er Finnur Björnsson í Köldukinn byrj- aður að smala sínum heimahrossum og var myndin tekin þegar hann reið fram hjá bænum Kagaðarhóli. Réttað um helgina Víða er réttað um helgina. Á laug- ardag verður til að mynda réttað í Stafnsrétt í Svartárdal og Miðfjarð- arrétt og Hrútatungurétt í Vestur- Húnavatnssýslu. Réttað er víða í Skagafirði á laugardag og sunnudag, til dæmis í Staðarrétt og Skarðarétt á laugardag og Laufskálarétt á sunnudag. Af öðrum stöðum má nefna að réttað er í Fossrétt á Síðu á föstu- dag, Skaftárrétt á laugardag, Fljóts- tungurétt í Borgarfirði á laugardag og Hraunsrétt í Aðaldal á sunnudag og Möðruvallarétt í Eyjafirði á sunnudag. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Bændur í göngum og réttir undirbúnar SUÐURNES Keflavík | Gamli vatnsbrunnurinn við Brunnstíg í Keflavík hefur verið end- urgerður. Árni Sigfús- son, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tók hann í notkun með því að dæla vatni fyrir þyrst göngufólk í sögugöngu. Neysluvatnsmál voru í ólestri í Keflavík í byrjun síðustu aldar. Samþykkt var að Duusverslun tæki að sér að grafa brunn á þessum stað og hófust framkvæmdir á árinu 1907 og einnig var gerður vegur að honum sem síðar fékk heit- ið Brunnstígur. Keflavíkurhreppur keypti vatnsbólin af H.P. Duus 1917 og rak þau síðan. Brunnur endurgerður Ljósmynd/Dagný Gísladóttir Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | Opnuð hefur verið göngudeildarþjónusta fyrir áfengis- og fíkniefnasjúklinga og aðstand- endur þeirra í menningarmiðstöð unglinga, 88-húsinu í Reykjanesbæ. Hera Ósk Einarsdóttir, verkefna- stjóri forvarna hjá Reykjanesbæ, segir að fyrir frumkvæði forvarn- arverkefnisins Lundar sem Erling- ur Jónsson, íbúi í Reykjanesbæ, stendur fyrir hafi verið unnið að því að skapa möguleika á eftirmeðferð fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga í sveitarfélaginu. Tekist hefur sam- starf milli Lundar, SÁÁ og Reykja- nesbæjar um að koma upp göngu- deildarþjónustu í 88-húsinu. Hófst starfsemin með kynningu í fyrradag og verður 88-húsið tekið allt undir hana alla mánudaga í vetur. Miðla fræðslu Hera Ósk segir að þar verði boðið upp á viðtöl og eftirfylgni, ekki síst fyrir þá einstaklinga sem farið hafi í meðferð hjá SÁÁ. Hún segir að þetta sé mikilvæg starfsemi því dæmin sanni að hætta sé á að menn hætti að leggja það á sig á aka til Reykjavíkur til að sækja þessa þjónustu eftir að meðferð lýkur. Tekur Hera Ósk fram að þjónustan sé opin öllum íbúum Suðurnesja, ekki einungis íbúum Reykjanesbæj- ar. Að auki verður boðið upp á fræðslu- og upplýsingamiðlun fyrir einstaklinga og fjölskyldur, auk þjónustu við stofnanir og samstarfs- aðila í vímuvörnum á Suðurnesjum. Leitað verður eftir samvinnu við þá fjölmörgu aðila sem starfa að vímu- vörnum, með það að leiðarljósi að þetta nýja verkefni gagnist sem best og mæti þeim þörfum sem til staðar eru í samfélaginu. Nefnir Hera Ósk að forvarnar- starfið í 88-húsinu sé meðal annars hugsað sem stuðningur við foreldra og fólk sem vinnur með börnum og unglingum, til dæmis í tómstunda- starfi og skólum. Þegar fólk hafi áhyggjur af börnunum geti það leit- að eftir ráðgjöf hjá göngudeildinni um það hvað sé á seyði og hvernig bregðast skuli við. Þannig sé hægt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða fyrr en ella. „Rannsóknir hafa sýnt að krakk- arnir hér hafa staðið sig ágætlega. Það er hins vegar alltaf einhver hóp- ur sem leiðist út í neyslu og þá þarf að grípa inn í þróunina sem allra fyrst,“ segir Hera Ósk. SÁÁ veitir þjónustu á göngudeild í 88-húsinu Ljósmynd/Víkurfréttir Forvarnir Þjónusta göngudeildar SÁÁ var kynnt á fundi í 88-húsinu við Hafnargötu. Erlingur Jónsson frá forvarnarverkefninu Lundi segir frá. Eftirmeðferð fyrir Suðurnesjamenn og forvarnarstarf Í HNOTSKURN »Þriggja manna hópur fráLundi forvarnarverkefni, SÁÁ og Reykjanesbæ stýrir starfsemi göngudeildarinnar og þróun. »88-húsið er vímuefnalausmenningarmiðstöð ung- linga, 16 ára og eldri, og verð- ur húsið tekið undir starfsem- ina alla mánudaga í vetur. Lokað 5. september frá 11:30 - 13:30 miðvikudaginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.