Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 05.09.2007, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. SEPTEMBER 2007 39 FLATSKJÁR! hrópuðu barnabörn- in, það voru fyrstu viðbrögð þeirra við einni af uppáhaldsmyndum afa og ömmu. Óljósa hugmynd höfðu þau um að slík tækni væri til staðar í forngrip. Kvikmyndaperlunni, sem ber 70 árin sín ljómandi vel, var brugðið á skjáinn til að kanna við- brögð telpnanna, sem eru fæddar í kringum þúsaldamótin, og njóta snilli meistarans enn eina ferðina. Að þessu sinni af „hátíðarútgáfu“, með aukadiski stútfullum af áhuga- verðu aukaefni. Tæknibylting er að taka völdin og hafa vinnu af verkamönnum í sposkri háðsádeilu Chaplins um við- skipti tæknivædds nútímans (1936) og litla flækingsins, sem á erfitt með að aðlagast nýjungum. Græðg- in og mannfyrirlitningin sem hvar- vetna ríkja koma honum eilíflega í bobba, líkt og munaðarlausri vin- konu hans (Goddard). Ádeilin, róm- antísk en umfram allt bráð- skemmtileg og tilfinningaþrungin klassík þar sem hvert kvikmynda- sögulegt atriðið rekur annað. Það reynir mikið á látbragðsleik snill- ingsins því Nútíminn er hans síð- asta þögla mynd – utan hann þenur raddböndin í fyrsta sinn á tjaldinu í söngatriðinu góða. Tímans tönn vinnur ekki á boð- skapnum frekar en háðskri gagn- rýni á þjóðfélagið og litli flæking- urinn, með öllum sínum spaugilegu töktum og barnslegri einlægni, er og verður ein merkasta goðsögn kvikmyndasögunnar. Viðbrögð „tilraunadýranna“ ollu afanum vægu sjokki, einkum hvað snertir þá sem er að verða sex ára (nýbyrjuð í skóla og þar af leiðandi farin að finna til sín). Chaplin hélt athygli þeirrar eldri en hún var greinilega ekkert yfir sig hrifin, öllu frekar diplómatísk í garð afa síns. Báðar vildu meira af klassík, Tomma og Jenna, og ekkert múður! En leiðir þeirra og Chaplins eiga eftir að liggja saman aftur, svo mik- ið er víst. Chaplin og nútíminn MYNDDISKAR Gamanmynd Bandaríkin 1936. Sam-myndir. 83 mín. Leikstjóri: Charles Chaplin. Aðalleikarar: Charles Chaplin, Paulette Goddard. Nútíminn – Modern Times  Chaplin „Litli flækingurinn, með öllum hans spaugilegu töktum og barns- legri einlægni, er og verður ein merkasta goðsögn kvikmyndasögunnar.“ Sæbjörn Valdimarsson KVIKMYNDAUNNENDUR vilja fæstir vita af myndunum sínum inni á hörðum diski í tölvunni, flakkara eða öðrum búnaði þar sem þær eru grafn- ar og gleymdar. Líkt og bækur fyrir bókamenn viljum við geta velt fyrir okkur titlunum í hillunni, handfjatlað og sett í tækið. Athöfnin er ómissandi þáttur í ánægjunni – líkt og bíóferðin. Myndböndin ollu byltingu á sínum tíma, en DVD-tæknin hefur leyst þau af hólmi og kvikmyndaáhugamenn eiga flestir fleiri hillur af þessum fyr- irferðarmiklu, úreltu forngripum. Velta fyrir sér hvað sé til ráða, mynd- bandstækin eru nánast horfin af markaðnum og mynddiskaspilarar teknir yfir. Nokkrar leiðir eru til úrbóta aðrar en harði diskurinn. Tölvufyrirtæki færa spólurnar yfir á mynddiska, en því fylgir fyrirhöfn og kostnaður og álitlegri kostur að festa sjálfur kaup á tækjabúnaðinum. Í snaggaralegri könnun á höf- uðborgarsvæðinu fundust nokkrir sambyggðir DVD-upptökuspilarar með myndbandstæki. Með þeim fær- ir notandinn gamla VHS-safnið sitt, sjónvarpsefni eða heimatilbúið efni yfir á DVD-diska. Skellir spólunni í raufina, óáteknum mynddiski í aðra og ýtir á upptöku. Einfaldara gerist það ekki. Á meðal tækjanna á markaðnum eru: PHILIPS DR3510, kr. 36.900. DAEWOO DFX6505, kr. 34.995. LG FH278H, kr. 59.900. Hvað á að gera við gömlu myndböndin? Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson DVD-spilari Hægt er að færa spólusafnið yfir á stafrænt form með þar til gerðum tækjum. Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Stærsta kvikmyndahús landsins Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á www.haskolabio.is Sími - 530 1919 Brettin Upp m/ísl. tali kl. 6 Astrópía kl. 6 - 8 - 10:10 The Bourne Ultimatum kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 14 ára Rush Hour 3 kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára Becoming Jane kl. 8 - 10:30 BECOMING JANE eee H.J. – MBL eee MMJ – Kvikmyndir.com MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MAGNAÐASTA SPENNUMYND SUMARSINS Sýnd kl. 5:30 m/ísl. tali LANG MEST SÓTTA MYNDIN Á ÍSLANDI eeee - JIS, FILM.IS eee - FBL eee - DV - BLAÐIÐ MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE ÞAR SEM REGLURNAR BREYTAST Sýnd kl. 6 Með íslensku tali Sýnd kl. 8 og 10:30-POWERSÝNING B.i. 14 ára Þrjár vikur á toppnum í USA BÝR RAÐMORÐINGI Í ÞÍNU HVERFI? -bara lúxus Sími 553 2075 10:30 Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! CHRIS TUCKER JACKIE CHAN Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! CHRIS TUCKER JACKIE CHAN Jackie Chan og Chris Tucker fara á kostum í fyndnustu spennumynd ársins! Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 B.i. 14 ára Sýnd kl. 10:20 B.i. 12 ára www.laugarasbio.is Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna! Ef þér þykja mörgæsir krúttlegar og sætar... þá þekkir þú ekki Cody! Sýnd meðíslensku tali. MATT DAMON SNÝR AFTUR SEM LAUNMORÐINGINN ÓDREPANDI JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeeee - SV, MBL MATT DAMON ER JASON BOURNE eeeee - LIB, TOPP5.IS eeee - S.V, MBL YFIR 24.000 MANNS Sýnd kl. 8 B.i. 14 ára MasterCard 2fyrir1 eeee - RÁS 2 MYNDDISKAR» Sængurfataverslun, Glæsibæ • Sími 552 0978 www.damask.is Opið mán.-fös. kl. 10-18, lau. kl. 10-16. MIÐVIKUDAG, FIMMTUDAG, FÖSTUDAG OG LAUGARDAG 20% afsláttur af öllum vörum Námskeið fyrir fólk á öllum aldri, byrjendur og lengra komna Verð frá 1100 kr.- á tíman Frönskunámskeið hefjast 17. september Innritun 3.-14. september Tryggvagötu 8 101 Reykjavík Veffang: www.af.is Netfang: alliance@af.is Upplýsingar í síma 552 3870

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.